Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 13. MARS 1989.
Fréttir
MikiU áhugi á fullorðinsfræðslu:
Enska, bókfærsla
og tölvufræði
vinsælastar
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki;
Á fjórða hundrað manns sækir nú
námskeið í fullorðinsfræðslu, sem
haldin eru á 12 stöðum í Norður-
landskjördæmi vestra. Þátttakan á
stöðunum er víðast góð. Þar má til
nefna að í Fljótunum eru tveir hópar
í ensku og einn í bókfærslu og aka
þangað þrír kennarar vikulega frá
Sauðárkróki. Annars sjá kennarar á
viðkomandi stöðum að mestu leyti
um kennsluna.
Tilhögun fullorðinsfræðslunnar er
með tvennum hætti, reglubundið
öldungadeiidamám, sem fylgir
námsskrá framhaldsskóla, og hins
vegar almenn námskeið þar sem
námið er sveigjanlegt eftir námsefni
og aðstæðum á hverjum stað. Vin-
sælustu námsgreinarnar eru enska
bókfærsla og tölvufræði. Tölvu-
kennslan fer einungis fram í tölvu-
veri Fjölbrautaskólans á Sauðár-
króki og þangaö sækja námskeið all-
margir hópar, meðal annars vestan
úr Húnavatnssýslum.
Kennslustaðimir 12 eru Sauðár-
krókur, Siglufjörður, Sólgarðar,
Hofsós, Héðinsminni, Steinsstaðir,
Varmahhð, Blönduós, Skagaströnd,
Hvammstangi, Húnavelhr og Lauga-
bakki. Þorkell Þorsteinsson, kennari
við Fjölbrautarskólann á Sauðár-
króki, hefur umsjón með fullorðins-
fræðslunni. 1
Klrkjubæjarklaustur:
Allir nemendurnir
skemmta á árshátíð
Valgeix Ingi Ólafcson, DV. Klauatri:
Félagslíf Kirkjubæjarskóla á
Síöu hefur verið blónúegt í vetur
því starfandi hafa verið nokkrir
tómstundaklúbbar. Nú þessa dag-
ana era nemendur og kennarar í
óða önn aö skipuleggja og undirbúa
árshátfö skólans, sem haldin verö-
ur 17. mars. Á þeirri skemmtun
koma nærallir nemendur skólans,
103 aö tölu, fram sem þátttakendur
i einhveiju atriði.
Hinn árlegi grímudansleikur
neraenda skólans var mánudaginn
13. febrúar og tókst vel. Einkum
bar mikið á hve nemendur voru
skrautlega málaöir og á það eflaust
sína skýringu. í vetur hefur veriö
starfræktur leiklistarklúbbur á
vegum skólafélagsins þar sem
nemendur hafa notiö leiðsagnar í
grunnatriöum fórðunar.
Við Kirkjubæjarskóla er einnig
starfsrækt fiskeldisbraut á fram-
haldsskólastigi. í henni era 25 nem-
endur og munu 7 þeirra útskrifast
á vori komanda sem fískeldisfræð-
ingar. í janúar var haidiö á vegum
deildarinnar námskeið í bleikju-
eldi. Það var fjölsótt af bændum og
öðrum áhugamönnum víös vegar
af landinu og þótti takast vel. Ann-
að slíkt námskeið verður 21.-23.
apríl nk.
Lífsglaðir Strandamenn
Regína Thorarensen, DV, Seliossi;
Félag Ámeshreppsbúa hélt 49.
árshátíö sína 4. mars sl. í Ártúni við
Vagnhöfða í Reykjavík. Fólk
skemmti sér vel enda eru Ámes-
hreppsbúar orðlagðir gleðimenn.
Ekki þunglyndið eða áhyggjumar
sem þjaka þá þó Ámeshreppur sé
afskekktur. Ég vildi óska að öll þjóö-
in væri eins lifsglöö og hress og
Strandamenn.
Fólk kom á samkomuna úr öllum
kjördæmum landsins, 350 manns.
Eldra fólkinu er alltaf boðið á árs-
hátíðina í góða matarveislu. Öll þjón-
usta var til fyrirmyndar en hefði
mátt vera betri á barnum. Ámes-
hreppsbúar eru komnir til að dansa
og skemmta sér en ekki til að bíöa
langan tíma eftir svaladrykkjum.
Dansinn hófst kl. 10 og stóö til kl. 3
um nóttina. Formaöur félagsins er
Pálmi Guðmundsson frá Bæ í Tré-
kyllisvík. Óskandi væri að allir fjár-
málaráðherrar landsins stjórnuðu
ríkiskassanum jafnvel og Pálmi hef-
ur stjómað Árneshreppsfélaginu.
Þar ná endar vel saman þó svo félag-
ið hafi stutt vel við bakið á ungum
hjónum og aöstoðað þau vegna
nýmasjúkdóms tveggja bama
þeirra. Hjónin eftirlétu sitt hvort
nýrað til bamanna og var aðgerðin
framkvæmd erlendis. Félagið hefur
oft gefið til líknarmála.
DV-mynd Sigurgeir
Akranes:
Félagsheimili hesta-
manna tekið í notkun
Sgurgeir Sveiussan, DV, Akranesi:
Það voru tímamót hjá Hesta-
mannafélaginu Dreyra fyrir stuttu.
Þá var tekið í notkun nýtt félags-
heimili. Jafnframt var aðalfundur
félagsins haldinn.
Það var 1983 sem framkvæmdir
hófust félagsheimili. Þá var grunnur
kláraður en framkvæmdir lágu síðan
niðri þar til í fyrra að hafist var
handa á ný. Verkinu hefur miðað vel
síðan og er nú langt komið. Að sögn
Kristjáns Heiðars Baldurssonar for-
manns er stefnt að þvi að félags-
heimilið verði fullgert í vor.
Þaö er athyglisvert að félagið hefur
ekki tekið nein lán til verksins og er
það reist að mestu leyti í sjálfboða-
vinnu félagsmanna svo og fjárfram-
lögum. Húsið er 2502 aö stærð. Arki-
tekt Magnús H. Ólafsson.
í stjóm Dreyra eru Kristján H. Bald-
ursson formaður, Samúel Ólafsson
varafirmaður, Bjöm Jónsson gjald-
keri, Ari Jóhannesson ritari og Jón
Guðjónsson meöstjómandi.
Tolli sýndi á Höfn
Júlía Imsland, DV, Höfm
Tolh, öðru nafni Þorlákur Krist-
insson, hélt myndlistarsýningu á
Hótel Höfn um síðustu helgi. Á sýn-
ingunnl voru 22 myndir sem allar
voru tU sölu. Þetta er í fyrsta sinn
sem Tolli heldur sýningu á myndum
sínum á Höfn en hann hefur haldið
sýningar víða um land. Það er
ánægjuleg tilbreyting að fá lista-
menn með verk sín í heimsókn út á
landsbyggðina og mætti gjarnan vera
meifa af slíku.
Þorlákur Kristinsson við nokkur verka sinna á sýningunni. DV-mynd Ragnar
OTTTXro
CASIO
SEIKO rakvélar og hnökrabanar.
Rakvél sem nota má i sturtu með eða án sápu.
verð kr. 2.200. Rakvélasett fvrir bæði kyn.
Skáktölvurnar sem Kasparov mælir með.
Verð frá kr. 5.990.
Casio hljémborð og skemmtarar i miklu úrvali.
Verð fré kr. 3.600.
Ljósasjé, mixerar og gltareffektar é
besta verði i bænum.
Verð fré kr. 3.
Mesta reiknivélaúrval
landsins. Verð fré kr.
440.
Rafgitarar og bassar.
Verð fré kr. 11.750.
Beykskyojari..,..........kr. 1.280.
Sjónvarpsmagnarar...frá kr. 1.350.
5ampera12vspennir........kr.2.360.
:|; 12 volta flúrljós....frákr. 1,080.
Hljóénamar..............Irikr.225.
I§ Bamapassarar..........frókr. 1.535.
' Heymartól................frékr.320.
||i Vasaútvarp.....................kr. 1.170.
Stýripinnar.............Irákr.695.
, I Mælar.......................frókr. 1.160.
jfcv; Hlaóslutaaki...............kr. 760.
Tengur frákr.220.
allar sniirur og tangi i allra basta
i verði. í
'mögulegt
Laugavegi 26, sími 21615
Árs ábyrgð á öllum vörum - Sendum í póstkröfu