Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1989. T.ffegHll - María E. Ingvadóttir, varaformaður Neytendasamtakanna, í viðtali María E. tngvadóttir, varaformaöur Neytendasamtakanna, telur stjómvöld meðal erfiöustu andstæðinga neytenda í dag. DV-mynd BG Neytendasamtökin voru stofnuö árið 1953. í dag eru þau samtök 14 neyt- endafélaga víðs vegar um landið og hafa 7.300 einstaklinga innan sinna vébanda. 15. mars er haldinn hátíðlegur víða um heim sem alþjóðlegur dagiu- neytendaréttar. Af því tilefni spurð- um við Maríu E. Ingvadóttur, vara- formann Neytendasamtakanna, hvort þau væru sterkt afl á íslandi samanborið við önnur lönd. „Þau eru ekki eins sterk og þau ættu að vera," sagði María. „í Banda- rikjunum, svo að dæmi sé tekið, eru þau sterk en dálítið frábrugðin okkar samtökum að uppbyggingu. í Svíþjóð og Danmörku er samtökin líka mjög sterk og hafa á að skipa nokkrum tugum starfsmanna. Þar sem sam- tökin eru svona öflug teygja þau anga sína mjög víða um stjómkerfið og verða virkari fyrir vikið.“ Byggja sitt starf á sjálíboðavinnu „Hér á íslandi eru þetta áhuga- mannasamtök sem eru styrkt af ríki og sveitarfélögum. Samtökin hafa þijá starfsmenn á launum en öll önn- ur vinna er unnin í sjálfboðavinnu,“ sagði María. En hvaða leiöir.eru Neytendasam- tökunum færar til þess að styrkja stöðu sína? „Styrkur okkar vex með auknum fjölda félaga vegna þess að stærstur hluti okkar tekna eru aðildargjöld. Við höfum ekki haft úr miklu fé að spila en það rættist nokkuð úr á síð- asta ári. Það er orðið afar brýnt að gæta hagsmuna neytenda á fjölmörg- um sviðum. Stjómvöld þyrftu að vera neyt- endasinnaðri og láta samtökin taka virkari þátt í starfi hvers kyns nefnda sem fjalla um mál sem varða neytendur. Til dæmis þegar farið verður að endurskoða búvörulögin sem er með efstu málum á óskalista okkar.“ En em Neytendasamtökin nógu virk í daglegri umræðu, koma þau sínum málstað nægilega vel á fram- færi? „Við gefum út Neytendablaðið, vandað blað sem kemur út um það bil annan hvem mánuð. Það er spuming hvort það ætti að vera minna og koma út í hverjum mán- uði. Við gefum út fréttatilkynningar þegar það á við. En samtökin mega heldur ekki eingöngu vera í nei- kvæðri umræðu og þar með fá á sig ímynd nöldurskjóðu. Þama verður að þræða milliveg. En eðli starfsins er þannig að við erum mikið á varð- bergi og því er oftast deilt á ein- hveija aðila. Mikið af starfi samtakanna fer þó fram í kyrrþey, ef svo má að oröi komast. Hlutum er kippt í lag og komið í veg fyrir mistök af ýmsu tagi án þess að það komi fram opinber- lega. „Við sinnum bæði einstökum kvörtunum og eins tökum við á stærri málum og ég sé ekki að það þýði neina áherslubreytingu. Ég sé heldur ekki neina ástæðu til breyt- inga. Við vinnum ekki eftir neinu sérstöku langtímamarkmiði. Það þarf að byggja upp þekkingu og reynslu á þessum málum og við ger- um eins vel og viö getum,“ sagði María. Nú hefur stimdum veriö rætt um aukið samstarf Neytendasam- takanna við aðrar flöldahreyfingar og verkalýðshreyfingin veriö nefnd sérstaklega í því sambandi. Er ástæða til þess að skoða þann mögu- leika? Viljum ekki bindast einum samtökum öðrum fremur „Við höfum þegar ákveðið sam- starf við verkalýöshreyfinguna úti á landi. Á tveimur stöðum taka verka- lýðsfélögin á staönum þátt í rekstri skrifstofu, þ.e. á Akureyri og í Vest- mannaeyjum, og slíkt samstarf er í undirbúningi víðar. Við viljum samstarf við alla, við erum öll neytendur og okkur ber því að forðast að verða háð einhveijum einum samtökum öðrum fremur. Við viljum td. ekki verða neytendasam- tök verkalýðsfélaganna, neytend- samtök stórkaupmanna eða eitthvað slíkt. Við viijum vinna með öllum félögum til að ná okkar markmið- um.“ Síminn er rauðglóandi Hafa samtökin gott jarðsamband, ná þau til almennings í landinu? „Kvörtunarþjónusta Neytenda- samtakanna fær aragrúa símtala á þeim tíma sem hún er starfrækt. Þama höfum við mikið og gott sam- band við fólkiö í landinu og oft á tið- um koma þama upp mál sem verða stórmál og koma mörgum fleiri til góða. Núna er síminn hjá okkur rauðgló- andi vegna sölu á plastpokum í versl- unum. Mér finnst að þeir sem að þessu standa, þ.e. plastpokasölunni, hafi alls ekki notað tímann sem skyldi til þess aö kynna sinn mál- stað. Það vill nefnilega gleymast til hvers þetta er gert. Auðvitað em þetta ekki miklir peningar en við emm öll að reyna að spara sýknt og heilagt. Þama er náttúrlega fyrst og fremst um umhverfismál að ræða og það er þáttur sem við verðum að fara að gefa meiri gaum áður en það er orðið ef seint að snúa við. Þetta er umhverfi okkar allra og framtíðarinnar sem er í húfi og ef þetta verður aðeins til þess að fólk staldri við og hugsi um hvað það er að gera þegar það hendir plasti þá er mikið unnið. Við megum ekki ýta þessu vandamáli inn í geymsluhólf framtíðarinnar. Fólk verður að sýna meiri ábyrgð í dag. í þessum málum verður fmmkvaeðið að koma frá ein- staklingnum til þess að lausn fáist.“ Hvert er hlutverk Neytendasam- takanna í næstu framtíð? „Fyrst og fremst þurfa samtökin að verða virkari í allri umræðu og ákvarðanatöku um sem flest mál. Alþingi og löggjafarvaldið á að gera mun meira að því aö leita eftir áliti samtakanna. Það eru gífurlega mörg mál sem krefjast úrlausna og úrbóta. Brýnt að taka til hendinni Það má nefna eitt mál sem við þurfum að taka mjög sterkum tökum og fjalla um sem fyrst, það eru auk- efni og hættuleg efni í grænmeti. Víða erlendis er verið að fjalla um leyfileg mörk skordýraeiturs og ann- arra efna í grænmeti. Hérlendis eru engar slíkar reglur til og íslenskir garðyrkjubændur hafa sjálfir hvatt til virkara eftirlits á þessu sviði. Þetta og margt fleira i tengslum við umhverfismál og almennt öryggi neytenda er í ólestri hér á landi. Iim- flutningseftirliti á þessum og fleiri sviöum er mjög ábótavant. Um síðustu áramót tók gildi reglu- gerö um aukefni í matvælum og merkingar neytendaumbúöa. Sem stendur eru flestir með frest fram á mitt ár til úrbóta en verða framleið- endur og innflytjendur þá betur í stakk búnir til þess að gefa nauðsyn- legar upplýsingar en þeir eru í dag og verða þá matvæh með óleyfilegum efnum horfin af markaðnum? Hvem- ig á að fylgja þessu eftir? Hér eru Neytendasamtökin í dálítið erfiðri stöðu. Eigum við að bíða eftir að fresturinn renni út og hlaupa þá í búðir og benda á brotin og hrópa „úlfur, úlfur“, eða eigum við að veita aðhald strax. Framleiðendum hættir til þess að líta á samtökin sem andstæðing, þeir átta sig ekki á því að hagsmunir okk- ar, þ.e. neytenda, og framleiðenda fara saman. Ráðherravirðist fara sínu fram í skjóli laganna Við höfum alveg himinhrópandi dæmi um þetta í landbúnaðarmálum og það er alveg óskiljanlegt að fram- leiðendur kjúklinga og kartaflna skuli ekki átta sig á því hvað þeir em að gera sjálíum sér í skjóh einokun- ar. Fyrir nokkrum árum töluðu kjúkUngabændur manna hæst um nauðsyn fijálsrar samkeppni og hvert era þeir komnir í dag? í skjól einokunar og ríkisafskipta. Land- búnaðarráðherra virðist í skjóU bú- vörulaganna geta gert nánast hvaö sem er, ef það hentar framleiðend- um, því fyrir þá em búvörulögin. Neytendasamtökin era hvorki meira né minna en fóUdð sem er í þeim. Spumingin er hversu lengi fólk ætlar að þola að menn í ein- hveiju ráðuneyti skammti því það sem þeim þóknast. Við höfum á und- anfomum árum verið að færast nær viðskiptaháttum sem tíðkast í sið- aðra manna löndum en í landbúnað- armálum förum við afturábak. Að við skulum láta þetta yfir okkur ganga er mjög einkennilegt og spum- ing hvað lengi fólk lætur bjóða sér þetta. Auðvitað er þáð leiðinlegt ef í ljós kemur að við búum við það mikið ofríki að við neyðumst tíl þess að fara út í neyslustöðvun. Það er mjög alvarlegt mál. Það sem Neytendasamtökin era helst að beijast við era sljómvöld landsins og stórir framleiðendur í skjóU stjómvalda. Þetta era erfið- ustu andstæðingamir,“ sagði María að lokum. -Pá Alþjóöasamtök neytenda, IOUC, hafá sett fram sjö kröfúr um lág- marksréttindi neytenda og vilja Neytendasamtökin nota 15. raars tíl þess að vekja athygU á þessum atriöum og skapa aukna umræðu um neytendamál. Öryggi Neytendur eíga rétt á vemd gegn vöram, framleiðsluháttum og þjónustu sera era hættuleg heilsu og Ufi. Rétturinn tíl öryggis hefúr nú verið skilgreindur þannig aö hann gætí langtímahagsrauna neytandans en ekki aðeins öryggis hans á Uðandi stund. lípplýsingar Neytendur eiga rétt á því að um þeim sé gerð grein fyrir þeim stað- reyndum sem nauðsynlegar era til þess að móta skynsamlegt val og ákvarðanir. Rétturinn til upplýs- inga á einnig að vemda gegn blekk- ingum og villandi auglýsingum og gera mönnum kleift að taka ákvarðanir af skynsemi og ábyrgð. Neytendur gjöraum kröfúm meirihlutans. Val Áheyrn Neytendur eiga rétt á því aö Neytendur eiga rétt á því að eiga völ á flölbreyttum vamingi og sjónarmiða þeirra sé gætt og tekið þjónustuásamkeppnisverði.Efum fullt og sanngjamt tillit til hags- einkasölu er að ræða að fá tryggð muna þeirra við mótun og fram- fullnægjandi gæði og þjónustu á kvæmd fjárhagsstefnu. Þessi réttur sanngjömuverði.RétturinntUvals hefúr verið aukinn þannig að hefúrnúveriðskilgreindurþannig: hlustaö sé á og gætt sjónarmiða Réttur til nauðsynlegrar vöra og neytenda við þróun vöra og þjón- þjónustu. Þetta er orðað svo til þess ustu áður en framleiðsla þeirra er að koma í veg fyrir að ótakmarkað- hafin eða hún boðin fram. Þetta ur réttur minnihluta bitni á sann- felur einnig í sér hagsmunagæslu þegar í hlut á annað fiármálavald en hið opinbera. Bætur Neytendur eiga rétt til sann- gjararar úrlausnar á réttmætum bótakröfúm. Þessi réttur hefúr al- mennt verið viöurkenndur síðan upplýstir neytendur að dugi þeim allt æviskeiðið. Rétturinn til neyt- endafræöslu felur í sér rétt til þeirrar þekkingar og fæmi sem nauösynleg er til þess aö taka þátt í og hafa áhrif á þætti er snerta ákvarðanir er varöa hagsmuni neytenda. snerama á 8. áratugnum. Þetta fel- ur í sér rétt til þess að fá bætur ef UmnVcril gefnar era rangar upplýsingar eöa Neytendur eiga rétt til náttúra- vara og þjónusta reynist léleg eða legs umhveríis sem auðgar lif ein- göEuð. Einnig, ef þörf er á, ókeypis staklingsins. Þessi réttur felur í sér lögfræðilega aðstoð eða aðgang að verad gegn umhverfisspjöllum sem viðurkenndum aðila til þess að hinn einstaki neytandi getur ekki haft áhrif á. Hann er viðurkenning á þörfinni á því að vemda og bæta umhverfiö fyrir núlifandi og kom- andi kynslóðir. -Pá dæma bætur í sraærri málum, Fræðsla Neytendur eiga rétt á þvi að öðlast þá fræðslu og fæmi sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.