Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Síða 6
6
MANUDAGUR 2. JANUAR 1989.
Fréttir
Sandkom
ífj
Mörg rúðubrot 1 Reykjavík á nýársnótt:
Unglingar brutu allar
rúðurnar í KRON-verslun
- tjón vegna rúðubrota nema hundruðum þúsunda
Mikið var um rúðubrot í Reykjavík
á nýársnótt. Var lögreglan alls kölluð
ellefu sinnum út vegna rúðubrota.
Verst var ástandið við Eddufell í
Breiðholti en þar höfðu unglingar
Akranes:
Mjög góð
áramót
„Þetta voru mjög góð áramót.
Það urðu engin slys á mönnum
og fáir gistu fangageymslur. Það
var töluvert af fólki á ferli fram
eftir morgni en dansað var á
tveimur stöðum í bænum. Þaö
gekk slysalaust fyrir sig og örfáir
gistu fangageymslur/' sagöi lög-
reglan á Akranesi við DV og bætti
því við að enginn hefði verið tek-
inn vegna ölvunar við akstur.
„Það er alveg sérstakt um ára-
mót.“ -hlh
Borgames:
Róleg áramót
Áramótin í Borgarnesi fóru vel
fram að sögn lögreglu. Var tölu-
verður mannfjöldi við hóteliö þar
sem dansað var og fór allt frið-
samlega fram. Var lögreglan
stöðugt með tvo bíla í gangi og
þurfti ekki að skipta sér af ára-
mótaglöðum Borgnesingum.
' -hlh
ísafjörður:
Þægileg áramót
Að sögn lögreglunnar á ísafirði
voru þetta hin þægilegustu ára-
mót og þurfti ekki að hafa telj-
andi afskipti af fólkL Var ágætis
veður á ísafirði og ástandið á fólki
eins og um helgi nema þaö var
lengur að en venjulega. Voru
margir að skeramta sér fram und-
ir klukkan níu á nýársdagsmorg-
un. -hlh
Akureyri:
Fríðsæl áramót
„Áramótin voru róleg og
hugguleg hér," sagði varðstjóri
lögreglunnar á Akureyri er DV
ræddi við hann eftir áramóta-
helgina.
Að sjálfsögðu voru þó Akur-
eyringar á ferðinni á gamlárs-
kvöld og í Sjallanum kom t.d. til
ryskinga og einu og einu kjafts-
höggi var útdeilt. En þegar á
heildina er litiö voru áramótin á
Akureyri friðsamleg og bæjarbú-
um til sóma.
Sauðárkrókur:
Eins og
venjuleg helgi
„Hér fór allt friðsamlega fram.
Þetta var eins og venjuleg helgi,"
sagði lögreglan á Sauðárkróki við
DV. Brenna var á Sauöárkróki
og sótti hana mikill mannfjöldi.
Var töluveröur erill fram eftir
nóttu hjá lögreglunni en ekki
meiri en um flestar helgar. -hlh
brotið allar rúðurnar í KRON-versl-
un. Víðs vegar um borgina voru rúð-
ur brotnar en um helmingur rúðu-
brota var í miðbænum.
Ekki er vitað hve margar rúðurnar
Vestmannaeyjar:
Mikið skotið
Aramótin voru róleg og fóru vel
fram að sögn lögreglu í Vestmanna-
eyjum. Líkti lögreglan áramótunum
í Eyjum við rólega helgi. Var einhver
erill en engin stórvægileg atvik þrátt
fyrir ölvun. Var miklu af flugeldum
skotið í loft upp og fór það slysalaust
fram. -hlh
Neskaupstaður:
Áramót fóru
vel fram
„Áramótin fóru vel fram. Hér voru
tvær brennur og mikið skotið. Tölu-
verður erill var fram á morgun en
engin stórvægileg tíðindi af fólki að
skemmta sér," sagði lögreglan í Nes-
kaupstað. Aðeins einn var tekinn
grunaður um ölvun við akstur.
-hlh
PatreksQörður:
Áramótin fóru
vel fram
Áramótin á Patreksfirði og í ná-
grenni fóru vel fram. Var miklu af
flugeldum skotið en engin ðhöpp
urðu. Var venjulegur erill hjá lög-
reglunni vegna skemmtana fólks
fram eftir nóttu án þess að nokkuð
stórvægilegt kæmi upp á. -hlh
eru í allt eða hversu mikið tjón er.
Þó mun það skipta hundruðum þús-
unda en aö sögn eiganda verslunar-
innar Bjarkar í Bankastræti, þar sem
rúða var brotin og kveikjurum og
Selfoss:
Sex ölvaðir
undir stýri
„Áramótin fóru vel fram. Það
er helst að nefna að sex voru
teknir grunaðir um ölvun við
akstur og það þykir okkur slæm
byxjun á árinu. Annars urðu eng-
in teljandi óhöpp eða slys á fólki
en erillinn var eins og á anna-
samri helgi," sagöi lögreglan á
Selfossi við DV. -hlh
Ólafsvík:
Eins og
w ■■
i sogu
„Áramótin gengu eins og í sögu.
Það voru böll í Ólafsvík og á Hell-
issandi og viö verðum að segja
að þetta voru meiriháttar flott
áramót Við þurflum akkúrat
engin afskipti að hafa af fólki,
hvorki á böllum né annars staö-
ar. Þó var slæöingur af fólki á
ferli fram eftir morgni. Miðað við
1 fyrra, en þá voru róstusöm ára-
mót, var j>etta hátiö," sagði lög-
reglan í Olafsvík við DV.
Aramótabrennur voru í Ólafsvík,
á Hellissandi og í Rifi og var líf í
tuskunumáöllumstöðunum. -hlh
fleiru stolið úr glugganum, kostar
ný rúða um 40 þúsund krónur með
ísetningu.
-hlh
Keflavík:
Góð áramót
„Þetta voru góð áramót. Það var
talsverð ölvun og erill vegna hennar
fram undir morgun en engin slys eða
óhöpp sem segjandi er frá. Við slupp-
um alveg við rúðubrot í þetta skipt-
ið,“ sagði lögreglan í Keflavík við DV.
Átta brennur voru á Reykjanes-
skaganum og gekk vel við þær allar.
-hlh
Stykkishólmur:
Eins og
um helgi
Áramótin í Stykkishólmi fóru vel
fram og að sögn lögreglu var ekki
meira að gera en um venjulega helgi.
Brenna var í Stykkishólnmi en hana
sóttu ekki mjög margir þar sem veð-
ur þótti frekar leiðinlegt, rigning og
strekkingur. Mikið var skotið á mið-
nætti og skemmti fólk sér fram eftir
nóttu. -hlh
Hvolsvöllur:
Ekkert vesen
„Það var ekkert vesen á fólki hér
á Hvolsvelli eða á Hellu og Rauða-
læk. Það voru brennur á þessum
þremur stöðum og tókust þær vel.
Eins og gengur var fólk að til að
verða 10 á nýársdagsmorgun en við
höfum ekki þurft að hafa afskipti af
neinum vegna þessara áramóta,"
sagði lögreglan á Hvolsvelli við DV.
-hlh
Húsavlk:
Rólegt og gott
Áramótin á Húsavík voru að sögn
lögreglu þar róleg og góð. Tvær
brennur voru í bænum og töluvert
af fólki viö þær. Margt fólk var á ferli
alla nýársnótt en afskipti lögreglu
af því voru nær engin. Enginn var
tekinn vegna ölvunar við akstur.
-hlh
Hööi:
Góð áramót
Á Höfn í Hornafirði voru áramótin
góð að sögn lögreglu. „Fólk skemmti
sér eins og gengur um áramót en það
var enginn settur inn eöa tekinn full-
ur undir stýri." Brenna var á Höfn
og safnaöist nokkur mannfjöldi að
henni. Snjólaust er á þessum slóðum
og engin hálka á vegum. -hlh
Blönduós:
Allt fór vel fram
Það fór allt vel og friðsamlega fram
á Blönduósi um áramótin. „Hér var
dansleikur og venjulegt áramóta-
glens hjá fólki," sagði lögreglan á
Blönduósi. Lögreglan þar gegnir líka
löggæslu á Hvammstanga og þar var
sömu söguað segja: Allt fór friðsam-
lega fram. -hlh
Vont mál
Þáhafa
íþróttafrétta-
menn kunn-
gjörtvalsittá
Jþróttamanni
ársins 1988“ og
máteljavístað
þaðvalhafi
vakið mikla athy gli og eigi eftir að
veröa mikið til umræðu. Margir voru
á þ ví að það væri formsatriði að veita
fatlaða íþróttamanninum Hauki
Gunnarssyni títilinn að þessu sinni,
enda lágu eftir hann á árinu heims-
met, gullverðlaun á heimsleikum
fatlaði-a f Seoul auk fleiri verðlauna
þar, svo aö eitthvað sé nefht. Reyndar
var við þ vi að búast að ekki yrði ein-
ing um að velj a Hauk íþróttamann
ársins og var þ ví borið við aö erfitt
væri að, ,meta' ‘ afrek hans við hlið
aireka ófatlaðra íþróttamanna.
Haukur viröist hins vegar hafa verið
gjaldgengur i kjörinu vegna þess að
hann hlaut 3. sætið en fatlaöur
íþróttamaður þarf greinilega að
vinna til veglegri verölauna tfl að ná
títlinum í þessu kjori þótt erfitt sé að
sjá hvernig það á að gerast.
Bubbi ruglaður?
Eiríkur Jóns-
son.fiéttastjóri
Stjörnunnar,
segiraö Buhhi
Morthenssé
orðinnendan-
!ega ruglaður
ogerástæða
þessara ummæla sú að Bubbi mun
hafa sagt að lög af plötu hans og
Megasar hafa ekki fengist leikin á
Stjörnunni og á Bylgjunni og væru
rey ndar á bannlista þar. Þessu mót-
mælirfréttastjórinn harölegaoglék
reyndar bút úr einu lagi plötunnar
Bláir draumar í fréttatima stöðvar-
innar til að sanna mál sitt. Hitt mun
vera rétt að lög af þessari plötu fengu
ekki mikla „spilun" h)á Stjörnunni
og senniiega hefur það farið fyrir
brjóstið á Bubba. Hefúr ýmsum fund-
ist tími til kominn að „einokun"
Bubba og Megasar á fiósvakamiðlun-
um létti.
Arðvænlegter
það
Jólabóka-
kauplands-
manna munu
okkihafaverið
neittáðráöi i
minnifyrirjól-:
innúnaenhin
síöustu ár þrátt
fyrir allt tal um kreppu. Þær bækur,
sem voru í flokki þeírra söluhæstu,
seldust í miklu magni og er þóst að
höfundar þeirra hafa haft fyrir kostn-
aði og vel þaö. Fyrrverandi frétta-
stjóri Sjónvarpsins, sem áttí bók í
flokki söluhæstu bóka, mun t.d. hafa
gert það gott en sögusagnir segja að
hann hafi haft 5-6 milljónir króna í
sinn hlut fyrir Og þá flaug Hrafninn.
Eins og fram kemur i bókinni réö það
ekki hvað sist úrshtum á þeim tíma
er hann tók að sér starfið að hann
vann stóra vmninginn í happdrætti
og hafði því efni á því sporti sem það
er að vera opínber starfsmaður. En
eftir hvellinn sem varö erhann lét
'af störfum settist karlinn niður, skrif-
aði, ,söguna alla“, palladóma og fleira
og sló í gegn eins og svo oft áður. Og
ekki var það lakara að hann skrifaði
bókina á fullum launum hjá Sjón-
varpinu!
Albert með völd-
in?
Borgara-
tlokkurinn
kemurmikiö
viðsöguhjá
„völvu“ Vik-
unnarsemspá-
irtyrirumat-
huröi ársins
1989. Segir hún að þótt Albert fari tíl
Prakklands sjái hún ekki betur en
að hann búi svo um hnútana áður
að hann haldi áfram um stjómar-
taumana í flokknum þótt formlega
séu þeir látnir í hendurnar á öðrum
mönnum tíi bráðabirgða. Þá segir
hún að Júlíusi Sólnes bjóðist hálaun-
að embættí gegn því að hann láti laust
sæti sitt á Reykjanesi en hann þiggi
ekki boðið. Ekld minnist völvan á
Aðalheiði sem nú hefur klofið Borg-
araflokkinn ef marka má orð Alberts
Guömundssonar að undanfórnu.
Umsjón: Gylli Krlstjánsson
Bjarni Holm, til hægri á myndinni, og sonur hans unnu við að skera brotn-
ar rúöur úr gluggum i Reykjavík í nótt og voru að talsvert fram yfir há-
degi. Þarna eru þeir við verslunina Japis í Brautarholti og orðnir þreyttir
enda haft ærinn starfa þessa fyrstu nótt ársins. DV-mynd S