Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1989, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1989.
59
AfmæH
Eyjólfur Jónasson 100 ára
Eyjólfur Jónasson, fv. bóndi aö Sól-
heimum í Laxárdalshreppi, er
hundrað ára í dag. Eyjólfur fæddist
að Gillastöðum í Laxárdal og ólst
þar upp til átta ára aldurs en flutti
þá að Sólheimum þar sem hann ólst
upp síöan. Hann lauk prófi frá Ungl-
ingaskólanum í Hjarðarholti efdr
tveggja vetra nám 1912. Eyjólfur
reisti að nýju býli á Svalhöfða vorið
1914 og bjó þar í fimm ár en hóf þá
búskap á Sólheimum 1919 og hefur
búið þar síðan. Hann hefur löngum
verið kunnur hesta- og tamninga-
niaður. Fyrri kona Eyjólfs var Sig-
ríður Ólafsdóttir, f. 18. aprfi 1896,
d. 8. september 1925. Foreldrar Sig-
ríðar voru Ólafur Þorsteinsson og
Ingveldur Sigurðardóttir. Eyjólfur
og Sigríður eignuðust fjögur börn.
Þau eru Ólafur Ingvi, f. 18. júní 1915,
bóndi, en fyrri kona hans er Mar-
grét Guðmundsdóttir, f. 16. mars
1922, og eiga þau einn son, en seinni
kona Olafs er Helga Áslaug Guð-
brandsdóttir, f. 28. júlí 1923, og eiga
þau níu böm; Ingigerður, f. 18. des-
ember 1916, ekkja eftir Jón Kristj-
ánsson, f. 29. maí 1908, d. 12. ágúst
1981, og eignuðust þau fjögur böm;
Guðrún, f. 13. nóvember 1920, hús-
móðir, var gift Gunnari Sveinssyni
en þau shtu samvistum, og eignuð-
ust þau sex'böm; Una, f. 4. febrúar
1925, d. 6. maí 1988, var gift Eiríki
Sigfússyni, f. 21. janúar 1923, og átti
hún átta böm. Seinni kona Eyjólfs
var Ingiríður Guðmundsdóttir, f. 15.
október 1917. Foreldrar Ingiríðar
vom Guðmundur Guðbrandsson og
Sigríður Einarsdóttir. Eyjólfur og
Ingiríður slitu samvistum en böm
þeirra em Steinn, f. 12. ágúst 1939,
kvæntur Auði Skúladóttur og eiga
þau íjögur böm, og Sigríður Sól-
borg, f. 6. september 1945, gift Frey-
steini Jóhannssyni og á hún tvö
börn. Hálfbræður Eyjólfs sam-
mæðra em Guðbrandur Jóhannes
Jónasson, f. 29. maí 1890, en hann
er látinn; Sigtryggur Eyjólfsson
smiður í Stykkishólmi, en hann er
látinn, og Skúli Eyjólfsson, b. á
Gillastöðum, f. 16. september 1876,
d. 17. maí 1938.
Foreldrar Eyjólfs vom Jónas Jón
Guðbrandsson, f. 18. október 1863,
d. 12.júní 1949, b. á Gillastöðum og
Sólheimum, og kona hans, Ingigerð-
ur Sigtryggsdóttir f. 1850, d. 7. febrú-
ar 1940. Jónas var sonur Guð-
brands, b. á Leiðólfsstöðum í Lax-
árdal, Guðbrandssonar, b. á Leið-
ólfsstöðum, Guðbrandssonar, b. á
Saurum í Helgafellssveit, Guð-
brandssonar. Móðir Guðbrands
yngri á Leiðólfsstöðum var Guð-
björg Jónsdóttir, b. á Leiðólfsstöð-
um, Jónssonar og konu hans, Önnu
Þórðardóttur, prests í Hvammi í
Norðurárdal, Þorsteinssonar. Móðir
Jónasar var Sigríður Bjamadóttir,
b. á Hömmm í Laxárdal, Magnús-
sonar, b. í Laxárdal í Hrútafirði,
Magnússonar, ættföður Laxárdals-
ættarinnar, bróður Amdísar,
langömmu Stefáns frá Hvítadal.
Ingigerður var dóttir Sigtryggs, b.
í Sólheimum í Laxárdal, Finnsson-
ar, b. í Sólheimum, bróður Guð-
mundar, langafa Guðlaugar, ömmu
Snorra skálds og Torfa tollstjóra,
Hjartarsona. Finnur var sonur
Torfa, smiðs á Ketfisstöðum í
Eyjólfur Jónasson
JHörðudal, Þorleifssonar, b. á Höfða
í Eyjahreppi, Þórðarsonar. Móðir
Ingigerðar var Guðrún Jónsdóttir á
Kjörseyri, Magnússonar, bróður
BjarnaáHömrum.
Magnea Guðbjörg Jónsdóttir,
Strandgötu 12, Hvammstanga, varð
áttræð í gær. Magnea fæddist að
Vorsabæ í Austur-Landeyjum, ein
af fimmtán systkinum. Hún var lát-
in í fóstur að Skíðbakka í sömu sveit
ogólstþarupp.
Magnea bjó með Sigurjóni Jó-
hannessyni, bifvélavirkja á Eyrar-
bakka og síðar í Reykjavík, og eign-
uðust þau þrjá syni. Þeir em Jón
Þórir, f. 3.11.1930, bifvélavirki í
Ytri-Njarðvík, kvæntur Rósu Am-
grímsdóttur og eiga þau sex börn;
Róbert Jóhannes, f. 12.4.1932, kaup-
maður í Hafnarfirði, kvæntur Aðal-
heiði Guðmundsdóttur og eiga þau
sex dætur, og Vignir, f. 28.9.1933,
vélvirki á Selfossi, kvæntur Fjólu
Tyrfingsdóttur og eiga þau þrjá
syni.
Seinni manni sínum, Guðjóni Jó-
hannessyni frá Læk á Skagaströnd,
gjftist Magnea 8.4.1943. Þau bjuggu
um tíma í Hlið í Álftafirði í Norður-
ísafjarðarsýslu, á Skagaströnd og í
Höfnum á Reykjanesi en em nú
búsett á Hvammstanga.
Magnea og Guðjón eignuðust
fimm böm en eitt þeirra lést á unga
aldri. Böm þeirra sem upp komust
em Grétar, f. 30.10.1943, búsettur í
Keflavík, kvæntur Ásu Guðfinnu
Jóhannesdóttur og eiga þau fjórar
dætur; Magnea, f. 22.3.1945, búsett
í Færeyjum, gift Siguijóni Ingi-
marssyni og eiga þau þijú böm;
Þorleifur Guðjón, f. 18.4.1951, bú-
settur á Jótlandi, kvæntur Jóhönnu
Kristínu Hfimarsdóttur og eiga þau
þijú börn, og Gísli Þorberg, f. í aprfi
1955, búsettur í Grindavík, kvæntur
Hönnu Guðnýju Björgvinsdóttur og
eiga þau eina dóttur.
Foreldrar Magneu voru Jón Er-
lendsson, b. í Vorsabæ í Austur-
Landeyjum, og kona hans, Þórunn
Sigurðardóttir. Jón var sonur Er-
lends, b. á Skíðbakka, Erlendssonar,
b. á Voðmúlastaðahjáleigu, Guð-
laugssonar. Móöir Erlends Erlends-
sonar var Gróa Jónsdóttir, b. í Göt-
um í Mýrdal, Magnússonar. Móðir
Jóns var Oddný Amadóttir, b. á
Suður-Móeiðarhvolshjáleigu,
Bjömssonar, b. í Kumla á Rangár-
völlum, Ámasonar. Móðir Oddnýj-
ar var Jómnn, systir Tómasar, lang-
afa Þórðar Tómassonar, safnvarðar
í Skógum. Annar bróðir Jórunnar
var ívar, langafi Oddgeirs Kristjáns-
sonar tónskálds og afi Nikulásar
Þórðarsonar, kennara á Kirkjulæk,
afi Nikulásar Sigfússonar læknis.
Jórunn var dóttir Þórðar, b. á
Moldnúpi undirEyjafjöIlum, Páls-
sonar, b. í Langagerði, Þórðarsonar,
prests í Skarði í Meðallandi, Gísla-
sonar.
Móðurbróðir Kristins var Sigur-
þór, afi Ragnheiðar Helgu Þórarins-
dóttur borgarminjavarðar. Þómnn
var dóttir Sigurðar, b. í Snotm í
Landeyjum, Ólafssonar, b. í Múla-
koti í Fljótshlíð, Ámasonar, foöur
Jakobs, langafa Sveins Þorgríms-
sonar, staðarverkfræðings Blöndu-
virkjunar. Móðir Siguröar var Þór-
unn ljósmóðir, Þorsteinsdóttir, b. og
smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýr-
dal, Eyjólfssonar og konu hans, Ka-
rítasar Jónsdóttur, klausturhaldara
á Reynistað, Vigfússonar, stúdents
á Hofi á Skagaströnd, Gíslasonar,
Magnea Guöbjörg Jónsdóttir
rektors á Hólum, Vigfússonar. Móð-
ir Jóns var Helga Jónsdóttir, bisk-
ups á Hólum, Vigfússonar, bróður
Gísla. Móöir Karítasar var Þórunn
Hannesdóttir Scheving, sýslumanns
á Munkaþverá, Lámssonar Sche-
ving, sýslumanns á Möðmvöllum.
Móðir Þómnnar var Jórunn Steins-
dóttir, biskups á Hólum, Jónssonar.
Móðir Þórunnar Sigurðardóttur
var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. á
Hlíöarendakoti í Fljótshlíð, Einars-
sonar og konu hans, Helgu, ömmu
Þorsteins Erlingssonar skálds.
Helga var dóttir Erlings, b. í Braut-
arholti, Guðmundssonar, b. í Fljóts-
dal í Fljótshlíð, Nikulássonar, sýslu-
manns á Barkarstööum, Magnús-
sonar, b. á Hólum í Eyjafirði, Bene-
diktssonar, klausturhaldara á
Möðruvöllum, Pálssonar, sýslu-
manns á Munkaþverá, Guðbrands-
sonar, biskups á Hólum, Þorláks-
sonar. Móðir Helgu var Anna María
Jónsdóttir, systir Páls skálda, lang-
afa Ásgeirs Asgeirssonar forseta.
85 ára
Jóhanna Magnúsdóttir,
Botnabraut 3A, Eskifirði.
80 ára
Garðar Sigtryggsson,
Reykjavöllum, Reykjahreppi.
Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Bjarteyjarsandi I, Strandarhreppi.
Margrét Ágústsdóttir,
Víðimel 52, Reykjavik.
75 ára
Pétur Sigurðsson,
Ósi, Auðkúluhreppi.
Magnelja Guðmundsdóttir,
Markholti 7, Mosfellsbæ. Hún verð-
ur ekki heima á afmælisdaginn.
Sigursteinn Guðlaugsson,
Skjaldbreið I, HofsóshreppL
Baldvina Hjörleifsdóttir,
Goðabraut 20, Dalvík.
Aðalheiður Valdimarsdóttir,
Uppsölum, Búðahreppi.
60 ára
Sigrfður Bjarnadóttir,
Geitlandi 4, Reykjavfk.
Guðrún Steina Magnúsdóttir,
Sólheimum 25, Reykjavik.
Hjalti Ólafur Elias Jakobsson,
Laugargeröi, Biskupstungnahreppi
Hildur Bjarnadóttir,
Grýtubakka 24, Reykjavflí.
Sigurður Jónsson,
Aðalstræti 40, Akureyri.
50 ára
Sigurður Kristinn Ásgrírasson,
Kvistagerði 5, Akureyri.
Guðmtmdur Olsen,
Hamarsstig 38, Akureyri.
Sjöfh Sigurgeirsdóttir,
Vallargerði 8, Kópavogi.
Ole Pedersen,
Yrsufelli 7, Reykjavík.
40 ára
Marsibil Ólafsdóttir,
Markarfiöt 41, Garöabæ.
Torfi Hannesson,
Gilstreymi, Lundarreykjadals
hreppi.
Guðrún Pálsdóttir,
Kolbeinsgötu 45, Vopnafirði.
Sigþór Sigurðsson,
Kjarrholti 2, ísafiröi.
Judy Áshildur Wesley,
Seilugranda 5, Reykjavík.
Jóhann Hákonarson,
Frostaskjóli 23, Reykjavík.
Barbara Anne May,
Fífumóa 3C, Njarðvik.
Stefán Jónsson
Stefán Jónsson forstjóri, Hamars-
braut 8, Hafnarfirði, er áttræður í
dag.
Stefán fæddist í Kalastaöakoti á
Hvalfjarðarströnd en flutti með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur 1920.
Hann lauk prófi frá VÍ1928.
Stefán varð skrifstofumaður Vél-
smiðjunnar Héðins í Reykjavík 1930,
fulltrúi við útibú Héðins í Hafnar-
firði 1931 og forstjóri Vélsmiðju
Hafnarfjarðar hf. 1937, en hann hef-
ur gegnt því starfi síðan.
Stefán hefur átt þátt í stofnun
ýmissa fyrirtækja í Hafnarfirði,
einkum á kreppuárunum. Hann
hefur átt sæti í stjórn Sparisjóðs
Hafnarfjarðar frá 1942 og átti um
fjögurra ára skeið sæti í stjórn ísals.
Hann sat í stjóm Heimdalls, í
stjóm Stefnis og í stjóm Landsmála-
félagsins Fram. Þá var hann for-
maöur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna í Hafnarfirði um langt
skeið. Stefán var kosinn í bæjar-
stjóm Hafnaríjarðar 1938 og sat í
henni óshtið í rúm fjömtíu og fjögur
ár. Hann gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum á vegum bæjarins og var
þá m.a. í bæjarráði, útgerðarráði,
bygginganefnd og skólanefnd. Þá
átti hann hlut að stofnun Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu og gegndi formennsku samtak-
annafyrstuárin.
Stefán starfaði í Karlakómum
Þresti í áratugi. Hann var formaöur
kórsins um skeið, auk þess sem
hann var formaður Sambands ís-
lenskra karlakóra og sat í stjórn
Sambands norrænna karlakóra.
Hann er heiðursfélagi Karlakórsins
Þrastar. Þá hefur hann verið félagi
í Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar frá
stofnun hans 1946. Hann hefur verið
sæmdur riddarakrossi Fálkaorö-
unnar.
Stefánkvæntist29.3.1931, Ragn-
heiði Huldu Þórðardóttur, f. í
Reykjavík, 30.3.1910, dóttur Þórðar
Sigurðssonar, stýrimanns í Reykja-
vík, og konu hans, Guðrúnar Ólafs-
dóttur.
Stefán og Hulda eiga sex börn. Þau
eru Jón Gunnar, bæjarstjóri í
Grindavík, f. 26.6.1931, kvæntur
Gunnhildi Guðmundsdóttur og eiga
þau fjögur börn; Þórður, fram-
kvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 18.11.
1932, en fv. kona hans er Nina Mat-
hiesen og eiga þau eina dóttur; Soff-
ía, fulltrúi í Hafnarfirði, f. 1.12.1937,
gift Sigurði Bergssyni vélfræðingi
og eiga þau íjögur böm; Sigurður
Hallur, héraðsdómari í Hafnarfirði,
f. 29.4.1940, kvæntur Ingu Maríu
Eyjólfsdóttur skrifstofumanni og
eiga þau tvö böm; Helga Ragnheið-
ur, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 28.11.
1947, gift Gunnari Hjaltalín, löggilt-
um endurskoðanda og eiga þau
fimm böm; Halldór Ingimar, vél-
fræðingur í Hafnarfirði, f. 29.1.1949,
kvæntur Sigrúnu Benediktsdóttur
hj úkrunarfræðingi og eiga þau þijú
böm.
Foreldrar Stefáns vom Jón Sig-
urðsson, b. og hreppstjóri frá Fiski-
læk í Melasveit, f. 15.8.1852, d. 18.7.
1936, og Soffia Pétursdóttir, f. að
Landakoti í Reykjavík, 9.4.1870, d.
1936.
Jón var sonur Sigurðar, b. á Fiski-
læk, Böðvarssonar, b. á Hofstöðum
ogí Skáney, Sigurðssonar. Móðir
Sigurðar á Fiskilæk var Þuríður
Bjarnadóttir.
Móðir Jóns var Halldóra Jóns-
dóttir, stúdents í Kalmannstungu
og á Leirá, Ámasonar. Móðir Hall-
dóru var Halla Kristín Jónsdóttir,
prests á Gflsbakka, Jónssonar, og
konu hans, Ragnheiðar Jónsdóttur,
prests í Hvammi, Sigurðssonar,
sýslumanns á Hvítárvöllum, Jóns-
sonar, sýslumanns í Einarsnesi, Sig-
urössonar. Móðir Ragnheiðar var
Kristín Eggertsdóttir, umboðs-
manns á Alftanesi, Guðmundsson-
ar, og konu hans, Ragnheiðar, syst-
ur Sigurðar, sýslumanns á Hvítár-
völlum. SystirEggerts var Þórunn,
móðir Sigríðar, konu Ólafs Stephen-
sen stifamtmanns, ættmóðir Steph-
Stefán Jónsson
ensenættarinnar.
Soffía var dóttir Péturs, sem bú-
settur var í Reykjavík, Guðmunds-
sonar, b. á Efstabæ, Ólafssonar.
Móðir Péturs var Kristín Jónsdóttir.
Móðir Soflfiu var Guðrún, dóttir
Jóns, b. á Búrfelli í Miðfirði, Jóns-
sonar, og konu hans, Maríu Magn-
úsdóttur frá Tannastöðum í Hrúta-
firði.
Stefán verður að heiman á af-
mælisdaginn.
í
i
1
(
i
\
i
I
}
i
!