Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Blaðsíða 27
MIÐV-IMJÐATÍÖTRIÍB': MMB/Í988L
55
JOV
Ólyginn
sagði . . .
| Sylvester
Stallone
sagöi nýlega í blaðaviðtali að líf
hans væri ekki ólíkt lífi Elvis
Presley. Þrátt fyrir mikil auðæfi
er hann svo óhamingjusamur að
það heldur fyrir honum vöku.
„Áður vaknaði ég syngjandi glað-
ur en síðustu árin hafa verið gleð-
isnauð,“ sagði Sly. Nú er hann á
sama aldri og Elvis var þegar
hann lést og hann hefur líka ver-
ið í tygjum við fyrrum vinkonu
EMs.
Endasleppt hjónaband hans og
Birgitte Nielsen veldur þonum
þungum áhyggjum. „Ég er álltaf
að reyna að sanna mig á einn eða
annan hátt,“ sagði Sly og bætti
við, „sérstaklega eftir að það varð
opinbert hve marga elskhuga
Birgitte átti meðan við vorum
gift.“
Andy Grifflth
sem leikur hinn vinsæla Matlock
í sjónvarpinu, er ekki eins ljúfur
í einkalífinu. Hann þykir með
afbrigðum skapstirður og erfiður
samstarfsmaður. Haft er eftir
samstarfsmönnum að engin leið
sé að vita um viðbrögð hans fyrir-
fram - ýmist er hann í ágætu
skapi eða arfafúll. Andy er í sín-
um eigin hugarheimi og á í erf-
iðleikum með að læra textann
sinn. Þrátt fyrir alla skapbresti
nýtur hann þess aö vera vinsæll
hjá áhorfendum og því heldur
hann hlutverkinu.
Kene Holliday
sem leikur aðstoðarmann
Matlocks, er ekki hótinu betri í
samstarfi. Hann á við alvarlegt
áfengisvandamál að stríða og
bitnar það illa á vinnu hans við
þættina. Nýlega klessti hann bíl
sinn er hann ók dauðadrukkinn
um götur Los Angelesborgar.
Honum tókst aö skríða út úr bíln-
um og brjóta nokkrar rúður í
stóru verslunarhúsnæði. Fram-
leiðendur þáttana eru í öngum
sínum yfir þessum tveim hetjum,
sem eiga að vera fyrirmynd laga
og réttlætis.
Sviðsljós
Hveragerði:
Úr bílskúr í verslun á
aðeins 5 mánuðum
Sigriður Guimarsdóttir, DV, Hveragerðú
„Þetta hefur sprungið út. Auk
verslunarinnar erum við með verk-
stæði á staðnum og tökum tæki til
viðgerðar," sögðu þau hjónin Heiðdís
Steinsdóttir og Vilhjálmur Magnús-
son tæknifræðingur. Þetta er eins og
gerist í ævintýrunum. í séptember
sl. stofnuðu þau fyrirtæki í bílskúrn-
um sínum heima að Kambahrauni
17 í Hverageröi en 1. febrúar fluttu
þau úr bílskúmum og opnuðu versl-
un að Breiðumörk 2 hér í Hveragerði.
í fyrstu voru þau með þjónustu og
viðgerðir á sjónvarpstækjum í bíl-
skúmum, myndbandstækjum og
loftnetum og það kom strax í ljós að
þörf var fyrir slíka þjónustu hér.
Fyrirtækið stækkaði ört, bílskúrinn
nægði ekki og því var verslunin
stpfnuð.
í versluninni era sjónvarpstæki til
sölu, tölvur, hljómborð og einnig
skrifstofu- og verslunartæki, ritvél-
ar, reiknivélar, búðarkassar og
fleira. í framtíðinni verða þar hljóm-
plötur, geisladiskar og verslunin er
opin á venjulegum verslunartímum.
Heiðdís Steinsdóttir og Vilhjálmur Magnússon í verslun sinni i Hveragerði.
DV-mynd Sigríður
Guðmundur Loftsson við jeppa sinn, Ford Bronco 79 - átta sil., V 8,
160 hestðfi.
Snjall í
ófærðinni
Sigridur Gunnaisdóttir, DV, Hveragerði:
Jeppinn hans Guðmuridar Lofts-
sonar frá Vestmannaeyjum hefur
vakið mikla athygli hér á götum
Hveragerðis í ófæröinni. Hann
kemst sinna ferða án fyrirhafnar,
enda voldugur og sterkur, Guð-
mundur vann aö breytingum á
jeppanum í eitt ár í aukavinnu,
reyndar með hléum, og vann þær
nllar sjálfur.
Af breytingunum má nefria upp-
hækkað hús frá grind mn 10 sentí-
metra og upphækkun á flöðrum
um þrjár tommur. Læst drif að
firaman og aftan. Lækkaö drifhlut-
fall. Dekkin eru voldug, 44x15
tommur. Þá er hann með 6 tommu
spil, SSB Gufunesstöð, talstöð, lór-
an og áttavita og Guðmundur ætti
því ekki að villast á fjöllum.
Heiðruð í Bolungarvík
Vilborg Davíösdóttir, DV, ísafirði:
Slysavarnadeildin Hjálp í Bolung-
arvík heiðraði fyrir stuttu þá Gísla
Hjaltason og Hálfdán Einarsson fyrir
mikil og óeigingjöm störf í þágu
sveitarinnar. Þeim vom afhent sér-
stök heiðursskjöl og einnig var Hálf-
dáni og eiginkonu hans, Petrínu
Jónsdóttur, afhentur viðurkenning-
arskjöldur frá slysavarnadeildinni
Erni í þakklætisskyni fyrir 200 þús-
und króna gjöf til sveitarinnar.
Með þessu vildu hjónin efla slysa-
varnir í Bolungarvík og um leið
heiöra. minningu foreldra sinna en
öld er liðin frá fæðingu þeirra í ár.
Feður þeirra drukknuðu báðir þegar
þau voru ung að ámm.
„Þetta er höföingleg gjöf sem kem-
ur í góðar þarfir og mun ekki gleym-
ast. Við höfum ráðstafað peningun-
um til kaupa á útkallstækjum,
stjórnstöð og 6 flotgöllum fyrir Erni,“
sagði Magnús Hansson, ritari slysa-
varnardeildarinnar, í samtah viö DV.
Gísli Hjaltason.
Hálfdán Einarsson þakkar Magnúsi
Hanssyni fyrir heiðursskjalið.
DV-myndir BB, ísafirði
Kvöldvakan í (immtugsafmælinu.
DV-mynd Sigrún
Egilsstaðir:
Baðstofuvaka
í afmælinu
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum:
Allsérstæður afmæhsfagnaður var
haldinn í Hótel Valaskjálf laugardag-
inn 4. mars. Orri Hrafnkelsson, smið-
ur og lengst af framkvæmdastjóri
Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, hélt þá
upp á fimmtugsafmæh sitt með þvi
að bjóða til kvöldvöku að gömlum
sið.
Sett var upp baðstofa þar sem
heimilsfólk sat við tóvinnu og börn
léku að leggjum og völum. Síðan bar
gest að garði og í samræðum við
heimamenn rifjaði hann upp eitt og
annað frá hðnum dögum. Inni á milli
var lesið úr guhbókmenntum okkar.
Gestir nutu í ríkum mæh þess sem
fram fór og var þetta hin ánægjuleg-
asta kvöldstund.