Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1989. 11 buskann Belgíumenn flykkjast nú í hundr- saman við hvað flugfar kostar venju- aðatali um hverja helgi eitthvert út í bláinn án þess að vita fyrirfram hvert ferðinni er heitið. Þeir mæta á flugvöllinn í Brússel með miða báðar leiðir með Sabena flugfélaginu á dul- arfullan áfangastað. Miðarnir, sem kosta um fjögur þús- und krónur, gilda á einhveija af fimmtán borgiun í Evrópu, allt frá London til Milano. Dvöhn er um það bil fjörutíu mínútur. Að henni lok- inni er sama flugvél tekin aftur til Brússel. Talsmaður Sabena segir að hug- myndin með þessu sé að fylla óseld sæti um helgar og einnig að kynna fólki flugfélagið til þess að það haldi tryggð við það í framtíðinni. Mikið kynningargildi „Kynningargildi þessara ferða er Stórkostlegt. Evrópubúar fljúga miklu minna en Bandaríkjamenn. Helmingur Bandaríkjamanna hefur farið í flugvél en hér er talan 15 pró- sent,“ sagði Achille Moerman, mark- aðsstjóri Sabena. Farþegar geta keypt miða aht fram á föstudag í hverri viku, en eftir há- degi á föstudögum athugar Sabena hve mörg sæti eru laus fyrir þessar ferðir. Venjulega eru það á mihi fimmtíu og funrn hundruð sæti. Þá er líka tekin ákvörðun um það hvert hver farþegi verður sendur. Hringt er í hvem farþega og honum sagt hvenær hann á að mæta á flug- völlinn. Við komuna þangað fara þeir að sérstökum bás þar sem þeir fá afhent skærblá barmmerki og brottfararspjald. Fyrst þá fá þeir að vita hvert ferðinni er heitið. Margir fara oftar en einu sinni „Einn maður hefur farið fjórum sinnum og nokkrir hafa farið oftar en einu sinni. Þegar við fáum pöntun frá einhverjum sem hefm- farið áður gerum við okkar besta tíl að láta hann fara eitthvert annað en hann hefur farið áður,“ sagði Moerman. „Þegar búið er að reikna máltíðirn- ar og aht annað inn í dæmið græðum við ekki á þessum fargjöldum. Þetta er svipuð upphæð og þarf að borga fyrir máltíð í veitingahúsi,“ sagöi hann. Athuganir Sabena hafa sýnt að flestir sem notfæra sér þessar ferðir hafa ekki flogið áður og að flestir fljúga vegna þess að þeim finnst heillandi að fljúga en ekki til að kom- ast í fríhöfnina. „Við munum halda áfram með þessar ferðir þar til enga farþega er lengur að fá. Þetta gefur fólki kost á aö kynnast hinum alþjóðlega heimi flugsamgangna,“ bætti Moerman við. „Nei, ég held ekki að það sé brjál- æði að kaupa miða og vita ekki hvert maður er að fara. Mér fmnst mjög gaman að fljúga, en í mínu starfi gefast ekki mörg tækifæri til flug- ferða. Þetta er fjórða flugið mitt í tuttugu ár,“ sagði Andre Koeckel- berghs, gjaldkeri í banka. „Þetta er ekkert dýrt, ef borið er lega. Ég er ekki viss um að ég geri þetta í hverri viku samt,“ sagði hann þegar Boeing 737 þotan var á flugi yfir Ölpunum á leið til Nice á frönsku Rivierunni. Svo virðist sem enginn skortur sé á farþegum í þessar ferðir, jafnvel þótt ekki séu allir í sjöunda himni þegar á loft er komið. „Þetta var mitt fyrsta flug. Þetta er reynsla en ég var dáhtið hræddur. Ég er ekki viss um að þeir hafi athug- að hreyflana," sagði Martin Lambrechts kennari. „Ég held að þetta sé stórkostleg hugmynd, sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki flogið áður. Menn fá sömu þjónustu og þeir sem borga fullt gjald,“ sagði Raymond Aelvoet, flug- stjóri. Stutt stopp á áfangastað Farþegarnir í fluginu til Nice vörðu níutíu mínútunum, sem ferðin tók, við að skoða út um glugga vélarinnar eða við að borða flugvélafæðið áður en véhn fór að lækka flug sitt yfir Rivierunni. Þegar hún lenti á flug- velhnum í Nice var hún böðuð heitu sólskini. Eftir að farþegamir höfðu náð í brottfararspjöld sín fyrir ferðina til baka gátu þeir skoðað sig um í flug- stöðinni, þar sem barmmerki þeirra vöktu mikla athygh hjá öðrum ferða- mönnum. „Ertu að meina að þau hafi komið aha þessa leið bara til að fara strax th baka? Þetta er brjálæði," sagði franskur kaupsýslumaður. „Ég held að þetta sé góð hugmynd, en það er synd að þau skuh ekki geta farið aðeins út fyrir flugstöðina og skoöað borgina,“ sagði félagi hans. Aðeins tuttugu mínútum síðar var kominn tími til að halda heim á leið. Farþegarnir með bláu barmmerkin gengu aftur um borð í vélina til að ráðast á flugvélamáltíð númer tvö á þremur klukkustundum. Ekki mun bera mikið á ölvun meðal þessara farþega. Reuter HITACHI býður þér frábær hljómgæði á framúr skarandi góðu ver ði! Tvær vinsælustu hljómtækjasam- stæður HITACHI fást nú hjá RÖNNING heimilistækjum. Samstæðurnar heita MD40 CD og MD30 CD. í samstæðunni er 2 x 60 tónlistar- watta magnari, FM-MW útvarp með 20 stöðva minni, tvöfalt segul- bandstæki, hraðfjölföldun og Dolby B, geislaspilari með 24 laga minni, 2 x 70 tónlistarwatta hátalarar með ótrúlegum HITACHI hljómgæðum. Samstæðunum fylgir fallegur viðar- skápur, með glerhurð, á liprum hjólum. HITACHIMD30 CD, samstæðan, með geislaspilara og skáp. Verð kr. 58.750 Staðgreitt kr. 55.813 HITACHIMD40 CD, hljómtækjasamstæða með fjarstýringu, geislaspilara og skáp. Verð kr. 69.950 Staðgreitt kr. 66.453 Það fer ekki á milli mála að HITACHI hljómflutningstækin frá RÖNNING heimilistækjum er einn allra besti kosturinn sem býðst í dag. Komdu og hlustaðu. 0HITACHI ^/•RÖNNING %//f// heimilistæki , KRINGLUNNIOG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 NU ER HANN Þetta eru tölurnar sem upo komu 11. mars. Heildarvinningsupphæð var kr. 4.673.066,- Enginn var meö fimm tölur réttar og bætist því fyrsti vinningur sem var kr. 2.151.826,- við 1. vinning á iaugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 374.216,- skiptist á 8 vinnings- hafa og fær hver þeirra kr. 46.777,- Fjórar tölur réttar, kr. 645.392,- skiptast á 209 vinningshafa. kr. 3.088,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 1.501.632 skiptast á 5.688 vinningshafa, kr. 264,- á mann. Sölustaðir eru oþnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 mlnútum fyriíútdrátt. BÓNUSTALA JH tSírair68.51fUs.i UppJýsingasímsvarii68151«L.< > > •.: J Utlönd Belgíumenn keppast nú við að kaupa flugmiða eitthvert út í buskann, í þeim tilgangi einum að fljúga í flugvél. Símamynd Reuter Flogið út í Sendum í póstkröfu SPORTBUÐIN Armúla 40, Rvik, simi 83555. Eiðistorgi 11, 2. hæö, Seltj. simi 611055. D m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.