Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
Fréttir_______________________________________________pv
Þriðja einvígisskákin í Seattle:
Jóhann lék af sér og
Karpov gaf engin grið
- sigraði auðveldlega í 32 leikjum
Jóhann Hjartarson tapaði annarri skák sinni i röð fyrir Karpov.
Jón L. Ámason, DV, Seattle
íslendingarnir voru vonsviknir er
þeir hurfu á braut að lokinni þriðju
einvígisskák Jóhanns Hjartarsonar
og Anatoly Karpov í Lakeside skól-
anum í Seattle. Jóhann tefldi skákina
langt undir getu eftir að hafa fengiö
frambærilega stöðu úr byijunar-
leikjunum. Eftir afdrifarík mistök fór
smám saman aö halla undan fæti uns
mát blasti við eftir 32 leiki. Þá varö
Jóhann að gefast upp.
Mesti bylur og fannfergi í yfir þrjá-
tíu ár setti mark sitt á bæjarbraginn
í Seattle í gær. Frí var gefið í skólum
og vandræði sköpuðust vegna van-
búinna bifreiða á hraðbrautunum.
„Við pöntuðum þetta veður fyrir
þig,“ var í tvígang sagt við Jóhann
er hann kom á mótsstaðinn en
greinilegt er að hann er á bandi
heimamanna. Einn þeirra laumaði
út úr sér orðunum „áfram, Jóhann“
fyrir skákina, rétt áður en Karpov
gekk í salinn. Allt kom þó fyrir ekki.
Skák
Jón L. Árnason
Við upphaf skákarinnar stóð
bandaríski stórmeistarinn Henley
við sýningarborðið uppi á sviöi en
hann hefur oftar en einu sinni sést í
fylgd með sovésku sendinefndinni.
Margeir Pétursson, aðalaðstoöar-
maður Jóhanns, brá við skjótt og
kvartaði við skákstjóra, sem sendi
Henley rakleiðis í sæti sitt að nýju.
í stað hans færöi Don Schulz, forseti
bandaríska skáksambandsins, leiki á
sýningarborðinu en átti greinilega í
vandræðum með mannganginn. Þrá-
inn Guömundsson, forseti Skáksam-
bands íslands, bjargaði honum ein-
hveiju sinni með því að teygja sig
upp á borðið og laga stöðuna.
Með sigrinum í nótt hefur Karpov
unnið tvær skákir í röð og hefur nú
hlotið 2,5 vinninga gegn hálfum vinn-
ingi Jóhanns. Karpov nægir einn
vinningur til viðbótar til að sigra í
einvíginu. Fjórðu einvígisskákina
heQa þeir kl. 1 aðfaranótt laugar-
dags, að íslenskum tíma.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Anatoly Karpov
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rffi
5. (M) Be7 6. Hel
Jóhann breytir út af 1. skákinni er
hann skipti upp á biskup fyrir ridd-
ara.
6. - b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 He8
Upphafsleikur Zaitsev-afbrigðisins
svonefnda en hugmyndasmiður þess
hefur verið einn helsti aðstoðarmað-
ur Karpovs í mörg ár. Hann er í liði
Karpovs í Seattle en sumir segja að
hann sé í stofufangelsi því að hann
hefur aldrei sést á skákstað. Senni-
lega hefur hann legið yfir afbrigði
sínu í Ameríkuferðinni. Karpov hef-
ur ævinlega haldið tryggð við þessa
leiö, sem varla hefur komið Jóhanni
á óvart.
10. d4 Bb7 11. Rbd2 Bffi 12. a3 h6 13.
Bc2 Rb8 14. b4 Rbd7 15. Bb2 a5!?
Þetta er afrakstur heimarannsókn-
anna og árangurinn kom strax í ljós
- Jóhann notaði mikinn tíma á næstu
leiki. Ef ég man rétt lék Jóhann sjálf-
ur 15. - g6 gegn Timman í Tilburg
en lenti fljótlega í ógöngum. Vitan-
lega hefur Karpov kynnt sér þetta.
16. Bd3 c6 17 Rb3
Kostir hvíts eru margir. Jóhann
velur eðlilegt framhald en nú hafði
hann notað fimmtíu mínútur á leiki
sína en Karpov aðeins tíu mínútur.
17. - axb4 18. cxb4
Opnar homalínuna fyrir biskup-
inn og undirbýr að þrýsta eftir c-
línunni. Á móti kemur að a-peð hvíts
situr eftir í skotfæri.
18. - exd4 19. Rxd4
Aftur hugsaði Jóhann lengi. Eftir
þennan leik hans nær Karpov að losa
um sig og jafna taflið. Freistandi var
19. Ra5 en vafalítiö hefur Jóhann ótt-
ast skiptamunsfóm á a5 sem hefði
leitt til dálítið varasamrar stööu á
hvítt.
19. - c5! 20. bxc5(?)
Eftir á að hyggja er þetta e.t.v.
slæmur leikur. Eftir 20. Rxb5 cxb4
21. axb4 Hxal 22. Bxal Bxe4 á hvitur
áreiðanlega ekki lakara tafl.
20. - dxc5 21. Rxb5 Rxe4
Karpov hugsaði í um hálfa klukku-
stund áður en hann lék þennan leik.
Þetta er skarpari möguleiki en 21. -
Bxe4 sem einnig kom til greina. 22.
Dc2 Rdffi
I flAs
£ L k 4l A
m
ÉL &
*
■ 2 db
ABCDEFGH
í blaðamannaherberginu var búist
við 23. a4, eða 23. He3, sem svartur
svarar með 23. - Db6 í báðum tilvik-
um - drottningin stefnir á c6, þar sem
hún stendur vel. Mörgum fannst Jó-
hann standa betur að vígi en senni-
lega er staða hans ekki eins góð og
hún virðist vera. Næsti leikur hans
er hins vegar afar slæmur.
23. Rc3? Rg5!
Skyndilega hafa vopnin snúist í
höndum hvíts. Menn Karpovs stefna
yfir á kóngsvænginn en menn Jó-
hanns eru í hnapp drottningarmegin
og standa illa til varnar.
24. Bb5 Hxel-t- 25. Hxel Dc7 26. Bfl
Ömurlegur leikur en svartur hót-
aði 26. - Bxg2! og að rífa upp kóngs-
stöðuna.
26. - Dc6
Karpov átti 25 mínútur eftir á
klukkunni, Jóhann 15 mínútur og
tími hans fór versnandi. Gott svar
við 26. - Df4 var 27a.
28. - Re6 29. Rdl Rg4 30. Hxe6
Vonast eftir 29. - fxe6 30. Dg6 með
einhveijum gagnfærum. Jóhann á
ekkert skárra en að vona.
30. - Bh2+! 31. Khl Dxe6 32. ffi
Eftir 32. Rxc5 Del 33. De2 Dxdl!
vinnur svartur létt en 32. - De7! með
mátsókn er enn sterkara.
32. - Del
Og Jóhann gaf. Ef 33. fxg4 Dxh4 er
hann óveijandi mát, t.d. 34. Rf2 Bg3 +
35. Rh3 Dxh3 + og mát í næsta leik.
-JLÁ
Dómur í fógetarétti um launakröfur Björgólfs Guðmundssonar:
Krafðist fimm milljóna en
var gert að greiða tvær
Fallinn er í fógetarétti úrskurður
í máli sem Björgólfur Guðmundsson,
fyrrverandi forstjóri Hafskips, höfð-
aöi gegn þrotabúi félagsins. Björgólf-
ur krafðist að fá greiddar 5,2 milljón-
ir, auk vaxta, vegna viðbótarlauna
samkvæmt starfskjarasamningi
vegna bættrar rekstrarafkomu Haf-
skips. Fógetaréttur hafnaði kröfu
Björgólfs og dæmi hann til að greiöa
þrotabúinu 2,2 milljónir vegna oftek-
inna launa.
Ragnar Kjartansson og Björgólfur
höfðu áður fengið greiddar háar fjár-
hæðir vegna þessa starfskjarasamn-
ings. Mat réttarins var að Björgólfur
hafði tekið sér hærri fjárhæð enn
hann með réttu átti. Hjá Hæstarétti
er mál Ragnars Kíartanssonar sem
hann áfrýjaöi eftir að fógetaréttur
komst að sömu niðurstöðu og í máli
Björgólfs.
„Þetta kemur mér ekki á óvart,
sömu dómarar dæmdu á síðastliðnu
ári í sams konar máli félaga mins,
Ragnars Kjartanssonar, en það mál
er nú fyrir Hæstarétti. Það var ekki
hægt að ætlast til að þeir kæmu með
annan dóm miðað við sömu forsend-
ur án þess að gera þann ómerkan,
en það skiptir auðvitað máli fyrir
dómarana persónulega. Þama er tek-
ist á um túlkun á starfskjarasamn-
ingi stjómar Hafskips við mig eins
og hann var framkvæmdur, sam-
þykktur og bókaður í fundargerðar-
bók félagsins gegnum árin. Valdimar
Guönason, endurskoöandi þrotabús-
ins, tók síðan upp hjá sjálfum sér,
löngu seinna, nýja útreikningsaðferð
á starfskjarasamnignum. Ef hans
aðferð gildir þá get ég með sams kon-
ar aðferðum sýnt fram á að ég hafi
verið launalaus í þau átta ár, sem ég
starfaði hjá Hafskip, fyrir utan alls
konar fjármálalegt misferli, sem af
þessu ætti að leiða, og geta þá marg-
ir verið ánægðir.
Varla mundu Valdimar Guðnason,
endurskoðandi búsins, bústjórar né
Jónatan Þórmundsson, sérstakur
saksóknari í málum, sætta sig við
þau kjör en þaö er auðvitað annað
mál. Sá einn er sekur sem tapar en
máhnu verður auðvitað áfrýjað til
Hæstaréttar íslands," sagði Björgólf-
ur Guðmundsson.
-sme