Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. Útlönd Sovéski lautinantinn Boris Gromov verður síðasti sovéski hermaðurinn sem fer frá Afganistan. Hann er hér á fundi með fréttamönnum í Kabúl. Símamynd Reuter Vopnaflutningar til Afganistan Sovéskar flutningabifreiðar komu til Kabúl í gær með 360 eldflaugar handa afganska hernum, aðeins nokkrum dögum áður en síðustu so- vésku hermennirnir halda heim á leið frá Afganistan. Yfirvöld í Banda- ríkjunum fordæmdu vopnaflutning- ana. Sovésk yfirvöld halda því fram að hernaðaraðstoðin sé samkvæmt samningi milli Afganistan og Sovét- ríkjanna. Vopnaflutningurinn brjóti ekki í bága viö Genfarsamkomulagið um brottflutning sovésku hermann- anna frá Afganistan. Bandaríkja- menn segjast munu halda áfram stuðningi sínum við skæruliða á meðan Sovétríkin styðji afganska herinn sem þau segja vera vel þjálf- aðan og færan um að verja sig. Stjórnin í Kabúl er hins vegar ekki jafnfær. Hún hefur aðeins full yfirráð yfir borgunum í landinu. Mujahide- en skæruliðarnir eru heldur ekki sameinaðir og geta ekki búist við hemaðarlegum sigri þó svo að þeir geti hreyft sig tiltölulega frjálslega í fjallahéruðunum. Afgönsk yflrvöld hafa gagnrýnt vestrænar þjóðir fyrir að fylgja í kjöl- far Bandaríkjanna og loka sendiráð- um sínum. Vesturlandabúar í hinni umsetnu höfuðborg óttast hins vegar ofbeldi og stjórnleysi ef stjórnin fell- ur. Skortur er á matvælum og elds- neyti í Kabúl. Langar biraðir mynd- ast við þau fáu bakarí og bensín- stöðvar þar sem enn er opið. Afg- anskir embættismenn sögðu í gær að tveir menn hefðu fallið og þrír særst þegar til skotbardaga kom í biðröð eftir bensíni í gær. Reuter Laugarásbíó frumsýnir bandarísku spennumyndina „FEAR", ÓTTA, sem er ný, hörkuspennandi mynd um fjóra strokufanga er taka fjölskyidu, sem er í sumarfríi, í gíslingu Myndin er æsispennandi og er ekki fyrír taugaveiklað fólk. Aðalhlutverk eru í höndum ágætra leikara CLIFF DE YOUNG, KAY LENZ, ROBERTFACTOR og FRANK STALLONE. Ásakanir um drykkju- skap og kvennafar Nefndarmenn í varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings eru enn ekki fullkomlega sáttir við fyrri tengsl Johns Tower við hergagnaiðn- aðinn en nú líður að því að nefndin greiði atkvæði um það hvort hún mæhr með því að þessi fyrrum öld- ungadeildarþingmaður frá Texas verði staðfestur í embætti varnar- málaráðherra. Náin tengsl Towers við stóra verk- taka á sviði varnarmála, sem leiddu til þess að hann fékk nær fjörutíu milljónir króna í laun frá þeim á inn- an við þremur árum fyrir ráðgjafar- störf, voru aðalmálið til umræðu við yfirheyrslu nefndarinnar yfir Tower í gær. Það er engu að síður búist við að nefndin mæli með því að öldunga- deildin staðfesti skipun Towers, sem er fyrrverandi formaður nefndarinn- ar, í embætti varnarmálaráðherra. Sam Nunn, formaður nefndarinnar, sagðist vona að hægt yrði að greiða atkvæði um máhð í dag. Ásakanir um mikla drykkju og kvennafar Towers, sem hægri bar- áttumaðurinn Paul Weyrich setti fram opinberlega á þriðjudag, voru afgreiddar í snatri. Tower neitaði því að hann ætti við drykkjuvandamál að stríða og sagði að hann myndi ekki líða misnotkun áfengis hjá varnarmálaráðherra eða háttsettum embættismanni í varnar- málaráðuneytinu. Nunn spuröi Tower ekki beint um kvennafarssögurnar en spurði hann hvort hann myndi líða kynferðis- áreitni og hvort hann myndi tryggja jafnrétti fyrir konur sem vinna hjá John Tower, væntanlegur varnar- málaráðherra Bandarikjanna, sat fyrir svörum hjá öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Simamynd Reuter ráðuneytinu. Tower, sem er sextíu og þriggja ára, sagði að hann myndi ekki leyfa neina kynferðisáreitni eða mismun- un gagnvart konum og að hann teldi að menntaðar konur ættu að fá sömu virðingu og sömu möguleika og karl- menn. Það var greinilegt að nefndarmenn voru ánægðir með þessi svör en aug- ljóst var að menn höfðu áhyggjur af hugsanlegum hagsmunaárekstrum Towers vegna fyrri tengsla hans við hergagnaiðnaðinn. Sam Nunn sagði hins vegar að hér væri ekkert lagcdegt eða siðferðilegt athugavert, það væri einungis hvernig þessi sambönd Towers litu út út á við. Reuter Þing og stjórn ósammála Fjárlagaskrifstofa Bandaríkja- þings sagði í gær að fjárlagahallinn árið 1990, samkvæmt fjárlagafrum- varpi Reagans, fyrrum forseta, yrði næstum þrjátíu miiljörðum dollara hærri en Hvíta húsið hefði reiknað út. Endurmatið á fjárlögum fyrri for- seta kanna aö gera hlutina mun erf- iðari fyrir Bush forseta í samninga- umieitunum hans við Bandaríkja- þing í ár um leiðir til að ná hallanum undir eitt hundrað milljarða dollara markió á næsta ári eins og krafist er í lögum. Fjárlagaskrifstofa þingsins telur hallann verða um eitt hundrað og tuttugu milljarða, sem er töluvert hærra en áætlanir Hvíta hússins sem hljóða upp á níutíu og tvo og hálfan milljarð. Helsta ástæðan fyrir þessu mun vera sú að spá Hvíta hússins byggir á mun meiri bjartsýni á efnahags- ástandinu en þingið. Reiknað er með að Bush treysti á sömu forsendur og Reagan þegar hann semur sitt fjár- lagafrumvarp síðar í þessum mán- uði. Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist fyrr í þessari viku efast um þær efnahagslegu for- sendur sem Hvíta húsið gaf sér við útreikning á líklegum fjárlagahalla. Hann sagðist einnig vera ósammála spá stjórnarinnar um að vextir ættu eftir að lækka verulega á þessu ári. Fjárlagaskrifstofa þingsins segist gera ráö fyrir minni hagvexti en Hvíta húsið. Ennfremur segjast menn á þeim bæ reikna með hærri verðbólgu og hærri vöxtum en Reag- anstjórnin gaf sér. Hin bjartsýna framtíð sem Hvíta húsið sér myndi leiða til þess að rík- isstjórnin borgaði minni vexti af þjóðarskuldinni og þyrfti að eyða minni fjármunum í önnur verkefni ríkisins. Reuter Teiknarinn Lurie telur að Bush muni eiga jafn erfitt og Reagan í baráttunní við fjárlagahallann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.