Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1989. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Flokks- og skólabræður Handhafar forsetavalds eru ekki einir um aö spóka sig án aðgæzlu á hengiílugi siðleysis í misnotkun á risnu. Komið hefur í ljós, að ráðherrar eru á rölti á sömu slóð- um og gá sumir hverjir ekki að sér, einkum þeir sem undir niðri líta á þjóðfélagið sem herfang sitt. í öllum tilvikum, sem fjallað hefur verið um í Qölmiðl- um, byggist risnuspilhng ráðamanna á, að ekki eru til fastar reglur á prenti. Óskráð lög kunna að duga í út- löndum, þar sem græðgi valdsmanna eru meiri takmörk sett en hér á landi. Við þurfum formlegra aðhald. Ólafur Ragnar Grímsson Qármálaráðherra gaf sér tíma frá galtómum siðaprédikunum yfir ríkisforstjórum til að bjóða vinum sínum í Alþýðubandalaginu til veizlu í ráðherrabústaðnum. Tilefnið, sem hann fann, var tíu ára gamalt og varðaði alls ekki Alþýðubandalagið. Fjármálaráðherrann varði sig með því að segja veizl- una aðeins hafa kostað um 50.000 krónur. Þar reiknar hann með áfengi á niðursettu ríkisverði. Á verði al- mennings kostaði þessi veizla 120.000 krónur. En vand- inn er ekki upphæðin, heldur að veizlan skyldi haldin. Annað enn verra dæmi er frá tíð næstsíðustu ríkis- stjórnar. Þá hélt Friðrik Sophusson nokkrum samstúd- entum sínum hanastélsboð í ráðstefnusölum ríkisins í Borgartúni. í viðtali við DV taldi hann þetta hafa kostað 15.000 krónur. Óniðurgreitt verð er um 40.000 krónur. Hinn fyrrverandi ráðherra bætti gráu ofan á svart í viðtalinu með því að segja óþarft að finna skýringar á svona fjáraustri út í loftið. Ráðherrar ættu að hafa leyfi til að bjóða bekkjarbræðrum eða flokksbræðrum í veizl- ur, án þess að það þjónaði hag ráðuneytisins. „Ef ráðherra getur ekki boðið nokkrum bekkjar- bræðrum sínum í glas, þá er ekki mikið eftir,“ sagði hann orðrétt í viðtalinu. Hann sagði líka, að ráðherrar ættu ekki að skammast sín fyrir shkt, ekki frekar en þeir skammast sín fyrir að aka í ráðherrabílum. Samanburðurinn er villandi. Almennt er tahð í þjóð- félaginu, að ráðherrar eigi að fá að aka um í ráðherrabíl- um og jafnvel láta aka sér í þeim, ef um þetta gilda sömu reglur og fyrir annað fólk, þar með taldar hinar nýju reglur, sem ráðamenn hafa sett um skattframtöl. Ennfremur er tahð eðlilegt, að ráðherrar geti boðið í hanastél við ákveðin tækifæri, svo sem þegar lands- samtök eða Qölþjóðasamtök halda aðalfundi. Heimild til shks á hins vegar ekki að leiða til sérstakra boða fyrir skólabræður eða flokksbræður ráðherranna. Hið sama er að segja um ferðalög ráðherra. Ef þeir þurfa embættis síns vegna að fara í skyndingu út á land, kemur til greina, að þeir fái aðgang að flugvélum land- helgisgæzlu eða flugmálastjórnar. En fráleitt er, að þeir noti shka farkosti á flokksfundi eða áróðursfundi. Brýnt er, að settar verði reglur um risnu og ferðalög ráðamanna, svo að gráa svæðið milli opinberra þarfa annars vegar og flokksþarfa eða einkaþarfa hins vegar sé sem minnst og mörkin sem skýrust. Síðan þarf að fela Ríkisendurskoðun að fylgjast með framkvæmdinni. Við lifum á siðhtlum tímum, er valdamönnum hættir til að ganga eins langt og þeir telja sér unnt í ofnotkun og misnotkun á valdi. Við lifum á frumstæðum tímum, er valdamönnum hættir til að líta á þjóðfélagið sem lang- þráð herfang sitt eftir langa eyðimerkurgöngu án valds. Mestu máh skiptir ekki, að fastar reglur um risnu og ferðir spari nokkurt fé, heldur hitt, að þær gefa tón- inn um ábyrgari meðferð á peningum skattgreiðenda. Jónas Kristjánsson Veröstöðvun er lokið og verð- hækkunarskriða fylgir í kjölfarið. AUir keppast viö að hækka og tveggja stafa tölur eru algengar. Ríkisvald og sveitarfélög ganga fram fyrir skjöldu og keppast við að hækka, á eftir koma svo aðrir. Enginn er hissa á uppákomu þeirra fyrstnefndu. Það var einmitt ríkis- valdið sem erfiðast átti með að halda verðstöðvmúna og með margvíslegum álögum, bensín- gjaldi, vörugjaldi og fleiru, gerði hugtakið verðstöðvun einn gang- inn enn aö hálfgerðum brandara. Fjölmiðlar hafa heldur ekki legið á liði sínu að opinbera hækkanim- ar. í ljósi þessara upplýsinga telja allir þeir sem eitthvað hafa að selja að þeir verði einnig að hækka verð- ið. Múgsefjunin hefur gripið um sig. Nú er um að gera að hækka, „Svínakjötsframleiöslan er ein sú grein landbúnaöarins sem fram- leiðslustjórnun og einokun hefur ekki enn náö að halda innreið sfna í“, segir hér m.a. 15. mars, alþjóðadagur neytendaréttar: Borðum meira svínakjöt ella geti menn misst af lestinni í verðhækkunaræðinu. Óeðlilegar hækkanir á eggj- um og kjúklingum Þaö er þó ljós punktur í tilver- unni fyrir okkur neytendur. Kjúkl- ingabændur, sem aðeins hafa hækkað vöru sína um 312% á tæp- um flmm árum á meðan fram- færsluvísitalan hefur hækkað um 163%, ætla að sýna þann þegnskap í baráttunni við verðbólguna að hækka ekki að sinni. Ekki er enn vitað hvaö eggjaframleiðendur ætla að gera en þeir hafa hækkað verðið um 232% á sama tímabili. Það er athyglisvert að mest hefur hækkunin hjá kjúklinga- og eggja- framleiðendum einmitt orðið á síð- ustu 20 mánuðum. Á þeim tíma hafa egg hækkað um 121% og kjúkl- ingar um 95%. Á sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækkaö um 40%. Á þessu sama tímabili hafa framleiðendur í þessum greinum útrýmt allri samkeppni sín á milli. Nú sitja þeir allir í sínu heima með framleiðslukvóta og verðstýringu sem tryggir aö þeir sem lakast standa lifi og þeir sem sýna betri búrekstur mala gull. Og ekki bara það heldur hafa þeir einnig í skjóh meingallaðra búvörulaga lokað fyrir að hýir aðilar hafi möguleika til að hefja framleiðslu þessara vara. Ef ég og þú teljum okkur hafa fjármagn og kunnáttu til að fram- leiða þessar vörur á ódýrari máta gerir það kerfi, sem þessir fram- leiðendur hafa innleitt, okkur það ómögulegt. Þeir einir sem voru 1 þessari framleiðslu á árinu 1987 skulu fá að framleiða þessa vöru í dag. Ekki verður samt sagt aö fram- leiðslan á þessum vörum sé ódýr hjá þessum einokunaraðfium. Þannig kostar kílóið af eggjum hér á landi 328 kr. á meðan það kostar 84 kr. í Hollandi. KOóið af kjúkling- um kostar hér 580 kr. en í Hollandi 163 kr. En í skjóh löggjafans skulu þeir samt hafa einkarétt. Þegar Neytendasamtökin voga sér svo að verja hagsmuni neyt- enda og mótmæla óeðlOega háu veröi og miklum verðhækkunum, samhhða aukinni einokun, er svar stærsta kjúklingaframleiðanda landsins að hóta því aö draga und- irritaðan fyrir dómstóla vegna þessarar gagnrýni. Já, ósvífnin ríð- ur ekki við einteyming hjá þessum mönnum. Einokunin skal ná til fleiri vörutegunda En þaö eru fleiri framieiðendur sem horfa björtum augum tO ein- okunarinnar. Framleiöendur á KjaUarinn Jóhannes Gunnarsson formaöur Neytendasamtakanna kartöflum og grænmeti skipuðu nefnd sem fyrrverandi landbúnað- arráöherra setti á fót „um afurða- stöðvar fyrir kartöflur, nýtt græn- meti og sveppi". Eina ráð þeirra viröist vera aö draga úr samkeppni á dreifingu þessara vara. Samkvæmt þeim drögum sem Oggja fyrir horfa þess- ir aðOar hlýjum augum tíl þeirrar einokunar sem áöur ríkti á þessum vörum, einokunar sem rúmlega 20 þúsund íbúar á höfuðborgarsvæð- inu köstuðu fyrir róða í undir- skriftasöfnun vegna skemmdra finnskra kartaflna sem einokunar- fyrirtækiö, Grænmetisverslun landbúnaöarins, flutti inn á árinu 1983. Ekki þurfa kartöfluframleiðend- ur þó að kvarta yfir óhagstæðri verðlagsþróun á vöru sinni. Á tímabflinu janúar ’88-janúar ’89 hafa kartöflur hækkað um 88% á meöan vísitalan hefur hækkað um 18%. Þess má einnig geta að kartöflur kosta hér á landi um 110-120 kr. kg á meðan þær kosta 10 kr. í HoOandi. Raunar hefur vaknað sá grunur hvort framleiðendur einir eigi sök á háu veröi kartaflna tO neytenda. Samkvæmt upplýsingum Neyten- dasamtakanna hefur dreifingar- kostnaður bæði í heOdsölu og smá- sölu hækkaö óeðOlega mikið á síð- ustu árum. Því hafa Neytendasam- tökin óskað eftir því við landbún- aðarráðherra að hann láti kanna verðmyndun á þessari vöru á und- anfórnum árum. Neytendur eiga kröfu til að fá vörur á sanngjörnu verði 15. mars nk. er alþjóðadagur neytendaréttar. í tílefni þessa dags hyggjast Neytendasamtökin kynna rækOega þær sjö kröfur sem Al- þjóöasamtök neytenda telja eðOleg lágmarksréttindi neytendum til handa. Þær eru rétturinn til örygg- is, tO upplýsinga, tO vals, tO áheyrnar, tO sanngjarnra bóta, til fræðslu og tíl heilnæms umhverfis. Krafan um rétt neytenda tíl vals hefur m.a. verið skOgreind svo að ef um er að ræða vöru þar sem eðOleg samkeppni ræður ekki verðinu, skal neytandinn eiga kröfu á að fá hana á sanngjömu veröi. Eins og rakiö hefur verið hér aö framan á það ekki við um kjúkl- inga, egg og kartöflur. Ein er sú grein landbúnaðarins þar sem framleiöslustjómun og einokun hefur ekki enn náð að halda innreið sína en það er svína- kjötsframleiðslan. Enda hefur verðlagsþróun í þeirri grein verið með allt öðmm hætti en í títtnefnd- um grehuun. Þannig hefur svína- kjöt hækkað um 159% frá því í júní 1984, á sama tíma og framfærslu- vísitalan hefur hækkað um 163%, eins og nefnt var að framan hafa kjúkOngar hins vega hækkað um 312%. Þeir neytendur sem finnst verð- hækkun á kjúkOngum hafa gengið úr hófi fram, hljóta að líta til þess hvaða vara geti komiö í stað þeirra. Svínakjöt, sem þrátt fyrir óeðOlega skattlagningu hins opinbera hefur í veröi þróast jafpjákvætt fyrir neytendur og raun ber vitni, hlýtur að vera jákvæður valkostur. Við neytendur skulum því verðlauna þá sem hækka verð sitt Otið og vilja ekki einokun en refsa þeim sem viija og gera hiö gagnstæða. Því skulum við segja: Á matarborðið viijum viö svínakjöt en látum kjúkOngana eiga sig þar tO fram- leiöendur þeirra sjá sig um hönd. Kannski láta eggja- og kartöflu- framleiðendur sér sOkt aö kenn- ingu verða. Vald okkar neytenda er mikið ef við stöndum saman. Jóhannes Gunnarsson „Við neytendur skulum }>vi verðlauna þá sem hækka verð sitt litið og vilja ekki einokun, en refsa þeim sem vilja og gera hið gagnstæða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.