Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 4
4 KIMMTUDAGÚR 8. DESEMBER 1988. Viðskipti Mjög hátt verð fyrir danska rækju á Ítalíu Piiluð dönsk rækja selst nú á um 1.035 krónur kilóið. Það er mjög gott verð. Eins glöggt kemur fram á sölum skipanna um síöustu mánaöamót féll verð á fiski mikiö og var þaö vegna of mikils framboðs. Síðustu daga hefur markaðurinn heldur lagast og standa vonir til aö svo veröi fram eftir mánuöinum. Sólborg fékk gott verð í Grimsby Bv. Sólborg seldi í Grimsby 5.-6.12. 1988, alls 158 lestir, fyrir 13.255.966 krónur. Meðalverð 83,59 krónur kíló- iö. Þýskaland Bv. Sindri seldi i Bremerhaven. alls 163 lestir, fyrir 10,8 millj. króna. Meðalverð 66,42 kr. kg. Bv. Klakkur seldi alls 181 lest fyrir 11 millj. kr. Meöalverö 61,14 kr. kíló- ið. Meöalverö á þorski var hjá þessum tveim skipum 76,67 kr. kg, meðalverö á ýsu 82,75 kr. kg. Verö á grálúöu var 141,34 kr. kg. Meðalverð á ufsa var 69,59 kr. kg og meðalverð á karfa 59,58 kr. kg. Bv. Jón Vídalín seldi í Bremer- haven, alls 139,8 lestir, fyrir 7,6 millj. kr. Nokkur hluti aflans fór í gúanó, annars veröur að segja aö verð hafi verið gott á því sem var markaðs- hæft. Verð á þorski var 76,65 kr. kg, verð á ýsu 104,78 kr. kg, ufsi 65,56 kr. kg. Bv. Engey seldi afla sinn í Cux- haven, alls 156 lestir fyrir 10,6 millj. kr„ meðalverð 67,% kr. kg. Hæsta verð fékkst fyrir grálúðu, 91,52 kr. kg- Mílanó Kaupmenn í Mílanó vilja fá norsk- an lax tvisvar í viku og telja það nauðsynlegt vegna markaðarins. Að undanförnu hefur verið kalt í veðri á Ítalíu og vilja menn þá fá heitar súpur til að verma sig á og fisk- neysla dregst saman fyrstu kulda- dagana. Að undanfórnu hefur farið fram umræða um gæði á laxi og borinn hefur verið saman norskur og kanadískur lax. Norski laxinn hefur farið halloka í þeim samanburði og meðal annars er bent er á að Kanada- laxinn sé miklu betri vara og miklu meiri kröfur um gæöi séu hjá Kanadamönnum en Norðmönnum sem hvolfi yfir markaðinn eldislaxi, mismunandi að gæðum. Talað er um aö Kanadamenn séu að færa sig upp á skaftið á Bandaríkj amarkaði og óvíst sé hvorir vinni í stríðinu á Evr- ópumarkaðinum. Mjög gott verð á danskri rækju Fiskverð á markaðinum í Mílanó að undanfömu: Þorskflök..........292-303 kr. kg Rauðsprettuflök.......382-429 kr. kg Skötuselshalar........642-823 kr. kg Norskur lax, óslægður .357-428 kr. kg Reyktur lax.........1011-1669 kr. kg Innfluttur, frosinn lax ..482-580 kr. kg Skötuselur................482 kr. kg Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson Rauðsprettuflök..........185 kr. kg Pill. dansk. rækjur.446-1.035 kr. kg Verð á stórmörkuðum PAM: Norskur lax í sneiðum...822 kr. kg Rækja í skel, hauslaus..1.282 kr. kg Pillaðardanskar rælýur...1.210 kr. kg Rauösprettuflök..........603 kr. kg Skötuselshalar.........1.210 kr. kg Reyktur skoskur lax í sn. ..2.232 kr. kg Reykturnor.laxísérpk. ...3533kr.kg Norðmenn selja meira af saltfiski Fyrstu niu mánuði ársins sem er að líða jókst útflutningur Norð- manna á saltfiski um 4.435 lestir mið- að við sama tíma í fyrra. Litlar birgð- ir era nú í Noregi en ekki hefur verð- ið hækkað enn sem komið er, en menn bjuggust við því þegar birgð- irnar minnkuðu svo mikið. Var aðal- lega búist við hækkun á fiski sem seldur er til Brasiliu en þangað hafa verið seldar 7978 lestir af þurrfiski, en þangað voru aðeins seldar 4454 lestir á sama tíma í fyrra. Til Portúgals hefur selst mun minna í ár af saltfiski en á sama tima í fyrra og er mismunurinn 3543 lest- ir. í ár hafa verið seldar til Jamaika 4909 lestir en þangað var ekkert selt í fyrra. Búist er við að alls seljist til Portúgals 15.000 lestir í ár. Norð- menn hafa sérstakan tollsamning við Portúgala og er það vegna fiskveiði- réttinda þeirra innan norskrar land- helgi. Stöðugt verð á laxi í New York Á Fulton markaðinum hefur verð á laxi verið stöðugt að undanfomu. Kaupendur eru ánægðir með gæðin og lýsir það sér best í því að verð á laxi frá Maine og New England er 5-6 norskum krónum lægra. Ekkert er getið um íslenskan lax á markað- inum. Svo virðist sem framleiðendur á Kyrrahafslaxi hafi hætt við franska markaðinn. Amerískt tímarit, sem fjallar aðallega um fisk, segir aö erf- itt verði fyrir þá að komast inn á franska markaðinn aftur. Verð á laxi hefur verið sem hér segir: 2-3 kg lax, 9$ kg, 408 ísl. kr. og stærsti laxinn á 11$ kg eða 500 ísl* kr. Verð á ferskum þorskflökum er 212-224 kr. kílóið og verð á ýsu 399-419 kr. kílóið. Verð á 6-10 kg lúðu er 649 kr. kg. Búist var við að um þetta leyti árs kæmi lax á markaöinn frá Chile en ekki kemur hann enn á markaðinn og orðrómur er um að mikið af unglaxinum hafi drepist í eldiskvíunum. Fiskur seldur úr gámum 28.11 .-1.12. ’88 Sundurliðun eftirtegundum: Selt magn, kg Verði erl.mynt Meðalverð ákg Söluverð isl. kr. Kr. á kg Þorskur 827.600,00 592.317,60 0,72 49.507.668,88 59,82 Ýsa 425.475,00 354.972,40 0,83 29.683.808,48 69,77 Ufsi 14.025,00 7.645,90 0,55 639.979,48 45,63 Karfi 16.720,00 6.595,10 0,39 551.626,62 32,99 Koli Grálúða 179.065,00 172.513,20 0,96 14.427.341,98 80,57 Blandað 73.512,50 76.475,20 1,04 6.395.430,37 87,00 Samtals 1.536.397,50 1.210.519,60 0,79 101.205.872,52 65,87 í dag mælir Dagfari______________ Víkjandi lán Merkilegar fréttir bárust landslýð nú í vikunni. Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur boðið fiskvinnslufyrirtæki vestur á fjörð- um að breyta skuld þess við ríkis- sjóð í lán. Fréttin er kannski ekki endilega fólgin í því að ríkið veiti lán heldur í hinu, aö þetta á að vera víkjandi lán eins og það heitir á fagmáli, en það þýðir að fyrirtæk- ið þurfi ekki aö greiða lánið nema það eigi fyrir því. Þangað til fyrir- tækið á fyrir því að greiða lánið falla hvorki vextir né verðbætur á höfuðstólinn, sem ku vera allt að flmmtíu milljónir króna. Engin tímaskilyrði eru sett á afborganir en gert er ráð fyrir að Samband íslenskra samvinnufélaga afskrifl 40 milljón króna skuld fyrirtækis- ins við SÍS sem ætti að vera létt verk fyrir SÍS því SÍS á þetta sama fyrirtæki. Þetta eru merkilegar fréttir fyrir það að loks er fundin leið til að komast út úr efnahagserfiðleikun- um sem hrjáð hafa landsmenn að undanfómu. Dagfari sér ekki betur en aö vandamálin séu leyst ef þessi lánafyrirgreiðsla verður almennt tekin upp. Ef ríkissjóður yfirtekur lán ríkisbankanna til fiskvinnsl- imnar og annarra gjaldþrota fyrir- tækja og breytir þeim í víkjandi lán þá þarf enginn að borga neitt og vandinn úr sögunni. Hingað til hafa framleiðslufyrirtækin þurft að greiða skuldir sínar og ef þær lenda í vanskilum hafa hlaðist á þessar skuldir vextir og veröbætur. Þannig hefur skuldahalinn lengst og gjaldþrotamálin aukist og kröf- urnar um einhverjar björgunarað- gerðir vaxiö. Nú hefur fordæmið fengist. Fyrst er skuldin við ríkisbankann flutt yfir á ríkissjóð. Þar er skuldinni breytt í nýtt lán. Síöan er láninu, sem breyttist í skuld, breytt í víkj- andi lán sem ekki þarf að greiðast nema með því skilyröi að fyrirtæk- ið beri sig. Það er einmitt aöalkrafa allra þeirra fyrirtækja sem eiga í erflð- leikum að þurfa ekki að greiöa lán og skuldir sem þau eiga ekki fyrir. Það er auðvitaö forsendan fyrir því að fyrirtæki geti staðið í skilum að þau geti staðið í skilum. Nú veröur þeim aö ósk sinni ef ríkissjóður og fjármálaráðherra ákveða að taka að sér lánin úr bönkunum, sem eru í vanskilum, og fara eftir þeirri meginreglu við innheimtu að þessi lán séu því aðeins greidd af skuldu- nautunum að þeir eigi fyrir lánun- Hvers vegna var þessi efnahags- aðferð ekki fundin upp fyrr? Hvers vegna hafa bæði bankar og ríkis- sjóður veriö að skattpína atvinnu- vegina og heimta greiöslur á skuld- um þegar ódýrasta og einfaldasta leiðin er að veita þeim víkjandi lán sem fela það í sér að fyrirtækin greiða þau þegar þau geta staðið í skilum. Til hvers er líka verið að innheimta afborganir og vexti þeg- ar ekkert er til af aurum og allir sjá aö fyrirtækin fara beinustu leið á hausinn ef þau þurfa að standa í skilum? Ef fiskvinnslan og önnur skuldug fyrirtæki geta breytt skuldum sín- um í víkjandi lán geta þau aftur farið að reka sig með tapi og slá ný lán og byrjað að skulda af full- um krafti, án þess aö hafa áhyggjur af því að þurfa að greiða skuldim- ar. Áhyggjur þeirra af afborgunum og vöxtum byrja þá fyrst ef fyrir- tækið skilar hagnaði og það ætti að vera létt verk fyrir íslensk fisk- vinnslufyrirtæki að koma sér und- an þeim áhyggjum sem hljótast af því. Með víkjandi lánum má einnig segja að taprekstur sé nokkurn veginn gulltrygging fyrir því að engu fyrirtæki detti í hug að græða því þá þurfa þau loks að greiða skuldirnar. Nú geta menn tapað með góðri samvisku þvi þeir þurfa ekki að borga á meðan. Þetta er akkúrat lánafyrirgreiðsl- an sem íslenskt atvinnulíf þarf á að halda. Þaö getur auðvitað eng- inn heilvita maður ætlast til þess að fyrirtækin greiði skuldir ef þau eiga ekki fyrir þeim. Það borgar enginn meðan hann tapar. Menn borga bara þegar þeir græða. Og til hvers eiga fyrirtækin að búa til gróða sem allur fer þá í greiðslur af lánum? VíKjandi lán frá ríkis- sjóöi tryggja taprekstur um alla framtíð og það er einmitt ástandið sem stjórnmálamennirnir hafa leynt og ljóst verið að stefna að! Bægja mönnum frá gróöanum! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.