Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989.
Viðskipti
Arið 1988 var erf itt ferðaár
Feröaskrifstofurnar spá erfiöu ferðaári fram undan. Samdráttur er líklegur og verða ferðaskrifstofurnar að draga
eins mikið úr kostnaði og mögulegt er til að ná fr&m hagnaði.
„Árið 1988 var á ýmsan hátt erfitt
ferðaár. Fjöldi farþega var svipaður
og í fyrra en vegna gengisfellinga á
árinu hækkaði tilkostnaður meira en
tekjur. Enda ganga allar áætlanir
ferðaskrifstofa núna út á að ekkert
svigrúm sé til aukins framboðs í
leiguflugi á næsta ári heldur þurfi
frekar að huga aö einhveijum sam-
drætti,“ segir Knútur Óskarsson,
stjómarmaður í Félagi íslenskra
ferðaskrifstofa og forstjóri Úrvals.
Að sögn Knúts var árið nokkuð
gott fráman af en með miklu kreppu-
tali í haust hafi eftirspum eftir ferð-
um greinilega minnkað.
„Haustið brást alveg til Kanaríeyja,
sérstaklega í nóvember og byrjun
desember, en mikfil kippur kom í
jólaferðimar og var þá fullbókað.
Útlitið er mjög gott í janúar og febrú-
ar tfi Kanaríeyja og virðist betur
bókað í janúarferðir en undanfarin
ár,“ segir Knútur.
Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam-
vinnuferða-Landsýnar, segir að
haustið hafi greinilega orðið þyngra
í sölu eftir mjög gott vor og sumar.
„Niðurstaða ársins er sú að flestar
ferðaskrifstofurnar telja sig eflaust
ánægðar ef endar ná saman eftir
árið,“ segir Helgi.
Að sögn Helga eru ferðaskrifstof-
umar allar núna mjög varkárar í
spám sínum fyrir næsta ár. „Spáð
hefur verið minnkun í ferðalögum
síðustu tvö árin en það hefur ekki
gengið eftir heldur öfugt. Þess vegna
held ég að það verði enginn sam-
dráttur í ferðaþjónustunni í heild
sinni á næsta ári þó margir spái því.
Ég held að ferðalög séu einfaldlega
komin ofar í þarfapýramídann en
áður hjá fólki,“ segir Helgi.
Að sögn Helga telur hann um áber-
andi samdrátt að ræða í skíðaferöum
á næstu mánuðum. „Það hefur vant-
að snjóinn hér heima til að kveikja
áhugann hjá fólki. Núna er að vísu
byrjað að fnjóa og hver veit nema
að salan aukist í skíðaferöirnar,"
segir Helgi Jóhannsson.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 2-4 Lb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 2-4,5 Lb
6mán. uppsógn 2-4,5 Sb
12 mán. uppsögn 3,5-5 Lb
18mán. uppsögn 8 lb
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Vb
Sértékkareikningar 0,5-4,0 Ab
Innlán verotryggo Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsógn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb
Innlán með sérkjörum 3,5-7 Lb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 7,5-8.5 Úb.Bb,-
Vb
Sterlingspund 11-12,25 Úb
Vestur-þýsk mörk 3.75-4.5 Vb.Sp,- Úb.Bb
Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 11-12 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 11,75-12,5 Vb
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 14,5-17 Lb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 8-8,75 Vb
Útlántilframleiðslu
Isl.krónur 12-12,5 Lb.Sb,- Bb.Úb
SDR 9.5 Allir
Bandarikjadalir 11-11,5 Úb
Sterlingspund 14,50- allir
14,75 nema Úb
Vestur-þýsk mörk 7,25-7.5 allir nema Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán.
MEÐALVEXTIR
överðtr. des. 88 17.9
Verðtr. des. 88 8,7
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala des. 2274 stig
Byggingavisitala des. 399,2 stig
Byggingavisitalades. 124.9 stig
Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1. okt. Veröstoðvun
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóóa
Einingabréf 1 3,403
Einingabréf 2 1,931
Einingabréf 3 2,219
Fjölþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,586
Kjarabréf 3,401
Lifeyrisbréf 1.711
Skammtimabréf 1.186
Markbréf 1,804
Skyndibréf 1,041
Sjóðsbréf 1 1,644
Sjóðsbréf 2 1,381
Sjóðsbréf 3 1,168
Tekjubréf 1,583
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 118 kr.
Eimskip 346 kr.
Flugleiðir 273 kr.
Hampiðjan 130 kr.
Iðnaðarbankinn 172 kr.
Skagstrendingur hf. 160 kr.
Verslunarbankinn 134 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þríðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
England:
lceland valið
fyrirtæki ársins
Breska fyrirtækið Iceland Froz-
en Foods, sem er nálægt bænum
Chester í Englandi, var á dögunum
valið fyrirtæki ársins í Bretlandi.
Fyrirtækið þykir mjög vel rekið og
stefnir í að verða stærsta fyrirtæki
með frosnar matvörur í Bretlandi.
Iceland er með 3.500 manns í
vinnu og starfrækir um 186 versl-
anir, aðallega í Norður-Englandi.
Það var stofnað fyrir 20 árum af
Malcolm Walker og Peter Hinch-
cliffe. Þeir eru nú báðir margmillj-
ónarar.
Á siðusu fjórum árum hefúr sal-
an þrefaldast og hagnaðurinn fjór-
faldast. Salan er núna 154 mflljónir
punda á ári og hagnaöurinn 7,2
milljónir sterlingspunda.
' -JGH
»
Sameiginlegt beinlínu-
kerfi Visa og Eurocard?
Einar S. Einarsson, forstjóri Visa
ísland, segir að Visa hafi boðið
Eurocard a íslandi samstarf vegna
umræðna um að Visa ísland og Kred-
itkort taki í notkun beinlínu kerfi við
verslanir. Einar telur að þetta kerfi
verði hugsanlega komið á eftir
nokkra mánuði.
Samstarf Visa og Eurocard virðist
vera að aukast. Financial Times birti
á dögunum frétt um að kortafyrir-
tækin tvö hefðu ákveðið að grafa
stríðsöxina og heimfla viðskipta-
mönnum sínum að nota sér banka-
þjónustu beggja fyrirtækjanna og
hiraðbanka eftir mitt árið 1990.
Fyrirtækin eru með hátt á annað
hundrað þúsund afgreiðslur í Evr-
ópu og þúsundir hraðbanka.
Þetta þýðir aö á árinu 1990 geta
Eurocard korthafar á íslandi ferðast
um Evrópu og leyst út gjaldeyri í
Visa afgreiðslum sem og Visa hrað-
bönkum. Þetta gildir líka öfugt. Visa
korthafar geta nýtt sér Eurocard af-
greiðslur og Eurocard hraöbanka.
-JGH
Enska er okkar mál
JOSEPHINE FLYNN
SKÓLASTJÓRI
JULIE INGHAM
SKÓLASTJÓRI
JAYNE O'GRADY
ENSKUKENNARI
JUNE McGREGOR
ENSKUKENNARI
EVERETT
ENSKUKENNARI
NAMSKEIÐIN HEFJAST 16.JANÚAR
INNRITUN STENDUR YFIR
F Y R I R
FUtLORÐNA
7 VIKNA ENSKUNÁMSKEIÐ
TVISVAR í VIKU, TVO TÍMA í SENN
ÍO VIKNA VIÐSKIPTAENSKA
í HÁDEGINU, TVISVAR í VIKU
12 VIKNA FRAMHALDSNAMSKEIÐ
SAMTALSTÍMAR Á FÖSTUDÖGUM
12 VIKNA SKRIFLEG ENSKA
Á FÖSTUDÖGUM
12 VIKNA ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ
FYRIR ÚTLENDINGA
FYRIR BÖRN
4—6 ÁRA
LEIKSKÓLI Á MORGNANA
8—12 ÁRA
12 VIKNA NÁMSKEIÐ
13—15 ÁRA
UNGLINGANÁMSKEIÐ
UNDIRBÚNINGUR FYRIR
SAMRÆMD PRÖF
N Ý T T
UNDIRBÚNINGUR FYRIR
T.O.E.F.L. PRÓF
BOKMENNTANAMSKEIÐ
UMRÆÐUTÍMAR - LESTUR
MORGUNSPJALL
LÉTTAR UMRÆÐUR Á ENSKU
YFIR KAFFIBOLLA
LEIKSKOLI
FYRIR 4-6 ÁRA BÖRN
ÁMORGNANA
Ensku Skólinn
TUNGATA 5, 101 REYKJAVÍK
HRINGDU I SIMA 25330 / 25900 OG KANNAÐU MÁLIÐ