Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989. 9 dv________________________________________Fréttir Sjópróf 1 Vestmannaeyjum vegna Nönnu VE: Toglúgan undir sjó- línu og dælurnar höfðu ekki undan i Sjór streymdi hindrunarlaust inn um stjómboröstoglúgu á Nönnu VE, þegar báturinn sökk fyrir rúmri viku, meö þeim afleiðingum aö dælur höföu ekki undan. Skipverjar voru aö hífa trollið þeg- ar óhappið varö. Bakborðsvírinn var slitinn og því var álagið allt stjóm- borðsmegin. Viö það kom talsverður halli á bátinn. Skipanir skipstjóra um að taka sjálft trollið inn á síöu bátsins komust aldrei til hinna skip- verjanna. Þeir vora að taka trolhð inn um stjórnborðslúguna, sem er neðarlega á bátnum, þegar mikill sjór komst inn um lúguna. Viö það lagöist báturinn með þeim afleiðing- um að sjórinn streymdi hindrunar- laust inn um lúguna. Vegna hallans sem kom á skipið kom aðeins ein dæla af þremur að gagni. Hún hafði hvergi undan. Eftir það var ekki við neitt ráðið og bátur- inn sökk skömmu síðar. Þetta kom fram við sjópróf sem haldin voru í Vestmannaeyjum. Gögn málsins veröa send til ríkis- saksóknara til frekari ákvöröunar. Dómsformaður í sjóprófmu var Jó- hann Pétursson, fulltrúi hjá bæjar- fógetanum í Vestmannaeyjum. Með- dómendur vora Friörik Ásmunds- son, skólastjóri Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum, og Einar Guö- mundsson skipstjóri. -sme Anna Rún Atladóttir. Hugrún Linda Guð- Theódóra Sæmunds- Hildur Dungal. Hulda Ingvadóttir. mundsdóttir. dóttir. Nauðungaruppboð Fyrsta sala á bújörðinni Unhóli, Djúpárhreppi, með öllum gögnum og gæðum, þingl. eign. Pálmars Guðbrandssonar, fer fram í skrifstofu embætt- isins að Austun/egi 4, Hvolsvelli, fimmtudaginn 16. mars 1989 kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðarbanki íslands, Hellu, og Samvinnutrygg- ingar g.t., Reykjavík. _____________Sýslumaður Rangárvallasýslu. FREEPORTKLUBBURINN Fundur verður haldinn í félagsheimili Bú- staðakirkju fimmtudaginn 16. mars kl. 20.30. Góðar veitingar. Rætt um Munaðar- nesferð, skemmtiatriði, bingó. Stjórnin Hreinlætis- tækjahreinsun Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis- tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta. Verkpantanir daglega milli kl. 11 og 19 í síma 72186. Hreinsir hf. Fegurðardrottnlng Reykjavíkur: Fimm stúlkur keppa Fimm stúlkur munu annað kvöld keppa um titilinn „ungfrú Reykja- vík“ á Hótel Borg. Stúlkurnar heita Anna Rún Atladóttir, Hildur Dungal, Hugrún Linda Guðmundsdóttir, Hulda Ingvadóttir og Theódóra Sæ- mundsdóttir. Sú sem sigrar mun keppa sem full- trúi Reykjavíkur í keppninni um „ungfrú ísland'* í maí næstkomandi. í keppninni um „ungfrú Reykja- vík“ munu stúlkurnar koma tvisvar fram, einu sinni í baðfötum og einu sinni í kvöldkjólum aö eigin vali. Bæjarfógetirm á Akureyri: Fækkum ekki í lögreglunni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þótt tollgæslan hafi bæst við hjá okkur þá er sú upphæð sem við fáum 3-4 mflljónum krónum lægri en reksturinn kostaöi á síðasta ári,“ segir Eiías I. Elíasson, bæjar- fógeti á Akureyri, en hann er einn- ig fógeti á Dalvík og sýslumaður í Eyjafjaröarsýslu. Elías sagöi í samtali viö DV að vissulega kallaöi þessi niðurskurð- ur á aukið aðhald og sparnað í rekstrinum. „Ég á hins vegar eftir aö sjá hvemig við bregðumst við þessu. Hér hefur allt verið í nokkuð fóst- um skoröum í rekstrinum en vissu- lega má ekki mikið út af bregöa þegar svona naumt er skammtaö. Eg get þó sagt að það stendur ekki tfl að fækka mönnum í lög- regiuliðinu,“ sagði Elías. Undankeppni íslandsmótsins í bridge: ÚrslH samkvæmt bókinni Undankeppni íslandsmótsins í bridge fór fram um síðustu helgi og komust flestar, þær sveitir í A- og B-úrslitin sem búist var við. Sveitum var raðað í styrkleika- flokka, A - H, eftir stigafjölda spilara og komust allar sveitirnar úr A- styrkleikaflokki og þrjár af fjórum úr B-flokki í úrslitin. Ein C-sveit fylgdi með í A-úrslitin, sveit Sigfúsar Árnar Árnasonar. Spilað var í fjórum riðlum, A-D, og komust tvær efstu af 8 sveitum í A-úrslitin og sveitirnar í þriðja og fjóröa sæti í B-úrslit sem spfluð verða samhhða A-úrslitum um páskana. Sveit núverandi íslandsmeistara sigraði A-riðilinn með öryggi, fékk 153 stig sem er mjög gott skor. Sveit Modern Iceland virtist vera örugg um að komast í úrslitin fyrir síðustu umferðina, hafði 14 stiga forystu á næstu sveit. Sveit Modern tapaði síð- an illa, 24-6, fyrir Ragnari Jónssyni í síöustu umferð og vantaði einn impa upp á að tapa 25-5. Ef sveit Ragnars hefði skorað impanum meira hefði hún unnið sér rétt til spilamennsku í A-riðli í stað Modern Iceland. Sveit Modem komst áfram á 118 stigum. í B-riðli var fyrirfram búist við aö baráttan stæði á milli sveitar Delta og Sigurðar Vilhjálmssonar um sæti í A-úrslitunum. En eftir að sveit Sig- urðar haföi tapað illa, 25-2, fyrir sveit Pólaris, voru úrslitin nánast ráðin. Sveit Pólaris sigraði í riðlinum með 133 stig og sveit Delta kom fast á eft- ir með 131 stig. í C-riðli virtist ekki vera spurning um úrslitin þar sem sveitir Stefáns Pálssonar og Braga Haukssonar virt- ust sigla lygnan sjó. Sveit Stefáns sigraöi sterka sveit Kristjáns Guð- jónssonar frá Akureyri, 25-1, í fyrstu umferð en síðan fóru Akureyring- arnir á kostum. Þeir náðu að skora 136 stig en þau dugðu þó ekki til að komast í A-úrslitin þvi sveit Stefáns Pálssonar fékk 140 stig og sveit Braga Haukssonar 139. D-riðillinn einn bauð upp á nokkra spennu allt til loka en sveit Samvinnuferða var þó örugg um sæti í úrslitum allan tim- ann. Hún skoraði 144 stig og sveit Sigfúsar Arnar Árnasonar tryggði sér sæti í A-úrslitum með góðum endaspretti, fékk 124 stig. Nokkuð kom á óvart í þessum riðli að sterk sveit Siglfirðinga, sveit Ásgríms Sig- urbjörnssonar, náði aðeins fimmta sætinu í riölinum. Þær sveitir, sem unnu sér rétt tfl að spila í B-úrshtum, eru sveitir Júl- íusar Snorrasonar og Ragnars Jóns- sonar í A-riðli, Sigurðar Vflhjálms- sonar og Jóns Inga Ingvarssonar í B-riöh, Kristjáns Guðjónssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar í C- riðli og Jörundar Þórðarsonar <pg Sjóvá/AlmennraíD-riðli. -ÍS HÚSVERNDARSJÓÐUR REYKJAVÍKUR Á þessu vori veröa í þriðja sinn veitt lán úr Húsvernd- arsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða byggingarsögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinar- góðar lýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, verk- lýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1989 og skal umsókn- um, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, kom- ið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. 4 ^Stórkostlegt Vegna breytinga verður 50-20% % % Mikiö úrval af vönduðum skóm á alla fjölskylduna Láttu þetta einstaka tækifæri ekki fram hjá þér fara! afsláttur á öllum skóm í skóbúð okkar fram að . páskum SKÓBÚÐ Lækjargötu 6a, Reykjavík, sími 91-20937

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.