Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
9
Útlönd
Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wyoming, svarar
spurnlngum fréttamanna i Hvrta husinu eftir að Bush forseti hafði tfl-
nefnt hann sem vamarmálaráðherraefni sitt
Símamynd Reuter
Bush Bandaríkjaforseti lét ekki líða nema einn sólarhring frá því að
öldungadeildin hafnaði John Tower þar til hann tiinefiidi nýjan mann í
embætti vamarmálaráðherra. Hann valdi Dick Cheney, fulltrúadeildar-
þingmann fiá Wyoming.
Bush sagðist ekki ætla að erfa það við þingið hvemig meöferð John
Tower fékk, nú væri mál að stefna fram á við.
Margir stjórnmálaskýrendur telja að Towermálið hafi í raun styrkt
Bush gagnvart þinginu. Aðfarimar gegn Tower hafi verið svo hrikalegar
að margir demókratar séu ekki hreyknir af þeim sigri sem þar vannst.
Því muni Bush eiga auðvelt með að keyra mál í gegnum þingið á næstunni.
Botha verður áfram
P.W. Botha, forseti Suöur-Afriku, hefur sagst ætla að silja áfram í emb-
ætti forseta í aö minnsta kosti eitt ár í viðbót. Botha skammaði um helg-
ina flokk sinn fyrir að hvefja til afsagnar hans.
Sagöist hann vera hissa á landsþingi Þjóðarflokksins, að menn þar
skyldu ekki hafa þann þroska og kærleika aðvilja ieita lausna á vandamál-
um landsins undir sinni forystu.
Yettsin ver heiður sinn
Geimskutlan á loft í dag
Verkfræðingar geröu í morgun allt klárt fyrir geimskot geimskutlunnar
Discovery sem á að fara á loft í dag. Um borð verður ftmm manna áhöfii
og rottur og kjúklingaegg.
Geimskotið hefur tafist í þrjár vikur vegna tæknilegra örðugleika Þetta
er fyrsta geimskutluferðin af sjö sem áætlaðar eru á þessu ári.
Reuter
Papandreou í árásarhug
Papandreou, forsætisráöherra Grikklands, hefUr nú gert nýja atlögu
aö Bandaríkjastjóm og segir að svindlaranum Koskotas sé haldið sem gísl
í Bandaríkjunum. Vill hann fá Koskotas framseldan til Grikklands. Hann
flúði frá Grikklandi í nóvember eftir aö hafa verið sakaður um að hafa
dregið sér 200 milljónir dollara úr banka sínum á Krít. Koskotas hefur
sakað stjóm Papandreou um að hafa samþykkt áætlun um peningasvindl.
Sfjómarandstöðuflokkurinn Nýi demókrataflokkurinn hefur farið fram
á atkvæöagreiðslu um vantraustsyfirlýsingu á stjómina snemma í þess-
ari viku.
Reuter
Boris YeKsfn, fyrrum leiðtogi Kommúnistaflokksins f Moskvu, talar á
kosningafundi fyrir kosningarnar i Moskvu sem fara fram i þessum
mánuðí.
Simamynd Reuter
Boris Yeitsin, sem rekinn var úr embætti flokksleiðtoga í Moskvu,
varði í gær heiður sinn í sjónvarpsútsendingu sem á sér ekki fordæmi
innan Sovétrikjanna. Yeltsin sakaði háttsetta menn innan fiokksins um
að vinna gegn þingframboði sínu.
Sjónvarpsþátturinn, sem hann kom fram í, var níutíu mínútna umræðu-
þáttur þar sem Yeltsin mætti mótframbjóðanda sínum.
Þátturiim þótti dauflegur og virtust frambjóðendumir vera þreyttir dg
ekki skarst almennilega í odda með þeim.
Hans Schmidt og Ursula Gerhold, meðlimir i nýnasistaflokknum sem vann sigur i sveitarstjórnarkosningunum í
Hessen í gaer. Símamynd Reuter
Nýnasistar
vinna sigur
Öfgasinnaðir hægriflokkar, sem
opinberlega hafa lýst yfir andúð á
útlendingum, unnu um helgina sigur
í sveitarstjómarkosningum í Hessen
í Vestur-Þýskalandi. Fylgið tóku þeir
fyrst og fremst frá flokki Helmuts
Kohl, kristilegum demókrötum.
Þjóðemislýðræðisflokkurinn, sem
er nýnasistaflokkur, náði undra-
verðum árangri í Frankfurt þar sem
hann hlaut 6,6 prósent atkvæða í
kosningunum í gær.
Flokkur Kohls missti 7 prósentu-
stig af fylgi sínu og náði einungis 33
prósentum að meðaltali í fylkinu.
Fyrir aðeins sex vikum töpuðu
kristilegir demókratar völdum í
Vestur-Berlín, þegar nýnasistaflokk-
ur þar náði miklu af fylgi hægri
manna.
Kristflegir misstu meirihluta í
Frankfurt sem er fjármálamiðstöð
Vestur-Þýskalands. Þar höfðu þeir
haft meirihluta í tólf ár. Nú fengu
þeir 35 prósent en fyrir fiórum árum
hlutu þeir 50 prósent atkvæða.
Jafnaðarmenn unnu örlítið á og
hlutu um 45 prósent atkvæða að jafn-
aði um allt fylkið. Þeir gagnrýndu
kristilega demókrata fyrir að hafa
tekið upp málflutning öfgamanna
gegn útlendingum til að reyna að
halda í atkvæði sín.
Kristilegir eru andvigir því að leyfa
útlendingum aö kjósa í kosningum
en jafnaðarmenn í mörgum öðrum
fylkjum eru sömu skoðunar.
Þetta kom ekki í veg fyrir að nýnas-
istar næðu sínum besta kosninga-
árangri í tuttugu ár. Síðast áttu þeir
fulltrúa í borgarstjóm í Frankfurt
árið 1969.
Talið er nær fullvíst að jafnaðar-
menn og græningjar, sem hlutu 9
prósent, muni mynda meirihluta í
flestum borgum sem þeir geta. Þessir
tveir flokkar mynduðu í síðustu viku
meirihluta í Vestur-Berlín.
Öfgamenn í Frakklandi náðu ekki
eins góðum árangri í sveitarstjómar-
kosningunum þar um helgina. Töp-
uöu þeir miklu fylgi.
Reuter/Ritzau
FLUGLEIDIR^W
Aðalfundur Flugleiða hf.
Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldfnn þriðjudaginn 21. mars 1989 í Kristalsal
Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30.
DAGSKRA:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 4. gr. sam-
þykkta því til samræmis.
3. Breytingar á samþykktum félagsins:
a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins, um heim-
ild til stjórnar til að hækka hlutafé með áskrift nýrra hluta.
b) Tillaga um breytingu á 10. gr„ um að frestur til boðunar aðal-
fundar verði minnst 2 vikur.
c) Tillaga um breytingu á 6. mgr. 9. gr., urh að fellt verði út á-
kvæði um takmörkun á meðferð atkvæða í félaginu.
d) Tillaga um breytingu á 4. gr. 3. mgr.,
3. málsgrein orðist svo: „Til frekari hækkunar hlutafjár þarf sam-
þykki hluthafafundar. Ákvæði 2. mgr. 17. gr. samþykkta gilda
um tillögur um hækkun hlutafjár."
e) Tillaga um að aðalfundur sé lögmætur, ef hann sækja hluthafar
eða umboðsmenn þeirra, sem hafa yfir að ráða meira en helm-
ingi hlutafjárins (11. gr.).
Tillögur um að samþykktum Flugleiða um aukinn meirihluta
við atkvæðagreiðslur, um breytingar á samþykktum, verði breytt
til samræmis við ákvæði hlutafélagalaga, sbr. 76. gr.
hlutafélagalaga (4. gr. og 17. gr. samþykkta).
f) Tillaga um að 2. mgr. g. liðar 5 gr. falli niður.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins
hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu
félagsins, hlutabréfadeild á 2. hæð. frá og með 14. mars nk. frá kl. 9.00
til 17.00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundarganga sinna fyrir kl. 12
á fundardegi.
Stjorn Flugleiða hf.