Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989.
Fréttir
W'- wv
m *!* *&**£::**!£* »m ■ s>
jpr
Þegar fjölskylda ætlar að kaupa íbúð
byrjar hún á því að leita að henni á fast-
eignamarkaði. Óþarfi er að senda inn
umsókn til Húsnæðisstofnunar.
Þegar seljandi hefur fengið skuldabréfið
frá seljandanum í hendurnar fer hann
með það í Húsnæðisstofnun sem lætur
hann fá húsbréf fyrir sömu upphæð.
Ef kaupandinn ætlar að kaupa aðra íbúð
getur hann reitt húsbréfin fram sem
greiðslu. Ef hann stefnir ekki að húsa-
kaupum getur hann reynt að selja hús-
bréfin annaðhvort hjá lífeyrissjóðnum
sínum eða frjálsum verðbréfamarkaði.
Þar munu húsbréfin sjálfsagt njóta svip-
aðra kjara og ríkisskuldabréf enda með
ríkisábyrgð.
■"
.
;
...
m
Þegar íbúðin er fundin er gerður kaup-
samningur. Meðalverð á blokkaríbúð í
Reykjavík er í dag um 4,5 milljónir. Kaup-
andi gefur þá út skuldabréf fyrir 65 pró-
sent af kaupverðinu eða að andvirði
2.925.000 krónur. Þetta skuldabréf ber
markaðsvexti. Hann fjármagnar síðan
sjálfur 1.575.000 krónur af kaupverðinu.
Ári eftir kaupin fara greiðsluseðlar frá
Húsnæðisstofnun að streyma inn um
lúguna hjá kaupanda íbúðarinnar. Þar
sem markaðsvextir voru á skuldabréfinu
sem hann gaf út og sem endaði hjá
Húsnæðisstofnun er kaupandinn rukk-
aður um mun hærri greiðslur en sam-
kvæmt núgildandi kerfi. Að 40 árum
liðnum hefur kaupandinn greitt um 145
prósent ofan á höfuðstól skuldabréfsins
í vexti. Sá sem tekur lán í núgildandi
kerfi greiðir hins vegar ekki nema um
70 prósent ofan á höfuðstólinn á 40 ára
greiðslutíma.
Þegar kemur að afborgun á láninu mun
kaupandinn fá greiddar vaxtabætur frá
skattinum. Þær verða mismunandi eftir
tekjúm fjölskyldunnar og hreinni eign
hennar. Þannig er miðað við að bætur
til þeirra lægst launuðu og eignaminnstu
munu í raun ná því að raunvextir af
upphaflega skuldabréfinu verði 2 pró-
sent eða minna þegar tillit hefur verið
tekið til vaxtabótanna. Þeir tekjuhæstu
og eignamestu munu hins vegar fá
minna og jafnvel ekki neitt frá skattinum.
Hvaða áhrif hefur húsbréfakerfið?
Hærri lán, styttri biðraðir
og mishá greiðslubyrði
Ef frumvarp Jóhönnu Sigurðardótt-
ur félagsmálaráöherra um húsbréfa-
kerfið verður samþykkt á Alþingi
munu húskaupendur geta fengið að
láni mun stærri hluta af kaupverði
íbúða en samkvæmt því kerfi sem
nú er lánað eftir. Þar sem vextir
verða ekki niðurgreiddir í húsbréfa-
kerfinu verður greiðslubyrðin af
húsnæðislánum mun hærri en í nú-
gildandi kerfi. Vaxtabætur úr ríkis-
sjóði munu síðan hafa þau áhrif að
hinir lægst launuðu munu í raun
greiða minna til baka af láninu en
samkvæmt núgildandi kerfi en þeir
sem hæst hafa launin munu greiða
mun meira.
Húsbréfakerfið á
að eyða biðröðum
Samkvæmt frumvarpinu er gert
ráð fyrir aö húsbréfakerfið muni í
fyrstu verða notað til þess að minnka
biðraðir hjá Húsnæðisstjóm. Þegar
því er lokið á í raun engin biðröð að
verða í kerfinu. Húskaupendur finna
sér þá íbúð, ganga frá kaupsamningi
og gefa út skuldabréf fyrir 65 prósent
af andvirðinu. Seljandi skiptir siðan
á þessu bréfi og húsbréfum í Hús-
næðisstofnun. Hann getur síðan not-
að þau sem greiðslu í nýja íbúð eða
selt þau á almennum markaöi.
Þetta fyrirkomulag gildir jafnt fyrir
þá sem eru að kaupa í fyrsta skipti
og þá sem eiga íbúð fyrir. í núgild-
andi kerfi er þessum hópum mis-
munað þannig að þeir sem kaupa í
fyrsta skipti fá hærra lán en þeir sem
eiga eign fyrir.
Hærri lán í gegnum
húsbréfakerfið
Meðalverð á blokkaríbúð 1 Reykja-
vík er í dag um 4,5 milljónir króna.
Samkvæmt núgildandi kerfi fengi sá
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
sem er að kaupa í fyrsta skipti
2.357.000 krónur lánaðar hjá Hús-
næðisstofnun eða um 52 prósent af
kaupverðinu. Sá sem á eign fyrir fær
hins vegar 1.650.000 krónur eða um
37 prósent af kaupverðinu.
Samkvæmt húsbréfakerfinu á
kaupandinn hins vegar rétt á að gefa
út skuldabréf til 40 ára að upphæð
sem nemur 65 prósent af kaupverð-
inu eða 2.925.000 krónum.
Þannig fá þeir sem kaupa dýrari
íbúðir en 3,6 milljónir meira lánað
samkvæmt húsbréfakerfinu en þeir
sem kaupa ódýrari íbúðir fá meira
lánað út úr núgildandi kerfi.
Mestar vaxtabætur til
hinna lægst launuðu
Þegar kemur að greiðslum af þess-
um lánum er einnig munur á kerfun-
um tveimur. Núgildandi kerfi ber 3,5
prósent vexti. Húsnæðisstofnun
greiöir vextina niður og ver til þess
mörg hundruð milljónum á ári
hveiju. Greiðslubyrðin á þessum
lánum er tiltölulega létt. Lántakend-
ur greiða á 40 árum um 70 prósent
ofan á höfuðstól lánsins í vexti.
í húsbréfakerfinu eru vextir ekki
niðurgreiddir. Lántakendur munu
því þurfa að greiöa rúm 140 prósent
í vexti ofan á höfuðstólinn á 40 árum
sé miðað við 7 prósent vexti.
Samkvæmt kerfinu er hins vegar
gert ráð fyrir því að húskaupendur
fái vaxtabætur frá skattinum. Til
þess á að veija svipaðri upphæð og
Húsnæðisstofnun ver nú tíl þess að
niöurgreiða vexti á lánum sínum. í
stað þess að allir sitji við sama borð,
eins og í núgildandi kerfi, er gert ráð
fyrir því að vaxtabæturnar verði
mismunandi eftir tekjum og eignum
húskaupenda. Þannig er reiknað
með því að þeir sem hafa lægstu tekj-
umar og em nær eignalausir fái
greitt það mikið frá skattinum að það
nægi tíl þess að raunverulegir vextir
af húsbréfunum verði ekki nema um
2 prósent og jafnvel lægri. Þeir sem
hafa hærri laun munu fá minna
greitt frá skattinum og þeir sem hafa
miklar tekjur og eiga miklar eignir
munu ekki fá neitt.
Núgildandi kerfi hyglir einkum
þeim sem kaupa í fyrsta skiptí með
því að láta þá fá hærra lán en aðra.
Auk þess er ýmsum reglum beitt til
að færa þá framar í biðröðinni eftir
lánunum sem búa í slæmu húsnæði
eða eiga mörg böm. Samkvæmt hús-
bréfakerfmu njóta þeir hins vegar
bestu kjara sem hafa lág laun og eiga
litlareignir. -gse