Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 7
MMMTOEIASaim DKSEMHEK/im! f Fréttir Atvinnutryggingarsjóður: Hafnar þrem fyrirtækjum - 150 á biðlista Stjórn Atvinnutryggingarsjóðs af- greiddi skuldbreytingarlán til átta fyrirtækja á fundi sínum á þriðjudag. Alls var fyrirtækjunum veitt lán að andvirði um 90 milljónir auk þess sem sjóður lét þeim í té skuldabréf fyrir um 210 milljónum. Á fundi stjómarinnar var þremur fyrirtækjum hafnað um aðstoð og tveimur umsóknum var frestað þar til frekari gögn lægju fyrir. Atvinnutryggingarsjóður hefur nú veitt ellefu fyrirtækjum fyrir- greiðslu, hafnað þremur og frestað tveimur. Á biðlista eru síðan um 140 til 150 fyrirtæki sem sækja um fyrir- greiðslu sjóðsins að andvirði rúm- lega fimm milljarða. -gse Akureyri: Útsvar hækkar á næsta ári Gyffi Kiistjánsson, DV, Akureyri: Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar sl. þriðjudag var samþykkt að út- svarsprósenta yrði 7,2% í stað 6,7% eins og er á þessu ári. Ekki var eining um þessa ákvörð- un. Fulltrúae Framsóknarflokksins báru fram tillögu um 7% útsvar en sú tillaga var felld. Fulltrúar Al- þýðubandalags sátu hjá en meiri- hluti bæjarstjómar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks, stóð að samþykktinni. Þá samþykkti fundurinn einnig að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði yrði innheimtur án álags á næsta ári. Löwenbrau bak við lokaðar dyr Gyffi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Framleiðsla á Löwenbrau bjór hófst í gær hjá Sana á Akureyri og voru bruggaðir 8 þúsund lítrar til reynslu. Þýskur sérfræðingur stjórn- ar þessari bruggun hjá Sana og mun skýrast fyrir áramót hvernig til hef- ur tekist. Þegar bruggun á Löwenbrau bjórn- um hófst mætti DV á staðinn. Bald- vin Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Sana, sagði að engar mynda- tökur yrðu leyfðar og Ragnar Birgis- son, forstjóri Sanitas, staðfesti það. Álafoss: Engirfrekarisamn- ingar við Rússa Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri Viðræður Jóns Sigurðarsonar, for- stjóra Álafoss, við Sovétmenn i Sov- étríkjunum í síðustu viku báru ekki þann árangur að frekari samningar um sölu á ullarvörum tækjust. Jón kom til landsins um síðustu helgi og mun hafa rætt við viðskipta- vini Álafoss í Sovétríkjunum auk þess að ræða við fulltrúa fyrirtækis- ins Rosvnesthorg, en það fyrirtæki hefur ekki áður keypt ullarvörur af Álafoss. Viðræðum við Sovétmenn verður haldið áfram og er vonast til að þær beri árangur á næstu vikum. Akureyri: JólatréfráRanders Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ljós munu verða tendruð á jólatré á Ráðhústorgi á Akureyri nk. laugar- dag, en tré þetta er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Við athöfnina verða flutt ávörp, Hornaflokkur Tónlistarskóla og Passíukórinn skemmta, jólasveinar mæta og gengið verður í kringum tréð sem er 12 metrar á hæð. • PHILIPS- I f / jkj Matvinnsluvélin. . BJp i iBIWWg Hakkar, hnoðar, hrærir, blandar, skerog rífur. Ómissandi tæki í eldhúsið. Fjöldi aukahluta. • Philipshave rafmagnsrakvél 3 fljótandi 90 rifu rakhausar. 12 sjálfbrýnandi skurðarblöð. Bartskeri. Vandaður kassi fylgir. P*HF.UUkp°Smin OT fVM!l hljómtækja- samstæða. ---------------- -----------------— Geislaspilari með lagaleitara og 20 laga minni. Hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari, 33 og 45 snúninga með keramískum tónhaus. Stafrænn útvarpsmagnari með stöðvaleitara og 10 stöðva minni. Tvöfallt kassettutæki. 2X40 Watta magnari (Equalizer). Tveir 60 Watta hátalarar. Án geislaspilara: Verð kr. 29.400 - Stgr. kr. 27.930 •Útvarpsklukka. AM/FM útvarp. ■' 'y Innbyggt loftnet. Vekjarastilling á útvarp eða hljóðmerki., fj •FM steríóútvarp y; XTFll með tvöföldu kassettutæki. —• 16 Watta magnari. Stunga fyrir heyrnartól. Inn- pwups byggður hljóð- nemi. Kjörin jóla- gjöf fyrir unglinginn. •Gufustraujárn. I Létt og handhægt. Breiður sjálfhreinsandi álsóli með 35 gufuventlum. Nákvæmur hitastillir. Vatnsmælir. 1800 cl. vatnsgeymir. •Djúpsteikningarpottur. Djúpsteikir án gufu eða lyktar. Gufu- og loftsíur má þvo. Tekur 2,251 af olíu. Hitastilling með Ijósi. Sjálfhreinsandi. •12 bolla kaffivél, pappírs filter. Mæliskeið, vatnsmælir og hitaplata. •Hárþurrka. L__^ I"*™. Jíllial! Tvær hitastillingar. Lágvær og fer vel í hendi. 1500 Wött. •Kraftmikiloglétt , fl h ryksuga. Mikill í v)\ « ' / sogkrafturen —w JWHIIII hljóðlátur mótor. Fóthnappur, 6 m. löng snúra Ljós sem gefur til kynna þegar pokinn er fullur. Þessi er góð í jólahreingeminguna. •Elnita 140 saumavélin. Einföld, sterk og ótrú- lega fjölhæf. Saumar öll nauðsynlegu sporin. Saumavélin fyrir þá sem bæta og laga en eyða ekki öllum frítíma í saumaskap. Verðið er eftir því. •Sjálfvirk v brauðrist. I Stillir sig sjálf fyrir nýtt, frosið eða gamalt brauð. Einangraðar hliðar sem hitna ekki. Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍMI:6915 25 SÍMI:6915 20 (/có e/uvK/SueájyaH&yA í samuH^twt •Gas-ferðakrullu- járn. Þú getur {gMj tekið það með þér hvert sem er, hvenær sem er og það er fljótt að hitna. Áfylling er venjulegt kveikjaragas. Gott innlegg í nútímaþjóðfélag. QIGITAL aiGlTÁ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.