Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988. 1 fram hjá landsliðsmanninum Þorgils Óttari Mathiesen. Sá síðartaldi tekur ekki lítið á til tnum. DV-mynd Brynjar Gauti nar gengu í alsmönnum íu í lokin og unnu FH, 30-25 „Það varð allt til þess að hjálpa okkur í lokin - þeir misstu mann út af og við náðum hraðaupphlaupum. En svona er handbolt- inn og þeir voru líka heppnir í fyrri hálf- leik, skoruðu þá ódýr mörk. Varnarleikur okkar var alls ekki nógu góður, það hafa verið of miklar tilraunir og tilfærslur þar aö undanfórnu og það hefur bitnað á gæð- unum. Það er gott að vera búinn með þenn- an leik og það má segja að nú höfum við fyrst fengið reglulega mótspyrnu,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirhöi Vals, í samtali við DV eftir leikinn. „Ég er ánægður með leik FH en heilladís- imar voru ekki með okkur í lokin - Vals- menn voru þá mjög heppnir og lokatölurn- ar segja ekkert um leikinn. Það er ljóst að við verðum ekki íslandsmeistarar úr þessu, Valur tapar aldrei (jórum leikjum, en við gefumst ekki upp og í seinni umferðinni eigum við marga lykilleiki á heimavelli þannig að allt getur enn gerst," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH-inga. Leikurinn á Hlíðarenda var stórskemmti- legur og spennan kraumaði á þétt setnum áhorfendapöllunum lengst af. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik, liðin yfir til skiptis og 13-13 í hléi. Fyrst munaði tveim- ur mörkum þegar Valur komst í 18-16 en FH svaraði með því að komast í 20-22 og 21-23 en lokakafhnn var eins og áður hefur verið lýst. FH-ingar gerðu sig þá seka um slæm mistök, Guðjón Árnason var rekinn út af fyrir rövl og boltanum var tapað ódýrt í hendur Valsmönnum. Óheppnin var hka mikil þegar tveir þrumufleygar í röð frá Héðni Gilssyni glumdu í markstöngum Vals og Hlíðarendaliðið skoraði úr hrað- aupphlaupum í kjölfariö. Þeir Júhus Jónasson og Héðinn Gilsson léku stórkostlega með liðum sínum og eiga báðir fullt erindi í b-keppnina með landslið- inu, ásamt Valdimar Grímssyni sem átti mjög góðan leik í hægra horninu hjá Val. Sigurður Sveinsson vaknaði í seinni hálf- leik eftir að hafa verið mjög mistækur í þeim fyrri og Einar varði sinn skerf í mark- inu. Hjá FH var Héðinn yfirburðamaður, Guðjón lék vel og Óskar Ármannsson kom á óvart í nýrri stöðu sem hornamaður vinstra megin. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 8/2, Júl- íus Jónasson 7/1, Sigurður Sveinsson 6, Jón Kristjánsson 5, Jakob Sigurðsson 3, Geir Sveinsson 1. Mörk FH: Héðinn Gilsson 9, Óskar Ár- mannsson 8/4, Guðjón Árnason 4, Óskar Helgason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 1. Dómgæsla Ólafs Haraldssonar og Stefáns Arnaldssonar var alls ekki gallalaus en þeir höfðu mjög örugg tök á erfiðum leik. -VS ------------- KR fylgir Val sem skugginn: Blikar engin hindrun - KR-ingum sem halda áfram sigurgöngunni Bhkar veittu litla mótspyrnu er þeir mættu KR-ingum í Digranesi í gærkvöldi. Vesturbæingar höfðu ráðin frá upphafi og var sigur þeirra aldrei í hættu þótt barátta færi nokk- uð vaxandi í hði heimamanna allra síðustu mínúturnar. Lokatölur urðu 23-26 en bilið milli hðanna var jafnan stærra í leiknum og í leikhléi var staðan 10-14. Alfreð Gíslason átti fyrsta orðið í slag liðanna og ruddi þá braut sem Vesturbæingarnir fylgdu en Stefán Kristjánsson var þeirra atkvæða- mestur. Hann átti þokkalega spretti á svip- aðan hátt og Guðmundur Albertsson sem þó var mistækur þrátt fyrir mörkin sín sex. Enginn var betri á velhnum en markvörðurinn, Leifur Dagfinnsson, sem varði 19 skot á sama tíma og markverðir Bhkanna uppskáru fremur lítið. Ef á heildina er litiö var þessi leik- ur annars rislítill þótt nokkur spennugustur næddi um menn á lokamínútunum. Þá breyttu Blikar stöðunni úr 20-24 í 22-24 en höfðu ekki burði til að láta kné fylgja kviði. Að vanda var Hans Guðmundsson atkvæðamestur í liði Breiðabliks, skoraði grimmt jafnhliöa því sem aðrir í liðinu sýndu lítið. Sérstaklega voru hornamennirnir óvenju slapp- ir, þeir Ólafur Björnsson og Þórður Davíðsson. Þá komst Jón Þórir Jóns- son, sem oft hefur verið kvikastur í liðinu, aldrei í takt við leikinn á þeim fáu mínútum sem hann spilaði. Mörk Breiðabliks: Hans Guð- mundsson 10, Andrés Magnússon 4, Kristján Halldórsson 3, Jón Þórir Jónsson 4/4, Sveinn Bragason 2. Guðmundur Hrafnkelsson og Þórir Sigurgeirsson vörðu 5 skot hvor. Mörk KR: Stefán Kristjánsson 8/2, Guðmundur Albertsson 6, Konráð Olavsson 4, Alfreð Gíslason 3, Páll Ólafsson 2, Páll Ólafsson (yngri) 2, Sigurður Sveinsson 1. Leifur Dagfmnsson varði 19 skot þarafeittvíti. JÖG fþróttir Létl hjá Fram Fram átti ekki í vandræðum með sigur á FH-liðinu í gær- í kvöldi. Það var aðeins í byijun leiksins sem FH veitti einhverja mótspyrnu en svo voru það hrað- aupphlaupin hjá Fram sem geröu útslagið og var staðan í hálfleik 10-5 fyrir Fram. Síðari hálfleik- urinn var aðeins jafnari en FH- liðið náði þó aldrei að jafna og sigraði Fram, 20-15. Arna Steins- en átti ágætan leik fyrir Fram og nýtti færin sín vel. Einnig varði Kolbrún vel í markinu. FH-liðið var ekki gott og var mikið um mistök hjá þvi. Mörk Fram: Ama 6, Ósk 4, Margrét 3, Hafdís og Ingunn 2 mörk hvor, Guðríður, Jóhanna og Sigrún 1 mark hver. Mörk FH; Eva 5, Heiða og Rut 3 mörk hvor, Ingibjörg 2, María og Kristín 1 mark hvor. ÁS/EL ís vann HK Einn leikur fór fram í 1. deild karla á íslandsmótinu í blaki í gærkvöldi. Það voru ÍS-ingar og HK-menn sem áttust við í Haga- skóla. HK byrjaði betur og sigraði í fyrstu hrinunni, 15-11. ÍS-ingar komu svo mun ákveðnari til leiks í annarri hrinu, komust í 10-0 og unnu hana, 15-7. Þeir urniu einn- ig þriðju og fjórðu hrinu, báðar 15-11, og tók leikurinn 83 mínút- ur. Bestir hjá Is vora þeir Friðjón Bjamason og Þorvarður Sigfús- son. Hjá HK var hins vegar eins og alla leikgleði vantaði og því náðu menn sér ekki á strik. -B t l.deild stadan Valur.......8 8 . 0 0 250-183 16 KR..........8 8 0 0 212-178 16 Stjaman.....8 5 0 3 179-164 10 KA..........8 4 0 4 183-180 8 FH..........8 4 0 4 233-225 8 Víkingur....8 3 1 4 212-226 7 Grótta......8 2 1 5 165-183 5 Fram........8 1 3 4 171-199 5 ÍBV.........8 1 1 6 160-190 3 UBK.........8 1 0 7 167-204 2 Valur-FH..............30-25 Fram - Víkingur.......29-29 Stjaman - Grótta......24-19 KA-ÍBV................24-19 UBK-KR................23-26 l.deild ^ staðan \ írslit Valur - Haukar 12-22 Fram-Fi ff... 20-15 Staðan Fram... ....6 6 0 0 128-65 12 Víkingur ....5 4 0 1 99-73 8 FH 3 0 1 64-63 6 Haukar.. ....5 2 1 2 88-91 5 Valur 203 74-80 4 Stjaman. ....£ 1 1 3 98-84 3 Þór A...... ....f 1 0 5 80-119 2 ÍBV. 1 0 5 71-127 2 Stefán Kristjánsson var atkvæðamestur í liði KR í gær er það lagði Breiða- blik að velli, 23-26. Þarna reynir Þórður Daviðsson að stöðva kappann. DV-mynd Brynjar Gauti Enn tapa Valsstúlkur Valsliðið var ekki sannfærandi í leik sínum á móti Haukum í gærkvöldi. Haukaliðið tók völdin strax í sínar hendur og komst í 4-1 eftir 8 mínútur og tókst að halda forystunni út allan leikinn. Staðan í hálfleik var 12-8, Hauk- um vil. Haukaliðið jók forystuna enn meir í síðari hálfleik og vann leikinn með 10 marka mun, 22-12. Margrét í Haukum var tekin úr umferð allan leik- inn en við það opnaðist vörn Vals mikiö og Hrafnhildur reyndist erfið i sókn- inni. Sólveig í Haukamarkinu varði vel á köflum og meðal annars 5 vítaköst. Mörk Vals: Katrín 4, Erna 2, Guðrún, Steinunn, Kristín, Kristín Anna, Asta og Una Steindórsdóttir eitt mark hver. Mörk Hauka: Hrafnhildur 8, Margrét 6, Ragnheiður 3, Brynhildur H. 2, Steinunn, Þórunn og Elva, eitt mark hver.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.