Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. 13 >v_____________________ Lesendur Nýir vendir sópa best T.Ó. skrifar: Nokkuð hefur verið rætt og ritað um vinnubrögð þingmanna. Einn er sá aðili sem gagnrýnt hefur vinnubrögð á þingi, en það er Krist- inn Pétursson alþingismaður. Gagnrýni hans er athygliverð fyrir þá sök að hann er svo til nýkominn á þing og ætti því að sjá vinnu- brögðin þar með nokkuð öðrum hætti en margir langvarandi at- vinnupólitíkusamir. „Glöggt er gests augað“ stendrn: einhvers staðar og á það sennilega vel við í þessu tilfelli. Allavega eru vinnubrögð þama í þinginu stór- furðuleg í augum margra. - í ný- legri grein segir Kristinn aö verið sé að samþykkja aukafjárveitingar, allt frá árinu 1978! Hvilík vinnu- brögð. Það er svipað og hlutafélag væri aö samþykkja ársreikninga seinustu 10 ára núna! Ekki lái ég þingmanninum þótt honum iinnist nóg um og vilji láta endurskoða starfsemi þingsins. Þessir herrar em alltaf að tala um að „hagræða“ á hinum og þessum stöðum, m.a. á Alþingi. - Þessir aðilar ættu að líta sér nær og byrja þá á því að hagræða hjá sjálfum sér - á Alþingi. Það kom fram hjá þingmannin- um að hann hefur verið skrifstofu- laus í allan vetur á þinginu og síma- kerfið er þannig að ekki er hægt að ná sambandi út nema endmm og eins. Þetta vekur upp þá spum- ingu hvað menn em yfirleitt að gera á þingi. - Era vinnubrögð þingmanna virkilega þannig að menn hafi enga vinnuaðstöðu og láti það gott heita? - Hvernig era vinnubrögð þessara manna yfir- leitt? Era þeir þá ekkert í vinnunni ef ekki eru þingfundir? Þingmaðurinn hefur verið gagn- rýndur fyrir að vilja betri aðstöðu sem bendir fremur til þess að al- þingismenn séu svo huglausir að þeir þori ekki að kvarta af ótta við gagnrýni almennings. Þetta virðist Kristinn þora og tjáir sig um málið og er það mjög gott. Það er nefni- lega nóg af rolum á þingi, rolum sem era í sífelldu kapphlaupi um vinsældir. Ég skora á Kristin að verða ekki samdauna kefinu og halda áfram á sömu braut og hrista upp í þessu áður en hann verður sjálfur sam- dauna því. - Á sjónum era menn vanir því að ganga í verkin, þótt þau séu ekki vinsæl, því þau þarf að vinna þrátt fyrir það. Þeir ættu að gera meira af því þama á þingi í stað þess að vera á sífelldum ferðalögum erlendis og veisluhöldum. Þeir ættu að nota fjármunina til að hagræða hjá sjálf- um sér. - Þar sem ég veit að Krist- inn er fyrrverandi sjómaður vona ég að hann láti ekki bugast fyrir kerfinu. Hagnaður af gengisbreytmgum: Fyrirspurnir til hagspekinga „Hve mikið hækkuðu skuldirnar á árinu 1988 vegna gengisbreytinga?" er m.a. spurt hér. Kjósandi skrifar: Hvað skyldu útistandandi skuldir þjóðarbúsins vera miklar í dag í krónum tahð? Hvað skyldu afborg- anir af þeim vera á ári? Hvað skyldu skuldimar hafa hækkað.mikið á ár- inu 1988 vegna gengisbreytinga? Hvaðhækkuðuafborganirafþessum. skuldum vegna gengisbreytinga á því ári? Hvað skyldi innflutt neysla þjóðarinnar hafa hækkað mikið vegna gengisfelhnga á árinu 1988? Og svo á móti þessu: Hvað skyldu innflutningsverðmæti þjóðarinnar vegna gengisbreytinga á árinu 1988 hafa hækkað mikið? Einnig væri gaman að hta th lengri tíma varð- andi útistandandi skuldir, jafnvel til ársins 1981. Hvað væru skuldirnar miklar í dag og hvað væra afborgan- ir af þeim háar á ári ef gengi krón- unnar hefði ahtaf verið eins og það var hinn 1. janúar 1981? Hvað myndi ársneysla nú á þessu janúargengi 1981 kosta? Hveriar væru útflutningstekjur nú á janúar- gengj 1981? Það væri fróðlegt ef ein- hver glöggur aðih, lærður eða leik- maður, gæti gefið svör við þessum punktum sem hér era settir fram. Snjóruðningar á Grenivík Ibúi á Grenivík skrifar: Það er stundum sagt að fólk „rífi sig“ alveg niður í tær, ég ætla að rífa mig - alveg niður úr. Ég verð að láta í ljósi áht mitt vegna framkvæmdar á snjóruðningi hér á staðmun. Mér finnst það nokkuð einkenni- legt að þegar kominn er glænýr snjó- blásari hingað tíl Grenivíkur harð- neita íbúamir að láta blása snjónum af götunum og bera því við að þeir vhji ekki fá raðningana inn á lóðirn- ar hjá sér! Og smáskot svona í lokin. Kæra íbúar, verið ekki svona viðkvæmir og hræddir um lóðimar ykkar. Ruðningamir skemma þær ekki vit- und, þið getið aha vega mokað göng í gegnum þá. - Það væri ekki gott í efni ef þið þyrftuð að fá sjúkrabh í hvehi - eða hvað? íbúamir neita að láta blása snjónum af götunum og bera því við að þeir vilji ekki fá ruðningana inn á lóðimar hjá sér! HeHsudýnan góða Jópa Þórísdóttir skrifar: Ég vh taka undir meö Hauki Sigurðssyni sem skrifaði th les- endadálks ykkar fyrir nokkru um dönsku Bay Jacobsen hehsudýn- una og koddann. Ég hef notað dýnuna og koddann nokkrar vjk- ur og mér líöur mun betur í bak- inu og heröunum. Einnig hefur fótkuldinn svo th horfið. Þjónustan vegna hehsudýn- unnar er líka hreint afbragð. Þeg- ar ég hringdi og var að kynna mér máhð var mér boðiö að starfsmaður versiunarinnar kæmi heim th mín til að kynna mér vörana. Það þáði ég og spar- aði mér því ferðina þangaö. Austurbæing- cHT aiiðlií E.B.K. hringdi: Mig langar til að taka imitir ummæh konu sem skrifaði um þáttinn Austurbæinga í Sjón- varphiu, Þátturinn er að vísu kl. 18.55 enekkiki. 18.30 einsog stóö vh ég taka undir það með kon- unni aö þótturinn haldi áfiam. TVÖFALDUR 1. VINMNGUR á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.