Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988. Fréttir______________________________________ Skýrslur um rekstur Ríkisútvarpsins: Yfirstjórn fjármála harðlega gagnrýnd - bókhald fært eftir óstaðfestum gögnum í veigamiklum atriðum Hörð gagnrýni kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar á ýmsar deildir Ríkisútvarpsins, þar á meðal á vinnubrögð í tónlistardeild sem eru sögð ómarkviss og ekki Ijóst hvaða tilgangi þau þjóni. I skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á rekstri Ríkisútvarpsins kem- ur fram harðorðari gagnrýni en veiyulegt er að sjá í slíkum skýrslum. Þar er þaö gagnrýnt að aðeins einn maður sinnir starfsmannahaldi Rík- isútvarpsins en hjá stofnuninni vinna 370 manns. Bent er á að nauð- syn beri til að styrkja starfsmanna- haldiö. Yfirstjóm Qármála Ríkisútvarps- ins er harðlega gagnrýnd í skýrsl- únni. Segir þar að efla beri yfirstjórn fjármála frá því sem nú er. Segir að hagdeild Ríkisútvarpsins, sem á að vera mikilvægur þáttur í yfirstjórn fjármála, sé' nánast óvirk. Inn- heimtudeildin er sögð sinna hlut- verki sínu illa, sem leiði til tekju- missis hjá stofnuninni. Bókhald sé fært eftir óstaðfestum gögnum í veigamiklum atriöum og sinni bók- haldsdeild ekki sjálfsögðum eftirlits- þáttum. Þá segir að starfslýsingar og skráð- ar reglur um framkvæmd einstakra starfa séu yfirleitt ekki fyrir hendi hjá stofnuninni. Afleiðingin sé sú að boðmiðlun sé veik og berist seint og illa innan stofnunarinnar. í sumum tilfellum viti starfsmenn ekki hver þeirra næsti yfirmaður sé. Fjármálin Skýrslan er gerð í byijun þessa árs og samkvæmt henni voru skuldir Ríkisútvarpsins þá 400 milljónir króna. Síðan hefur bæst við skuld- imar og eru þær um þessar mundir um 500 milljónir króna. Meginástæð- una fyrir bágri rekstrarstöðu Ríkis- útvarpsins segir Rikisendurskoðun að rekja megi til þess þegar útvarps- rekstur var gefinn frjáls 1986. Það leiddi til auglýsingatekjutaps hjá Ríkisútvarpinu upp á 326 milljónir króna á tveimur árum, reiknað á verðlagi ársins 1988. Eins er bent á að afnotagjöld voru ekki hækkuð á tímabilinu 1. janúar 1986 til 1. júlí 1987 en á þeim tíma var verðlags- hækkun hér á landi 30 prósent. Á þessum sama tíma var ákveðið að auka dagskrá hljóðvarps og sjón- varps um helming. Þá er og talið að sú ákvörðun að taka eitt útvarpsgjald af hverri Qölskyldu hafi leitt til tekju- taps hjá Ríkisútvarpinu. Ríkisendurskoðun segir að ekki hafi tekist að halda rekstrargjöldum innan fjárhagsáætlunar og/eða grípa til aðhaldsaðgerða til að mæta þeim samdrætti í tekjum sem stofnunin hafi orðiö fyrir síðasthðin tvö ár. Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu greip Ríkisútvarpið til þess ráðs að gera fjármögnunar- og kaupleigusamn- inga á árunum 1985 til 1987 að fjár- hæð 188 milljónir króna á verðlagi 1988. Þetta var gert með samþykki menntamálaráðuneytisins. Ríkis- endurskoðun telur aö stofnanir rík- isins hafi ekki leyfi til að leysa fjár- hagsvanda sinn á þennan hátt. Bent er á að lausaskuldir Ríkisútvarpsins séu 350 milljónir króna, þar af sé yfir- dráttur á hlaupareikningi 130 millj- ónir króna. Ríkisendurskoðun bendir á að nauðsynlegt sé að fram fari hjá Ríkis- útvarpinu heildarúttekt á nytsemi þess að skrá innri upplýsingar stofn- unarinnar. Svo virðist sem sumt af því verki, sem nú er verið að vinna, hafi lítinn eða engan tilgang. í því sambandi er nefnd skráning hjá tón- listardeild og aðalskrifstofum. Innheimtukerfið Varðandi innheimtukerfi Ríkisút- varpsins segir að eftirlitsþættir kerf- isins séu ófullnægjandi og að hvorki séu fyrir hendi kerfislýsingar né not- endahandbók. Þá segir að tölvuvæðing hjá Ríkis- útvarpinu hafi í mörgum veigamikl- um tilfellum mistekist, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Segir að heildar- stefnu hafi skort í þessum málaflokki hjá Ríkisútvarpinu. Það hafi ekki aflað sér nægilegrar þekkingar á þessu sviði og hafi verið í of ríkum mæh háð utanaðkomandi ráðgjöf. Nefnt er að í auglýsingadeild sé í notkun tölvuvætt auglýsingakerfi sem meðal annars er ætlað að ná yfir verðútreikning, birtingalista og viðskiptamannabókhald. Ríkisend- urskoðun gerir þær athugasemdir að hvorki notendahandbækur né kerfislýsingar séu fyrir hendi og geti starfsmenn ekki gert breytingar á auglýsingatöxtum nema til komi að- keypt sérfræðiþjónusta. Kerfið fullnægi ekki þeim kröfum sem geröar voru til þess í upphafi. Ekki sé hægt að sjá stöðu einstakra viðskiptamanna og loka reikningum þeirra þegar skuld er orðin hærri en leyfilegt er. Kerfið verki ekki sem viðskipta- mannabókhald þar sem innborganir séu ekki skráðar. Einungis sé hægt að sjá stöðu viðskiptamanna um mánaðamót þegar heildarsala aug- lýsinga í mánuðinum er flutt úr kerf- inu yfir í viðskiptamannabókhald. Kvittanir vegna staðgreiðsluvið- skipta séu ónúmeruð vélritunarblöð. Ríkisendurskoðun bendir á að kvitt- anir og reikningar skuli vera tölu- sett, samanber lög um bókhald. Afnotagjöldin Varðandi innheimtu afnotagjalda segir Ríkisendurskoðun að ekki hafi gengið nógu vel að halda utan um stofnskrá og annast viðhald hennar. Eftirliti meö viðtækjum hafi verið illa sinnt af hálfu deildarinnar. Und- anfarin ár hafi aðeins tvisvar farið fram tækjakannanir og náðust við það 2.600 tæki sem þýði um 33,8 millj- ónir króna í tekjuaukningu fyrir stofnunina á ári. Þá segir orðrétt: „Deildin sinnir hlutverki sínu illa. Stofnskrá er ábótavant, vinnubrögð ómarkviss og eftirlit lélegt. Viöurlög- um, sem byggja á innsiglun viðtækja og eignarhaldssviptingu, er yfirleitt ekki beitt. Slæleg vinnubrögð á deild- inni leiða til verulegs tekjumissis hjá stofnuninni." Þá segir að hagdeild, sem skipuð er einum manni, hafi ekki sinnt hlut- verki sínu og erfiðlega hafi gengið að ráða hæft fólk til starfa. Þrír við- skiptafræðingar hafi hafið störf þar síðastliðna 8 mánuði en allir látið af störfum. Starfsmannahald Ríkisendurskoðun telur að efla þurfi til muna starfsmannahald Rík- isútvarpsins. Hjá Ríkisútvarpinu starfi um 370 manns. Heimiluð stöðu- gildi eru 265 en fastráðnir starfs- menn séu 210. Hins vegar séu 120 lausráðnir starfsmenn, auk þess sem tímavinnufólk sé í 44 stöðugildum á ári. Þannig aö hjá Ríkisútvarpinu séu 65 stöðugildi án heimildar. Aftur á móti hafi Ríkisútvarpið áætlað launakostnað vegna allra starfs- manna í fjárlagatillögum sínum og þær síðan verið samþykktar af stjómvöldum. Ríkisendurskoðun telur brýna nauðsyn bera til að Rík- isútvarpið hafi formlegar stöðuheim- ildir fyrir því starfsfólki sem er í þjónustu þess og gert er ráð fyrir í útgjöldum stofnunarinnar. Sem fyrr segir annast einn maður allt starfsmannahald hjá Ríkisút- varpinu og telur Ríkisendurskoðun útilokað að einn maður geti annast það svo vel sé og telur aö styrkja þurfi þessa deild, enda starfa 370 manns hjá Ríkisútvarpinu. Gagnrýni svarað Hér hefur verið rakinn hluti af gagnrýni Ríkisendurskoðunar á stjómun og starfsemi Ríkisútvarps- ins. Viðbrögð stjórnenda Ríkisút- varpsins voru að taka saman skýrslu sem svar við gagnrýninni. í inngangi hennar segir Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri að ekki verði séð að með stjórnsýsluendurskoðuninni hafi verið lagt mat á rekstrarárangur eða gæði og gildi þjónustunnar með hhðsjón af ráðstöfunarfé Ríkisút- varpsins en slíkar upplýsingar hefðu getað reynst mjög gagnlegar í um- ræðu um stööu stofnunarinnar. Markús segir að ýmsar mikilsverðar athugasemdir og ábendingar felist í niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Hann bendir jafnframt á að alllengi hafi veriö unniö að endurskipulagn- ingu á sumum þeim sviöum sem Rík- isendurskoðun fjallar um. í öðmm tilvikum verði gerð gangskör að því aö gera leiöréttingar. og úrbætur samkvæmt ábendingum Ríkisendur- skoðunar. Þá er tekið undir með Ríkisendur- skoðun um nauösyn þess að efla starfsmannahald stofnunarinnar en fullyrt að lýsing Ríkisendurskoðunar gefi ekki rétta mynd af raunveruleg- um aðstæðum í starfsmannahaldinu. Varðandi hagdeildina segir í skýrslu Ríkisútvarpsins að þrátt fyrir ítrek- aðar auglýsingar eftir manni með til- skilda menntun hafi þaö ekki borið ávöxt undanfarin misseri. Þá segir að fullyrðing Ríkisendurskoðunar um innheimtudeildina sé alvarlegs eðlis og krefiist frekari umfiöllunar. Bent er á að stöðugildum í inn- heimtudeild hafi fækkað úr 15,5 við upphaf áratugarins í 9. Þá er og vísað á bug ýmissi gagnrýni á deildina og bent á að hún hafi þegar gert ýmis- legt af því sem Ríkisendurskoðun benti á. Varðandi bókhaldið segir að verið sé að endurbæta afstemmingar inn- heimtudeildar, auglýsingadeildar og bókhalds. Frá því að skýrsla Ríkis- endurskoðunar kom út í júni hafi ýmislegt færst í betra horf hjá bók- haldsdeild. Varðandi festuleysi í yfirstjóm Sjónvarpsins segir í svarinu aö ekki sé ljóst við hvað sé átt. Bent er á að í stórri stofnun sé alltaf hætta á ágreiningi. Stjómkerfi Sjónvarpsins hafi yfirleitt séð til þess að slíkur ágreiningur hafi verið leystur. Varð- andi gagnrýni á áætlunargerð segir að hún sé á réttri braut og að frekari endurbætur séu fyrirhugaðar. Um innheimtukerfið segir að þaö hafi að ýmsu leyti reynst vel og að stöðugild- um hafi fækkað um 6,5 og yfirvinná stórlega dregist saman. Ýmsar vænt- ingar manna til kerfisins hafi þó ekki verið uppfylltar. Um mistök í tölvu- væðingu segir að þrátt fyrir vissa annmarka á nýja kerfinu, sem verið sé að gera endurbætur á, hafi það bætt úr mörgum ágöllum sem verið hafi á gamla kerfinu. Um fiármögn- unar- og kaupleigusamninga segir aö þeir hafi verið neyöarúræði sem gripið var til við afar erfiðar og sér- stæðar aðstæður hjá stofnuninni. Og vegna leyfis frá menntamálaráðu- neytinu hafi Ríkisútvarpið talið sig vera í fullum rétti. Svar Ríkisútvarpsins er í mjög löngu máli og hefur hér að framan veriö reynt að draga það markverð- asta saman í sem stystu máli en öll- um athugasemdum Ríkisendurskoð- unarersvarað. -S.dór Sandkom dv Ábúðarfuflur starfsmaður ÁTVR Fræg Ijós- mynd.sem birtistíDVaf • vínmagnl því semMagnús Thoroddsen, fvrrverfmdi forseti Hæsta- réttar, kcypti á c kpstnaðarverðf áþessuári, vaktímiklaat- . hygli. Við vín- stasðunastóð einn starfsmanna ATVR, Ólafur Runólfsson. Óiafur er hagmæltur og setti saman eftirfarandi vísu: Athygli næga upp ég skar ekki er sagan talin ný. „Ábúðarfullur" er ég þar, ódýrt er svona fyllirí. Hrafn, Sveinn og Sjónvarpið HrafhGunn- Iaugssonmun ekkileysa SveinEinars- sonafísex manuðiá næsta ári. Ástæðaþessw súaðSveinner ekkiáleiðífrí. Þósvoværiþá ætti Hraínerf- ittmeðaðkoma ístaðSveins- þar sem Hrafn hefur í nógu að snú- ast. Auk fjölda af samnorrænum verkefnum ætlar Hrafn aö nota fiög- urra ára ieyfi sitt til að fiúka tveimur skáldsögum, nýrri ljóðabók, bama- myndogfleira. Makalaus óheppni kjötkaupmanna Þaueru kostuleg.við- brögöþeirra kjötkaup- mannasem upþvísirhafa: orðiðaðþvi uð blandanauta- hakkiðmeð kindakjöti og svínakjöti. Þeir beraflestirþví viðaðfyrirein- skæraóheppni hafi sýnin, sem tekin voru, verið af nautahakki sem hakkaö var strax eftir að þeir höfðu notað hakkavél- arnar við hökkun á öðrum kjötteg- undum. Þó slær Kostakaup í Hafhar- firöi öllmet Þar var óheppnin algjör. Sýnin voru tekin af nautahakki sem hakkað var strax að lokinn hökkun á svínakjöti og kindakjöti. Enda fannst bæöi kindakjöt og svínakjöt í nautahakki þeirra Gaflara. Kostulegt hjá Kostakaupum Tíminnátti skemmtilegt viötal við kjöt- iðhaðarmanh-: inníKosta- kaupum.Við- brögökjöt- mannsins voru stórkostleg. En þarsem : Tíminnkemur fyrirfárraaugu ætlarSand- kornaðbirta valda kafla úr viðtalinu. „Það á ekki að vera svona, en það má vel vera að einn og einn biti af öðru kjöti flæk- ist raeð I hakkavélina." Þá sagði kjö- tiönaöannaðurinn að sýnin hefðu verið tekin úr nautahakki sem lent hefðu í hakkavélinni strax á eftír kiiidakjötshökkun og svínakjöts- hökkim. Hann sagði einnig aö hann vissi ekki til þess að nokkur maður stæði í þvi að skola hakkavél á mílli tegunda. „Maðurværiþábaraíþví að þrifa allan dagjnn.“ Svo mörg voru þauorö. Umsjón: Siflurjón Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.