Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1989, Side 27
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988. 27 Afmæli Kolbrún Haraldsdóttir og Rannveig Haraldsdóttir Kolbrún Haraldsdóttir, Kjarr- hólma 6, Kópavogi, er fertug í dag. Kolbrún er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla vesturbæjar og vann sem unglingur í fiskvinnu, hjá Slátiirfélagi Suðurlands og Plast- prenti. Kolbrún ók á sumrin strætis- vögnum SVR1976-1984. Kolbrún giftist 23. apríl 1987 Magnúsi ívari Þorvaldssyni, f. 3. september 1952, prentara. Foreldrar hans eru Þor- valdur Magnússon, leigubílstjóri á Hreyfli, og kona hans, Jóhanna S. ívarsdóttir. Dætur Kolbrúnar og Magnúsar eru María, f. 22. október 1986, og óskírðir þríburar, fæddir 18. október 1988. Synir Kolbrúnar eru Guðmundur Sveinsson, f. 5. júh 1968, iðnaðarmaður í Rvík, og Hall- dór Sveinsson, f. 15. desember 1969, starfsmaður á bílaverkstæöi, trúlof- aður Sólborgu Gunnarsdóttur og eiga þau einn son, Birki Grétar, f. 8. september 1987. Systkini Kolbrúnar eru Skarphéð- inn, f. 2. ágúst 1941, vinnur hjá Slát- urfélaginu, kvæntur Helgu Guð- jónsdóttur, Guðmundur, f. 31. nóv- ember 1945, sjómaður í Rvík, kvænt- ur Eyrúnu Óskarsdóttur, og Rann- veig, tvíburasystir Kolbrúnar. Systkini Kolbrúnar, samfeðra, eru Hafsteinn, f. 10. mars 1929, látinn, verslunarmaður í Rvík, var kvænt- ur Sigrúnu Björnsdóttur; Unnur, f. 10. mars 1929, látin; Lilja, f. 12. nóv- ember 1930, gift Jóni Erlendssyni, byggingarmanni í Rvík; Alfreð, f. 14. júlí 1931, verkamaður í Rvík, og ís- ak, f. 16. júní 1933, verkamaður í Rvík, kvæntur Þorbjörgu Þorbjarn- ardóttur. Rannveig Haraldsdóttir Rannveig Haraldsdóttir, starfs- maður Osta- og smjörsölunnar, Möðrufelli 7, Reykjavík, er fertug í dag. Rannveig er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla vesturbæjar og vann á Landspítal- anum og í Nesti hf. Rannveig giftist í október 1975 Sigurði Kristjáni Kristbjörnssyni, f. 12. janúar 1942, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg. Foreldrar hans eru Kristbjöm Kristjánsson, jámsmiður í Rvík, er látinn, og kona hans, Sigurlaug Sig- fúsdóttir. Dætur Rannveigar og Sig- urðar eru Sigurlaug, f. 31. október 1976, og Sandra Dís, f. 4. október 1987. Börn Rannveigar eru Arnfríð- ur Hjaltadóttir, f. 14. apríl 1966, bankafulltrúi, sambýlismaður hennar er Sigurður Magnús Sólons- son sölumaður, og Kristmundur Jón Hjaltason, f. 2. ágúst 1969. Foreldrar Rannveigar og Kol- brúnar eru Haraldur Elíasson, múrarameistari í Rvík, og kona hans, Amfríður Gestsdóttir. Har- aldur er sonur Ehasar, b. og sjó- manns í Hrauki í Þykkvabæ, Guð- mundssonar. Móðir Haraldar var Elín Þorleifsdóttir, b. í Árbæjar- hjáleigu, Guðmundssonar, b. á Þór- oddsstöðum í Ölfusi, Erlendssonar. Arnfríður er dóttir Gests, b. á Mel í Þykkvabæ, Helgasonar, b. á Mel, Gestssonar, b. í Vatnskoti, Helga- sonar. Móðir Gests var Arnfríður Felixdóttir, b. á Mel, Felixsonar. Móðir Arnfríðar var Kristín Þórðar- dóttir, b. í Jaðri í Þykkvabæ, Jóns- sonar og konu hans, Kristínar TyrfL ingsdóttur, b. í Jaðri, Einarssonar, b. í Köldukinn, Sveinssonar, b. á Hóh í Hvammssveit, Einarssonar. Kolbrún Haraldsdóttir. Guðmundur Ágústsson Guðmundur Ágústsson, aðstoðar- bankastjóri Alþýðubankans, til heimilis að Hálsaseli 8, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Guðmundur fæddist í Bolungar- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1959, prófi í þjóðhagfræði, Diplom Wirtschaftler, frá Hochsc- hule fur Ökonomie í Berhn 1963 og var í framhaldsnámi í áætlanagerð við sama skóla 1963-64. Guðmundur var starfsmaður Alýðusambands íslands 1965-71, við MH1971-72, starfaði hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins 1972-73, á vegum Iðnþróunarnefndar 1973—75 og hjá Iðnrekstrarsjóði 1973-79 og hjá Samninganefnd bankanna frá 1979. Hann varð síðan aðstoðar- bankastjóri hjá Alþýðubankanum 1985. Guðmundur var stærðfræðikenn- ari við Kennaraskólann 1967-70, við framhaldsdeild Samvinnuskólans 1975-78 og við MH frá 1970-85. Guðmundur sat í Vinnumála- nefnd ríkisins um skeið, var í stjórn Iðnaðarbankans 1972-75, í stjórn KRON1973-76 og 1980-83. Þá var hann í stjórn Norðurstjömunnar 1973-75 og Ghts 1976-80. Guðmund- ur var endurskoðandi Sparisjóðs vélstjóra 1975-79. Hann hefur gegnt ýmsum störfum á vegum Alþýðu- bandalagsins, m.a. verið formaður félagsins í Reykjavík 1967-69 og 1977-78. Guðmundurkvæntist28.5.1963 Moniku Maríu Karlsdóttur, f. 24.9. 1941, dóttur Emils Karls frá Zeu- lenroda í Thuringerwald í Þýska- landi og konu hans, Charlotte Karl. Monika María er hagfræðingur að mennt en hún starfar við Grensás- deild Borgarspítalans í Reykjavík. Börn'Guðmundar og Moniku Mar- íu era: Kristján, f. 1.8.1964, en hann stundar Verkfræðinám i Vestur- Berlín, kvæntur Maríu Sigurðar- dóttur sem leggur stund á nám í listasögu; Stefán Ásgeir, f. 28.2.1969 menntaskólanemi og Katrín, f. 26.5. 1973. Systkini Guðmundar eru: Rann- veig, f. 22.4.1925, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands íslands, gift Lofti Loftssyni, verkfræðingi hjá SÍF; Helga Kristín, f. 10.5.1926, að- stoðarframkvæmdastjóri hjá STEF í Reykjavík, gift Ágústi Stefánssyni, loftskeytamanni og starfsmanni hjá STEF; Guðrún, f. 27.7.1929, húsmóð- ir, gift Paul Heide, úrsmið í Reykja- vík; Elías Valdimar, f. 17.11.1932, bifreiðastjóri í Reykjavik, kvæntur Regínu Stefnisdóttur hjúkranar- konu; Steinunn Olga, f. 29.7.1935, húsfreyja að Kaupvangi í Eyjafirði, gift Kristjáni Hannessyni b. þar; Ásgerður, f. 12.8.1941, starfsmaður hjá Flugleiðum, gift Vilhelm G. Kristinssyni fréttamanni, og Auður, Guömundur Ágústsson. f. 18.6.1944, húsmóðir, gift Ásmundi Jónssyni tæknifræðingi, en þau eru búsett í Stafanger í Noregi. Foreldrar Guðmundar: Sigurður Ágúst Elíasson frá Æðey, yfirfisk- matsmaður á Vestfjörðum og síðar á Norðurlandi, f. 28.8.1895, d. 13.9. 1969, og kona hans Valgerður Kristj- ánsdóttir, húsmóðir frá Súðavík, f. 21.11.1900, d. 29.5.1963. Föðurforeldrar Guðmundar vora Ehas Sigurðsson, sjómaður í Bol- ungarvík, ogRannveig Guðríður Guðmundsdóttir, húsfreyja í Æðey í ísafjarðardjúpi. Móðurforeldrar Guðmundar vora Kristján Þorkelsson, sjómaður í Súðavík, og kona hans Helga Sig- urðardóttir, húsmóðir þar. Til hamingju með afmælið 2. febrúar 85 ára 70 ára Guðbjartur Guðjónsson, Vahargötu 1, Flateyrarhreppi. Tóma6 Guðlaugsson, Miðhúsum, Hofshreppi. 80 ára Helga Helgadóttir, Bogahhö 14, Reykjavik. 75 ára_______________________ Halldór ólafsson, Klifagötu 6A, Presthólahreppi. Þóra Aðalheiður Sigtryggsdóttir, Vesturgötu 59, Reykjavík. 60 ára Haraldur Guðmundsson, Háabarði 4, Hafnarfiröi. Halla V. Pálsdóttir, Sogavegi 133, Reykjavík. Þorleifur Þorleifsson, Lyngbergi 12, Þorlákshöfn. 50 ára_________________________ Ágústa Bjarnadóttir, Bakkaseh 10, Reykjavík. Helga Guðmunda Jónsdóttir, Álftamýri 14, Reykjavík. 40 ára Sigursteinn Sigursteinsson, Skjólbrekku, Borgarhreppi. Margrét Sigurjónsdóttir, Galtalæk, Landmannahreppi. Baldur Gislason, Suðurgötu 60, Hafnarfiröi. Jón Þór Aðalsteinsson, Ormsstöðum n, Norðfjarðar- hreppi. Hjördis Sigmundsdóttir, Hagaseh 14, Reykjavfk. Sigdís Sigmundsdóttir, Engjaseh 1, Reykjavík. Leiðrétting Jóhanna Ingibjörg Þorsteinsdóttir I afmælisgrein í blaðinu í gær um Jóhönnu Ingibjörgu Þorsteinsdótt- ur var þess réttilega getið að hún tekur á móti gestum hjá syni sínum og tengdadóttur aö Fjarðarseh 17, Reykjavík, milh klukkan 16.00 og 19.00. Hins vegar láðist að bæta því við að gestamóttakan verður nk. laug- ardag, 4. febrúar. Því er hér með komiðáframfæri. Magnús Hvanndal Hannesson Magnús Hvanndal Hannesson, Hringbraut 119, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Magnús er fæddur í Rvík og ólst upp í Sandgerði. Hann fór snemma að vinna almenn störf í Sandgerði við fiskvinnslu og fór aö keyra vörabíl í Sandgerði og Keflavík átján ára. Magnús keyrði eigin bíl í Sandgerði og Keflavík í sjö ár og var síðan leigubílstjóri í Keflavík í sex ár. Hann vann síðan við ýmis störf, byggingastörf og veit- ingarekstur. Magnús var síðan kokkur á ísborginni í tvö ár og er nú matsveinn á loðnubáti. Magnús kvæntist Erlu Eyjólfsdóttur, f. 25. apríl 1930, starfsmanni í íþróttahús- inu í Sandgerði. Þau skildu. Börn Magnúsar og Erlu era Sigrún Hvanndal, f. 24. desember 1949, fé- lagsráðgjafi í Rvík, og á hún eina dóttur, Ester Hvanndal, f. 30. mars 1951, kennari í Svíþjóð, Finnbjöm Hvanndal, f. 15. febrúar 1956, stýri- maöur á Keflvíkingi, og á tvö börn, Sigurbjörg Hvanndal, f. 15. mars 1960, söngnemi í Boston, Magnús Hvanndal, f. 23. ágúst 1967, sjómað- ur í Rvík, og Anna Lilja Hvanndal, f. 2. apríl 1970, húsmóðir í Mosfells- bæ, og á hún eina dóttur. Systkini Magnúsar era Ema, starfsmaður Pósts og síma í Rvík, og Amór, múrarameistari í Garðabæ. Systk- ini Magnúsar samfeðra eru Sigríð- ur, starfsmaöur Eimskips, Jóhann, sjómaður í Sandgerði, fórst með trihu fyrir tveimur til þremur árum, og Matthías, sjómaður í Sandgerði. Foreldrar Magnúsar voru Hannes Arnórsson, símstjóri í Sandgerði, og kona hans, Finnbjörg Sigurðardótt- ir. Hannes var sonur Arnórs, bróður Ehnar, móður Hannibals Valdi- marssonar. Amór var sonur Hannibals, b. á Neðri-Bakka í Langadal, Jóhannesson, b. á Kleif- um í Skötufirði, Guðmundssonar sterka á Kleifum, Sigurðssonar, for- foður Ólafs Þ. Þórðarsonar og Sverris Hermannssonar. Móðir Hannibals var Þóra Rósinkarsdótt- Magnus Hvanndal Hannesson. ir, b. á Svarthamri, bróður Sigurð- ar, afa Jóns Baldvinssonar, for- manns Alþýðuflokksins, og langafa Ingigerðar, móður Þorsteins Páls- sonar forsætisráðherra. Rósinkar var sonur Hafliða, b. í Kálfavík, bróður Jóhannesar á Kleifum. Móð- ir Ehnar var Sigríður Arnórsdóttir, prófasts í Vatnsfirði, Jónssonar. Arnór var bróðir Auðuns, langafa Jóns, fóður Auðar Auðuns, fyrrv. ráðherra. Móðir Sigríðar var Guð- rún Magnúsdóttir „evmdarskrokk- ur“, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Súða- vík, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jó- haimesar Nordal. Magnús var son- ur Ólafs, lögsagnara á Eyri í Seyðis- firði, Jónssonar, ættfóður Eyrarætt- arinnar, forfoður Matthíasar Á. Mathiesen, Geirs Hahgrímssonar og Vals Amþórssonar. Finnbjörg var dóttir Sigurðar, skipstjóra á Akurhúsum í Garði, Magnússonar, b. í Ráðagerði í Gerðahreppi, Magnússonar. Móðir Finnbjargar var Guðbjörg Illuga- dóttir, b. í Stóra-Lambhaga, Bárðar- sonar, b. á Iðunnarstöðum í Lundar- reykjadal, Þorleifssonar. Magnús verður úti á sjó á afmæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.