Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989.
Fréttir
Skipulagsbreytingamar á Sambandinu:
Mörgum spurningum er
w m w
enn ósvarað í málinu
- segir Þröstur Ólafsson sem sat hjá við afgreiðslu tOIagnanna í skipulagsneöidinni
„Eg er ekki alls kostar ánægður
með þessar tillögur meirihluta
skipulagsnefndar og sat því hjá viö
atkvæöagreiöslu um þær. Eg tel
hins vegar að þær séu ekki alvond-
ar en það þarf aö mínum dómi að
gefa sér mun meiri tíma til að skoða
þetta mál og reyna að gera sér grein
fyrir afleiðingunum. Ég tel mörg-
ura spurningum ósvaraö og vil því
fá svör við þeim áður en ákvaröan-
ir eru teknar,“ sagði Þröstur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri KRON og
Miklagarös, um skipulagsbreyting-
arnar hjá Sambandinu en Þröstur
á sæti í skipulagsnefhdinni.
Þröstur benti á að þarna væri
veriö að gera deildir Sambandsins
að sjálfstæöum einingum og eftir
stæði spurningin um eignarhiut
Sambandsins. Það væri ekki gert
ráð fyrir sameiginlegri yfirstjórn
yfir þeim eins og komiö hefiir fram.
Þá nefhdi hann spumingu sem ekki
hefði verið svaraö en það væri um
rekstrarhæfhi þessara eininga. Allt
hefði þetta verið í einum potti hjá
Sambandinu og hér væri um afar
viðamikla starfsemi að ræöa sem
spannar yfir allt þjóðlifið. Eins
væri þeirri spurningu ósvarað
hver viðbrögöin yrðu hér og þar
vegna þessa. Hvaö segja lánar-
drottnar Sambandsins? Svona væri
áfram hægt að telja upp spumingar
sem þyrfti að fá svör við að sögn
Þrastar Ólafssonar.
Samkvæmt heimildum DV er ta-
lið öruggt aö Valur Amþórsson
stjórnarformaður, sem er hlynntur
þessum skipulagsbreytingum, hafi
meirihluta í stjóm Sambandsins til
aö koma þeim í gegn. Guðjón B.
Ólafsson forstjóri er andvígur
skipulagsbreytingunum og kunn-
ugir fullyrða aö þetta mál sé liöur
í uppgjöri milii þeirra Vals og Guð-
jóns en samkomulag þeirra hefur
ekki veriö sem best. Nái skipulags-
breytingarnar fram að ganga er
valdsviö Guöjóns B. Ólafssonar
skert svo mjög að það verður ekki
svipur hjá sjón miðað viö það sem
nú er.
Boðaöur hefur verið stjómar-
fundur hjá Sambandinu 9. eða 10.
janúar næstkomandi þar sem
skipulagsbreytingarnar verða að-
almálið.
-S.dór
Friða Á. Sigurðardóttir tekur við styrk Rithöfundasjóðs Rikisútvarpsins úr hendi Jónasar Kristjánssonar, formanns
sjóðsstjórnar. DV-mynd BG
Styrkur Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins:
„Eins og yndis-
leg jólagiöf“
- segir Fríða Á.
„Það hvarflaði ekki að mér að ég
fengi styrkinn," segir Fríða Á. Sig-
urðardóttir rithöfundur, ánægð eftir
aö hafa verið úthlutað 300 þúsund
krónum úr Rithöfundasjóði Ríkisút-
varpsins á gamlársdag.
„Jónas Kristjánsson, formaður
sjóðsins, varð að segja mér fréttina
mörgum sinnum áður en ég trúði
henni,“ segir Fríða sem fékk aö vita
um styrkinn á aðfangadag. „Þetta er
eins og að fá yndislega jólagjöf."
Fríða segist ekki þurfa að hafa
áhyggjur af brauðstriti næstu mán-
uðina og geta einbeitt sér aö skáld-
sögu sem hún hefur verið með í smíð-
um í 2 ár, með hléum. Eins og flestir
rithöfundar getur Fríða ekki alla-
Sigurðardóttir
jafna framfleytt sér með ritstörfum
einum saman. „Ég gríp í ýmislegt,
hef starfað við þýðingar og prófarka-
lestur samhliða."
„Núna er ég á kafi í nýju skáldsög-
unni og geri ráð fyrir að þurfa eins
og eitt ár í viðbót áöur en ég lýk
henni.“
- Hvert er efni skáldsögunnar?
„Ef ég gæti sagt þér það í einni setn-
ingu þyrfti ég ekki að skrifa sög-
una,“ svarar Fríða að bragði.
Hún lét það samt uppi að sögusviö-
ið væri nútíminn og sögumaöur er
kona. „Annars spannar sagan vitt
svið í tíma og rúmi,“ segir Fríða.
-pv
í dag mælir Dagfari
Fatlaðir eru ómark
íþróttafréttaritarar tilkynntu í
síðustu viku að þeir hefðu kjörið
Einar Vilhjálmsson spjótkastara
íþróttamann ársins. Ymsir hafa
orðiö til að gagnrýna þessi úrslit
og telja að fatlaöur íþróttamaður
hefði verið betur aö þessum heiðri
kominn. íþróttafréttaritarar hafa
svaraö þessari gagnrýni fullum
hálsi, enda má segja með réttu að
þeir séu réttbornir og réttkjömir
til að hafa skoðanir á því hverjir
standi sig og hverjir standi sig ekki
í íþróttum. Maöur les það í blöðun-
um og heyrir það í sjónvarpinu dag
hvem áriö út og árið inn hvað ís-
lenskir íþróttamenn séu afarsnjall-
ir og raunar ósigrandi, nema þegar
dómarar, veðurfar eða aðstæður
koma í veg fyrir glæsta sigra okkar
manna. Ef það er ekki dómarinn,
veðrið eða aðstaðan þá em það
bannsettir andstæðingarnir sem
koma okkar mönnum á óvart.
Aldrei hefur Dagfari heyrt um
nokkum íslenskan íþróttamann
sem hefur tapað fyrir útlenskum,
nema vegna þess að þar er ein-
hverju öðm um að kenna heldur
en að andstæðingarnir séu betri.
Nú em einhveijir utanaðkom-
andi besser visserar aö halda því
fram að fatlaöir íþróttamenn séu
betri heldur en ófatlaðir. Þetta er
auðvitað í hæsta máta ósanngjarnt
því að fatlaðir íþróttamenn njóta
þeirra forréttinda aö vera fatlaðir
og geta því náð betri árangri fyrir
vikið. Haukur Gunnarsson er til
aö mynda fatlaöur og stendur því
betur að vígi heldur en Einar Vil-
hjálmsson að vinna gull á ólympíu-
leikum og þetta verða menn að
hafa í huga þegar greidd era at-
kvæði um íþróttamann ársins.
Dagfari tekur undir það með
íþróttafréttamönnum að það er
ólíku saman að jafna að vera fatlað-
ur þegar íþróttir era annars vegar.
Þeir hafa það forskot að vera fatlað-
ir og eiga því auðveldara með að
ná árangri. Þetta þýðir auðvitaö að
það er ekki hægt að kjósa fatlaða
sem íþróttamenn ársins. Þeir eru
minnihlutahópur og þurfa aðeins
að keppa við aðra fatlaða. Sigrar
þeirra eru því ekki eins stórir og
ósigrar hinna ófótluöu. Það er
miklu meira afrek að tapa ófatlað-
ur heldur en að sigra fatlaður! Ef
ófatlaðir gætu keppt við fatlaða eða
fatlaöir við ófatlaða þá væri saman-
burðurinn kominn og þá mundi
hinir ófótluðu geta sýnt það og
sannað að þeir væru miklu betri
heldur en hinir fötluðu. Þetta hljóta
alhr að viðurkenna sem vit hafa á
íþróttum.
Af þessu má sjá að íþróttafrétta-
ritarar geta ekki látið fatlaða og
ófatlaða sitja við sama borð. Sigur
hins fatlaöa er ekki sama íþróttaaf-
rekið og tapið hjá hinum ófatlaða.
Fatlaður maöur verður að sætta sig
við að vera fatlaður minnihluta-
hópur meðan spjótkastarar og
júdókappar era ófatlaður meiri-
hlutahópur. íþróttafréttaritarar,
sem sjá betur en aðrir hvenær ís-
lenskir íþróttamenn standa sig og
hvenær þeir standa sig ekki, vita
vel að þegar íslenskur og ófatlaður
íþróttamaður tapar í keppni þá er
þaö vegna þess misréttis aö hann
etur kappi viö ófatlaða menn. Það
telst ekki fötlun þótt menn missi
meðvitund þegar þeir henda spjóti
og það telst heldur ekki fötlun þótt
hlauparar og sundmenn verði svo
þreyttir að þeir komi síðastir í
mark. Ósigur þeirra stafar af því
aö vatnið er of blautt eða þeir hafa
verið óheppnir og lent á móti of
sterkum andstæðingum. Þeir gera
samt miklu betur en fatlaðir og
þess vegna eru þeir fyrmefndu
miklu betri en fatlaða fólkið, sem
hefur þau forréttindi að vera fatlað
og þarf ekki að keppa gegn öðrum
en fötluðu fólki.
Þeir sem era að gagnrýna íþrótta-
fréttamenn verða að hafa í huga
að sigrar eru ekki allt í íþróttum.
Þaö er þátttakan sem skiptir máli.
íþróttamenn okkar eru ósparir á
að taka þátt, þótt þeir viti fyrirfram
að dómarinn sé á móti þeim eða
andstæðingarnir séu betri. Hug-
sjón íþróttanna er að yera með.
Fremstu íþróttamenn íslendinga
eru alltaf með þótt þeir séu alltaf
aö tapa og fyrir það eiga þeir skilið
að vera kosnir íþróttamenn ársins.
Fatlaðir íþróttamenn hafa tekið
upp á því að vera með til að sigra.
Og þeim hefur tekist það. Það er
ómark vegna þess að það eru for-
réttindi að vera fatlaður í íþróttum.
Dagfari