Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Síða 29
jf$i Sfj/,1/' cii jjiiifo/NU/fiyjif'f*
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989.
Hátískan næsta vetur:
LífsstQl
Giorgío Armani er geysilega vin-
sœll hönnuAur um allan helm. Fðt
hans þykja talleg, þægileg og ákaf-
lega glæsileg. Pilsið er með svo-
kölluðu túlípanasniði og er fremur
stutt Jakkinn er síðari að framan
og aðskorinn i mittið.
Hér á Fróni er veturinn ekki enn
liðinn en úti í heimi er komið vor
og tískuhönnuðimir famir að huga
að næsta vetri. Frægu og stóru
nöfiain í tískuheiminum eru þessa
dagana að kynnu hönnun sína fyr-
ir haust og vetur 89-90.
í háborgum tiskunnar, París,
Mflanó og London, voru haldnar
stórsýningar í síöustu viku. Það
sem fyrst kemur fyrir sjónir al-
mennings er fjöldaframleiðslan eða
það sem kallast á ensku „ ready to
wear“. Þrátt fyrir fjöldaframleiðsl-
una er fatnaðurinn ekki ódýr -
stimpill hönnuðarins kostar sitt.
Þegar nær dregur hausti er hinn
eini sanni módelfatnaður svo
kynntur. Verö slíks módelfatnaðar
er ótrúlegt enda ekki á færi nema
auöugustu kvenna heims að klæð-
ast slíkum fatnaði.
Glæsiiegur, bleikur lamb-
sklnnsjakki effir ítaiann Va-
lentino. Stór kragi og viðar
ermar einkenna þessa flík.
Nú kveður viö nýjan tón í litum
haustsins. Eins og vera ber um
vetur ráða dökkir litir ríkjum og
nú eru gráir litir áberandi. Sterkir
og fjörlegir litir með svörtu eru
einnig algengir. Sídd pilsanna er
ekki heilög - allar síddir eru gjald-
gengar næsta vetur.
Italski hönnuðurinn Missoni
sýndi þessa skrautlegu jakka i
Milanó í fyrrl viku. Kjólamlr eru
gráir en margs konar litatónar
eru í jðkkunum og slæðunum.
Sidd pilsanna hjá Missoni er
um miðja kálfa.
Myndir: Reuter
Þægileg vetrarkápa þegar frostið
bitur í kfnnamar. John Galliano
sýndi þessa frumlegu hönnun »
London um síðustu helgi.
Armani sýndi einnig þennan stóra,
efnismikla vetrarfrakka úr kasmír-
ull. Sumlr segja að þessi jakkl sé
nokkrum númerum of stór en hann
á að vera svona.
Tískan
Pilsin
í öllum
síddum