Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988.
. II
MðffiköM:
J
jnr
■M&iyifc&FÍ
Nú er hægt aö hringja inn
smáauglýsingar og greiöa
með korti.
Þú gefur okkur upp:
Nafn þitt og heimilisfang,
síma, nafnnúmer og
gildistlma og númer
greiðslukorts.
•
Hámark kortaúttektar
í síma kr. 5.000,-
VISA
|_«Ú**0CAf30 J
£1
■ÉMM$É&f£
SMÁAUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLTI 11 VÍSA |
SÍMI 27022 ' . ' zW*
Andrews hitablásarar
fyrirgaseðaolíu
eru fáanlegir í fjölmörgum
stærðumoggerðum
Algengustu gerðirem nú fyHHiggjandi
Skeljungsbúðin
Síðumúla 33
símar 681722 og 38125
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Suðurgötu 57, á neðangreindum
tíma:
Einigrund 16, þingl. eig. Ásgeir Magn-
ússon, föstudaginn 3. febrúar nk. kl.
11.15. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild
Landsbanka íslands og Guðjón Ar-
mann Jónsson hdl.
Einigrund 36, þingl. eig. Magnús Ein-
arsson, fostudaginn 3. febrúar nk. kl.
11.30. Uppþoðsbeiðendur eru bæjar-
fógetinn á Isafirði og Veðdeild Lands-
banka íslands.
Bæjarfógetiim á Akranesi
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsai embættisins,
Suðurgötu 57, á neðangreindum
tíma:
Mánabraut 17, þingl. eig. Halldór Ingi
Ólafsson, fostudaginn 3. febrúar nk.
kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Jón
G. Briem hdl., Landsbanki íslands og
Ásgeir Thoroddsen hdl.
Ægisbraut 9, þingl. eig. Stuðlastál hf.,
fostudaginn 3. febrúar nk. kl. 11.45.
Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður.
Bæjarfógetiim á Akranesi
Nauðungamppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Ægisbraut 13 a, þingl. eig. Sjávar-
réttagerð hf., fer fram á eigninni sjálfri
föstudaginn 3. febrúar nk. kl. 13.15.
Uppboðsbeiðendur eru Brunabótafé-
lag Lslands, Fiskimálasjóður, Fisk-
veiðasjóður íslands, Skiptaráðandinn
á Akranesi, Jón Sveinsson hdl. og
Skarphéðinn Þórisson hrl.
Bæjarfógetinn á Akranesi
fæst á
járnbrautar-
stöðinni
í Kaup-
mannahöfn
Utlönd
Sévardnadse í Kína
Fimbulkuldi vestra
Edvard Sévardnadse, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, kom til Pek-
ing í Kína í gær til viðræðna við utan-
ríkisráðherra Kína, Qian Qichen, um
undirbúning heimsóknar Gor-
batsjovs til Kína. Þetta er i fyrsta
sinn í þrjátíu ár sem sovéskur utan-
ríkisráðherra kemur til Kína.
Sévardnadse tjáði fréttamönnum
við komuna til Peking í gær að leið-
togafundurinn, sá fyrsti frá því 1959,
yrði ákaflega þýðingarmikill. Kvaðst
hann vera meö bréf frá Gorbatsjov
til leiðtoga Kína. Stjómarerindrekar
búast við að Gorbatsjov muni hitta
Deng Xiaoping í apríl eða maí.
Sévardnadse lék á als oddi í gær
og ávarpaði Qian sem félaga eins og
til að undirstrika að sá fjandskapur
sem ríkt hefur milli ríkjanna sé nú
úr sögunni. Sagðist Sévardnadse
hafa hitt Qian fimm sinnum á tæpu
ári, jafnoft og hann hitti Shultz, fyrr-
verandi utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, á sama tíma. Nú gæfist hins
vegar ekki tækifæri til fleiri funda
með honum, bætti Sévardnadse við.
Austur-evrópskir heimildarmenn
segja að sovéskir embættismenn
muni leggja áherslu á formlega yfir-
lýsingu um að eðlileg samskipti milli
kommúnistaflokkanna tveggja hafi
verið tekin upp á ný. Kínverjar eru
hins vegar á móti slíkri yfirlýsingu
þar sem þeir óttast að hún kunni að
skaöa bætt samskipti við Vesturlönd
og nýleg tengsl við Austur-Evrópu-
ríki.
Reuter
Qian Qichen, utanrikisráðherra Kina, tekur á móti Edvard Sévardnadse,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í Peking i gær.
Símamynd Reuter
Raunar var talið líklegt að í Flórída
yrði tuttugu og sjö gráðu hiti á Cels-
íus næstu daga. Á sama tíma verður
fimbulkuldi norðar í Bandaríkjun-
um.
í Seattle, Washington, þar sem regn
er algengt en snjór ekki, olli kalda
loftið því aö það féll fimm sentímetra
djúpur snjór og hitinn féll langt niður
fyrir frostmark.
Fólksflutningabílar reyndu árang-
urslaust aö halda uppi ferðum um
borgina, sem er byggð á mörgum
hæðum. Skólar voru lokaðir og al-
þjóöaflugvöllurinn í borginni lokað-
ist um hríð. Rafmagnsleysi hrjáði
þúsundir.
„Bílar eru á ferð en umferðin geng-
ur mjög hægt og strætisvagnaáætl-
unin er farin til fjandans," sagði
Chantal Trandifir, þrjátíu og þriggja
ára, sem flutti til Seattle frá New
Jersey, þar sem oft er kalt, fyrir fimm
árum. „Það er tíu stiga frost og mik-
iö rok. Það er kalt.“
Allt frá kanadísku sléttunum til
hveitibeltisins í Bandaríkjunum
þurftu bændur og bæjarbúar að
klæða sig til að verjast heimskauta-
kulda. Hjá mörgum ar janúar sá hlýj-
asti frá upphafi þannig að viðbrigðin
voru mikil.
Ellefu manns biðu bana í Kanada.
Flestir létust við að moka snjó eða
ýta bílum sem sátu fastir.
Tuttugu og eins árs gamall maður
fraus til bana eftir að paUbíll hans
drap á sér í kuldanum.
Reuter
Heimskautakuldi, sem hafði haldið
Alaska í greipum sér í tvær vikur,
kom niður yfir Texas í gær eftir að
hafa farið með offorsi yfir Washing-
tonríki með jökulkaldri snjókomu
sem varð ellefu manns að bana í vest-
urhluta Kanada.
Þessi kona berst á móti stormi og hrið í tíu stiga frosti í Seattle i Was
hingtonríki í gær á svipuðum tíma og Jóhann Hjartarson var að búa sig
fyrir þriðju skákina gegn Karpov. Símamynd Reuter
Þríhymingslaga kuldamassi náði
frá Washingtonríki til norðurhluta
Texas og austur til Detroit í Mic-
higcin. Veðurfræðingar sögðust bú-
ast við því að massinn myndi stoppa
á þessu svæði og hlífa Flórída og
nokkrum öðrum suölægum ríkjum.
Þingi flýtt í Júgóslavíu
Leiðtogar Kommúnistaflokksins
í Júgóslaviu hafa ákveðið að halda
þing fyrr en ella eftir að flokknum
mistókst að jafna ágreining og
klofning í röðum flokksmanna sem
orsakast hefur af mikilli valdabar-
áttu.
Miðnefnd flokksins ákvað á fundi
í gær, sem einkenndist af harkaleg-
um deilum Stipe Suvar flokksleiö-
toga og leiötoga serbneskra komm-
únista, Slobodans Milosevics, að
þingið skyldi haldiö á þessu ári, að
minnsta kosti sex mánuðum fyrr
en áætlaö hafði verið.
Nefndin skýröi ekki frá þvi hvort
þingið fengi vald sem neyðarþing
en þaö gæti orðið lóð á vogarskál
Milosevics. Nákvæm dagsetning
vefður gefin upp innan þriggja
mánaða.
Fulltrúar á neyöarþing er hægt
aö velja á grundvelli flokksþátt-
töku í hveiju byggðarlagi. Þetta
myndi vera gott fyrir Serba vegna
þess að hvergi annars staðar í
landinu er jafnstór hluti íbúanna
meölimir í flokknum og þar.
Ekki hafði verið ráðgert að halda
þing fyrr en í júní 1990.
Á allsheijarfundi Kommúnista-
flokksins, sem lauk í gær eftir
þriggja daga stöðugar deilur, hót-
aði herinn að taka völdin til að
komast hjá upplausn í landinu.
Stane Brovet aöstoðarvarnarmála-
ráðherra sagöi: „Við erum tilburiir
að afstýra því að Júgóslavía klofni
en ekki til að vernda hagsmuni ein-
staklinga eða hópa.“
Á fundinum kröfðust Serbar þess
ítrekað að Suvar flokksleiðtogi,
sem er frá Króatíu, yröi látinn
víkja. Króatar sögðu á móti að
stefria Milosevics væri nýstalín-
ismi.
Reuter