Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Blaðsíða 5
5 .6861 3HAM .31 HUÐAQUJÍIVGIM MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989. Atvinnumál Fiskmatsmenn fylgjast með hitastigi í fiski: Rétt ísun skiptir sköpum um gæðin - segir Halldór Ámason, forstjóri Ríkismatsins „Því miður get ég ekki sagt að ég sé ánægður þótt ég viðurkenni að miðað ,hafi í rétta átt. Það er vitað mál að rétt kæling fisksins, alveg frá þvi að hann kemur úr sjó og þar til hann er unninn, skiptir sköpum um hráefnisgæði. Samt sem áður eru sjó- menn allt of tregir til að kaupa sér þá mæla sem þarf til að geta fylgst með þessu,“ sagði Halldór Árnason, forstjóri Ríkismats sjávarafurða, í samtali við DV. Halldór hefur mjög beitt sér fyrir því að bæta meðferð hráefnis, ekki bara í vinnsluhúsunum heldur líka um borð í fiskiskipunum Halldór benti á í þessu sambandi að ekki væri nóg gert af því að verð- launa góða meðferð hráefnis ef fiskur er ekki seldur á fiskmörkuðum. Hann benti á í því sambandi að fisk- vinnslustöð með tvo báta í föstum viðskiptum greiddi sama verð fyrir fiskinn til þeirra beggja. Þó gæti svo verið að annar báturinn, þar sem rétt væri ísað um borð og vel fylgst með hitastiginu, skilaði allt öðru og betra hráefni en hinn sem sinnti þessum þætti lítið eða ekki. Halldór sagði að það væri engin spurning, þegar til lengri tíma er litið, að sjó- menn gætu bætt kjör sín verulega með réttri meðferð á fiskinum um borð í skipunum. Hann sagði að um þessar mundir væru starfsmenn Ríkismatsins að kanna hvernig fiskiskipin stæðu að ísun um borð. Þeir eru mættir þar sem bátamir eru að landa og mæla hitastig fisksins um leið og hann kemur upp á bryggjuna. Síðan verða niðurstöðurnar birtar í Fréttabréfi Ragnar Fransson yfirfiskmatsmaður mælir hitastigið í fiski sem verið var Ríkismatsins. S.dór að landa í Grindavík. DV-myndS Fyrirfermingar- stúlkumar Pósthússtræti 13, sími 22477. Sérstaklega vandað satín, mjúkt og létt. Fallegir litir, mildir eða líf- legir að vild. w j CŒ AUGtySINGAÞJONUSTAN / SIA „Sjarmerandi“ satínnáttföt, jakki, buxur og sioppur. Fiskmarkaöuriim 1 Þýskalandi: Guðbjörg ÍS fékk toppverð í gær - búist við góöu veröi út þessa viku Sveiflumar á ísfiskmörkuðunum eru stundum óútreiknanlegar. Eftir verðhrun á þýska fiskmarkaðnum í síðustu viku fór verðið á mánudag upp í um 60 krónur sem meðalverð fyrir karfa og ufsa. Það þykir ekkert sérstakt en viðunandi. En í gær rauk það upp úr öllu valdi. Guðbjörg ÍS seldi þá karfa fyrir rúmar 76 krónur kílóið, sem er með því betra sem ger- ist. „Ég held að gott verð haldist út þessa viku. Á morgun (í dag, mið- vikudag) verður selt úr 17 gámum og úr skipum verða seldar 230 lestir. Ég á ekki von á því að verðið lækki neitt að ráði, vegna þess að fiskkaup- menn vita að hingað koma engir gámar frá íslandi í páskavikunni," sagði Samúel Hreinsson, umboðs- maður í Þýskalandi, í samtali við DV í gær. Samúel sagði að kólnað hefði veru- lega í veðri í Þýskalandi en það hefur alltaf mikið að segja varðandi fisk- sölu. Það ætti áreiðanlega sinn þátt í því að verðið hefur farið upp vegna aukinnar eftirspumar. Eins væra menn greinilega að tryggja sér fisk fyrir næstu viku, þegar engir gámar koma á markaðinn. S.dór Spara sér þorskinn „Það hefur verið afbragðsveiði af þorski síðustu tvær vikurnar, en mér sýnist vera farið að draga aðeins úr þessu á togaramiðunum. Aftur á móti er mikil veiði hjá línubátum fyrir vestan og því berst mikið að. Þess vegna era nokkrir togarar farn- ir á karfaveiöar. Það hefur farið held- ur hljótt að mokveiði hefur verið á karfa að undanfómu. Menn eru svo sem ekki að tilkynna fjölmiðlum um þótt vel aflist. Við eram á leið á karfa, ætlum að spara okkur þor- skinn meðan svona mikið berst að frá línubátunum,“ sagði Grétar Þórðarson, skipstjóri á Guðbjarti ÍS, í samtali við DV. Varðandi hina miklu karfaveiði undanfarið, var Grétar spurður hvort hann teldi hana hafa orsakað offramboð á þýska markaðnum í síð- ustu viku? „Nei, alls ekki. Þjóðveijarnir hafa leikið þetta ár eftir ár. Þeir heimta svo og svo mikinn fisk, segja markað- inn góðan. Skipin sigla og menn senda út gáma og svo fella þeir verð- ið. Þetta er hara bragð hjá þeim,“ sagði Grétar Þórðarson. S.dór SVÆÐASTEFfíA IEVROPUA TIUNDA ARATUGnUM ER SAMEÍNUÐ EVRÓPA MÖGULEG SVO ÓJÖFFÍ SEM RÍKIHEMMR ERU? Efnahagsleg og félagsleg áhrif sameiginlegs markaðar eftir landfræðilegri legu en fyrir samfélög á mis- munandi þróunarstigum kalla fram spurningar sem þessa. SVÆÐASTEFNA í EVRÓPU ÁTÍUNDA ÁRATUGNUM Til þess að mismunandi sjónarmið komi fram verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Madrid undir vernd spánska fjármála- og viðskiptaráðu- neytisins og Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (O.E.C.D.) Frá 30. mai til 2. júni munu hagfræðingar, félagsfræðingar, skipulags- fræðingar og sérfræðingar í svæðisbundnum málefnum rökræða við þekkta alþjóð- lega sérfræðinga um hina ýmsu þætti þessa máls, svo sem: • SVÆÐISBUNDIN ÁHRIF SAMEININGARINNAR **** Ég óska að ^ leggja inn bráðabirgðapöntun án skuldbindingar og fá meiri upplýsingar um ráðstefnuna. * * * * * * Eftirnafn og skirnarnafn/nöfn Menntun/starf Fyrirtæki_________________ Heimilisfang vinnustaðar jf- Slmi_____________________________ Fax______________________________ >f (Fjöldi þátttakenda takmarkaður) * * * Send this Request Slip, before 15 th April, to: CONGRESO INTERNACIONAL 'POLITICA REGIONAL EN LA EUROPA DE LOS ANOS 90’ Dirección General de Planificación Paseo Castellana 162, buzón 632 28046 MADRID - SPAIN Tels: 34-1 -563 96 90 / 563 97 50 Fax: 34-1-563 96 30/563 20 62 Telex: 27701 POLCO ¥ ¥ ¥ * * ¥ ¥ ¥ ¥ Ministerio de Economía y Hacienda Secretaría de Estado de Hacienda Secretaria General de Planificación y Presupuestos X • BÚSETUBREYTINGU I EVRÓPU • SVÆÐISVAL FJÖLÞJÓÐAFYRIRTÆKJA • AFLVAKA NÝRRA FJÁRFESTINGA • NÝJA FLUTNINGATÆKNI • STJÖRN Á NÝTINGU NÁTTÚRUAUÐLINDA • FJÁRFESTINGU Í FÓLKI MEÐAL FYRIRLESARA MÁ NEFNA: • K. Allen • W. Alonso • D. Biehl • J. Borrell • P. Buigues • R. Cappellin • L. Corames • M. Costells • J. Cuadrado • P.F. Druckeri* J. Friedmann • J.P. de Gaudemar • J. Kay • A Kuklinsky • E. Landóburu • E. Mata • B. Millan • P. Nijkamp • A. Pastor • R. Pérez García • P. Schwanse • F. de Terón • A. Zabalza • J. Zaragoza

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.