Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989. Keflvíkingar í meistara- ham á Hlíðarenda - möluðu Valsmenn, 97-77, og leika til úrslita gegn KR íþróttir mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Frétta- stúfar Dreglð I bikarnum Dregið hefur verið til L umferðar í bikarkeppni KSÍ en hún verður leikin um mánaöamótin maí/júní. Þar mætast eftirtalin félög: Ægir-Njarðvik Haöiir - Afturelding Grótta-ÍBV Grindavík - Hveragerði Víöir-Snæfell Þróttur, R. - Haukar Emir-Augnablik ÍK-ÍR Víkveiji - Ármann Skallagrímur- Breiðablik Völsungur-Magni KS-Dalvík Hvöt-TindastóU, Leiftur-Reynir, Á. Höttur-Valur, Rf. Leiknir, P. - Sindri Huginn-Einheiji Þróttur, N.-Austri Reynir úr Sandgerði, Árvakur, Vikingur Ó., Selfoss, Stjaman og Stokkseyri sitja hjá í 1. umferð en dregið verður til 2. umferðar að henni lokinni. í bikarkeppni kvenna mætast þessi liö í 1. umferð: Dalvík - Þór, A. FH-Vaiur Skallagrímur - Breiðablik ÍA, Selfoss, KA, KR og Stjaman sitja hjá og fara beint í 8-liða úr- slit Garðartll Leifturs Garðar Jónsson, markaskorar- inn kunni frá Borgamesi, mun leika með Leiftri á Ólafsfirði í 2. deildinni í knattspymu í sumar. Garðar lék með Skallagrími þegar liðið var í 2. deild fyrir nokkrum árum en hefur síðan yerið leikmaöur og þjálfari hjá Hvöt á Blönduósi og Dalvíkingum með góðum árangri. Með þessum liðum skoraöi hann 34 mörk í 33 leikjum í 3. og 4. deild, ogætti því að reynast Ólafsfirðingum góöur styrkur. Aðalfundur FH Aöalfundi Fimleikafélags Hafn- arfjarðar, sem halda átti þann 16. mars, hefur verið frestað til mánudagsins 3. aprtl og hefst hann kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Þrenna frá Aldridge John Aldridge skoraði þrjú mörk í gærkvöldi þegar Liverpool mal- aði Luton, 5-0, i 1. deild ensku knattspyraunnar. Peter Beards- ley og Steve McMahon bættu tveimur mörkum viö og Liver- pool er nú tíu stigum á eftir Aree- nal og á tvo leiki til góöa. í 2. deild urðu úrslit þessi: Hull-Leeds............1-2 Ipswich - Bournemouth..3-1 Oldham - Portsmouth....5-3 Sunderland - Manch. City.J2-4 Pelrovlc skoraði 62 Júgóslavneski körfúknattleiks- snillingurinn Drazen Petrovic skoraöi hvorki fleiri né færri en 62 stig fyrir lið sitt, Real Madrid, í úrslitaleik Evrópukeppni bikar- hafa í gærkvöldi. Real sigraöi þá Saidero Caserta frá Italiu, 117-113, eftLr framlengingu og tryggði sér sigur í keppninni öðru sinni. Annar stórkostlegur leik- maður var lika í sviðsfjósinu því að Brasilíumaöurinn Oscar Schmidt var 1 aðalhlutverki hjá ítölunum og skoraði 44 stig áður en hann hvarf af velli í framleng- ingunni með 5 villur. Rummenigge skoraði Karl-Heinz Rummenigge, sá gam- alkunni vestur-þýski knatt- spyrnumaður, skoraöi mark í gærkvöldi þegar félag hans, Ser- vette frá Sviss, sigraöi enska 1. deildar liöið Millwall, 3-1,1 vin- áttuleik í London í gærkvöldi Ef Keflvíkingar halda áfram í úrslita- leikjunum gegn KR eins og þeir léku gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í gærkvöldi má fastlega búast við því að íslandsmeistaratitillinn í körfu- knattleik verði þeirra í fyrsta skipti í næstu viku. Þeir sigruðu Val öðru sinni, nú 97-77, og sýndu sannkallaða meistaratakta um leið og þeir tryggðu sér sigur í imdanúrslitaein- víginu við Hlíðarendaliðið. Þeir kaffærðu Valsmenn í byrjun með hröðum og glæsilegum leik, Guðjón Skúlason hafði skorað 7 stig eftir aðeins 50 sekúndur og þeir voru komnir 14 stigum yfir á 8. mínútu, 27-13. Eftir það héldu þeir leiknum í sínum höndum, staðan í hálfleik var reyndar aðeins 47-39 en síðan stimgu þeir af á ný í upphafi síðari hálf- leiks. Þá gerði Guðjón 8 stig á fyrstu tveimur mínútunum og staðan var orðin 66-43 eftir aðeins fimm mínút- ur. Úrslitin voru þar með ráðin og það var sama hverjir komu inn á hjá Keflvíkingum, lið þeirra virtist aldrei veikjast og fór létt með að halda í horfinu og vel það. Mest munaði 25 stigum á liöunum áður en Valur „Við metum mikils starf þitt hér á landi, þú hefur sýnt það og sannað að þú ert einn mikilhæfasti þjálfari sem veröldin á á sviði handknattleiks og í framhaldi af því hefur fram- kvæmdastjóm íþróttasambands ís- lands ákveðið að sæma þig æðsta heiðursmerki íþróttahreyfingarinn- ar fyrir störf þín að málefnum íþrótta hér á íslandi.“ Þetta sagði Sveinn Bjömsson, for- seti ÍSÍ, er hann sæmdi Bogdan Kow- alczyk, fyrrum landsliösþjálfara ís- lendinga í handknattleik, æðstu heiðursorðu íslenskrar íþróttahreyf- ingar. Athöfnin fór fram 1 húsakynnum íþróttasambandsins í Laugardal og var margt gesta. Mátti þar meðal annars líta landsliðsmenn íslands, Svavar Gestsson menntamálaráð- herra, Jón Hjaltalín Magnússon, for- skoraði síðustu fimm stig leiksins þegar Suðuraesjamenn voru of ákaf- ir við að ná 100 stigunum. „Nú er komin upp sú barátta og liðsheild sem okkur hefur vantað síð- ustu árin. Kjarkurinn er líka fyrir hendi, í fyrra og hittifyrra misstum við niður leiki efdr að hafa byrjað vel en nú höldum við hraðanum all- an tímann. Breiddin er líka meiri en nokkru sinni fyrr og ég held að ég geti sagt að enginn úr Valsliðinu kæmist í tíu menna lið okkar í dag! Ég er mjög bjartsýnn á leikina við KR og óttast ekki hina nýju pressu- vöm þeirra ef dómaramir dæma eðlilega á þá en leyfa þeim ekki að leika ruddalega eins og þegar við töp- uðum fyrir þeim í síðasta leik deilda- keppninnar. Við Axel Nikulásson erum búnir að bíða eftir meistara- titlinum í tíu ár - nú ætlum við okk- ur hann og ekkert annað," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikstjórn- andi Keflvíkinga, í samtali við DV eftir leikinn í gærkvöldi. Keflvíkingar léku hver öðrum bet- ur. Engu máli skipti þó Guöjón og Jón Kr. væru utan vaflar megnið af mann handknattleikssambandsins, ásamt stjómarmönnum og Gísla Halldórsson, formann íslensku ólympíunefndarinnar. Margir tóku til máls við þessa at- höfn. Meðal annars þakkaði mennta- málaráðherra Bogdan fyrir skerf hans tfl íslenskra íþróttamála og þann árangur sem áunnist hefur í handknattleiknum. Þá þakkaði Bogdan sjálfur í stuttu ávarpi fyrir þann heiður sem honum væri auösýndur. Hann lagði um leið þunga á aö hann tæki við heiðursorð- unni fyrir hönd alls íslenska lands- liðsins. Kvað hann það sárt að geta ekki útdeilt heiðursmerkinu meðal þeirra leikmanna sem hefðu gert garðinn frægan með íslenska liðinu undir hans stjóm. -JÖG síðari hálfleiknum og Axel fengi fimm viflur þegar talsvert var efdr af leiknum. Það var sama hver kom inn á, allir léku vel og framlag Fals Harðarsonar seint í leiknum var mikilvægt. Hjá Val náði enginn sér á strik, mest mæddi á Tómasi Holton en hann mátti ekki við margnum. Stig Vals: Matthías Matthíasson 18, Tómas Holton 17, Hreinn Þorkelsson 10, Ari Gunnarsson 8, Amar Guð- mundsson 8, Bárður Eyþórsson 7, Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er of snemmt að fara að fagna sigri strax en óneitanlega lítur þetta vel út hjá okkur,“ segir Haukur Val- týsson, fyrirliði meistaraflokksliðs KA í blaki, en liðið er nú aðeins hárs- breidd frá því að tryggja sér íslands- meistaratitilinn. Sigurganga KA í vetur hefur verið löng og glæsileg. í 16 leikjum hefur liöið ekki tapað þótt vissulega hafi oft skolliö hurð nærri hælum. Liðið er þannig komið í undanúrslit bikar- keppni Blaksambands íslands. KA hefur tvö tækifæri KA hefur tvö tækifæri til að tryggja sér titilinn, þarf að vinna sigur í öðr- um af þeim tveimur leikjum sem liö- ið á eftir að leika í úrslitakeppninni. Andstæðingar KA í fyrri leiknum verða Stúdentar og fer leikurinn fram á Akureyri skömmu eftir páska. Fram vann Val í 1. defld kvenna á Hlíðarenda í gærkvöldi með 20 mörk- um gegn 19 og er þar með komið með þriggja stiga forskot á skæðasta keppinaut sinn, FH. Valsstúlkur tóku þær Guðríði og Ingunni strax úr umferð og við þaö riðlaðist sóknarleikur Fram. Leikur- inn var ekki mjög vel spilaður en barátta Valsstúlknanna var mikil í þessum leik og þurftu Framstúlkur að hafa mikið fyrir sigrinum. Fram hafði yfir í hálfleik, 12-8. Valsstúlkur vora mun ákveðnari í síðari hálfleik og söxuðu jafnt og þétt á forskot Fram. Þegar 2 mínútur vom til leiks- loka náði Kristín Amþórsdóttir að Ragnar Þór Jónsson 5 og Bjöm Zoega 4. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 25, Falur Harðarson 14, Axel Niku- lásson 12, Sigurður Ingimundarson 10, Jón Kr. Gíslason 9, Magnús Guð- finnsson 8, Nökkvi Már Jónsson 8, Albert Óskarsson 5, Einar Einarsson 4, Egfll Viðarsson 2. Jón Otti Ólafsson og Leifur Garð- arsson dæmdu leikinn mjög vel. „Þar fáum við tækifæri á heima- vefli sem við megum ekki láta okkur úr greipum ganga. Við veröum að klára þetta dæmi í þeim leik, það væri afar slæmt að fara að tapa leik á heimavefli í þessari keppni,“ segir Haukur Valtýsson. Áhugi hefur aukist verulega Áhugi á blaki hefur verið að auk- ast verulega á Akureyri og er ekki ósennilegt að hinn góði árangm: KA eigi þar stóran hlut aö máli. Áhorf- endur á leikjum liðsins fyrir norðan hafa verið aflt aö 400 og fái KA slíkan stuðning, er flð ÍS kemur í heimsókn eftir páskana, em góðar líkur á að liðið tryggi sér titilinn eftirsótta. Meistaraflokkslið í flokkaíþróttum frá Akureyri hafa orðið þekkt fyrir annað en að sanka að sér titlum og ef KA nær að tryggja sér titilinn nú verður það fyrsti meistaratitillinn sem kemur til Akureyrar í langan tíma laga stöðuna í 18-19 og í næstu sókn Fram, sem var mjög kæruleysisleg, misstu Fram-stúlkur boltann og áttu Vals-stúlkur tækifæri á að jafna en það fór á sama veg og hjá Fram og Fram tókst að bæta við einu marki fyrir leikslok. Kolbrún Jóhannsdótt- ir markvörður átti ágætan leik í ann- ars slöku liði Fram en hjá Val vom þær Kristín og Katrín skárstar. Mörk Fram geröu Guðríður og Ama, 5 hvor, Björg 4, Margrét 3, Hafdís 2 og Ingunn 1. Mörk Vals gerðu þær Guðrún og Katrín, 6 hvor, Kristín 5 og Guðný og Ásta eitt hvor. -MHM Friðjón Friðjónsson frá afreksmannasjóði ÍSÍ færði í gær Handknatt- leikssambandi íslands veglegan peningastyrk úr sjóðnum. Nam upphæö- in einni mifljón króna. Kemur öárhæðin sambandinu vel þar sem kostnað- ur vegna þátttöku íslenska landsliðsins á b-heimsmeistaramótinu í Frakklandi var mlkifl. Styrkur þessi var afhentur sambandinu meðal annars til að kvetja íslenska handknattleiksmenn til frekari afreka. JÖG • Bogdan Kowalczyk tekur í hönd Sveins Björnssonar, forseta ÍSÍ. Heiðurs- orða sambandsins blasir við á brjósti Pólverjans og i bakgrunni má líta Svavar Gestsson menntamálaráöherra. DV-mynd Brynjar Gauti Bogdan heiðraður - sæmdur æðsta heiðursmerki ÍSÍ -vs - tekur bannið út næsta haust Sigurður Ingimundarson, einn lykilmanna körfuknattleiksliðs Keflvík- inga, var rekiim af leikvefli þegar 26 sekúndur vora eftir af leiknum við Val í gærkvöldi. Hann sló Tómas Hoiton og var vísað til búningsher- bergja fýrir vikið. Sigurður sleppur þó meö skrekkinn og getur leiltið úrslitaleikina gegn KR. Aganefnd kemur saman á þriöjudögum og úr- skurðir hennar taka gildi föstudaginn á eftir. Leikir Keflavíkur og KR fara fram á laugardag og mánudag og sfðan á miðvikudag ef þriðja leik þarf, þannig að Signrður getur leikið alla dagana. Hann mun hins vegar væntanlega heíja næsta keppnistimabil í leikbanni. -VS Verðum að klára dæmið - segir Haukur Valtýsson, fyrirliði KA Betri staða Fram - eftir sigur á Val, 20-19 I i gn un

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.