Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 14
 Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Skattur uppskrúfaður Ríkisstjórnin stefnir að mikilli hækkun tekjuskatts. Hækkunin mundi dynja á fólki, sem hefur um það bil meðaltekjur. Skattahækkunin yrði ranglát. Að vísu getur verið þægilegra fyrir hið opinbera að innheimta með hækkun tekjuskatts fremur en hækkun óbeinna skatta. Það er vegna vísitölunnar. En ríkis- stjórnin hyggst gera hvort tveggja. Matarskattur var sagður lagður á til að jafna skattheimtu. En með fyrir- hugaðri hækkun vörugjalds er stefnt í öfuga átt. En rík- ið sleppir engu. Þjóðin horfir á, að ráðherrar ætla að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári með því að auka skattpíninguna. Markmiðið að fá fram hallalaus fjárlög er virðingarvert. En almenningur sér bruðlið í ríkis- rekstrinum. Niðurskurður ríkisútgjalda virðist aðeins ætla að verða kák. Á sumum sviðum virðist ríkið bara ætla að stækka sinn hlut af kökunni. Grundvallarkrafa er, að rikið taki þátt í niðurskurðinum. Það skerði veru- lega hjá sér, meðan landsmenn almennt þurfa mjög að skerða sín útgjöld. Þarna bregzt núverandi stjórn eins og þær, sem á undan fóru. Því kemur stjórnin nú daglega með hugmyndir um frekari skattheimtu. Þeim hugmyndum á að ná fram með tilstyrk einhverra þingmanna stjórnandstöðunnar. Styðja má hugmyndir um hallalaus Qárlög. En hug- myndir um mikla hækkun tekjuskatts er ekki unnt að styðja. Þar er fyrst til að taka, hversu ranglátur tekjuskattur- inn er. Margir geta enn sem fyrr skotið sér undan tekjuskatt- inum. Tekjuskattur er fyrst og fremst launamannaskatt- ur, þar sem margir hinna betur stæðu komast undan. Þetta gildir sem fyrr. Því hefur oft réttilega verið sagt, að skattar á eyðslu gefi réttlátari niðurstöðu en skattar á tekjur, sem upp eru gefnar. Við skulum hafa hugfast, að þetta hafa margir stjórnmálamenn hér á landi viður- kennt hina síðustu áratugi. Ekki eru nema fá ár hðin, síðan ríkisstjórnir hér á landi hugðust afnema tekjuskatt af almennum launa- tekjum, sem kallað var. Það starf var lítillega hafið. Ýmsir flokkar stóðu að yfirlýsingum í þessa átt. Þetta átti að vera markmið ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Einnig Alþýðuflokkurinn hafði uppi hugmyndir um að afnema tekjuskatt af al- mennum launatekjum. Menn vilja gleyma yfirlýsingum stjórnmálamanna. En þessu skulum við ekki gleyma, nú þegar skrúfa á upp tekjuskattinn. Þar sem tekjuskatturinn er í grundvallaratriðum ranglátur skattur, er siðlaust að þenja hann út. Nú er ætlunin, að tekjuskattur hækki hjá einstakling- um með 60 þúsund króna mánaðartekjur. Við skulum einnig líta á, að nú kreppir að launþeg- um. Kaupmáttur rýrnar mikið og mun halda áfram að minnka á næsta ári. Því er sízt tilefni né rökstuðningur fyrir ríkið að auka nú skattpíningu á því fólki, sem svo illa er statt fyrir. Vöruverð er hátt, einkum matvörur, í samanburði við önnur lönd. Enginn einstakhngur er vel stæður af 60 þúsund króna mánaðarlaunum. Því verður að leggjast gegn hækkun tekjuskatts. Skatturinn er ranglátur. Ríkið bregzt, þegar það lætur niðurskurðinn ekki koma á ríkisútgjöldin sjálf. Almenn- ingur má loks sízt við tekjuskattshækkun eins og mál standa. Haukur Helgason Umfangsmikið rannsókna- og tilraunastarf fer fram viö Garðyrkjuskóla rikisins, RALA og Bændaskólann á Hvanneyri. - Frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Innflutningur og garðyrkja: Hvort verður ofan á? Á undanfórnum árum hefur orö- ið mikil aukning á framleiðslu grænmetis og gróðurhúsaafurða hér á landi. Samtals mun útirækt- un vera á um 30 ha lands (kartöflu- og rófuakrar ekki meðtaldir). Um 170.000 m2 eru undir gleri. Samtals munu um 500 ársverk vera í þess- ari búgrein- Samhliða aukinni framleiðslu hefur fjölbreytni auk- ist. Neysla grænmetis mun nú vera um 28 kg á íbúa á ári og er áætlað að innlend framleiðsla fullnægi um 40% neyslu. Veruleg framþróun hefur því orðið á sviði garðyrkju og ylræktar á undanfömum árum sem m.a. er árangur af umfangsmiklu rann- sókna- og tilraunastarfi við Garð- yrkjuskóla ríkisins, RALA og Bændaskólann á Hvanneyri. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun stendur þessi búgrein frammi fyrir miklum vanda vegna mjög aukinn- ar samkeppni frá innfluttri vöru. Tollalækkanir og söluskattur Á undanfömum árum hafa tollar á innfluttu grænmeti verið lækkað- ir úr 70% í 30%. í gildandi tolfalög- um eru ákvæði um enn frekari lækkanir á næstu tveimur árum. Þessari breytingu, ef tU fram- kvæmda kemur, mun fylgja stór- aukinn þrýstingur á innflutning garðyrkjuafurða og er vonlítið að íslensk framleiðsla geti staðist þá samkeppni eins og nú er að henni búið. Þess er einnig að geta að um síðustu áramót var lagður 25% söluskattur á allt grænmeti og hef- ur hann ekki fengist endurgreidd- ur líkt og gert er með kjöt, fisk, mjólk og fleiri matvörur. Svipuöu máh gegnir um potta- plöntur og afskorin blóm. Þar er tollur nú 30% en var til skamms tíma 80%. Þá er og þess að geta aö oft er hægt að fá afganga á mörkuð- um erlendis fyrir brot af gangverði og við slíkt er auðvitaö ekki hægt að keppa. Erfið samkeppnisstaða Fjármagnskostnaður flestra þeirra landa, sem við okkur keppa, er ekki nema brot af því sem hér er. Má t.d. geta þess að útlánsvext- ir í Hollandi eru um 6,5% og verð- bólga nánast engin. Bankaþjónusta fyrir garðyrkjubændur er mjög góð sökum þess hve þessi atvinnugrein er þýöingarmikil fyrir þjóðarbúið. Gasverð er greitt verulega niður til gróðrarstöðva eða um 20%. Ráðu- nauta- og tilraunastarfsemi er afar öflug. Einnig er rétt aö geta þess KjaHariim Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður framsóknar- manna á Suðurlandi að víðast eru þessar greinar ríkis- styrktar á einn eða annan hátt. Hár byggingarkostnaður Víðast í grannlöndum okkar geta garðyrkjubændur fengið hagstæð lán til lengri tíma á viðráðanlegum vöxtum (föstum) fyrir allt að 80% af byggingarkostnaði. Ef bygging- arkostnaður hér á landi er borinn saman við byggingarkostnað í grannlöndum okkar er hann okkur mjög óhagstæður. Samkvæmt mati Stofnlánadeildar landbúnaðarins er byggingarkostnaður á fermetra í gróðurhúsi nú í kringum 8000 kr. Til samanburðar má geta þess aö byggingarkostnaður í Hollandi og Bretlandi er talinn vera u.þ.b. 2000-2500 kr. á fermetra. í Dan- mörku er kostnaðurinn talinn um 3000-4000 kr. á fermetra eftir bygg- ingum. Ef leitað er skýringa er m.a. þess að geta að hér á landi eru gerðar miklu meiri kröfur varðandi vindálag en víðast annars staðar sem þýðir mun meiri notkun á stáh í buröargrindur og þéttara milli glerpósta. Þá er og 25% söluskattur á stáh til gróðurhúsabygginga en slíku er ekki til að dreifa í grannlöndum okkar. Þegar við bætist svo miklu hærri fjármagns- og flutnings- kostnaður er ekki furða þótt þess sjái stað einhvers staðar. Þá eru allar rekstrarvörur miklu dýrari hér en í löndum í kringum okkur og er ekki óalgengt að þar muni 50-100%. Eitraðar gráfíkjur Varðandi innflutning hér á landi er rétt að geta þess aö aðstaöa til skoðunar á heilbrigði plantna er nánast engin og þess eru dæmi að einstakir ræktendur hafa beðið tjón sem nemur hundruðum þús- unda króna því að heilbrigðisvott- orð frá ýmsum löndum eru oft næsta lítils virði. Sama giidir einn- ig varðandi efnainnihald í innfluttu grænmeti; þar má heita að ekkert eftirht sé með magni varnarefna. Sjálfsagt er að sett sé upp aðstaða tíl að kanna þessa hluti og eðhlegt að innflytjendur greiði kostnað sem því fylgir. Fyrir skömmu birtist í ríkissjón- varpinu frétt um að stöövuð hefði verið sala á gráfíkjum frá Tyrk- landi vegna gruns um aö þær inni- héldu krabbameinsvaldandi efni. Ennfremur kom fram að ekki er aðstaða til aö ljúka rannsókn máls- ins hér á landi vegna þess að tækja- búnaður er ekki fyrir hendi og verður að senda sýni til útlanda. Þessi frétt er talandi dæmi um hvað illa við stöndum að þessum málum. Aðgerða er þörf Eins og að framan greinir er ljóst að íslensk garðyrkja er mjög illa stödd. Því þarf hið fyrsta að kanna á hvern hátt hægt er að styrkja stöðu þessarar búgreinar. Það er hægt með lækkun gjalda af að- föngum og fjárfestingarvörum, lækkun orkuverðs, hóflegum fjár- magnskostnaði, endurgreiðslu á söluskatti en ekki hvað síst með því að hafður sé hemill á innflutn- ingi grænmetis. Unnur Stefánsdóttir „Neysla grænmetis mun nú vera um 28 kg á íbúa á ári og er áætlað að inn- lend framleiðsla fullnægi um 40% neyslu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.