Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Síða 28
56
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989.
LífsstOI
DV kannar verð á rauðmaga:
Nýr rauðmagi
dýrari en lax
Hæsta verð á nýjum rauðmaga til-
búnum í pottinn. sem DV rakst á í
lauslegri könnun á rauðmagaverði.
er 528 krónur fyrir hvert kíló en það
er verðið í Miklagarði. Það er um
17% hærra verð en á nýjum laxi en
algengt verð á honum út úr fiskbúð
er 450 krónur kílóið.
„Fólk vill miklu frekar fá rauð-
maga að norðan því það viröist ótt-
ast að mengunin hér syðra sé að
verða of mikil," sagði Grétar, af-
greiðslumaður í fiskbúðinni í Star-
mýri, í samtali við DV. Þar kostar
rauðmaginn 150 krónur kílóið í
heiluen430krónurefhannertilbú-
inn í pottinn, þ. e. skrápflettur og
hauslaus.
I Fiskbúð Hafliða á Hverfisgötu
kostar kílóið af rauðmaga 380 krón-
ur og er hann tilbúinn í pottinn en
í heilu lagi kostar hvert kíló 110
krónur.
í Miklagarði kostar kílóið
með skráp af hauslausum og slægð-
um rauðmaga 502 krónur. Munur-
inn á kílóverði í Fiskbúð Hafliða og
í Miklagarði er 39%.
Ekki fólki
bjóðandi
„Við höfum ekki tekið neinn
rauðmaga inn ennþá vegna þess að
hann er svo dýr að þetta er ekki
fólki bjóðandi. Ég vil bara hvetja
fólk til þess að bíða og vera ekki að
kaupa þetta á uppsprengdu verði.
Verðið á eftir að snarlækka, á því
er ekki nokkur vafi,“ sagði Birgir
Guðmundsson, fiskkaupmaður hjá
Sæbjörgu á Eyjarslóð, en Sæbjörg
er meö fiskbúðir á þrem stöðum í
Reykjavík.
iÍíStiú.
I fiskbúðinni í Grímsbæ i Fossvogi, en þar verslar Bárður Steingrímsson, fæst ódýrari rauðmagi en víða annars staðar.
Neytendur
í fiskbúð Garðars á Frakkastíg
kostar kOóið 400 krónur tilbúið í
pottinn.
í fiskbúðinni í Grímsbæ í Fossvogi
kostar kílóið tilbúið í pottinn 145
krónur og það sama í heilu. „Ég
geri engan greinarmun á þvi. Ef
kúnninn vill þá tek ég utan af flskin-
um fyrir hann og hantéra beint í
pottinn," sagði Bárður Steingríms-
son fisksah í samtali við DV. Hann
sagði að stykkið legði sig á um 150
krónur tilbúið í pottinn. Þetta verð
er 264% lægra en verðið í Mikla-
garði.
Af þessu má ljóst vera að ef neyt-
endur gá ekki að sér þurfa þeir aö
greiða hærra verð fyrir kíló af rauð-
maga en kíló af lambahrygg. Kíló
af lúðu eða laxi er einnig mun ódýr-
ara en hæsta verö á rauðmaga en
algengt verö á téðum fisktegundum
er um 450 krónur kílóið út úr fisk-
búð.
Eflaust er það rétt að þegar fram-
boð á rauðmaga eykst þegar fer að
líða á vorið þá lækkar verðið. Þang-
að til er full ástæða fyrir neytendur
aö kanna verð á rauðmaga í nokkr-
um fiskbúðum ef þá fýsir að hafa
þetta lostæti á borðum.
-Pá
Verðhækk-
unum
mótmælt
„Neytendasamtökin mótmæla
þeim miklu verðhækkunum sem
dunið hafa yfir frá þvi að verð-
stöðvun lauk. Sérstaklega mót-
mæla samtökin því að ríkisvald
og sveitarfélög skuli ganga á und-
an með miklum hækkunum á
þjónustu sinni. Ljóst er að nú feta
fjölmargir aðilar í fótspor hins
opinbera og hækka langt umfram
það sem eðlilegt getur talist. Þessi
kjaraskeröing eykur enn á vanda
heimilanna sem þó var ærinn
fyrir."
Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu sem samtökin senda
frá sér. Þar segir ennfremur:
„Neytendasamtökin hvefja verð-
lagsyfirvöld til aö grípa inn í
gagnvart þeim sem hækka um-
fram þaö sem ýtrustu kostnaðar-
hækkanir gefa tilefni til. Heimil-
um landsins er nú ætlað að draga
saman útgjöld sín og því er ekki
óeðlilegt aö seljendur vöru og
þjónustu geri slíkt hið sama
þannig að hækkunarþörf þeirra
veröiminni.“ -Pé
Spörum 13% á því að
kaupa sterkt áfengi
Nú þegar bjórinn er kominn er
ekki úr vegi að átta sig á nokkrum
staðreyndum um áfengisdrykkju.
í sex flöskum af Egils Gull (5%),
sem er ein af ódýrari bjórtegundun-
um miðað viö styrkleika, eru 9,9 cl.
af hreinum vínanda. Verðið er 600
krónur eða 60,61 króna hver cl.
Fyrir sama pening má fá 11,35 cl.
af hreinum vínanda sé keypt
tindavodka. Munurinn segir okkur
að við spörum 13% á því að kaupa
sterkt áfengi.
Sumar víntegundir valda verri
þynnku en aðrar. Sérstök efni sem
nefnast „congeners“ (sömu gerðar)
valda þessu. Þumalfingursreglan er
sú að sé vínið dekkra, þvi meira er
af þessum efnum. Til dæmis er rauð-
vín verra en hvítvín og viskí veldur
verri þynnku en vodka eða önnur
ljós sterk vín.
„Hollráð" gegn þynnku eru þvi:
„Drekkið ljóst á mettan maga, verið
úthvíld og takið inn B-vitamín áður
en drykkja hefst. En fyrst og fremst,
drekkið í hófi“. Öruggasta ráðið er
að sjálfsögu að drekka ekki neitt.
Konur verða yfirleitt drukknari en
karlar. Þær eru oft minni og líkami
þeirra inniheldur hærra hlutfall lík-
amsfitu. Þetta leiðir til þess aö meira
alkóhól verður í blóði konu en karl-
manns sömu stærðar.
Alkóhól deyfir kyngetuna. Þaö get-
ur að vísu fjarlægt ýmsar hömlur en
getan minnkar til muna, því miöur.
Þetta á ekki aðeins við um karlmenn.
rannsóknir hafa sýnt að kvenfólk
hefur einnig minni kyngetu eftir
áfengisneyslu.
Alkóhólismi virðist loða við sömu
fjölskyldurnar. Rannsóknir sýna
sterk tengsl ofdrykkju við umhverf-
isþætti. Bömum, sem alin era upp á
heimili drykkjumanna eða -kvenna,
er hættara við að verða sjálf alkóhól-
istar.
Mikil drykkja getur aukið hættuna
á að fá slag. Það eru fjórum sinnum
meiri líkur á að ofdrykkjumenn fái
slag ef þeir drekka vikulega sam-
bærilegt magn og er í þremur
tindavodkaflöskum. Óþarfi er að
Hver sentilítri af hreinu áfengi i bjór
er dýrari en í algengu vodka.
reikna þetta yfir á bjór þar sem of
dýrt er að vera „bjóralkóhólisti".
Rannsóknarmenn hafa sagt að „of-
neysla alkóhóls sé mikilvægur og oft
vanmetinn áhættuþáttur heilablóð-
falls hjá karlmönnum".
Ekkertmá
Ef ekki er hægt aö drekka bjórinn
vegna þess hversu dýr hann er og
að áfengið í honum er jafnhættulegt
og áfengið í „ódýra“ sterka víninu,
er þá ekkert hollt við áfengi?.
Svarið er að svo er líklega ekki. Það
sem meira er, margir sjúkdómar eru
taldir tengjast áfengisneyslu.
Krabbamein, hjarta- og æðasjúk-
dómár, fósturskaðar, gigt, lifrar-
skemmdir, heilarýrnun, alkóhólismi
o.fl.ofl.
An þess að vera með nokkrar
siðaprédikanir má hverjum manni
vera ljóst að áfengisdrykkja hlýtur
að vera á ábyrgð hvers og eins.
Ólafur Sigurðsson matvælafræðing-
ur