Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Blaðsíða 32
60 .6861 8HAM .ðí HUOAŒJHIVfflM MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989. Andlát Haukur Óskarsson rakarameistari lést i hjartadeiid Landspítalans 13. þessa mánaðar. Bárður Magnússon frá Steinum, Norðurgarði 13, Hvolsvelli, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 13. mars. Áslaug Guðjónsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Háaleitisbraut 44, lést mánudaginn 13. mars. Þorgrímur Maríusson, Höfðabrekku 16, Húsavík, andaðist í sjúkrahúsi Húsavíkur 12. mars. Jarðarfarir Jónas K. Jósteinsson, Mávahlíð 8, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 15. Sigurrós Inga Hannea Gunnarsdótt- ir, Sólheimum 40, verður jarðsungin fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30 frá Langholtskirkju. Árný Marta Jónsdóttir, Njálsgötu 75, verður jarðsungin frá Haligríms- kirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 13.30. Lilja Sigurðardóttir frá Pétursborg, Eyjahrauni 7, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. mars. Útfor hennar fer fram frá Landa- kirkju laugardaginn 18. mars kl. 11. Jón Guðmundsson frá Nesi lést 7. mars. Hann fæddist þann 7. október 1909 að Borgum í Nesjahreppi í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson og seinni kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir. Jón vann lengst af á Skattstofu Reykja- víkur sem gjaldkeri og fulltrúi. Eftir- lifandi eiginkona hans er Sesselja Jóna Magnúsdóttir. Þau eignuðust saman einn son. Útfór Jóns verður gerð frá Seljakirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Árshátíð Alliance Francaise verður haldin laugardaginn 18. mars í Risinu, Hverfisgötu 105 (3 hæð). Að þessu sinni hefur félagið fengið trióið „Trio Marc Perrone" (harmónika, söngur og stepp) til að koma og skemmta. En tríóið hefur skemmt um allan heim. Árshátíðin er öllum opin. Mögulegt er að koma á hátíðina að borðhaldi loknu. Miðasala á Franska bókasafninu, Vesturgötu 2 (inn- angengt frá Tryggvagötu), sími 23870, opið frá kl. 15-19. Ath. Síðasti dagur pant- ana er 17. mars. Mælsku- og rökræðu- keppni - lokakeppni Þriðja ráð ITC á íslandi stendur árlega fyrir mælsku- og rökræðukeppni miili deilda innan ráðsins. M & R keppni þriðja ráðs ITC er útsláttarkeppni og keppa nú til úrslita ITC Stjama í Rangárþingi og ITC Fífa í Kópavogi. ITC Fifa mælir með þeirri tilllögu að Vestmannaeyjar verði gerðar að sjáifstæðu ríki, en ITC Stjama mælir gegn tillögunni. Keppnin verður haldin í kvöld, 15. mars, kl. 20.15 að Hamraborg 5, Kópavogi, 3. hæð. (Sama húsi og bókabúðin Veda). Kafiiveitingar verða í hléi og em allir velkomnir. Neskirkja Föstuguðþjónusta verður í kvöld kl. 20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fríkirkjan í Reykjavík Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Or- gelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Samband listanema á íslandi SALI, samband listanema á íslandi, verð- ur endurvakið með listakvöldi á Hótel Borg í kvöld, 15. mars. Húsið verður opn- að kl. 20 en dagskrá hefst kl. 20.30. Miða- verð 250 kr. Að þessu sinni standa nem- endur úr fjórum listaskólum á höfuð- borgarsvæðinu að þessu: Tónlistarskól- inn í Reykjavik, Leiklistarskóli íslands, Myndlista- og handíðaskóli íslands og Söngskólinn í Reykjavik. Á efnisskránni verða bæði atriði frá hverjum skóla, eins konar kynning á starfi þeirra, en jafn- framt atriði þar sem allar listgreinar tvinnast saman. Boðið verður upp á ljóðalestur, tónhst, myndlistarsýningu, leikþátt, dans og söng. Þar verður einnig frumsamið atriði, eins konar tangoleik- þáttur, sem saminn var í samvinnu hsta- nemenda úr öhum skólunum og þar fá ahar hstgreinar að njóta sín. Aldraðirog atvinnulíf Föstudaginn 17. mars gengst Öldrunar- ráð íslands fyrir ráðstefnu um aldraða og atvinnulíf. Fjahað verður um áhrif starfsloka á hehsufar, félagsleg réttindi við starfslok, kynnt verða sjónarmið hagsmunasamtaka aldraðra, verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda auk þess sem hugmyndin um sveigjanleg starfslok verður kynnt. Framsögumenn verða Þór Hahdórsson yfirlæknir, Anna Jónsdóttir félagsráðgjafi, Bergsteinn Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni, Guðni Ágústsson al- þingismaöur, Guðríður Ehasdóttir, fyrr- verandi varaforseti ASÍ, og Björgvin Jónsson forstjóri. Fundarstjóri verður Pétur Sigurðsson, varaformaður Öldr- unarráðs íslands, og mun hann jafnframt stýra pahborðsumræðum. Ráðstefnu- staðrn- er Borgartún 6. Ráðstefnan, sem hefst kl. 13 og lýkur kl. 17, er öhum opin. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur kökubasar og flóamarkað laugar- daginn 18. mars kl. 14 á Laufásvegi 13. Móttaka á kökum og munum verður á sama stað fóstudaginn 17. mars eftir kl. 17 og frá kl. 10 á laugardagsmorgun. Aukasýning á London City Ballet Vegna mikihar eftirspumar eftir miðum á sýningar London City Ballet í Þjóðleik- húsinu hefur verið ákveðin aukasýning laugardaginn 1. aprh kl. 14.30. Uppselt er á tvær sýningar flokksins, fostudags- kvöldið 31. mars og laugardagskvöldið 1. aprh. Ferðalög Páskaferðir Ferðafélagsins 1. Snæfehsnes - Snæfehsjökuh. Fjögurra daga ferð frá 23.-26. mars. Brottfór kl. 8.00 á skírdag. Gist í svefnpokaplássi að Görðum í Staðarsveit. Gengið á Snæfells- jökul og farin skoðunarferð meðfram ströndinni. 2. Þórsmörk - Langidalur. Tvær feröir eru th Þórsmerkur. Sú fyrri er kl. 8.00 á skírdag en sú seinni laugardaginn fyrir páska kl. 8.00. Komið er th baka úr báðum ferðum á annan í páskum. Gist er í Skag- fjörðsskála í Langadal. 3. Skíðagönguferð th Landmannalauga. Hópm-inn mun ganga á skíðum frá Sig- öldu til Landmannalauga og eftir þriggja daga dvöl er gengið aftur th baka að Sig- öldu en þar bíður rúta hópsins. Ferðafé- lagið sér um aö flytja farangur th og frá Landmannalaugum. í Landmannalaug- um eru skipulagðar skíðagönguferðir um nágrennið. Nánari upplýsingar um páskaferðimar em veittar á skrifstofu FI, Öldugötu 3. Tapað fundið Grábröndótt læða fannst í Garðabæ. Læðan, sem er með hvitt undir höku, er kettlingafuh. Eigandi vinsamlegast hafi samband í síma 76206 sem fyrst. Fundir Digranespréstakall KirHjufélagsfúndUr verður í safnaðar- heimilinu við Bjamhólastíg fimmtudag- inn 16. mars kl. 20.30. Flutt verða erindi, sýndar myndir og kafíiveitingar. Réttirfrá Miðausturlöndum Pítur, falaffel og fleira góðgæti verður á boðstólum á léttum matarfundi sem Vinafélagið ísland/ísrael heldur ftmmtu- dagskvöldið 16. mars kl. 20 í hhðarsal Hahgrímskirkju. Á fundinum ræðir Ahsa Kjartansson um ísraelska matargerð í tengslum við gyðinglega siði og venjur og síðan verða veitingar seldar á vægu veröi. Gosdrykkir verða einnig á boðstól- um. Fundurinn er öhum opinn. JC Árbær mun halda kynningarfund i félagsheimih sínu að Hraunbæ 102 b (við hhðina á Skaha), í kvöld, 15. mars kl. 20.30. Þá mun félagið halda sinn 7. félagsfund, fimmtu- daginn 16. mars kl. 20.30 á sama stað. Boðið verður upp á kaffiveitingar á báð- um fundunum sem eru öhum opnir. Fyrirlestrar Asu Wright fyrirlestur Ása Noyman dr. phh., dósent í þjóðfræði við Uppsalaháskóla, flytur fyrirlestur á vegum Minningarsjóðs Ásu Guðmunds- dóttur Wright miðvikudaginn 15. mars. Fyrirlesturinn fjallar um útgáfu evr- ópsku þjóðfræðikortanna, þar sem sýnd er útbreiðsla þjóðsiða og þjóðhátta í Evr- ópu. Fyrirlesturinn verður haldinn á sænsku í stofu 101 í Odda, hugyísinda- húsi Háskólans, og hefst kl. 17.15. Öhum er heimih aðgangur. Þraukað á Þingeyri: Verkstjórinn ræður! Ekki veit ég hvemig ég á að byrja á þessu, en það má reyna. Hingað kom verkstjóri á haust- mánuöum 1987. Litlar sögur fara af því hvaðan hann kom, en ekki skipti ég mér af honum, enda má mann reyna. Þann 27. janúar 1988 tóku þeir upp á því að láta alla vera með hámet undir húfunum og skipti þá engu máh hvort manneskjan var rpjög stuttkhppt eða ekki. Ein verkakonan þóttist hafa gleymt hámeti sínu heima. Síðan fór hún o'g bað um net og klagaði mig um leið fyrir að vera bara með eitt höfuðfat, það sem verkstjóri hafði sjálfur sagt að ég mætti vera með. Þetta endaði með því að ég var köhuð upp á skrifstofu og settir tveir kostir: Að setja hámet undir höfuðfatið, sem verkstjóri í sal hafði tahð nægilegt, þar sem hár mitt er mjög stutt, eða þá að ég gæti farið heim. Eg valdi seinni kostinn en kom th baka eftir fjóra tima og var ekkert um þetta rætt meira í þetta skiptiö. Þessi verk- stjóri labbar sjálfur um sahnn húfulaus og slopplaus, en á þó að vera okkar fyrirmynd. í 20 ár Þaö eina sem virðist skipta máh er að sýna vald sitt. Aht gengur nú sinn vanagang þangað th þann 22/3. Þá skipaði hann mér í starf sem ég get ekki unnið vegna shtgigtar í öxlum (sama verk en önnur vinnu- aðstaða). Þegar ég sagði honum að þetta gæti ég ekki var ég rekin, jafnvel þó að ég segði honum uppi í kompu að það lægi fyrir læknis- vottorð um þetta hjá honum og Kjallarinn Guðlaug Vagnsdóttir verkakona, Þingeyri sagði hann mér þá að vera ekki með þetta kjaftæði og lygi! Ég fór heim, en áttaði mig strax á að ég gæti þó ahtaf flakað, svo ég hringdi th hans, en hann neitaði mér um það. Það var þetta verk á þessum stað eða ekkert! Svo ég var pínd í verkið og var þar stutta stund, þá var ég köhuð fram í handflökun! En í hana mátti ég ekki fara fyrr en ég hafði hlýtt og farið í verk sem ohi mér verkjum í öxlum. I flökun var ég svo samfleytt í sex vikur. Hér er um handflökun að ræða og vann ég frá kl. 4 á morgnana til 5 eða 6 á kvöldin og er ég ekki að kvarta yfir vinnunni. Ég hef gert þetta á vorin í grálúðu. Eg vil taka það fram að ég hef ekki verið frá vinnu vegna axlanna, mér hefur verið lofað að vera í þanrng aðstöðu að þetta hái mér ekki. Ég er búin að vinna þama hjá Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga í 20 ár. Um þessar mundir var ég einnig í daglegum þrifum eftir vinnu á kaffistofu, sal- ernum, stiga, göngum og fleira. Þann 19/4 rak hann mig úr öhum þrifum og bar því við að ég væri óþrifin allt í einu! Ég skal taka fram að nú var ég orðin reið yfir öhum þessum brottrekstrum og valdi þann kostinn að hitta hann ekki til þess að eiga ekki á hættu að segja eitthvað sem ég sæi svo eftir síðar og hann gæti svo notað á móti mér. Þá fæ ég samt bréf, þann 9/5. Aðvörunarbréf án skýringa og á ég það. Síðan fæ ég annað bréf þann 27/6, sem ég læt fylgja hér með. Ég held að það tah sínu máh! Trúnaðarmaður er búin að spyija Halldór (þaö heitir verkstjórinn) hvort hann hafi rekið mig fyrir það sem ég hef talið hér upp, en hann segir nei við því. Aftur á móti segir hann mig vita af hveiju ég var rek- in! Ekki veit ég hveiju ég vildi fórna til þess að vita hvað það er sem ég hef af mér gert. Nú eru þessir forkólfar verka- lýðsstéttarinnar svo góðir þegar þeir eru að halda ræður að það virðist sem hver einasti verkamað- ur sé svo fastur fyrir bijóstinu á þeim að þeir séu að kafna, en leiti fólk til þessara manna þvo þeir hendur sínar og segja verkstjóra ráða hvern þeir hafi í vinnu! Mér þykir miður að hafa leitað til stéttarfélags míns, Verkalýðs- félagsins Brynju, því þó að flest það fólk hafi ahst upp við sömu kjör og ég, er það svo að það vill sem minnst vita um sína stéttarfélaga ef þeir eru í eríiðleikum, enda flest- ir í þeirri stjórn ekki í vinnu við frystihúsið. Þrautalendingin Pétur Þá leitaði ég til stjórnarformanns kaupfélagsins, Hallgríms Sveins- sonar. Hann er ráðinn til að sitja jörðina Hrafnseyri við Arnarfjörð og er svo skólastjóri grunnskólans hér svo hann er á margföldum launum. Eg hefði allt eins getað talað við einhvern fiskinn því eng- an stuðning fékk ég þar. Þá var þrautalendingin Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vest- fjarða. Hann er nú búinn að velta sér í þessu í sjö mánuði og ekkert hefur gerst! Hann segir mig alltaf hafa rétt fyrir mér þegar ég tala við hann. En samt er þetta eins og að beija hausnum við stein. Mér flnnst það hart að aðkomu- menn, eins og verkstjórinn og for- stjórinn, komi hér og reki, í svo litlu sjávarplássi, fólk sem hefur átt heima hér í íjörutíu ár úr einu vinnunni sem th er á staðnum! Ég er eins og utangarðsmaður hér! Ég verð að horfa upp á útlendinga, sem fá 40% af kaupi sínu í erlend- um gjaldeyri, labba sig hér í nóga vinnu á hverjum degi. Hvað á mað- ur að láta kúga sig lengi án þess að fá önnur svör en það að verk- stjóri ráði því hvern hann tekur í vinnu? Fólk er hér með hunda- svipu yfir sér og þorir lítið að gera sem von er. Því hér er ekkert nema valdbeiting og harka síðan þessir menn hófu störf! Svo tala þeir um minnkandi afköst! Þeir eru að bola afkastamesta fólkinu út úr húsinu. Ég veit að ég er þungorð í garð þessara manna og hka vinnufélaga minna sem láta þetta viðgangast út af hræðslu um eigin stöðu, það hafa fáir staðið með mér í þessu eða stutt mig nema þessi kona, bréf hennar frá því í sumar fylgir. Óskar hún eftir að fá það birt en henni var bannað að setja það í fjöl- miðla í sumar því þetta átti allt að vera komið í lag á stundinni! Mér finnst að það sé lágmarks- krafa að fá að vita hvað maður hefur gert af sér. Svo er manni hent út á klakann eftir tuttugu ára starf. Þeir segjast ekkert hafa á móti vinnu minni, að ég sé dugleg, en verkstjórinn ræður og þarf ekki einu sinni að skýra út neinar ástæður. Hann bara ræður og búið! Með fyrirfram þökk. Guðlaug Vagnsdóttir „Hvaö á maður að láta kúga sig lengi án þess að fá önnur svör en það að verkstjóri ráði því hvern hann tekur 1 vinnu?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.