Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1989, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 13. MARS 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður Og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Varðveizla kaupmáttar Félög launþega íhuga verkfallsboöun. Jafnvel eru dæmi þess, aö einhver hafi boðað verkfall. Hitt er lík- legra, að almennir kjarasamningar dragist fram eftir árinu. En margt er að athuga. Launþegar telja sig eðli- lega eiga um sárt að binda. Kaupmáttur hefur lækkað mikið. Á sama tíma hafa verðhækkanir gengið fram, einkum á vegum hins opinbera. Nú síðustu daga gengur enn ein verðhækkanaskriðan yfir. Þegar verðstöðvun er nú lokið, hækkar verð mikið. Þetta böl fylgir öllum verðstöðvunum, sem hið opinbera fyrirskipar. Undir- aldan magnast. Síðan dynja verðhækkanir yfir. Líklegt er, að umþóttunartímabil ríkisstjómarinnar stoði lítið. Sízt af öllu, þegar opinberir aðilar eru fyrstir með verð- hækkanir. En spurningin er: Hvernig geta launþegar brugðizt við? Geta þeir náð miklu til baka af því, sem tapazt hefur síðustu mánuði? Ríkisstjórnin virðist hafa aðra stefnu. Hún vill keyra niður kaupmáttinn frá því, sem hann var til dæmis seinni hluta síðasta árs. En engum blöðum er um að fletta, að ríkisstjórnin verður að vera með í nokkurri hækkun launa. Kjaraskerðingin hefur einfaldlega gengið of langt. Spurningin er aðeins sú, hversu langt skuh gengið. Við verðum að sam- þykkja, að það er böl ríkistjórnarinnar að hleypa verð- hækkunum svo mjög úr böndum. En samtímis verðum við að huga að stöðu þjóðarbúsins og athuga, hve mikl- ar launahækkanir þjóðarbúið getur þolað. Verðbólgan hefur að undanfórnu gengið á um 35 pró- sent hraða. Laun hafa varla hreyfzt. Ríkisstjórninni kann að þykja það bölvað. En hún ber sökina og verður að samþykkja launahækkanir, þótt þær dragi dilk á eft- ir sér. ^ Nú hefur verið nokkuð um gengisfelhngar. Staða út- flutningsatvinnuvega hefur heldur skánað við gengis- breytingar síðustu mánaða. Gengi hefur fahið um meira en tíu prósent síðan í janúar. Kostnaðarhækkanir út- flutningsatvinnuveganna hafa verið miklu minni. En fiskverð hefur hækkað. Fiskvinnslan greiðir meira. Þeg- ar htið er á stöðu fiskvinnslunnar, kemur í ljós, að þar býr hallarekstur að baki, sem að nokkru dylst vegna greiðslna úr verðjöfnunarsjóðum. Ef við lítum á stöðu þessara grundvahargreina, sjáum við ekki mikla mögu- leika til launahækkana. En á móti þeirri staöhæfingu verðum við að hta á, að grisja verður í fiskvinnslunni, láta hin verst reknu hús faha. Við getum htið á ffekari heildarstöður í efnahagsmálum. Framleiðsla í landinu dróst saman um hálft annað prósent í fyrra, og búizt er við, að hún minnki um hálft annað prósent í ár. Menn eru ekki á einu máh um þessar tölur. En líklega geta flestir samsinnt, að framleiðsla í landinu muni dragast saman um 3 prósent ahs þessi tvö ár. Annað eins hefur ekki gerzt síðan hahærisárin 1967 og 1968. Við horfum enn í ár ffam á um 10 mihjarða haha í viðskiptum við útlönd. Við sjáum af þessu, að eðhlegt er, að kaupmáttur verði minni en í fyrra. Kauphækkanir umfram það, sem mögulegt er, mundu aðeins þýða aukinn haha á við- skiptum við útlönd, tíðar gengislækkanir og aukna verð- bólgu. Kaupmáttur dróst saman í fyrra um 2-3 prósent, þegar borin eru saman meðaltöl áranna 1987 og 1988. Kaupmáttur er nú sennhega yfir 6 prósent undir því meðaltah, sem var í fyrra. Þetta er þung skerðing fyrir launþega. En við hfðum umfram getu. Haukur Helgason „Allir vita að lausaganga búfjár hefur stórskaðað gróður hér á landi og breytt gróðurreitum í örfoka mela,“ segir greinarhöf. m.a. Til dýrðar sauðkindinni Á Indlandi er stjómmálaflokkur sem hefur kú sem flokksmerki. Þetta er Kongressflokkurinn en hann er jafnframt stærsti og áhrifamesti flokkur landsins. Kýr- in er heilagt dýr á Indlandi. Helgi hennar veldur því aö eymdin í þessu stóra og fjölmenna landi er enn meiri en hún þyrfti aö vera. Hægt væri aö leysa mörg vandamál í þessu stóra landi ef þessi skepna væri meöhöndluö sem venjulegt nytjadýr. Hér á landi eru stjómmálaflokk- ar sem rífast um aö gera sauökind- ina að sínu aðalsmerki. Nú hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að eigna sér dýr þetta í ríkara mæh en áður. Landnýting og rofabörð í nóvember sl. varö Jóni Sigurðs- syni ráðherra og þingmanni Reykjavíkur það á að benda á þá eyðileggingu, sem lausaganga búfj- ár veldur á viðkvæmu gróðurlendi. Jón sagði aö banna þyrfti þessa lausagöngu. Allir vita að lausa- ganga búfjár hefur stórskaðað gróður hér á landi og iðulega breytt gróðurreitum í örfoka mela. Meira að segja í bamaskólum landsins er bent á að helsta orsök þeirrar eyð- ingar sem varð á skóglendi lands- ins frá landnámsöld sé lausaganga búflár, enda styðjast menn þar viö fomar sögur sem hingað tíl hafa verið taldar áreiðanlegar. í dag má víða sjá vemdaða gróðurreití, sem em iðjagrænir mitt í auðn ofbeitar- innar, það segir líka sína sögu. Þrátt fyrir það aö flestum séu þessar staðreyndir ljósar er málum samt þannig komið að þegar nefnd- ur ráöherra lætur sér detta í hug að fjalla um þennan ósóma rís upp mikill fjöldi þingmanna og ræðst að ráðherranum í utandagskrár- umræðum á Alþingi. í þessum umræðum skára sjáifstæðismenn sig úr sem helstu málsvarar sauðk- indarinnar. Fyrrverandi landbúnaðarráð- herra úr röðum Sjálfstæðisflokks- ins hóf umræðuna og laust fyrir lok hennar lagði formaður flokksins lóð sín á vogarskál sauðkindarinn- ar. Framsóknarflokkurinn sendi líka fram sinn helsta spámann, Pál Pétursson, en menn era orðnir því vanir aö framsóknarmenn eigi sauðkindina og allt sem henni við- kemur með húð og hári. Á hinu átti sjálfstæðismaður eins og ég ekki von að helmingur þing- flokks Sjálfstæðisflokksins með formanninn í afturrúmi skyldi rísa upp í heilagri vandlætingu til vam- ar sauðkindinni. Mig furðaði ekki síður á því að það skyldi enginn þingmaður flokksins rísa upp til vamar gróðri landsins. Hvað um þessa umhverfisvemd sem alltaf er verið að tala um á tyllidögum? Er ekki vemdun gróðurlendis á íslandi eitt mikilvægasta máiið í sambandi við umhverfisvemd? KjaHariim Jón Magnússon lögmaður Sjálfstæðisflokkurinn og sauðkindin Margir vita að landsfundir Sjálf- stæðisflokksins era venjulega haldnir á vorin. Flokkurinn var líka stofnaður um vor og flokkur- inn á 60 ára afmæh á þessu vori. Til stóð að landsfundur flokksins yrði um það leyti sem afmæh flokksins verður. Nú mátti hins vegar lesa það í Morgunblaðinu fyrir viku að frá því ráði hefði verið horfið. Skv. því sem haft er eftir varaformanni flokksins, sem jafnframt er fyrsti þingmaður Reykvíkinga, þá er ekki hægt að halda landsfund í maí eins og fyrirhugað hafði verið vegna þess að þá er sauðburður! Ætla mætti að það væri nýmæh hjá þessum besta vini íslensku þjóðarinnar að bera að vori. En sauðburð verður að taka fram yfir afmæh. Mér varð á að velta því fyrir mér hvers konar íjandmenn sauðkindarinnar það hefðu verið sem á sínum tíma stofnuðu þennan flokk, að þeir skyldu gera það mitt í sjálfum sauðburðinum. Ef til vih er ástæðan fyrir frestun lands- fundar talandi tákn um aukið vægi sauðkindarinnar á stefnumótun Sjálfstæðisflokksins. Landsfundi frestað Nú er þaö ekki í fyrsta skipti sem landsfundi er frestað tíl hausts, en venjuiega hafa þá aðrar raunir en sauðburður hijáð einhveija. Nú er sauðburðurinnaðalmáhð. Sjálfsagt er það eðlilegt ef mið er tekið af því að á síðustu árum hefur Sjálfstæð- isflokkurinn stöðugt verið að fjar- lægast sjónarmið neytenda, en hef- ur þess í stað gerst einn helsti mál- svari sérhagsmuna og einokunar í landbúnaði. Sjónarmið sem byggja á einstakl- ingsfrelsi og athafnafrelsi sem og frjálsri samkeppni eiga ekki upp á pahborðið þegar hagsmunir fram- leiðenda búvara era annars vegar. Þannig kokgleypir þessi flokkur stórkostlegar álögur á neytendur tíl að halda yið úreltu kerfi í fram- leiðslu og sölu búvara. Th eru þeir sem telja að frelsi í atvinnumálum sé slæmt. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hins vegar byggt stefnu sína á að atvinnufrelsi sé gott og th þess fahið að stuðla að nýsköpun og auknum hagvexi. En sé frelsið gott hlýtur maður að spyija forastumenn Sjálfstæöis- flokksins hvort það sé aðeins gott stundum? Sé svo þarfnast það skh- greiningar hvenær frelsið er gott og hvenær það er ekki gott. Heilaga kýrin og sauðkindin í upphafi greinarinnar er á það bent að flokksmerki Kongress- flokksins á Indlandi sé kýrin sem í hugum þeirra, sem hta með skyn- semi á vandamál þessarar stóru þjóðar, er tákn vandamálanna, for- dómanna og stöðnunarinnar í því þjóðfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fálk- ann sem sitt flokksmerki. Djarft merki sem ber í sér kraft, baráttu og vhja th breytinga. Merki og hug- sjónir því tengdar sem ég hef um langa hríð starfað fyrir og ætla mér ekki að hætta þó að Sjálfstæðis- flokkurinn hverfi frá þeim. Upp á síðkastíð hef ég hins vegar velt því fyrir mér hvort kyrrstöðu- fylkingin í Sjálfstæðisflokknum eigi ekki að fá það samþykkt á 60 ára afmæh flokksins, þar sem hún er hvort eð er í meirhhuta, að taka upp sauðkindina sem flokksmerki th samræmis við þá breytingu á stefnu flokksins sem þeir hafa þeg- ar náð fram. Mér finnst eðhlegt aö þeir sem bera ábyrgð á kvótum, jöfnunargjöldum, haharekstri rík- issjóös og því að telja Reykvíkinga og Reyknesinga annars flokks borgara, noti þá sauökindina sína og komi þannig fram undir réttum gunnfána. Fijáislynt fólk í Sjálfstæðis- flokknum gætí þá tekið upp gamla merkið, fálkann, og hafiö raun- veralega baráttu fyrir einstakl- ingsfrelsi og frjálsum markaðs- búskap, fyrir jöfnum atkvæðisrétti, samdrætti ríkisútgjalda og lægri sköttum. Jón Magnússon „Ef til vill er ástæðan fyrir frestun landsfundar talandi tákn um aukið vægi sauðkindarinnar á stefnumótun Sj álfstæðisflokksins. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.