Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1989. Fréttir_____________________________________________________________________________x>v Sverrir Heraiannsson, bankastjóri Landsbankans: Tap samvinnuhreyfingar er ískyggilegar fréttir „Það er ekkert um þetta að segja annað en þetta eru ískyggilegar frétt- ir í meiri máta og augljóst að sam- vinnuhreyfingin verður að snúa við á þessari braut heldur snarlega. Það er ég viss um að hún gerir,“ sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, og tengiliður hans við Sambandið. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, hefur greint frá því að fyr- irliggjandi upplýsingar bendi til þess að Sambandið og kaupfélögin hafi tapað um tveim milijörðum á síðasta ári. Sambandið mim eiga um helm- - Sambandið til sérstakrar meðferðar hjá Landsbankanum ing af þessu tapi. - Er Sambandið komið á gjörgæslu í bankanum? „Við höfum verið alllengi í viðræð- um við Sambandið um rekstrar- vanda þess og það er allt á góðri leið. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur,“ sagði Sverrir. Milljarður án veða Endanlegt uppgjör Sambandsins fyrir árið 1988 liggur ekki fyrir. Sam- kvæmt ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 1987 voru skammtíma- skuldir þess í bönkum um 1,1 millj- arður í lok þess árs. Þar við bætast um 700 milljónir í afurðalán. Þar sem Landsbankinn er viðskiptabanki Sambandsins er ekki ólíklegt að langstærsti hlutinn af þessum 1,8 milljörðum sé fenginn að láni hjá bankanum. Langtímaskuldir Sambandsins í árslok 1987 voru um 2,5 milljarðar. Þar af var rúmur milljarður án veða. - ÞarfLandsbankinnekkiaðtryggja útlán sin til Sambandsins mun betur en gert hefur veriö í ljósi þessa mikla tapreksturs? „Ég vil engu svara um neinar skipt- ingar á neinum lánum eða lánastöð- um. Það má ég ekki og get ekki. En þetta er í umræðu núna og okkur er Ijóst að á þessari braut verður ekki áfram haldið. Þær aðgerðir sem fyr- irtækið hefur í frammi núna til að breyta um og rétta við eru mjög veigamiklar,“ sagði Sverrir Her- mannsson. Varanlegur skaöi? Þær tölim sem greint var ffá hér að ofan um skuidir Sambandsins hafa að sjálfsögðu hækkað umtals- vert. Bæði hafa þær hækkað vegna verðbólgu og vaxta og eins hefur Sambandið þurft að fjármagna tap- reksturinn með auknum lántökum. Á ársfundi Sambandsins í fyrra sagði Geir Geirsson, endurskoðandi fyrirtækisins, í tilefni af 220 milljón króna tapi ársins 1987: „Stórauknar skuldsetningar til þess að fjármagna eigin taprekstur og rekstrartöp annarra, ásamt íjár- festingum sem engum arði skila, geta hæglega orðið til þess að ofbjóða greiöslufjárstöðunni á þann veg að Sambandið bíði af því mikinn og var- anlegan skaða.“ -gse EskiQöröur: Lodnuaflinn kominn yf ir 100 þús. tonn Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði: Hraöfrystihús Eskifjarðar hefúr nú tekið á móti hundrað þúsund tonnum af loðnu sem af er vertíðinni en íslendingar mega veiða alls 922 þúsimd tonn. Óveidd eru 140 þúsimd tonn núna. Af þessu mágni sem bor- Tvö innbrot upplýst Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri: Þrír sextán ára piltar voru hand- teknir á Akureyri á sunnudag og ját- uðu á sig tvö innbrot sem framin voru í bænum um helgina. í öðru tilfellinu fóru þeir inn í fyrir- tæki og stálu þar tæplega 40 þúsund krónum í peningum. í hinu tilfellinu brutust þeir inn í Hólabúðina' viö Skipagötu og stálu nokkru af sæl- gaeti. ist hefur á land á Eskifirði þá hafa verið fryst um 120 tonn en auk þess hefur Hraðfrystihús Eskifjarðar kvóta upp á 75 tonn af loðnuhrogn- um, sem vonast er til að takist að frysta upp í. Mikil loðna er á miðun- um út af Hvalsnesi. Loðnubáturinn Erling KE-45 drekkhlaðinn við bryggju á Eskifirði sl. föstudag DV-mynd Emil Óvlssa með stuðning stjóraarandstöðu við húsbréfafriimvarp: Endurbætur á núverandi kerfi virðast fá aukinn stuðning núverandi húsnæðiskerfi sé pkki fullreynt og gæti jafnvel dugað áfram með vissum endurbótum. Þessar hugmyndir virðast eiga vaxandi stuðning innan annarra stjómarand- stöðuflokka. Málamiðlun eyði- leggur húsbréfin Að sögn Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, hefur þingflokkurinn enga afstöðu tekið til húsbréfakerfis. Fulltrúi þeirra, Mar- ía Yngvadóttir, átti sæti í hefndinni, sem lagði drög að frumvarpinu, og samþykkti það með fyrirvörum. Þorsteinn sagöist eiga von á því að málamiðlun á miili stjórnarflokk- anna hefði skemmt málið mjög vem- lega. í grundvallaratriðum væra sjálfstæðismenn hlynntir húsbréfa- hugmyndinni. Þorsteinn sagði að núverandi kerfi væri meingallað í þeirri mynd sem þaö væri útfært. Ljóst væri að ekki væri hægt aö standa undir þeim rétt- indum sem menn ættu samkvæmt lögum. Hann átti því ekki von á því að sjálfstæðismenn styddu endiu-- bætur á þvl -SMJ Húsbréfafrumvarp félagsmálaráð- herra, Jóhönnu Sigurðardóttur, verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Óvist er hversu skjóta meðferð það fær á þingi en ráðherra leggur mikla áherslu á aö afgreiða það fyrir vorið. Um tíma var allt útlit fyrir að Jó- hanna þyrfd að leggja frumvarpið fram í eigin nafxú og þá sem þing- mannafrumvarp. Það hefði verið mikil áhætta fyrir ráðherra. Fyrir það fyrsta er mjög ólíklegt að frum- varpið hefði fengið afgreiðslu því að þingmannafrumvörp njóta að sjálf- sögðu ekki sama forgangshraða og stjómarfrumvörp. Þá er fullkomlega óvíst hvort frumvarpið fær yfirieitt nokkum stuðning meðal stjómar- andstöðunnar. Þessi staða mun fé- lagsmálaráðherra ekki hafa þótt fýsi- leg og því varð hún nánast að ná samkomulagi við framsóknarmenn. Það varð og reyndin. FuUtrúar stjómarandstöðuflokk- anna þriggja tóku allir undir hús- bréfahugmyndina þegar hún kom frá nefnd um miðjan desember. Hins vegar geröu þeir allir það mikia fyr- irvara að þóst er að mjög margir angar málsins em engan vegin út- ræddir. Hálfgerður „bastarður“ Júlíus Sólnes, formaður Borgara- flokksins, virðist ekki vera mjög hrif- inn af væntanlegu frumvarpi. Hann sagði að frumvarp Jóhönnu væri hálfgerður „bastarður" út úr hús- bréfiahugmyndum Borgaraflokksins. Það væri greinilegt að höfundar frumvarpsins næðu ekki þeirri hug- mynd sem að baki húsbréfakerfinu hefði verið í upphafi. Júlíus og Hreggviöur Jónsson hafa þar að auki endurflutt fmmvarp sitt sem byggist á útgáfu þeirra á húsbréfakerfinu. Þá sagði Júlíus að núverandi kerfi væri að komast í jafnvægi þannig að alls ekki væri útséð um að mætti á einhvem hátt bæta það. Hann sagð- ist ekki vera sammála þeim sem héldu því fram að núverandi kerfi væri sprungið. Júlíus sagði að Borgaraflokks- menn væm svo sem ekki beinlínis á móti húsbréfafrumvarpinu en það væri Ijóst að þeir myndu ekki greiöa atkvæði með því. Húsbréf i eðli sínu góð Að sögn Kristínar Einarsdóttur, þingkonu Kvennalistans, er hús- Húsbréfakerfið kemur fyrir Alþlngi I vikunni, en óvíst er hversu skjótt eða hvemig það verður afgreitt. bréfahugmyndin í eðli sínu góð en það em bara það margir óvissuþætt- ir varðandi framgang málsins að engan veginn er hægt að segja til um þaö hvort það fengi stuðning Kvennalistans. Kristín sagði að hún hefði sérstak- lega áhyggjur af þróun vaxta ef hús- bréfakerfið yrði tekið upp. Það væri erfitt að segja hvar það endaöi ef húbréfin yrðu sett út á almennan verðbréfamarkað. Þá sagði hún að styrkja yrði félagslega kerfiö áður en af húsbréfakerfi gæti oröið. Frum- varp um það yrði því aö fylgja hús- bréfafrumvarpi. Þá virðist sem innan Kvennalist- ans séu ýmsar hugmyndir um aö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.