Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. 9 Útlönd Fjölskylda { Beirút notar tœkifaerið þegar hlé er á bardögunum til aö fara meö dýnur í loftvarnabyrgi. Símamynd Rsuter Enn er skipst á skotum í Beirút þrátt fyrir vopnahléð sem samþykkt var fyrir milligöngu sendinefndar Arababandalagsins. Herforingjar kristinna sökuðu Sýrlendinga og bandamenn þeirra mn að hafa rofiö vopnahléð og í útvarpsstöðvum múhameðstrúarmanna í vesturhluta Beirút var sagt að menn Aouns, leiðtoga kristinna, hetðu hafið skothríðina í gær. íbúar borgarinnar, sem margjr voru nýkomnir úr loftvamabyrgjum eftir þriggja vikna dvöl þar, þustu óttaslegnir í byrgin á ný. Franska utanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að frönsk yfirvöld hefðu sent tvö skip til Líbanon með hjálpargögn handa borgurum lands- ins. Ákvörðun Frakka var tilkynnt samtímis því sem utanríkisráðherra Sýrlands, Farouq al-Shara, fordæmdi það sem hann kallaöi óábyrgar yfir- lýsíngar franskra yfirvalda um bardagana í Líbanon. Shara minntist ekki beint á fullyrðingar fransks sendimanns um að sýrlenskt herlið hefði fyrirskipað skotárás á miövikudagmn á franska sendiráðið í austur- hluta Beirút þar sem kristnir ráða ríkjum. Reuter Sjúklingar, bundnir viö hjólastóla, þeystu út á götur i Amsterdam í gaer til að sýna i verki stuðnlng sinn viö hjúkrunarfólk sem nú er i verkfalli og krefst hærri launa. Veörið var ekki upp á það allra besta, rok og rigning, þannlg að fólklð vafði sig með plasti til að verjast veðri og vind- um. Þetta er ef til vill til eftirbreytni fyrir íslenskt hjúkrunarfólk og sjúkl- inga þess. Sfmamynd Reuter Símamynd Reuter Botha til Namibíu Utanríkisráðherra Suður-Afríku, Pik Botha, heldur til Namibíu í dag til að reyna að finna leið til að binda enda á bardagana í landinu sem ógna sjálfstæði þess. Sovéskir og banda- rískir embættismenn munu taka þátt í viðræðunum. Lögreglan í Namibíu sagði í gær að að minnsta kosti tvö hundruð skæruliðar Swapohreyfingarinnar heíðu fallið og tuttugu og þrír lög- reglumenn frá því að fimmtán hundruð skæruliðar komu frá An- góla til Namibíu á laugardaginn nokkrum klukkustundum eftir að áætlunin um sjálfstæði Namibíu frá Suður-Afríku tók gildi. Fulltrúar Swapohreyfingarinnar halda því fram að skæruliðamir hafi þegar verið komnir til Namibíu. Átökin í norðurhluta landsins héldu áfram í gær, sjötta daginn í röð, þrátt fyrir boð Suður-Afríku- stjómar um að skæruliðar fengju að fara óáreittir til Angóla ef þeir legðu niður vopn fyrir laugardag. Stjórnin í Suður-Afríku hefur hótað að leita uppi alla skæruliða ef þeir taka ekki boðinu. Sameinuðu þjóðirnar, sem eftirlit eiga að hafa með friðaráætluninni í Namibíu, hafa sætt gagnrýni Afríku- ríkja fyrir að hafa leyft suður-afrísk- um hermönnum að fara frá bæki- stöðvum sínum í Namibíu til þess að hafa afskipti af skæruhðum. Sex suð- ur-afrísk ríki buðust í gær til að senda herlið til Namibíu til aðstoðar friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Aðeins eitt þúsund af þeim fimm þúsund liðsmönnum Samein- uðu þjóðanna, sem fara eiga með eft- irlit í Namibíu, eru komnir þangað. Deilur í New York um kostnað vegna eftirlitsins hafa tafið flutninga friðar- gæslusveitanna.. Samkvæmt samkomulaginu um frið í Namibíu, sem undirritað var í New York í desember síðastliðnum, samþykkti stjórn Suður-Afríku að veita Namibíu sjálfstæði ef yfirvöld á Kúbu kölluðu heim fimmtíu þús- und manna herlið sitt frá Angóla. Swapohreyfingin var ekki aðili að samkomulaginu en samþykkti það skriflega. í skjali frá bandaríska ut- anríkisráðuneytinu, sem Reuter- fréttastofan hefur fengið í hendur, er fullyrðingum Swapo um rétt til að hafa bækistöðvar í Namibíu vísað á bug. Reuter , Kötturinn Samantha, sem býr í þvottavélinni, hafði einhvern veg- myndina Rauöu skikkjuna hér á Alesund í Noregi, lifði af fimm min- inn lent inni i vélinni með óhrein- íslandi sumarið 1966 tókst svo illa útna veru inni í þvottavél, sem var um gallabuxum. til að annar af tveimur schafer- áfúllu,þegareigandihennarbjarg- Nedregaard stoppaði vélina. „Ég hundum sem komu fram í mynd- aðilífihennarraeömunnviðmunn hringdi i dýralækni en hann gat inni þoldi ekki meðferðina og aðferðinni. ekki gert raikið,“ sagði húa „Síðan hjarta hans . stöðvaðist Ungur Ann-Eli Nedregaard sagði, í við- datt mér í hug aö nota munn við læknanemi, sem var statisti í tali við dagblaðið Verdens Gang í munn aðferðina og hún virkaði." myndinni, brá skjótt við og blés lífi gær, að flölskylduhundurinn hefði Þetta. er hins vegar síður en svo í hundinn og beitti hjartahnoði. byijað að gelta er hann tók eftir í fyrsta skipti sem dýri er bjargað Hundurinn skilaði sínn hlutverki því að Samantha, sem hefur gaman með munn við munn aöferðinni. með prýði eftir þá læknisaðstoð. af að sitja og horfa á fötin snúast í Þegar verið var að taka kvik-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.