Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Qupperneq 3
MIÐiVEHUDAGÍUBLlð.' MARS 1989..
at
DV
Tvöfalt fleiri atvinnulausir en í fyrra:
Fréttir
Mest atvinnuleysi á
Norðurlandi vestra
Atvinnuleysi í febrúarmánuði
jafngilti því að um 2.628 íslendingar
gengju atvinnulausir þann mánuð.
Þessi fjoldi er um 2,1 prósent af öllu
vinnuafli á íslandi. í sama mánuði í
fyrra var um 0,6 prósent atvinnu-
leysi.
Atvinnuleysið er meira á lands-
byggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu
voru um 857 atvinnulausir eða um
1,1 prósent af vinnuaflinu. Á lands-
byggðinni var hins vegar 1.771 at-
vinnulaus. Það jafngildir um 3,5 pró-
sent atvinnuleysi. Atvinnuleysi á
landshyggðinni er því rúmlega þrisv-
ar sinnum meira en á höfuðborgar-
svæðinu.
Af einstökum landshlutum var
ástandið verst á Norðurlandi vestra.
Þar voru 277 atvinnulausir eða mn
6,5 prósent af vinnuaflinu. Á Suður-
landi var 4,1 prósent atvinnuleysi, á
Austurlandi 3,8 prósent og á Norður-
landi eystra og Vesturlandi 3,6 pró-
sent.
Atvinnuástandið var best á höfuð-
borgarsvæðinu en þar var 1,1 prósent
atvinnuleysi í febrúar. Á Vestfjörð-
um var 1,3 prósent atvinnuleysi og
2,4 prósent á Suðumesjum.
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins
hefur atvinnulausum íjölgað um 86
prósent frá sömu mánuðum í fyrra.
Atvinnuleysi er einnig mun meira
en á árinu 1986. Nú eru um 61 pró-
sent fleiri atvinnulausir á fyrstu
tveimur mánuðum ársins en þá.
Á undanfomum árum hefur at-
vinnuástandið verið mun verra í jan-
úar og febrúar en á öðrum tímum
ársins. Síðasthðin tvö ár hefur at-
vinnuleysi í febrúar hins vegar verið
um helmingi minna en í janúar. Nú
er munurinn hins vegar mun minni
eða 10 prósent
-gse
6,47%
Atvinnuleysið
Höjúóborgarsv.
2,42%
Reykjanes
DFJRJ
Ekið á tvö hross:
Þingkona náði
bílnúmerinu
Danfríður Skarphéðinsdóttir,
þingkona Kvennahstans á Vestur-
landi, kom lögreglunni í Borgamesi
til hjálpar um helgina. Það var fyrir
helgi að ekið var á tvö hross með
þeim afleiðingum að aflífa varð þau
bæði á slysstaðnum. Sá sem ók á
hrossin fór af vettvangi og skyldi
hrossin iha særð eftir hggjandi á
veginum.
Lögreglan fann út hvemig bifreið
sá seki ók. Þegar auglýst var eftir
upplýsingum í fjölmiðlum höfðu
nokkrir aðilar samband við lögregl-
una - þar á meðal var Danfríður. Hún
hafði verið á ferð í Borgarfirði og
ökulag eins ökumanns vakti sérstaka
athygh hennar. Danfríður skrifaði
niður númer bifreiðarinnar. Bílstjór-
inn, sem vakti svo athygli Danfríðar,
var sá sami og ók á hrossin.
Ökumaðurinn er Borgfirðingur.
Þess má geta að lausaganga hrossa
er bönnuð á því svæði sem ekið var
á hrossin.
-sme
Jónas Hallsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, með óhlaðna og
ryðgaða haglabyssu sem fannst á þaki hússins númer tvö við Lækjargötu.
Talið er að unglingar hafi verið með byssuna. DV-mynd S
SÓLARGLUGGAFILMUR
★
Við setjum Gila
sóiargluggafilmu á
skrifstofuna - vinnustað-
inn
og þú losnar við meira
en helming sólarhitans.
★
Tölvarar, það verður
þægi-
legra að vinna við tölvuna
- minni hiti á sólríkum
dögum, jafnari og mildari
birta, betra að sjá á skjá,
minna um glampa og fiökt.
★
- Svarta Gila bíiafilman
loksins komin aftur.
ÍSáR0T
BlLDSHÖFÐA 18, SlMI 672240
Til hátíðabrigða
iw/úkkulaði og rjómi
er samsetning sem
getur ekki brugðist.
Pað færðu að reyna
þegar þú bragðar
þennan - með
súkkulaðibitunum. (
i m ■■ i
™ ;KVP