Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 33
iMMSSMféra & wmtsmmm
m
LífsstOl
Það er ekki útbreiddur siður hér á
landi að laga kryddsíld fyrir jól, helst
hjá þeim sem kynnst hafa slíku í
Skandinavíu. Það er Scunt skemmti-
leg tilbreyting að bjóða upp á heima-
lagaða kryddsíld yfir jólahátíðina.
Fersk síld fest nú í fiskbúðum og
kostar kílóið 90 krónur. Saltsíld verð-
ur að útvatna í 'A-l sólarhring fyrir
meðhöndlun.
Fisksalamir sjá yfirleitt um að
flaka síldina ef þeir eru beðnir um
það. Ef það fest ekki gert einhverra
hluta vegna er óþarfi að bugast, því
fremur auðvelt er að gera það sjálf-
ur. Nauðsynlegt er að hafa góðan og
beittan hníf við flökimina. Hnífnum
er rennt niður hausmegin og síðan
rennt samhiiða hryggnum, ekki of
djúpt. Síðan er flakið snyrt ef með
þarf. Hafið ekki óþarfa áhyggjur þótt
flökin verði ekki sérstaklega falleg
úthts, það kemur með æfingunni.
Roðið er síðan tekið af með þvi að
smeygja fingri undir það hausmegin
og rífa það af. Þegar við prófuðum
uppskriftimar í tilraunaeldhúsinu
gekk það ótrúlega vel. Því ættu sem
flestir að prófa því bragðið svíkur
engan.
Tómatsíld
1 dl olía
1 dl tómatsósa
1 dl sykur
2 msk. edik
2 sýrðar gúrkur
1-2 laukar
10 piparkorn
5 negulnaglar
1 lárviðarlauf
4 síldarflök
Hræriö saman olíu, tómatsósu og
sykri. Hrærið þar til sykurinn er vel
uppleystur og hefur blandast vel.
Hræriö edikinu saman við. Skerið
sýrðu gúrkumar mjög smátt og síld-
ina í bita og hrærið saman við lög-
inn. Setjið eitt lárviðarlauf saman
við.
Geymið síldina í kæh minnst í sól-
arhring fyrir neyslu.
Kryddsíld
Venjuleg marineruð síldkallastá
frummálinu síld glermeistarans. Um
uppruna heitisins er lítið vitaö en
tahð að það dragi nafn sitt af
glerkrukkum sem síldin er lögð í.
"—--r-r-
Freistandi jólasíld meö grófu brauöi. Tómatsíld, kryddsíld og sérrísíld, hver tegundin annarri girnilegri.
DV-mynd Brynjar Gauti
Jólasíld:
Síld er sælgæti
4 síldarflök
1-2 htlir rauðlaukar
1 htil gulrót
1 biti piparrót
2 tsk. piparkom
2 tsk. sinnepskorn
2 bitar hehl engifer
2 lárviðarlauf
Lögurinn
1 dl borðedik
1 'A dl vatn
1 'A dl sykur
Skerið síldina í 2-3 cm bita, helst á
ská. Afhýðið laukinn og sneiðið nið-
ur. Búið til löginn og látið suðuna
koma upp. Kæliö.
Leggið síld, lauk, gulrætur og pip-
arrót til skiptis í góða krukku. Hellið
köldum leginum yfir síldina. Látið
síldina standa i 2-3 sólarhringa í
kæh fyrir neyslu.
Sérrísíld
4 síldarflök
2 laukar
'A dl ferskt dill eða 1 msk. þurrk-
að
Lögurinn
2 msk. edik
2 msk. olía
% dl sykur
2 dl tómatsafi
6 piparkorn, mulin
3 msk. sérrí
Skerið flökin í smáa bita. Afhýöið
laukinn og hakkið mjög fínt. Blandið
saman síld, lauk og dilli í krukku.
Hrærið löginn saman og hehið yfir
síldina. Látiö bíöa í kæli í minnst
sólarhring fyrir neyslu.
-JJ
Matarmeiri smákökur
Margir em sjálfsagt búnir með smá-
kökubaksturinn, ahavega langt
komnir. Þó era nokkrir sem eiga eitt-
hvað eftir oa birtum við því upp-
skriftir sem þeir geta nýtt sér. Allar
eiga þær það sameigiiúegt að vera
einfaldar, fljófiegar og fremur ódýr-
ar. Einn stærsti kostur þeirra er að
þeim fylgir ekkert nostur. Þær eiga
nefnUega að vera í stærra lagi og
bestar eru þær (milli mála) með glasi
af kaldri mjólk.
Haframjölskökur
2 boUar haframjöl
2 'A bolh hveiti
2 bohar sykur
1-1 'A bolli rúsínur, saxaðar
200 g smjörlíki
2 egg
1 tsk. matarsódi
'A tsk. salt
sósulitur
Sykri, haframjöh og hveiti blandað
saman, ásamt salti og sóda. Rúsínum
bætt saman við og síðan smjörlíki
og eggjum. Deigið er hnoðað vel og
bætt við eggi, ef með þarf. Notið sósu-
Ut til aö fá kökurnar dekkri.
Mótið kúlur og setjið á bökunar-
pappír. Þrýstið á kúlumar með gaffli,
tvisvar í kross. Hafið skál með hveiti
við höndina og stingið gaffhnum í á
milli, þá festist hann síður við deigið.
Bakið við 200“ í ca 10 mínútur eða
þar til kökurnar hafa tekið lit. Kælið
á rist.
Hnetu-
smjörskökur
Þeir sem á annað borð eru fyrir
hnetur eða hnetusmjör falla alveg
flatir fyrir þessum. Best er að nota
hnetusmjör með hnetubitum í -
merkt crunchy á ensku. Hafið gott
bil á mUli á plötunni því þær renna
töluvert út.
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
1 bolh púðursykur
1 bolh hnetusmjör (300 g)
250 g smjörlíki
1-2 egg
1 tsk. matarsóti
Blandið hveiti, sykri, púðursykri
og sóta vel saman. Hnetusmjöri og
smjörlíki er síðan hnoðað vel saman
við. Eggi eða eggjum síðan bætt í.
Mótið kúlur og þrýstið létt á hveija.
Bakið kökurnar við 200“ í tæpar 10
mínútur eða þar tU þær taka lit.
Kælið á rist.
Bragðmiklar
engiferkökur
Þessar kökur veröa mjög stökkar
og bragðgóöar og þá sérstaklega með
ískaldri mjólk.
500 g hveiti
500 g dökkur púðursykur
250 g smjörlíki
2 egg
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsóti
2 tsk. engifer
1 tsk. neguh
1 tsk. kanUl
Þurrefnum og púðursykri er bland-
að mjög vel saman. Smjörhki og eggj-
um síðan hnoðað vel séunan við.
Búnar til litlar kúlur sem settar em
á bökunarpappír. Þrýstið lauslega á
hveija kúlu og bakið við 200“ í tæpar
10 mínútur eða þar tíl þær em fallega
brúnar. -JJ
^Hcöku^ru betri en aðrar með kaldri mjólk. Engiferkökur, haframjöls-
r og hnetusmjörskökur eiga það allar sameiginlegt að vera betra ettir
,em þær eru stærri og helst á að drekka mjólk með.