Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988. Iþrottir Frétta- stúfar Stórveldinííslensk- ■] fSr um körfuknattleik, '' Njarðvík og Keflavík, mætast strax í 16 liöa úrslitum bikarkeppninnar sem heflast í janúar. Þar eigast einnig við Reykjavíkurliðin Valur og KR, Grindavík og Haukar og enn- freraur mætast Tindastóll og ÍS. Þar með er ljóst að a.m.k. fjögur lið úr Flugleiöadeildinni falla út strax í 16 liða úrslitum. Annars fór drátturinn þannig: Undankeppni: Njarðvík-B - Laugdælir USVH - Breiðablik 16 liða úrslit: USVH/Breiðablik - Þór A. Njarðvík - Keflavík Kormákur-ÍR ÍS-B-Léttir Valur-KR Grindavík - Haukar UÍA - Njarðvík-B/Laugdælir Tindastóll - ÍS Bikarkeppni kvenna: Haukar - KR ÍR - Grindavík Njarðvík ÍS-b ÍS-Keflavík Leikið er heima og heiman, fyrri leikir 11.-13. janúar en þeir síðari 18.-20. janúar. Frægur körfuknattleiks- dómari kemur i janúar Einn kunnasti körfuknattleiks- dómari heims, William Jones frá Wales, er væntanlegur til lands- ins eftir áramótin og mun dæma leiki á vegum KKÍ út keppnis- timabilið. Hann mun jafnframt halda námskeið fyrir nýja dóm- ara og fylgjast með dómgæslu eldri dómara'eftir því sem færi gefst. Kristinn ekki beðinn um að hætta Gunnar Valgeirsson, formaður dómaranefndar KKÍ, vill koma því á framfæri vegna frétta í fjöl- miðlum imdanfarið að ekki sé rétt að Kristinn Albertsson hafi verið beðinn um að hætta að dæma leiki hjá ákveðnum félög- um en neitað þeirri bón. Kristinn hafl aldrei verið beðinn um þetta og því ekki verið í aðstöðu til aö neita! ÚrslitíNBA Nýjustu úrslitin í NBA-deildinni í körfu: Atlanta - Sacramento 123-113, Portland - NJ Nets 97-93, NY Knicks - Denver 124-123 (öi.), Chicago - Boston 105-100, Hous- ton - Cleveland 106-105, Mil- waukee - Detroit 109-84, Se- attle-SA Spurs 112-107, Phön- ix - Washington 115-85, Golden State-Utah Jazz 114-103, LA La- kers - LA Clippers 111-102. Nýjar greínar á ÓL? Svo gæti fariö aö nokkrar nýjar íþróttagreinar yröu á dagskrá næstu ólympíuleika, 1992. Á vetr- arleikum er meðal annars rætt um aö taka upp keppni í skíða- skotfimi kvenna og spretthlaup í skautahlaupi. Varöandi sumar- leikana í Barcelona er rætt um að taka upp keppni í 10 km göngu kvenna, badminton, baseball og júdói kvenna. MSðbæjarhlaup Frjálsíþróttadeild KR og samtök- in „Gamli raiðbærinn" efna til miðbæjarhlaups á laugardaginn kemur kl. 14.00. Hlaupið hefst á mótum Kirkjustrætis og Aðal- strætis og því lýkur á Austur- velli. Hlaupið er um 3 km. Keppt verður í flokkum karla og kvenna og einnig í sveina- og meyja- flokki, 16 ára og yngri. Þrenn verðlaun verða veitt í hveijum flokki, auk flölda annarra verð- launa. Skráning í hlaupið fer fram við rásmark og lýkur kl. 13.30. Þátttökugjald er 200 kr. sem greiöist viö skráningu. Fram gerði 5 síðustu mörkin - er liðið gerði jafntefli við Víking, 29-29 Lokamínútumar í leik Fram og Víkings í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi voru æsispennandi en fram að þeim leikkafla var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Með ótrúlegri bar- áttu tókst Fram að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok og lokatölur urðu 29-29 eftir að Víkingar höfðu haft tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14. Karl Þráinsson skoraði úr vítakasti fáeinum sekúndum fyrir leikslok en dómarar leiksins dæmdu markið af þar sem þeir töldu að Karl hefði stigið á línuna og þar við sat. Það leit út fyrir öruggan sigur Vík- ings þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum en þá var staðan 29-24 fyrir Víkinga. Framarar náðu þá að sýna sínar bestu hliðar, vörnin var sérstaklega góð og flestallt gekk upp í sóknarleiknum. Víkingar héldu að öruggur sigur væri í höfn en það var öðru nær. Jafnræði var með liöunum framan af leiknum en þegar á leið fyrri hálf- leik sigu Víkingar fram úr og höfðu, eins og áður segir, tvö mörk yfir í hálfleik. Víkingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu fljótlega fimm marka forystu, 20-15. Framar- ar voru mjög slappir á þessum leik- kafla og Víkingar skoruöu nánast þegar þeir vildu. Þegar staðan var 23-18 fyrir Vík- inga tók Gústaf Björnsson þjálfari það til bragðs að skipta þeim Ragn- ari Hilmarssyni og Agli Jóhannssyni inn á. Þessir leikmenn rifu liðið áfram og þá sérstaklega í varnar- leiknum. Víkingar náðu ekki að skora síðustu sjö mínútur leiksins á meðan Fram skoraði fimm mörk í röð og tryggði sér jafntefli. Kæruleysi undir lok leiksins varð Víkingum að falli. Þeir voru með unninn leik í höndunum en léku illa og því fór sem fór. Framarar geta verið ánægðir með annað stigið sem á eftir aö koma að góðum notum í vetur. Baráttan ein undir lok leiksins gerði jafnteflið að veruleika. • Dómarar leiksins voru Hákon Siguijónsson og Guðjón Sigurðsson. • Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 9, Júlíus Gunnarsson 5, Agnar Sig- urðsson 5, Tryggvi Tryggvason 3, Hermann Björnsson 3/1, Egill Jó- hannesson, Ragnar Hilmarsson 1, Gunnar Andrésson l. • Mörk Víkings: Guðmundur Guðmundsson 7, Árni Friðleifsson 7/3, Sigurður Ragnarsson 4, Bjarki Sigurðsson 4, Jóhann Samúelsson 3, Siggeir Magnússon 2, Karl Þráinsson 2. -JKS Garðbæingar eru komnir á hörkusiglingu - unnu Góttu 24-19 í Digranesi Eftir erfiða byrjun í haust er Stjarnan komin í 3. sæti 1. deildar eftir góðan sigur á Gróttu í Digranesi í gærkvöldi. Eftir jafnan fyrri hálf- leik náði Stjarnan góðri forustu og sigraði, 24-19. Stjörnumenn geta þakkað Brynjari Kvaran þennan sigur. Þeir töpuðu oft boltanum klaufalega í fyrri hálf- leik, en Brynjar varði m.a. 3 víti í hálfleiknum og kom í veg fyrir að Grótta næði að komast yfir. í hálfleik var staðan 10-9. Stjarnan náði 5 marka forskoti í byrjun síöari hálfleiks sem nægði. Gróttu-menn börðust þó grimmilega og náðu að minnka muninn í 2 mörk en gekk illa að láta leikkerfi ganga upp þegar þeir voru fleiri og þótt Stjarnan hefði 2 leikmönnum færra á velhnum undir lok leiksins jókst munurinn. Garðbæingamir börðust vel og verðskulduðu sigur. Liðið var mjög jafnt í þessum leik en þó stóð Brynj- ar upp úr, en hann varði 18 skot. Þeir léku stíft og var þeim vísað 7 sinnum af leikvelli á móti aðeins þrisvar hjá Gróttu. Seltirningar léku oft ágætlega, sérstaklega í vörninni, en virtust missa einbeitinguna þegar þeir voru fleiri en mótherjarnir og náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Halldór Ing ólfsson var þeirra mestur, Sverrir Sverrisson átti góðan kafla, sem og Gunnar Gíslason og Willum Þórsson í vörninni. Dómarar voru þeir Rögnvaldur Erlingsson og Einar Sveinsson og ekki gerðu þeir mestu mistökin í þessum leik. Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjamason 9, Gylfi Birgisson 5, Hilm- ar Hjaltason 4, Hafsteinh Bragason 3, Axel Björnsson 1, Einar Einarsson 1, Skúh Gunnsteinsson 1. Mörk Gróttu: HahdórTngólfsson 9, Sverrir Sverrisson 3, Davíð Gíslason 2, PáíÍ Björnsson 2, Stefán Arnarson 2, Ólafur Sveinsson 1. gmar Jón Kristjánsson, leikstjórnandi íslandsmeistara Vals, kemur hér knettinun að stöðva Hlíðarendakappann en hann hafði betur í þetta skiptið og í leil Heilladisir lið með V - skoruðu níu gegn eir Þar kom að því aö Valsmenn þurftu virkhega að hafa fyrir sigri. Stigamiss- ir virtist meira aö segja yfirvofandi á Hlíðarenda í gær þegar FH hafði tveggja marka forystu, 21-23, þegar 10 mínútur voru eftir. En þá gengu heihadísirnar í lið með Valsmönnum, þeir fengu þijú hraðaupphlaup í röð eftir að dauða- færi FH-inga höfðu misheppnast og á átta mínútum gerðu þeir niu mörk gegn einu. Stórbrotið mark Héðins Gilssonar langt utan af vehi á lokasekúnd- unni breytti litlu, Valsmenn unnu sigur, 30-25, sem var langt frá því að vera jafnsannfærandi og lokatölurnar gefa til kynna. Eyjamenn lágu norðan heiða - töpuðu fyrir liði KA, 24-19, í höllinm á Akureyri Gylfi Kristjánsison, DV, Akureyn: KA bætti tveimur raikhvægura stigum í safnið í 1. deiidinni í gær- kvöldi er liðið sigraði ÍBV á Akur- eyri, 24-19. Þar með er lokið mik- hli „heimaleikjahrinu" KA- raanna sera nú hafa leikið fjóra heimaleiki í röð og geta menn lítið annað en undrast shka niðurröð- un. KA gerði út um þennan leik í upphafi síðari hálfleiks, lék þá geysisterkan vamarleik og staðan breyttist úr 12-10 í leikhléí í 15-10 og síðan 22-14. Þá var skipt út af, ahir fengu að spreyta sig og ÍBV minnkaði muninn. „Okkur vantar bæði skynsemi og aga í leik okkar og vömin hefur ekki verið lélegri h)á okkur í vet- ur,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikmaður ÍBV, eftir leikiim. „KA-menn vora ekki eins sterkir og ég átti von á, en að vísu fengu þeir ekki virkilega mót- spyrnu,“ bætti Sigurður við. Hann var besti maður ÍBV i leiknum, Sigmar Þröstur var ágætur í markinu en aðrir stóðu þeim langt að baki. KA-liöiö lék nijög vel í 20 mínút- ur í síðari hálfleik, grimma vöm og fjölbreyttan sóknarleik þar sem línu- og horaasphið var mjög virkt. Bestu menn KA vom Axel Stefánsson í markinu, Erlingur Kristjánsson og Guðmundur Guö- mundsson. Mörk KA: Erhngur Kristjánsson 7 (4), Guðmundur Guðmundsson 5, Friðjón Jónsson 4, Jakob Jóns- son 3, Ólafur Hilmarsson 2, Sigur- páll Aðalsteinsson 1, Pétur Bjarnason 1 og Haraldur Har- aldsason 1. Mörk ÍBV: Sigurður Gunnars- son 7, Sigurður Friðriksson 5 (3), Óskar Freyr Brynjarsson 3, Jó- hann Pétursson 3 og Tómas Tóm- asson 1. Dómarar vora Vigfús Þorsteins- son og Steinþór Baldursson og ekki orð um það meira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.