Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989.
15
Stöðnun við húsvegg
„Margvíslegur iðnaður átti að spretta upp af starfsemi álversins..
segir m.a. i greininni.
Erlendar fjárfestingar eru ekki
eingöngu af hinu góða. Samt ber
mönnum saman um að fátæk þjóð-
félög hafi aukið hagvöxt sinn hrað-
ar, þau sem tóku inn erlent fiár-
magn, en hin sem vísuðu því á bug.
Reynslan af stóriðju í fátækum,
vanþróuöum þjóðfélögum hefur
viða orðið sú að þróunin hefur
stöðvast við húsvegg stóriðjufyrir-
tæKja, t.d. á íslandi. Við sjáum að
visu uppbyggingu í Hafnaríirði og
seytlunaráhrif í öllu samfélaginu
en enga iðnþróun.
(ísal framleiddi eitt árið um 86
þúsund tonn af súráli en innan-
lands voru aðeins notuð 300 tonn,
mest af þvi í steikarpönnufram-
leiðslu á Eyrarbakka og óskandi
að meira hefði verið gert af slíku.
Enginn árangur
Ein helsta röksemdin fyrir ál-
samningunum á sínum tíma var sú
að margvíslegur iðnaður mundi
spretta upp af starfsemi álversins
og þær röksemdir gerðu uppsetn-
ingu álversins fýsilega en ekki stórt
raforkuver eða flölgun stoða undir
einhæft atvinnulíf íslendinga ef
það þýddi bara eitt stykki álver og
síðan lítið meira.
í áisamningnum er gert ráð fyrir
að nokkurt fjármagn komi frá
framleiðslunni til athugana á iðn-
aðartækifærum en það ákvæði
mun ekki hafa verið notað og eng-
inn árangur hefur orðið af ýmsum
athugunum sem fram hafa farið
hingað til, m.a. á framleiðslu fyrir
bílaiðnaðinn og virðist sem enginn
kunni skýringar á því hve lítiö hef-
ur gerst í þessum málum.
Nú hefur iðnaðarráðherra ákveö-
ið að fela Iðntæknistofnun að at-
huga möguleika á nýjan leik. Per-
KjaUarinn
Ásmundur Einarsson
útgáfustjóri
sónulega efast ég ekki um áhuga
Iðntæknistofnunar en full ástæða
er til að efast um póhtíska viijann.
Það er ekkert nýtt að stjómmála-
menn veki máls á nýjum vaxtar-
möguleikum þegar illa árar eða
þegar stöðnun er í gangi en umræð-
an um líftækniiðnaðinn er dæmi
um það.
Yfirtök skrifræðis
Útflutningsstefna er meginfor-
senda þess að fátæk þjóðfélög rífi
sig upp til bjargálna og síðan vel-
megunar. Við höfum löngum fylgt
útflutningsstefnu í sjávarútvegi.
Ullariðnaöurinn byggði á útflutn-
ingsstefhu og ýmsir þættir mat-
vælaiðnaöar. Stefiia uppbyggingar
í verslim og þjónustu hefur alis
ekki verið röng en það er væntan-
lega ljóst öllum sem út í máhð
hugsa að við ramman reip er að
draga í útflutningi á þekkingu. Á
því sviði verðum við ahtaf þiggj-
endur.
Hins vegar hefur sú áhersla, sem
lögð hefur verið á þjónustustarí-
semina í flestum löndum, verið tví-
eggjað sverð í viðleitni til að fjölga
atvinnutækifærum. Annars vegar
þurfum við á þjónustu að halda en
hins vegar er sú tilhneiging að
stofna skrifstofur utan um vanda-
mál til að losna við málin úr um-
ræðunni.
Borgaralega sinnað fólk er ekki
síður en sósíahstar veikt fyrir
skrifræðislegum lausnum. Þar af
leiðir að skrifræði hefur aukist til
muna á síðustu áratugum í löndum
eins og íslandi.
Samdráttur og hnignun
í stað áhðnaðar stefnum við ixm
í fiskeldi sem að vísu kom of seint
til sögunnar, miðað við okkar þarf-
ir. Við lögðum út í stórvirkjanir í
stað smærri eininga. Við byggðum
upp margvislega þjónustu en erum
að reyna að losa okkur við hana
eða draga úr tilkostnaðinum.
Við fylltum fyrirtækin af starfs-
fólki sem engin þörf var fyrir, að
vísu skemmra á veg komnir í þeim
efnum en margar aðrar þjóðir. í
Bandaríkjunum eru stóríyrirtækin
að segja upp starfsmönnum svo
þúsundum skiptir á millstigum
skrifræðisins í fyrirtækjunum.
Spyija má hvers vegna þetta fólk
var ráðið tfl vinnu í upphafi. Á
sama tíma erum við hægt og bít-
andi að drepa niður margvíslegan
samrekstur og auka á atvinnuleysi
með rangri skattlagningu.
Að mínu mati fóru hagsmunir
hnignandi starfsemi á Vesturlönd-
um að stjórna póhtíkinni um það
leyti sem stöðnunarverðbólgan
komst í algleyming. Hérlendis
hugðust menn verða höndum fljót-
ari og ofljárfesting varð meginein-
kenni. Því búum við nú við hægari
hagvöxt en aðrar þjóðir og raunar
samdrátt á mörgum sviðum.
Ásmundur Einarsson
„Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn
veki máls á nýjum vaxtarmöguleikum
þegar illa árar.“
Umhverfið okkar
Nú þegar sólin er farin að senda
geisla sína yfir freðna jörð finnur
maður voriíminn í loftinu. Hreint
og tært loftið er sem kærkomin vít-
amínsprauta eftir langt skammdegi.
Senn vaknar náttúran af værum
vetrarsvefni og laufin græn og fín-
gerð verða allsráðandi á greinum
tjánna.
Það er stórkostlegt að fá að njóta
hreinnar og óspflltrar íslenskrar
náttúru. Eða hvaö - er hún það
ekki annars?
Það rifjast upp fyrir mér göngu-
ferð um Klambratúnið síðasthðið
sumar. Kyrrt var og glaða sólskin.
En loftið var ekki sérlega hreint.
Frá Miklubrautinni lagði brælu frá
bílaumferðinni sem ekkert lát virt-
ist vera á.
Blýlaust bensin
Fyrir stuttu birtust sölutölur yfir
bensín sem sýndu að mun færri
kaupa blýlaust bensín, en 98 oktan
bensín á bfla sína. Blýlaust bensín
kom hér á markað fyrir hálfgerða
slysni og htið hefur verið hvatt til
notkunar þess.
Hér á landi er fátítt að bílar finn-
ist með hreinsunarbúnaði á út-
blæstri. Hann virðist vera tahnn
algjör óþarfi og gjarnan tekinn úr
þeim bílum sem koma hingað tfl
lands. Hann er talinn til þess eins
að minnka orku og auka eldsneyt-
isþörf.
Tahð er að 95% af blýmengun í
andrúmsloftinu séu frá bensíni en
eins og kunnugt er getur blýmeng-
un valdið alvarlegu heflsutjóni.
Hreinsunarbúnaður bifreiða (kata-
lysator) hreinsar mikinn hluta út-
blástursloftsins en að sjálfsögðu er
skflyrði að notað sé blýlaust bens-
ín.
Flestir vita að ekki má láta bíl
ganga inni í bílskúr en kolsýran,
sem bíllinn gefur frá sér, getur
Kjalkriim
María E. Ingvadóttir
varaformaður
Neytendasamtakanna
valdið miklum óþægindum og jafn-
vel dauða. Hreinsunarbúnaður
breytir kolsýru í koldíoxíð. Jafn-
framt breytir hann hættulegum
lofttegundum eins og köfnunarefn-
isoxíðum í köfnunarefni og súr-
efni. Köfnunarefnisoxíð hefur ert-
andi áhrif á slímhúð og eykur
hættu á öndunarfærasjúkdómum,
einnig á súru regni og aukinni tær-
ingu. Því miður næst ekki að
hreinsa nema hluta þeirra loftteg-
unda sem finnast í útblæstri bif-
reiða.
Það er hins vegar spuming hvort
ekki sé brýnt að setja reglur um
lágmarks hreinsibúnað bifreiða.
Það er hka spuming hvort ekki sé
brýnt að hvetja þá bifreiðaeigendur
sem geta notað blýlaust bensín á
bifreiðar sínar að gera það. Vitað
er að bílar nýta bensín misvel.
Framleiðendur keppast við aö
finna upp þá vél sem best nýtir
bensínið og dælir þar af leiðandi
minna af eitruðum lofttegundum
út í andrúmsloftið. Fróðlegt væri
ef bílainnflytjendur gætu gefið
upplýsingar um hvar hver tegund
stendur að þessu leyti. Þaö hlýtur
líka að vera hvatning tfl framieið-
enda ef fleiri þjóðir tækju sér
Bandaríkjamenn tfl fyrirmyndar
og hertu reglur um útblástur bif-
reiöa. Vonandi kemur ekki tfl þess
hér á landi aö beina þurfi umferð
frá miðborginni vegna hættulegrar
mengunar.
Umhverfisvernd -
endurvinnsla
Það er áhyggjuefni hve íslensk
stjómvöld ætla seint að taka við sér
og koma á virkri umhverfisvernd.
Skemmst er að minnast klúðurs-
ins varðandi ákvörðun á endur-
greiðslu skflagjalds á bjórdósum.
Þau vinnubrögð em vonandi ekki
dæmigerð fyrir það sem stjómvöld
gera varðandi umhverfismál. Þó
læðist að manni sá grunur að htið
sé um hefldaryfirsýn og stefnu-
mörkun í þessum málaflokki. Von-
andi stendur það tfl bóta.
Mikið hefur verið rætt að undan-
fómu um endurvinnslu og flokkun
rasls. Slík flokkun hefur gefist vel
þar sem hún hefur verið reynd er-
lendis og ekki ástæða til að ætla
annað en að við séum einnig fær
um að flokka okkar msl.
Huga þarf að mögulegum leiðum
tfl endurvinnslu úrgangs. Hér á
landi er starfandi verksmiðja sem
framleiðir eggjabakka úr endur-
unnum pappír.
Landvemd selur endurunninn
pappír, óbleiktan. í pappírsiðnaði
myndast skaðlegt efni, díoxín, við
það að gera pappírinn hvítan. Tahð
er að leifar þess efnis finnist í ýms-
um pappírsvörum, svo sem eld-
húsrúhum og jafnvel pappírsblei-
um.
Það hlýtur að vera kappsmál fyr-
ir kaupmenn að geta boðið við-
skiptavinum sínum upp á pappírs-
vörur sem unnar em úr óbleiktum
pappír.
Það er vissulega brýnt að fylgjast
vel með því sem aðrar þjóðir em
að gera íumhverfisvemdarmálum
hvort sem það varðar bann við
notkun úðabrúsa eða bann á alkal-
ine rafhlöðum. Ef árangur á að
nást í umhverfisvemdarmálum
þurfum við neytendur að taka okk-
ur á í umgengni við náttúruna. Við
eigum okkar stóra þátt í að menga
umhverfið og tflgangslaust er að
sópa vandamálunum undir teppið.
Eða ætlum við börnunum okkar
að ghma viö þau vandamál sem við
nennum ekki að takast á við? Viö
getum sjálf hugað að því hvers kon-
ar vörur við notum daglega við
okkar heimihshald og í hve miklu
magni. Má t.d. nefna óhóflega notk-
un þvottaefna og plastumbúða. Það
er okkar aö fylgja því eftir að skað-
legir úðabrúsar hverfi úr hfllum
verslana og að óbleiktar pappírs-
vörur verði á boðstólum.
Aukefni - eiturefni
Um síöustu áramót gekk í gfldi
reglugerð um aukefni í matvælum.
Þó að aðlögunartíminn hafi verið
langur þurfti samt að gefa fyrir-
tækjunum frest fram á mitt þetta
ár til að aðlaga sig reglunum. Það
er óskandi að þegar þeim fresti lýk-
ur geti neytendur gengið að vel
merktum vörum þar sem ekkert fer
á milli mála um innihaldið og „líf-
tíma“ þess.
Eitt af því sem okkur hefur
„láöst“ að kanna og setja reglur um
er sú meðhöndlun sem grænmeti
og ávextir fá á vaxtartímanum.
Erlendir ávextir og grænmeti eru
úðuð eitri og íslenskt grænmeti er
ekki laust við þaö heldur.
Engar íslenskar reglur eru tfl um
slíkt og innflutningur því eftirhts-
laus hvað varðar upprnna þessara
vara. M)ög brýnt er að ráða hér bót
á. Hvað erum við að gera þegar við
hvetjum bömin okkar tfl að fá sér
heldur eph eða gulrót í stað sælgæt-
is?
Þeir neytendur sem mest borða
af grænmeti og ávöxtum og drekka
ávaxatasafa ýmiss konar eru börn.
Þar með eru böm líka mestu neyt-
endur þeirra eiturefna sem finnast
í þessum vörum.
Við erum öll neytendur. Það er
okkar ahra hagur að vera vel vak-
andi gagnvart þvi sem betur má
fara og gagnvart því sem óæskflegt
er í umhverfi okkar.
Viö verðum að taka höndum
saman um það aö sú fæða sem við
berum á borð fyrir bömin okkar
verði ekki eitri blandin og að það
umhverfi, sem við skflum í hendur
þeirra, verði ekki flla þefjandi
mslahaugur.
Vertu vakandi, vertu með!
María E. Ingvadóttir
„Hér á landi er fátítt aö bílar finnist
meö hreinsunarbúnaöi á útblæstri.
Hann viröist vera talinn algjör óþarfi
og tekinn úr þeim bílum sem koma
hingað til lands.“