Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989.
Fréttir_________________________________________________________
DV leitar álits almennings á myndinni Lífsbjörg í Norðurhöfum:
„Þessa mynd á að
Valtýr Sigurðsson borgarfógeti gengur í dómssal í gær. Hann hafnaði kröfu
Greenpeace um lögbann á myndina. DV-mynd KAE
Landsmenn fylgdust af áhuga með
myndinni Lífsbjörg í Norðurhöfum í
sjónvarpinu í gærkvöldi. DV haíði
samband við sjónvarpsáhorfendur
víðs vegar um land í morgun og allir
höfðu ákveðnar skoðanir á mynd-
inni.
„Myndin flettir ofan af Greenpeace
sem áróðursfyrirtæki. Við eigum aö
sýna hana sem víðast til að vekja
umræður. Myndin var sæmilega trú-
verðug," sagði Finnbogi Guðmunds-
son, flugvallarstarfsmaður á ísafirði.
„Mjög þörf mynd og ætti að sýna
þeim hana sem vilja. Myndin sann-
aöi ekki beinlínis falsanir Greenpe-
ace en vekur óneitanlega spuming-
ar,“ sagði Ágústa Guðmundsdóttir,
starfsstúlka Kaupfélags Önfirðinga.
„Þetta var gott mótsvar við áróðri
grænfriðunga sem hafa notfært sér
smæð okkar. Mér finnst furðulegt að
æöstu menn þjóðarinnar, eins og
Guðrún Helgadóttir, skuli mæla
þessu bót og fannst þeirra málflutn-
ingur veikur,“ sagði Víðir Benedikts-
son, vélvirki í Bolungarvík.
„Myndin sé sýnd sem víðast“
„Eg er þeirrar skoðunar að þörf
hafi verið á sýningu þessarar mynd-
ar og hún styrkir okkar málstað. Ég
vil að myndin sé sýnd sem víðast um
heiminn. Að mínu mati er ekki ólík-
legt að umdeildu atriðin í myndinni
séu sviðsett. Ummæh danska blaða-
mannsins og fyrrverandi starfs-
manns Greenpeace styrkja mig í
þeirri skoðun," sagði Viktor Helga-
son í Vestmannaeyjum
„Mér fmnst þetta mjög góð dýra-
lífsmynd og að hún eigi fuUan rétt á
sér. Sú gagnrýni, sem fram kemur á
þessi umhverfissamtök, er tímabær.
Ég er þeirra skoðunar að drápsatriö-
in á kópunum og kengúrunum séu
sviðsett. Þessa mynd á að sýna um
allan heim sem náttúrulífsmynd eins
og myndir sem við sjáum hér frá
Afríku og víöar. Vísindaveiðar okkar
eiga rétt á sér því með þeim getum
við rannsakað þessa hvalastofna. Ég
styð Jakob Jakobsson og veit að
hann er virtur vísindamaður," sagði
Haukur Sveinbjömsson á Homafirði
„Þetta var mjög góð mynd. Það má
kannski gagnrýna ýmsa kafla henn-
ar eftir á en ef htið er á heildina var
hún góð. Hún kynnir okkar málstaö
í hvalveiðideilunni prýðilega og það
er augljóst að grænfriðungar hafa
ýmislegt skrýtið í pokahorninu.
Hins vegar var umræðuþátturinn,
sem var í beinni útsendingu á eftir
sýningu myndarinnar, á mjög lágu
plani og vægast sagt furðulegur,"
sagði Gunnlaugur Daníelsson, sölu-
stjóri í Reykjavík.
„Mjög gaman að myndinni“
„Eg veit ekki alveg hvernig ég á
að lýsa því hvað mér þótti um mynd-
ina. Þó held ég að ég geti sagt að mér
hafi þótt hún á ýmsan hátt trúverðug
og góð heimildarmynd. Ég er hlynnt-
ur hvalveiðum okkar og hún kynnir
okkar málstað vel,“ sagði Haraldur
Kjartansson í Reykjavík.
„Mér fannst mjög gaman að mynd-
inni. Þaö sem kom mér einna helst á
óvart var sú hhð á grænfriðingum
sem var dregin fram öðrum þræöi í
myndinni. Það má segja að okkar
sjónarmið í hvalveiðidehunni komi í
fyrsta skipti fram á ótviræðan hátt,“
sagði Tómas Þór Tómasson, sölu-
stjóri í Reykjavik.
„Myndin var nokkuð vel gerð. Viö
getum ekki sætt okkur við aö ein-
hverjir umhverfisverndarsinnar úti
í heimi segi okkur fyrir verkum í
þessum málum, einkum þar sem ég
tel að við höfum meira vit á þessu
en þeir. Það er útilokað að láta Gre-
enpeace stiha okkur svona upp við
vegg. Hvað varðar umræðuna sem á
eftir fylgdi verð ég að segja aö mér
fannst forseti sameinaðs þing verða
sér th skammar í gærkvöldi. Ég er
henni alveg ósammála. En ég verð
að segja að ég hef áhyggjur af þessu
hvalamáli og tel að við, eða stjórn-
völd í raun, hafi staðiö sig afleitlega
í kynningarþætti þessa máls. Auðvit-
að er dýrt að svara svona samtökum
en það er nauðsynlegt," sagði Garðar
Oddgeirsson, bæjarfuhtrúi í Kefla-
vík.
„Myndin var að mörgu leyti for-
vitnheg og sönn, að því er ég best
veit. Mér fannst hún túlka vel það
sem er að gerast í þessum málum,
þ.e. aðfór Greenpeace að okkar lífsaf-
komu. Ég held að við ættum að sýna
þessa mynd víðar. Þaö er sumt sem
kom mér á óvart í myndinni, s.s.
kengúrudrápin sem sýnd voru. Mér
finnst að íslendingar hefðu átt að
hætta alveg hvalveiðum í þessi fjögur
ár sem þær voru bannaöar en tel
einnig að við eigum ekki að láta und-
an svona þrýstingi. Næsta skref okk-
ar er að kynna okkar sjónarmið bet-
ur,“ sagði Rúnar Hallgrímsson, sjó-
maður á Suðurnesjum.
Mér fannst myndin góð og lýsandi
dæmi um aðferðir Greenpeace-
manna í þessum málum. í raun kom
mér fátt á óvart í þessari mynd þar
sem ég vissi hálfpartinn um þessi
atriði. Mér finnst að við ættum að
sýna hana víðar því að mínu áliti var
hún sönn heimildarmynd. Á Suður-
nesjum viröist myndinni hafa veriö
vel tekið," sagði Ægir Már Kárason,
fréttaritari DV á Suðumesjum.
-J.Mar/JJ/PÁ/St.B.
íkveikjudómur:
Hæstiréttur
gagnrýnir
rannsóknina
Hæstiréttur hefur dæmt Gunn-
laug Ólaf Jón Magnússon, sem
er rúmlega tvítugur, í tveggja ára
fangelsi. Gunnlaugur kveikti eld
1 kjallaraíbúð húss við Barónsstíg
í Reykjavík aðfaranótt 25. maí
1987. Alls voru sjö manns á efri
hæðum hússins þegar Gunnlaug-
ur kveikti eldinn en kjaharíbúöin
var mannlaus. Fólkið á efri hæð-
unum varð að flýja heimili sín
vegna elds og mikhs reyks sem
lagði frá svampdýnu sem Gunn-
laugur kveikti eldinn í. Hjón og
sex ára gamalt bam þeirra urðu
aö flýja út á bratt þak vegna
reyksins.
Ástæða íkveikjunnar var sú að
Gunnlaugur var að leita hefhda
gagnvart eiganda kjaharaíbúðar-
innar - en tíl misklíðar þeirra á
mhh hafði komiö í samkvæmi í
ööru húsi fyrr um kvöldið.
í dómi Hæstaréttar er sett fram
gagnrýni vegna hluta af rann-
sókn málsins. Hluti rannsóknar-
innar er mjög aðfinnsluverður að
mati Hæstaréttar. Hæstiréttur
segir meðal annars um rann-
sóknina: „Beiðni um tilnefningu
sérfróðra skoðunarmanna var
ekki sett fram afhálfu Rannsókn-
arlögreglu ríkisins fyrr en 28.
september 1987 eöa fjórum og
hálfum mánuði eftir brunann."
Þá segir að bmnamálastjóri hafi
tilnefnt skoðunarmenn þrátt fyr-
ir að í lögum um brunavamir og
brunamál sé boðið að slík tilnefn-
ing skuh framkvæmd af stjóm
Brunamálastofnunar samkvæmt
tihögu brunamálastjóra.
Þá segir Hæstiréttur að umsögn
skoðunarmannanna sé byggð á
röngum teikningum af húsinu og
að fram hafi komiö að aðeins
annar skoöunarmannanna fór á
vettvang og að hann hafi ekki
fariö inn i húsið og viröist sem
hann hafi aðeins skoðað framhhð
þess.
Hæstaréttardómaramir Guð-
mundur Jónsson, Benedikt Blön-
dal, Bjami K. Bjamason, Guðrún
Erlendsdóttir og Haraldur Henr-
ýsson kváðu upp dóminn.
-sme
Óflutt ræða olli ótta
Kratar vom með einhvetjar
áhyggjur vegna þess aö Steingrím-
ur átti aö halda ræðu á EFTA fundi
í Osló í gærdag. Þeir vom hræddir
um að forsætisráöherra missti eitt-
hvað út úr sér sem betur væri ósagt
eða kæmi með ótímabærar yfirlýs-
ingar sem gætu skaðaö hagsmuni
þjóöarinnar vegna samninga við
EB. Hins vegar virðist Jón Sigurðs-
son ekki fyha áhyggjuflokk krata
hvað þetta varðar og segir óþarft
að gera sér rellu út af ófluttri ræöu.
Þetta er rétt hjá viðskiptaráðherra.
Það er engin ástæða th að hafa
áhyggjur fyrirfram af ræðum sem
Steingrímur heldur og raunar
ástæöulaust að hafa áhyggjur eftir
á hvaö sem hann segir eða segir
ekki f ræðum. Yfirlýsingar hans
koma stundum á óvart og valda
umræðum en þær eiga ahtaf við
miöaö viö stund og staö. Ef menn
gagnrýna ummæh Steingríms er
þaö bara vegna þess aö hann átti
ekki viö það sem menn áhta aö yfir-
lýsingin hafi þýtt eða þá aö um-
mæh hans eru shtin úr samhengi,
rangt höfö eftir eða höfðu ekki ghdi
nema á þeirri stundu sem þau voru
sögö.
Allir muna hin og þessi ummæh
Steingríms um menn og málefni
sem hafa vakið þjóðarathygh. Hins
vegar eiga flestir erfitt með að
muna nokkuð úr ræðum eða yfir-
lýsingum annarra sfjómmálafor-
ingja og sýnir þaö best að þeir
kunna ekki að vekja athygli á sér
og sínum gerðum og orðum. Menn
sem ekki geta komið með krassandi
yfirlýsingar hvenær sem dofnar
yfir þjóðmálaumræðunni eiga ekk-
ert erindi í póhtík. Við getum tekið
sem dæmi þegar Þorsteinn fór að
heimsækja Reagan á sínum tíma.
Steingrímur gagnrýndi þessa ferð
á þeim forsendum að Þorsteinn
hefði nóg að gera hér heima á þeim
tima. Sjálfstæðismenn tóku þessi
ummæh óstinnt upp og héldu því
fram aö Steingrímur hefði manna
síst efni á að koma með svona krít-
ík. Steingrímur varð hins vegar
yfir sig hlessa á reiði íhaldsmanna
og sagði fjarri lagi að hann hefði
verið að gagnrýna Þorstein á nokk-
um hátt. Auðvitaö hefði Þorsteinn
átt aö fara þessa ferö og það væri
tóm vitleysa að skilja ummæh sín
sem gagnrýni á Þorstein Pálsson.
Flokksbræöur Þorsteins urðu þá
klumsa og ekki frekar rætt um
máhö.
Svipað var uppi á teningnum þeg-
ar Steingrímur sagöi í ræöu að viö
hefðum aldrei verið nær þjóðar-
gjaldþroti. Þetta var hent á lofti og
sagt aö svona tal gæti skaöað láns-
traust okkar erlendis. Moggamenn
uröu svo felmtri slegnir aö þeir
hringdu upp bankasljóra vítt og
breitt um heiminn og báöu um áht
á þessari fuhyrðingu. Bankamenn
sögðust aldrei hafa heyrt þetta og
sögðu óþarft fyrir íslendingá aö
hafa nokkrar áhyggjur þvi alhr
vissu að þjóðin borgaði ahtaf sín
erlendu lán með því aö taka ný lán
til að greiða eldri lán. Sjálfur átti
Steingrímur vart til orð yfir því
hvaö fólk misskildi þaö sem hann
hefði sagt. Hann heföi ekki nefnt
að þjóðin væri aö verða gjaldþrota,
aöeins drepið á þaö aö viö værum
nær gjaldþroti en oftast áður. En
auövitað væri út í hött að setja
þjóöargjaldþrot í samhengi viö sín
ummæh. Þar með voru öh vopn
slegin úr höndum þeirra sem vildu
láta sem Steingrímur hefði meint
það sem hann sagði eða sagt það
sem hann meinti. Enda hefur
Steingrímur lýst því yfir að hann
geti auövitað ekki annað en bara
endurtekið það sem hann hefur
sagt áöur og það eru greinileg skila-
boð um aö menn hafi ekki áhyggjur
'af því sem hann segir frá dégi til
dags.
Meðan Steingrímur heldur áfram
að halda ræður og gefa yfirlýsingar
er engin ástæða til aö hafa áhyggj-
ur. En ef hann gerðist þögull sem
gröfin er fyllsta ástæða til að ör-
vænta. Hvemig á þjóðin aö mynda
sér rétta skoðun á öllu því sem er
til umræðu í póhtíkinni ef Stein-
grímur er ekld til að lýsa kjama
hvers máls á sinn hátt? Fréttamiðl-
ar kæmust í efnishrak ef ekki væri
hægt að birta daglega álit Stein-
gríms á hinu og þessu. Ummæh
hans og yfirlýsingar nægja oft th
að fylla heilu fréttatímana með því
aö leita áhts sem víðast á yfirlýs-
ingunum. Það er því af hinu góða
að Steingrímur tah sem oftast og
sem víðast um heiminn og tóm vit-
leysa aö hafa áhyggjur af því hvaö
hann segir, hvorki fyrir ræðu né
eftir ræöu.
Dagfari