Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1989. 25 LífsstíU „Ýmlss konar föndur hefur alltaf heillaö mig. í mörg ár fór ég um landið með vinkonu minni og að- stoðaöi hana við að kenna flos. Síð- an fór ég sjálf út í að kenna jóla- föndur og jafnframt fór ég að læra postulínsmálningu mér til gam- ans,“ segir María Gröndal, eigandi Listasmiðjunnar. Listasmiðjan hefur aðsetur sitt í Hafnarfirði og þar eru steyptar og framleiddar alls kyns styttur og vasar úr keramiki. Keramikið er blandað í verksmiðjunni og síðan sett í sérstök mót þar sem það harönar. Á ákveðnu stigi eru hlut- imir teknir úr mótunum og látnir þoma betur. Þá em þeir teknir og samskeytin á þeim pússuð og loks 'þarf að mála þá, ýmist með máln- ingu sem ekki þarf að brenna eða lituðum glerungi sem þarf að brenna. Sumt af mununum er málað í Listasmiðjunni og selt tilbúið. Ann- að fer á markað og þá muni getur fólk keypt og spreytt sig á að mála eför eigin smekk. Ævintýri út af fyrir sig Sagan í kringum Listasmiðjuna er ævintýri út.af fyrir sig. María stofnaði hana á Hvolsvelh árið 1984. „Tildrögin vom þau að ég haföi alltaf verið með stórt heimili, við hjónin eigum fimm böm. Þegar þau vom flogin úr hreiðrinu fannst mér ég hafa allt of lítið að gera og þyrfti að finna mér eitthvað til dundurs. Það var ekki mikið við að vera á Hvolsvelli en mér tókst að verða mér úti um umboðssölu fyrir keramik og það leiddi til þess aö ég ákvað að hella mér út í stofn- un Listasmiðjunnar. María með fallegan vasa sem hún sprautaði með skíragulli. DV-myndir GVA. listasmiðjan: Föndur hefur alltaf heillað mig - segir María Gröndal Þetta byijaði allt saman ósköp smátt, ég fékk aðstöðu hjá Herði, manninum minum, í húsnæði sem hann haföi fyrir fyrirtæki sitt. Ég vann ein við fyrirtækið til að byrja með en svo gekk þetta svo vel að Hörður fór að hjálpa mér. Núna vinnum við þijú við fyrir- tækið, öll 1 fullu starfi, ég, Hörður og Eiríkur, sonur okkar. Það má því segja að þetta sé sannkallaö fjölskyldufyrirtæki. Við fluttum starfsemina suður í Hafnarfjörð síðastliðið haust. Þetta var búiö aö sprengja allt utan af sér og var eiginlega vaxið mér upp fyrir höfuð. En það voru líka erf- iðleikar í sambandi við flutninga á hlutunum, sem eru viðkvæmir og þola illa mikið hnjask, sem olli því að við ákáðum að taka okkur upp og flytja frá Hvolsvelh þar sem við höföum búið í 17 ár.“ Aflaði mér kennararéttinda „Fyrir nokkrum árum ákvað ég að afla mér kennararéttinda frá Duncanverksmiðjunum í Banda- ríkjunum. Það fyrirtæki er leiðandi á sviði keramikvinnslu og ég haföi kynnst vörum frá Duncan þegar ég var meö umboðssöluna fyrir keramikið. Upphaflega ætlaði ég að fara til Bandaríkjanna á nám- skeið en svo frétti ég að það væri hægt að taka þessi námskeið í Þýskalandi og ákvað að fara heldur þangað. Þetta var heilmikil breyting því að mest af kennslunni fór fram á þýsku en allt kennsluefnið var á ensku. Ég talaði svohtla þýsku þeg- ar ég fór fyrst út og hef bætt stöð- ugt við þýskukunnáttu mína síðan. Kennarinn minn talaöi ensku jafiit og þýsku svo að þetta gekk allt vel Hjónin María og Höröur, i baksýn má sjá nokkra af þeim munum sem þau hafa steypt. Alls kyns munir eru steyptir úr keramikinu. Hér er Hörður Eiríksson með mót sem keramikinu er sprautað í. Mótin eru úr akrýl, gifsi og plasti og slitna hratt. Það þarf því að skipta oft um þau. og ég mátti taka öh próf á ensku. Á þessum námskeiðum lærði ég allt sem hægt er að læra um keramik, frá A-Z. Upphaflega er keramikið ekkert annaö en duft í poka sem leirinn er lagaður úr. Við lærðum lika að búa til mót, brenna leir og hin ýmsu afbrigði af máln- ingarvinnu. Ég tók svo sérstig í guUvinnu en þá eru hlutimir sprautaðir með skíragulU og skreyttir. Með því móti er hægt að búa til virkhega hstmuni. Ég fer svo reglulega út tU að fylgj- ast með, það eru aUtaf aö koma fram nýjungar í sambandi við keramikvinnslu sem nauðsynlegt er að fylgjast vel með. Og raunar er slagorð Duncanfyrirtækisins: eitthvað nýtt á hveijum degi. Námskeiðahald Stór hluti af starfsemi Lista- smiðjunnar eru námskeiö seni hafa verið haldin víða um land. Á þeim læra nemendur Maríu að pússa styttumar og mála þær. Sá fjöldi sem kemst á hvert námskeiö er takmarkaður og ekki mega vera nema 6 nemendur í einu. Flestir sem hafa verið á námskeiöunum hafa veriö byijendur í faginu en nú stefnir María að því að verða með framhaldsnámskeið á næst- unni. Stór hluti af starfseminni er einn- ig þjónusta við elliheimUi og öldr- umarstofnanir og; hefur Lista- smiðjan selt mikið af framleiðslu sinni á þá staði. Hún hefur einnig verið með námskeið fyrir leiðbein- endur á þessum stofnunum. ,J>að er afskaplega gaman að kenna eldra fólkinu, það er fijótt í hugsun og hefur mikla ánægju af því sem það er að gera. Margir era allt árið að búa til gjafir handa vin- um og kunningjum úr keramikinu. Elsti nemandinn, sem ég hef feng- ið á námskeið, var 92 ára gamall maður og hann bjó til marga fallega muni. Aldur hefur htið að segja í þessu sambandi, fólk þarf aðahega að hafa handstyrk og sæmhega sjón.“ -En hvað er svo framundan hjá Listasmiðjunni? „Ég ætla utan í byijun júní og sjá hvað er að gerast á þessu sviði úti í hinum stóra heimi. Ekki ahs fyrir löngu lærði ég að mála skerma sem passa vel við lampafætuma sem við framleiðum hér og ég bíð eigin- lega bara eftir tækifæri til aö geta kennt fólki skermamálun. En það sem hugurinn snýst helst um þessa stundina em námskeiðin sem eru í bígerö svo og framhaldsnám- skeiðin sem verða á næstunni," segir María. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.