Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Blaðsíða 17
31
17
Lesendur
Frá kvikmyndahátíðinni i Berlín 27. nóv. sl. - Italski leikarinn Marcello
Mastroianni tekur við verðlaunum úr hendi landa síns, Giuletta Masina.
Evrópsku kvlkmyndaverölauiiin:
Ómerkileg hátíð
F.R. hringdi:
Hátíðardagskrá í beinni útsend-
ingu frá Berlin í tilefni verðlaunaf-
hendingar evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna hét þetta fyrirbæri
sem sýnt var í Sjónvarpinu á dögun-
um. Tll þessara verðlauna var stofn-
að af Evrópubandalagi útvarps- og
sjónvarpsstööva og eru þau veitt í
fyrsta skipti í ár.
Þessi kvikmyndahátíð stendur að
sjálfsögðu langt að baki hinni amer-
ísku óskarsverðlaunahátíð sem er
orðin kunn um allan heim og haldin
árlega í Hollywood. - En við hveiju
bjóst fólk?
Á þessari Evrópuhátíð kvikmynda-
verðlauna var mikið um mistök í
framkvæmd, röng umslög aíhent,
taugaveiklun áberandi, of mikið mál-
æði - og það sem verst var, tungu-
málaerfiðleikar háðu öllum þátttak-
endum og verðlaunahöfum verulega.
En auðvitað var enskan þrautalend-
ingin eins og ávallt áður.
Og þótt sumir haldi að svona verð-
launahátíð sé mikil „menningarhá-
tíð“ og þama eigi að mæla fram setn-
ingar með samanbitnar varir og al-
vörasvip, eins og gert var þarna, þá
er þetta fyrst og fremst „show“ og
hefur aldrei verið annað en góð af-
þreyingarstund. Þannig gera þeir
þetta í Hollywood og því tekst það
vel þar.
Þar sem flestallir skilja ensku nú-
orðið er algjör óþarfi að eyðileggja
svona sjónvarpssendingar með því
að vera með sérstakan mann til að
þýða, jafnvel þótt hann sé „okkar
maður í Þýskalandi". Það má hins
vegar segia honum til hróss að hann
var mjög tillitssamur við okkur
áhorfendur og talaði a.m.k. ekki al-
veg ofan í það sem verið var að segja
hveiju sinni. í guðanna bænum
hættið svo að þýða erlendar myndir
með innátah það er afar hvimleitt.
Skrifaður texti er mun betri, við er-
um vön honum og viljum ekki aðra
aðferð.
ÓDÝRA
LAMBAKJÖTIÐ
Kjötfars
Svínaskrokka
laútaha,
mdabjug
Fullt hús matar***!
Meiriháttar stefnumót er um Svenna, 15 ára Akurnesing. Hann er
hrifinn af tveimur stelpum, sem báöar sýna honum áhuga. Hvora
þeirra á hann aö velja?
Meiriháttar stefnumót er 7. unglingabók metsöluhöfundarins
Eövarös Ingólfssonar, höfundar „Fimmtán ára á föstu“, „Sextán ára
í sarnbúö", „Pottþétts vinar“ o.fl. pottþéttra unglingabóka.
Meiriháttar stefnumót er fjörlega sögö og skemmtileg saga, sem
vekur lesandann jafnframt til umhugsunar um lífið og tilveruna.
Meiriháttar stefnumót — Meiriháttar unglingabók!
'i, l"!"'
WSttiM§il