Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989. UTLÖND Lokauppgjörið sagt nálgast Lokauppgjörið milli Benazirs Bhutto, sem nú hefur gegnt embætti forsætisráðherra Pakistans í rúma hundrað daga, og óvina hennar er nú tahð nálgast. Margir búast við því að Pakistanski þjóðarflokkurinn, sem er flokkur Bhuttos, reyni í þessari viku að steypa af stóli forsætisráðherra Punjabs, Nawaz Sharif. Hann var einn helsti stuðningsmaöur Zia ul- Haqs, fyrrum forseta Pakistans. Þingið í Punjab hefur veriö kallað saman á ný og leiðtogar Þjóðar- flokksins búast við að vantrausts- yfirlýsingin verði borin fram með stuðningi andófsmanna í Múha- meðska lýðræðisbandalaginu, flokki Sharifs. Lýðræðisbandalagið svaraði með því að kalla saman þjóðþingið í Isl- amabad og hótar að bera fram tillögu um vantraustsyfirlýsingu gegn Bhutto, fyrstu konunni sem gegnir embætti forsætisráðherra í múha- meðsku ríki. Hrifnir af Bhutto Hætta þykir á að baráttan um Punjab, þar sem 55 prósent lands- Fyrsta opinbera heimsókn Benazirs Bhutto sem forsætisráðherra Pakistans var til Kína í febrúar síðastliðnum. Símamynd Reuter Ertu að selja? - Viltu kaupa? - eða viltu skipta? Bílamarkaður p »ifj á laugardögum og smáauglýsingar daglega. Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga auglýsa fíölbreytt úrual bila aföllum gerðum og i öllum verðflokkum með góðum árangri. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á laugardögum þurfa að berast í síð- asta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin erhins uegaropin alla daga frá kl. 9-22 nema laugardaga kl. 9-14 ogsunnudaga frá kl. 18-22. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 27022 manna búa, eyðileggi annars góöa ímynd Bhuttos. Stjómmálasérfræð- ingar og sendimenn láta vel af henni en eru ekki jafnhrifnir af samráö- herrum hennar. Sagt er að ráðherr- amir láti sig baráttuna um Punjab meiru skipta en efnahagsvandamál- in og sumir óttast jafnvel að lýöræð- ið sé í hættu. Minnast menn þá óþol- inmæði fóður Benazirs gagnvart stjómarandstööuflokkunum á átt- unda áratugnum. Þegar Zia lést í ágúst síðastliðnum í flugslysi, sem enn hafa ekki fundist skýringar á, átti Sharif stóran þátt í myndun bandalagsins gegn Þjóðar- flokknum. í þingkosningunum í nóv- ember hlaut Þjóðarflokkurinn flest atkvæði og stjórnar með stuðningi óháðra á þjóðþinginu. í héraðskosn- ingunum, sem haldnar voru þremur dögum síðar, náði lýðræðisbandalag- ið meirihluta í Punjab og Sharif varð æðsti ráöherrann þar. Kom á óvart Það hafa frekar verið ráðherrar úr Þjóðarflokknum og flokksleiðtogar frá Punjab sem hafa staðiö fyrir því að Sharif verði látinn víkja heldur en forsætisráðherrann sem hefur komið kerfisköllunum á óvart þó hún hafi ekki gert nein kraftaverk. Og meira að segja herinn telur að hægt sé að starfa með Bhutto eða við hliö hennar. Frá því að Bhutto tók við völdum hafa pólítískir fangar verið látnir lausir, fjölmiðlar hafa fengið meira frelsi og bönnuð verkalýðssamtök hafa fengið leyfi til að starfa á ný. Utanríkisstefnan hefur verið óbreytt frá því sem var þegar Zia var við völd og Afganistanmálið hefur her- inn aðallega verið látinn sjá um. Bhutto virðist ekki hafa gert neitt átak til þess að ráða bót á efnahags- vandanum og hefur enn ekki útnefnt fjármálaráðherra. Reuter Teiknarinn Lurie hefur gefið í skyn að herinn ógni lýðræðinu í Pakistan. Heryfirvöld eru nú sögð það ánægð með Benazir Bhutto að þau geti jafn- vel hugsað sér að starfa með henni eða að minnsta kosti við hlið hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.