Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1989, Qupperneq 12
 12 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 1989. Spumingin Finnst þér aö ætti aö af- nema oröuveitingar? Kristinn Kristinsson verkamaður: Nei, alls ekki. Það á að halda í þessa hefð. Páll Arnórsson nemi: Ég er mjög hlynntur orðuveitingum. Það á að hedda í þessa hefð eins og verið hefur. Björn Baldursson verkamaður: Eg væri stoltur af því að fá orðu og er stoltur af því fólki sem hlotnast slíkt. Olaf Forberg rafvirkjameistari: Mér fmnst þær eiga fullan rétt á sér - en þó rétt að stilla þeim í hóf. Ragnhildur Pálsdóttir ellilífeyrisþegi: Það væri alveg þjóðráö að leggja þær alveg niður. Guðmundur Óskarsson rafvirki: Ég er ekki sérlega hrifinn af orðum. Það ætti að takmarka veitingar þeirra. Lesendur Borgaraflokkurinn og borgararnir Yngvi skrifar: Nú þykir mér fokið í flest skjól fyr- ir mér sem öðrum kjósendum Borg- araflokksins. Fyrst lýsir ein skelegg- asta forsvarskona flokksins úr röð- um launþega, Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, því yfir aö hún „verði“ að verja stjórnina falli með því að greiða atkvæði með atlögunni að launafólki. Hún skyldi hafa það hugfast að skattaálögur og innflutningsgjöld þessarar stjórnar koma alþýðuheim- ilunum, sem hún hefur alltaf barist fyrir, verr en nokkrum öðrum í þessu þjóðfélagi. Þingmaður hefur skyldum fyrst að gegna við kjósend- ur sína og samflokksmenn, áður en óskir þingmanna úr öðrum flokkum eru uppfylltar. - Eitt hggur þó ljóst fyrir, að úr því sem komið er getur Borgaraflokkurinn ekki rætt stjórn- arsamstarf án þess að meiri háttar breyting verði gerð á skattastefnu ríkisstjómarinnar sem áðurnefndur þingmaöur samþykkti í blóra við Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, alþm. Borgaraflokksins. Verður stuðningur hennar við skattastefnu ríkisstjórnarinnar til þess að hindra aðild Borgara- flokks að stjórninni? stefnu flokksins. Það er alls ekki gefið mál að kosn- ingar nú séu eins óæskilegar og í veðri er látið vaka. Núverandi stjóm situr án umboðs kjósenda úr al- mennum kosningum. A-flokkarnir, sem að henni standa, virðast lítt veigra sér við að skattpína þjóðina og nú virðast það helst vera Kvenna- listinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem halda merki „htla mannsins" á lofti. Ekki tekur betra við er nýi formað- urinn minn í Borgaraflokknum læt- ur eftir sér hafa að hver þingmaður greiði atkvæði eftir því sem honum hentar og þannig viröist þessi flokk- ur ekki lengur vera það samstæða afl sem við kusum og væntum að hann yrði. Líklegast yrði þjóðinni affarasæl- ast að tveir sterkustu flokkarnir sameinuðust í stjóm: Sjálfstæðis- flokkur og Kvennalisti - að afstöðn- um kosningum að sjálfsögðu og mið- að við að þeir fengju meirihlutafylgi í þeim. Verðstöðvun - hvað er það? Til að öðlast hárið og hamingjuna eru ýmsar aðferðir notaðar. Hér er unn- ið við svokallaða ígræðslu. Hárlos, hvað? Örn skrifar: Ég rak augun í grein í DV þann 14. des. sl. í dálkinum Lífsstíl undir fyr- irsögninni „Til skammar". í þessari grein fer Wilhelm (hárkollusali) Þor- steinsson mörgum orðum og ófóg- mm um þau skallameðul og þær meðferðir sem nú bjóðast gegn skalla og hárlosi. Hann sagði að þeir sem slíkt bjóða væra að notfæra sér óhamingju ann- arra. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta bréf er einmitt sú að ég hef öðlast bæði hárið og hamingjuna í leysigeislameðferð. í áðumefndri grein stendur t.d. orðrétt: „Skemmst er að minnast ley- sigeislameöferðarinnar sem mér er ekki kunnugt um að hafi nokkur áhrif.“ - Ég get nú ekki ímyndað mér að maðurinn hafi kynnt sér þessa meðferð eða árangur hennar, úr því að þetta er niðurstaða hans. Á mjög stuttum tíma hef ég hins vegar séð frábæran árangur í hár- vexti og svo er um marga fleiri sem ég hef talað við. Að ekki sé nú talað um hvað þessi meðferð veitir góða afslöppun og vellíðan almennt. - Ég skora á þá sem eiga við hárlos aö stríða aö kynna sér þessa meðferð af eigin raun. Rafn Guðjónsson hringdi: Mig langar til að leggja örlítið tii málanna um verðstöðvun þá sem nú á að vera í gildi og spyrja sjálfan mig og aðra hvað þaö orð þýði. - í DV (28. des.) las ég um verð á veiðileyfum í íslenskum laxveiðiám á sumri kom- anda og var þar talað um talsverða verðhækkun á veiðileyfum í flestöll- um ám, þar sem á annað borö veiðist eitthvað. Ég spyr hvort bændur eða aðrir rétthafar þessara veiöiáa hafi ekkert heyrt um verðstöðvun. Ég tel þessa verðhækkun með öllu óheimila. Ein- hvem veginn er það svo að bændur eru með sérréttindi gagnvart sínum landareignum og hlunnindum því þeir virðast geta selt sumarbeit, veiðiréttindi o.fl. án þess að greiða krónu í skatt af hinu selda. En í sambandi við hækkun á veiði- leyfum fyrir næsta sumar þætti mér fróðlegt að vita hvort allir þeir aðil- ar, sem semja um leigu fyrir hönd SVFR, láti bjóða sér þessa hækkun og/eða hvort þeir bara láti sem hér sé ekki verðstöðvun. Rikisstjórn íslands lét frá sér fara að með öllu væri óheimilt að hækka Geisladiskurinn: Hefur guö hækkað verðió á vatninu i Elliðaánum? verð hér á landi nema um væri aö ræða hækkun á aðfluttu hráefni er- lendis frá. Eg reikna með að guð al- máttugur hafi ekki hækkað í verði vatnið sem rennur um íslenskar veiðiár. - En þó sýnist manni það, a.m.k. í Elliðaánum, þar sem vatnið hefur hækkað í verði um 2000 kr. á dag frá og með opnunardegi á næsta sumri. Herra rafveitustjóri, borgarstjóri og allir aðrir sem standa að hækkun þessari í Elliðaánum, vinsamlegast afturkallið þessa verðhækkun því þið erað aö brjóta landslög. - Þó að þið sérréttindamenn fáið aö veiða frítt fá þaö ekki allir. Hinn eini sanni tónn Konráð Friðfinnsson skrifar: Fyrir fáeinum árum fór að bera mjög á svokölluðum geisladiskum í hillum hljómtækjaverslana. Þessi tæki vora auglýst sem algjör „tækni- bylting". Tóníistarmenn hugsuðu því gott til glóðarinnar og gengu tíl liðs við byltinguna. Apparötin seld- ust strax eins og heitar lummur og gera enn þann dag í dag. Lengi vel var ég ipjög eflns um eig- in hug í málinu, taldi m.a. að um væri að ræða enn eina tískubóluna og endaði sem geymslustaður undir blóm eftir örfáa mánuði, líkt og gerð- ist með fótanuddtækin er mættu á svæðið til að styrkja og bæta gang- limi landans á sínum tíma. - En áfram með smjörið. Ég lét að lokum til leiðast, fór í næstu búö er selur þessi tæki, keypti eitt og arkaði meö það heim, svolítið svartsýnn aö vísu. Þegar búiö var að tengja hér og þar eins og til er ætlast og diskurinn kominn á sinn stað fóra að berast um herbergið undursam- legir tónar frá gripnum. Tónarnir vora svo ferskir og tærir að hér á bæ hafði aldrei neitt heyrst er líktist þeim. Ég sannfærðist á stundinni um að hér hefði ég blómastæöi engin eign- ast, miklu fremur maskínu er megn- aði að flytja mér tónlist listamann- anna á sama hátt og léku þeir í eigin persónu. Slík voru gæöin. En galli er á gjöf Njarðar. Gripur- inn ágæti er nokkuð dýr í rekstri. Kaupi menn sér t.d. hljómdisk með nýju efni sleppa þeir vart meö minna en 1400 til 1600 krónur. Eldra efni má reyndar fá eitthvaö ódýrara. Annan ókostur er sá að of fáir titlar era fáanlegir í hljómtækjaverslun- um okkar. Þetta stendur væntanlega til bóta í náinni framtíð. Að lokum ábending - og um alls óskylt efni - nefnilega til allra þeirra er hyggjast brúka flugelda á næst- unni. Leitið ykkur upplýsinga um púðrið sem ætlunin er að skjóta upp í himinhvolfið og fariö í guðanna bænum eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar era upp. - Þá ættu slysin að geta orðið færri. Af kjöri íþrótta manns ársins Birna Lárusdóttir hringdi: Ég veit ekki hvort þessir 19 íþróttafréttamenn eru aö kjósa mann ársins fyrir sig eöa þjóðina því að Einar Vilhjálmsson var kjör- inn íþróttamaöur ár6ins núna, en Bjami Friðriksson, sem lenti á verölaunapalli á ólympíuleikunum í Los Angeles á sínum tíma, komst ekki einu sinni á blað þá. íþróttafréttamenn virðast horfa fram hjá öllum greinum íþrótta, nema frjálsum fyrir ófatlaða og svo fótboltanum. Eiginlega virðist þessi hópur íþróttafréttamanna vera orðinn eins konar „grúppa“ áhugamanna um fótbolta og fijáls- ar íþróttir. Siöast í gær (28. des.) fannst mér hafa verið gengiö mjög harkalega fram hjá Hauki, Lijju Maríu og Jóhanni Hjartarsyni (eða er ekki skákin ein íþróttagreinanna?). Þetta kjör núna hlýtur að vera mjög umdeilt því þaö fólk, sem ég hef hitt, hefur einfaldlega ekki ver- ið sammála þeirri niðurstöðu sem þar var kynnt. Þess vegna er hreinlega spurning hvort þessir 19 íþróttafréttamenn eigi bara ekki að hætta þessu fyrst þeir sjá ekki nema tvær, í mesta lagi þijár, greinar sem til álita koma í þeirra huga - og lofa bara þjóðinni sjálfri að kjósa. Hún heíöi áreiðanlega ekki kosið á þennan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.