Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUK 8. DESEMBER 1.988. 35 Afmæli Ragnar Halldór Hall Ragnar Halldór Hall, borgardómari í Reykjavík, Sefgörðum 26, Sel- tjamanesi er fertugur í dag. Ragnar Halldór er fæddur í Rvík og tók verslunarpróf í VÍ1967. Hann varð stúdent frá VÍ1967 og lauk lögfræði- prófi frá HÍ1975. Ragnar var fulltrúi sýslumannsins í Suður-Múlasýslu og bæjarfógetans á Eskifirði 1975- 1979 og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Eski- fjarðar 1978-1979. Hann var fulltrúi yfirborgarfógetans í Rvík 1. janúar til 15. október 1980 og hefur verið borgardómari í Rvík frá 15. október 1980. Ragnar kvæntist 24. júní 1972 Guð- ríði Gísladóttur, f. 23. ágúst 1949. Foreldrar hennar eru Gísh Jónas- son, skipstjóri í Rvík, og kona hans, Aðalheiður Halldórsdóttir. Synir Ragnars og Guðríðar eru Gísli Guðni, f. 5. mars 1972, og Steindór Ingi, f. 22. apríl 1977. Systk- ini Ragnars eru Hannes, f. 14. sept- ember 1935, framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðanda, sambýhskona hans er María Skag- fjörð skrifstofumaður; Herdís, f. 29. júlí 1939, framkvæmdastjóri Kven- réttindafélags íslands, gift Inga Ú. Magnússyni, gatnamálastjóra í Rvík; Sigurður, f. 16. janúar 1945, skrifstofustjóri hjá ÍSPAN hf., kvæntur Eddu Magnúsdóttur mat- vælaverkfræðingi; Kristján, f. 20. ágúst 1946, framkvæmdastjóri hjá Akra hf., kvæntur Elsu Hall; Stein- dór, f. 22. apríl 1950, pípulagninga- maður í Rvík, sambýhskona hans er Lára Ingimarsdóttir, og Gunnar Hjörtur, f. 23. desember 1951, aðstoð- arhagstofustjóri, kvæntur Sigur- veigu Alfreðsdóttur hj úkrunar- fræðingi. Foreldrar Ragnars eru Gunnar Hall, kaupmaður í Rvík, og kona hans, Steinunn Hall. Gunnar er son- ur Kristjáns Hall, bakara í Rvik, Ásmundssonar, málaflutnings- manns í Rvík, Sveinssonar, b. á Bæjarstæði í Seyðisfirði, Sæbjörns- sonar, b. í Mýnesi, Þorsteinssonar, b. í Austdal, Sigurðssonar, b. á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, Eyjólfs- sonar spaka, lögréttumanns á Ey- vindarmúla í Fljótshhð, Guðmunds- sonar. Móðir Þorsteins var Bóel Jensdóttir Wium sýslumanns, ætt- fóður Wiumættarinnar. Móðir Sveins var Kristín Ásmundsdóttir, b. á Hreimsstöðum, Einarssonar og konuhans, Kristínar Sveinsdóttur, b. á Torfastöðum, Jónssonar, bróð- ur Stefáns, afa Þóreyjar Jónsdóttur, ættmóður Vefaraættarinnar. Móðir Kristjáns var Guðrún Pétursdóttir Hah, kaupmanns í Rvík, og konu hans, Önnu Hendriksdóttur Nörga- ard, norsks skipherra. Móðir Önnu var Sigríður Guðmundsdóttir, systir Helga Thordersens biskups. Móðir Gunnars var Jósefína Jósefsdóttir, b. í Miðhópi í Víðidal, Jónatansson- ar, b. í Miðhópi, Jósafatssonar, b. á Stóru-Ásgeirsá, Tómassonar, stúd- ents á Stóru-Ásgeirsá, Tómassonar. Móðir Jósefmu var Guðrún Frí- mannsdóttir, b. á Helgavatni, Ólafs- sonar, föður Steinunnar, móður Valtýs Stefánssonar ritstjóra Steinunn er dóttir Sigurðar, hafn- sögumanns í Rvík, Oddssonar, b. í Landakoti á Miðnesi, Jónssonar, b. á Bakka í Landeyjum, Oddssonar. Móðir Odds í Landakoti var Sigríður Jónsdóttir, b. á Kanastöðum, Árna- sonar, bróður Ólafs, langafa Sigrún- ar, móður Ragnheiðar Helgu Þórar- insdóttur borgarminjavarðar. Móð- ir Sigurðar var Steinunn Sigurðar- dóttir, b. í Pétursey í Mýrdal, Ey- jólfssonar, b. í Keldudal, Þorsteins- sonar, bróður Þorsteins í Úthlíð. Móðir Steinunnar var Þórunn Þor- steinsdóttir, b. í Úthlíð, Þorsteins- sonar, b. á Hvoli, Þorsteinssonar, b. í Kerlingardal, bróður Jóns Stein- grímssonar. Móðir Þorsteins í Út- hlíð var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum, Eyj- ólfssonar. Móðir Steinunnar var Herdís Jónsdóttir, b. og hreppstjóra á Bíldsfelli, Sveinbjörnssonar og konu hans, Valgerðar Jónsdóttur, b. og hreppstjóra í Skipholti, Ingi- mundarsonar. Móðir Jóns var Guð- finna Halldórsdóttir, b. í Jötu, ætt- föður Jötuættarinnar. Halldórvar sonur Jóns lesara, b. á Bjarnastöð- um í Hvítársíðu, Jónssonar, bróður Kolbeins Þorsteinssonar, prests og skálds í Miðdal. Móðir Valgerðar var Þorbjörg Jónsdóttir, b. í Skip- holti, Grímssonar, stúdents í Skip- holti, Jónssonar, b. í Skipholti, Jóns- sonar, bróður Fjalla-Eyvindar. með daginn Asa Olafsdóttir Til hamingju Ása Ólafsdóttir húsmóðir, til heimhis að Vesturbrún 10 á Flúðum í Hrunamannahreppi, er áttræð í dag. Asa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Laugavegi 35 en í Reykjavík bjó hún th 1934 er hún gifti sig og flutti að Syðra-Seh þar sem þau hjónin stunduðu búskap í þrjátíu ár. Þau fluttu síðan að Flúðum 1964 en þar hefur Ása búið síðan. Maður Ásu var Gestur Guð- mundsson frá Sólheimum, b. að Syðra-Seh, f. 25.11.1902, d. 11.1.1988. Foreldrar Gests voru Guðmundur Brynjólfsson, b. á Sólheimum, og Guðrún Gestsdóttir. Ása og Gestur eignuðust sex börn en misstu einn son. Sonur Ásu frá því fyrir hjónaband er Ólafur Sigur- Guðmundur Guðmundur Magnússon, Miklu- braut 16, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Guðmundur er fæddur á Kjörvogi í Árneshreppi og ólst þar upp. Hann var bóndi í Kjör- vogi 1942-1955 og vann auk þess mikið við múrverk í sveitinni. Guð- mundur fluttist til Reykjavíkur 1955 og vann sem múrari til 1961 er hann réðst th Ofnasmiðjunnar og vann þar til 1986. Kona Guðmundar er Kristín Guðmundsdóttir, f. 26. aprh 1927. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Sigurðsson, b. í Hólakoti í Dýrafirði, og kona hans, Þórdís Guðmundsdóttir. Synir Guðmundar og Kristínar eru Magnús, f. 19. mars 1961, byggingameistari í Reykjavík, kvæntur Hrönn Harðardóttur hjúkrunarfræðinema og Níels, f. 23. nóvember 1967, menntaskólanemi. Fósturbörn Guðmundar eru Guð- mundur Níelsson, f. 3. september 1953, verkfræðingur í Rvík, kvænt- ur Karóhnu Guðmundsdóttur verk- fræðingi, og Elsa Níelsdóttir, f. 4. nóvember 1954, starfar hjá Flugleið- um í Kaupmannahöfn. Systkini geirsson, starfsmaður hjá Heild- versluninni ísól í Reykjavík, kvænt- ur Maríu Einarsdóttur, en þau eiga þijú böm. Böm Ásu og Gests eru: Guðrún, f. 1936, húsfreyja á Eski- holti í Borgarhreppi, gift Sveini Finnssyni b. þar, en þau eiga fimm dætur; Ásgeir, b. a Kaldbak, kvænt- ur Hrafnhhdi Sigurbjörnsdóttur, en þau eiga sex börn; Marta, f. 1940, húsfreyja að Þríhyrningi í Hörgár- dal, gift Hauki Steindórssyni b. þar, en þau eiga fimm börn; Halldór, f. 1942, húsvörður við skólann á Flúð- um; og Skúli, f. 1947, starfsmaður hjá Límtré hf. á Flúðum. Ása átti tvö systkini en systir hennar lést sex ára að aldri. Bróðir Ásu var Marinó, f. 1912, lengst af starfsmaður hjá Garðari Gíslasyni, Magnússon Guðmundar eru Guðrún, f. 13. aprh 1900, d. 1947, gift Óskari Sæmunds- syni, kaupmanni á Akureyri, er lát- inn, föður Magnús borgarlögmanns; Guðfinna, f. 27. júní 1902, d. júní 1925; Magnús, f. 14. apríl 1904, d. fe- brúar 1926, sjómaður í Kjörvogi, og Guðjón, f. 28. júní 1908, bygginga- meistari í Rvík, kvæntur Guð- mundu Jónsdóttur. Foreldrar Guðmundar voru Magnús Guðmundsson, b. í Kjör- vogi og kona hans Guðrún Jóns- dóttir. Magnús var sonur Guð- mundar, b. á Finnbogastöðum, Magnússonar, b. á Finnbogastöð- um, Guðmundssonar, b. á Finn- bogastöðum, Bjarnasonar, ættföður Finnbogastaðaættarinnar. Móðir Guðmundar Magnússonar var Guð- rún Jónsdóttir, b. á Látrum á Látra- strönd, Ketilssonar og konu hans, Karítasar Pétursdóttir, systur Jóns prófasts á Steinnesi, langafa Sveins Björnssonar forseta og Jóns Þor- lákssonar forsætisráðherra. Móðir Magnúsar í Kjörvogi var Guðfinna Jörundsdóttir, b. á Eyri í Ingólfs- en eftirlifandi kona hans er Guðrún Jónsdóttir og eignuðust þau þrj ú böm. Foreldrar Ásu voru Ólafur Þórð- arson, verkamaður í Reykjavík, f. 14.7.1868, d. 1938, og kona hans, Sig- urborg Halldórsdóttir frá Neðra- Landi.f. 21.11.1873, d. 1968. Foreldrar Ólafs voru Þórður Jóns- son, b. í Króki, og Guðný Helgadótt- irfráLækíÖlfusi. Systir Sigurborgar var Sigríður, móðir Einars Magnússonar rektors MR. Faðir Sigurborgar var Halldór, b. og hreppstjóri að Neðra-Seli á Landi, Böðvarsson, b. og hrepp- stjóra að Reyðarvatni á Rangárvöll- um, Tómassonar, b. að Sámsstöðum í Fljótshlíð, Jónssonar. Móðir Sigur- borgar var Sigríður Eiríksdóttir. Guðmundur Magnússon. firði, Guðmundssonar, bróður Magnúsar á Finnbogastöðum. Guðrún Jónsdóttir, b. í Stóru-Ávík í Árnesi, bróður Guðmundar í Ófeigsfiröi, ættföður Ófeigsfjarðar- ættarinnar. Jón var sonur Péturs, b. á Dröngum, Magnússonar, bróð- ur Guðmundar á Finnbogastöðum. Móðir Jóns var Hallfríður Jóns- dóttir, b. á Melum, Guðmundssonar, b. á Melum, Magnússonar, ættfööur Melaættarinnar, ættföður Sverris Hermannssonar og Hannibals Valdimarssonar. 60 ára Anton Einarsson, Hraunbæ 85, Reykjavík. Brynhildur Jensdóttir, Álftamýri 4, Reykjavík. Katrín Þómý Jensdóttir, Lækjargötu 7, Siglufirði. 50 ára Pálína Guðný Þorvarðardóttir, Höfðagötu 19, Stykkishólmi. Svandís Unnur Sigurðardóttir, Strembugötu25, Vestmannaeyjum. Kristján Vilmundarson, Marbakka 2, Neskaupstað. 40 ára Björg Guðmunsdóttir, Holtabrún 4, Bolungarvík. Gunnar Gunnarsson, Logafold 153, Reykjavík. Ásta G. Sigurðardóttir, Akraseh 12, Reykjavík. Jón S, Thoroddsen, Vesturbrún 4, Reykjavík. Málmfríður Sigurðardóttir, Búhamri 29, Vestmannaeyjum. Friðrik Steinsson, Hafranesi, Fáskrúðsfirði. Guðjón Ottósson Guðjón Ottósson rafvirki, th heimhis aö Grundargerði 24, Reykjavík, er sextugur í dag. Guðjón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum en hann hefur búið í Reykjavík alla tíð. Hann gekk í Austurbæjarskólann og hóf nám í rafvirkjun 1947 hjá Eiríki Hjartarsyni hf. undir handleiðslu Þorláks Jónssonar. Guðjón lauk sveinsprófi 1951 og hefur síðan starfað við rafvirkjun. Hann hlaut meistararéttindi 1972 og hefur ásamt öðrum stundað sjálfstæðan atvinnurekstur frá þeim tíma. Kona Guðjóns er Dóra Friðleifs- dóttir, f. 11.12.1930, dóttir Friðleifs Friðrikssonar, vörubílstjóra hjá Þrótti og formanns Þróttar um skeið, en hann er látinn, og Hahdóru Eyjólfsdóttur. Guðjón og Dóra eiga sex börn. Þau eru Þóra Birna, f. 24.11.1953, snyrti- fræðingur hjá Garðsapóteki, gift Þorsteini Garðarssyni, viðskipta- fræðingi og deildarstjóra hjá SKYRR, en þau eiga einn son; Heim- ir,f. 14.9.1954, stundarraftækninám í Árhúsum í Danmörku, sambýlis- kona hans er Kristrún Sigúrðardótt- ir er stundar tannfræðinám í Dan- mörku og á Heimir tvö börn með fyrri konu sinni; Bylgja Björk, f. 16.1.1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Steinari Olafssyni pípulagninga- manni, en þau eiga þrjú börn; Hah- dóra, f. 1.7.1964, viðskiptafræðing- ur, gift Sigurði Sigurðssyni bakara- meistara en þau eiga einn son; Ottó, f. 9.4.1971, stundar matreiðslunám, og Hulda, f. 20.5.1975, nemi. Guðjón á íjögur systkini. Þau eru Sigríður, f. 1930, húsmóðir í Reykja- vík, gift Ingólfi Böðvarssyni, tjóna- matsmanni hjá Almennum trygg- ingum; Erla, f. 1934, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Þórmarssyni, verkamanni í Reykjavík; Sjöfn, f. 1940, húsmóðir í Reykjavík, gift Markúsi Sigurðssyni, verslunar- stjóra hjá SS í Reykjavik, og Svan- dís, f. 1947, húsmóðir í Reykjavík, gift Pétri Guðmundssyni, verkstjóra hjáEimskip. Foreldrar Guðjóns voru Ottó Guð- jónsson, sjómaður í Reykjavík, f. 1904, d. 1971, og kona hans, Svan- hvít Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1907, d. 1975. Föðurforeldrar Guðjóns voru Guðjón Þórðarson, sjómaður í Reykjavík og Sigríður Jónsdóttir. Móðurforeldrar Guðjóns voru Guð- mundur Arngrímsson, þurrabúðar- maður á Búðum á Snæfellsnesi, og Sigríður Jónsdóttir. Guðjón verður ekki heima á af- mælisdaginn. Linda Pétursdóttir, leiðréttingar Yngsti föðurbróðir Lindu Péturs- dóttur er Heiöar Geir, stýrimaður á Húsavík. Móðursystkini Lindu eru Ingvar, skipstjóri á Húsavík; Guð- mundur Aðalbjörn, skipstjóri á Húsavík; Ása, skrifstofumaður á Húsavík, ogElsa, bankastarfsmað- ur á Húsavík, gift Óla Austfjörð kaupmanni. Sigurbjörn Sigurjóns- son, faðir Sigríðar, ömmu Lindu, bjó á Vargsnesi í Náttfaravíkum. Þorgrímur Jónatansson, afi Onnu Siguröardóttur, forstöðumanns Kvennasögusafnsins, og Sigurbjörg Frímannsdóttir, langamma Guð- rúnar Agnarsdóttur alþingismanns, voru sammæðra. Móðir þeirra var Guðrún Benjamínsdóttir, b. í Túngarði á Fehsströnd, Þórarins- sonar. Gestur Hjörleifsson var organisti við Dalvíkurkirkju og stjórnandi kirkjukórsins frá því kirkjan var tekin í notkun 1960 og th vors 1987 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Börn Gests og Guðrúnar Kristinsdóttur eru: Kristinn Elvar, f. 21. maí 1934, tónlistarkennari í Kópavogi, kvæntur Ásdísi Gísla- dóttur fóstru; Lóreley, f. 1. apríl 1937, gift Stefáni Steinssyni, útgerð- armanni á Dalvík; Þóra, f. 23. desem- ber 1938, læknaritari, gift Hans Har- aldssyni skrifstofustjóra á ísafirði; Álfhildur, f. 11. október 1942, gift Gunnari Arasyni, viðgerðarstjóra á Akureyri; Sigurbjörg, f. 19. júlí 1945, röntgentæknir, gift Geir A. Guð- steinssyni, skrifstofustjóra á Dalvík, og Kári Bjarkar, f. 9. ágúst 1948, tón- listarkennari í Kópavogi, kvæntur Sólveigu Brynju Grétarsdóttur, bankastarfsmanni í Hafnarfirði. Ingibjörg Ásthildur Michelsen fluttist til Tálknafiarðar 1978. Ingi- björg giftist 23. mars 1957 Lúðvíg Thorberg Helgasyni. Börn Ingi- bjargar og Lúðvígs eru Guðný Berg- dís, f. 9. júní 1956; Birgir Freyr, f. 19. júlí 1957; Lúðvíg Fjölnir, f. 30. maí 1962; Bjöm Fjalar, f. 6. mars 1965, og Frank Snær, f. 10. júní 1966. Foreldrar Ingibjargar eru Franch Michelsen, úrsmíðameistari í Rvík, og kona hans, Guðný Jónsdóttir, skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Sigurðssonar. Guðbjörg, f. 7. júní 1917, d. 9. apríl 1985, systir Sigurðar Ingimundar- sonar, var gift Haraldi Oskari Leon- hardssyni, verslunarmanni í Rvík, en hann lést 13. maí 1966. Eftirlif- andi sambýlismaður hennar er hins vegar Ari Ágnarsson, fyrrv. bílsfióri íRvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.