Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1989, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989. T .ffggfíll Lágspennt ljós vinsæl í heimahúsum: Ótaúlegir möguleikar Lágspennt ljós eru aö verða æ vin- sælli í heimahúsum hér á landi. Þessi ljós eru 12 volt og fylgir þeim sérstak- ur spennubreytir til að spenna niður hin hefðbundnu 220 volt. Þau veita mikla möguleika bæði í innrétting- um og lýsingu íbúða og íjölbreytni þeirra eykst stöðugt. Að sögn Helga Eiríkssonar lýsing- arhönnuðar eru lágspenntu ljósin enn sem komið er mest notuð í ný- byggingum og þá einna helst í bað- herbergjum, eldhúsum og stofum. Oft er gert ráð fyrir 12 volta lýsingu í nýjum eldhús- og baðinnréttingum og í stofum er komið fyrir stæðum fyrir þessi ljós í loft í stað gömlu loft- dósanna. Halógenlýsing „Lýsing 12 volta ljósa er halógen- lýsing en hún gefur hvítari og skýr- ari lýsingu en glóðarperur. Perumar og lampamir sjálfir eru mun minni en hin hefðbundu ljós en gefa jafn- mikla birtu,“ sagði Helgi. „Rafmagnsnotkun 12 volta ljósa er ívið minni en hefðbundinna Ijósa miðað við ljósmagn. Lýsing þeirra er aftur á móti afmarkaðri og ekki eins dreifð og glóðarperulýsing. Geislasvið þeirra er þar með þrengra og þarf fleiri slík ljós en ella. Halógenperur hafa aftur á móti þrisvar sinnum lengri endingartíma en glóðarperur og gefa jafnframt mun meira ljósmagn frá sér. Með því að nota ljósdeyfi og minnka ljós- magnið um 13 prósent tvöfaldast endingartími pemnnar. Þá hafa þessi 12 volta ljós það umfram glóðarpera- lýsingu að betra er að ráða ljósdreif- ingunni. Hægt er að fá allt frá 8-40 gráða ljósdreifingu frá sama lampa með því að nota mismunandi perar.“ Innfelld ljós „í eldhúsum og baðherbergjum er nú vinsælt að nota innfelld 12 volta ljós í stað flúrljósa. Ljósin era þá felld inn í innréttinguna, tíl að mynda undir hillur eða í loft. í 12 volta lýs- ingu er ýmist hafður einn spennu- breytir fýrir mörg ljós eða hvert ljós hefur eigin breyti," sagði Helgi. „Staðsetning ljósanna er mikið ná- kvæmisatriði og gera verður ráð fyr- ir spennubreytum í hönnun. Einnig verður að hafa í huga að bæði per- umar og spennubreytamir hita mik- ið frá sér og hætta er á íkveikju. Því verður að huga vel að loftræstingu umhverfis ljós og spenni." Kastarar í stofuna í stofum veita þessi ljós marga og skemmtilega möguleika. í nýbygg- ingum er oft gert ráð fyrir 12 volta innfelldum kösfuram í loft. Þessir nýju kastarar era mjög ólíkir þeim sem hingað til hafa verið notaðir, Leslampnr hafa tekið miklum breyt- ingum. Þessi lampi hefur 12 volta lýsingu og innbyggöan spennu- breyti. Eins og sést á myndinni er hægt aö breyta stöðunni á lýsing- unni eftir þörfum. DV-myndir Brynjar Gauti Heimilið bæði era þeir minni og einnig er vin- sælt að fella þá alveg inn í loftið þannig að þeir sjást ekki. Kastarar sem sjást eru einnig að ná töluverðum vinsælum. Lampa- stæði þeirra eru mjög lítil, að sögn Helga, innan við fjóra sentímetra í þvermál og er kösturanum smellt í stæðin. Auðvelt er að setja mörg slík stæði í loftið og færa kastarana til eftir þörfum. Kastarar era vinsæhr til að lýsa upp ákveðinn hluta stofunnar, til að mynda málverk á veggjum eða ein- staka húsgagn. Þeir era stillanlegir og hægt að breyta ljósdreifingu þeirra eftir óskum. Ljósávír Hangandi ljós hafa alltaf verið vin- sæl í stofum bæði til skrauts og lýs- ingar. Fyrir þá sem ekki vilja hafa innbyggða eða hangandi kastara í lofti er um margt annað að velja í 12 volta lýsingarkerfum. Það sem er að Lampar með 12 volta halógenlýsingu eru flestir með innbyggðan spennubreyti. Þessir lampar veita hreinni lýs- ingu en glóðarperulampar og því þægilegir við lestur. ofhlaða vírinn en þó er hægt að vera með allt að 14 ljós á hverjum vír en fjöldinn fer eftir stærð ljósanna. Með ná töluverðum vinsældum nú er aö hengja mörg lítil ljós neðan á þar til gerðan vír. „í slíkum Ijósakerfum er sérstakur rafmagnsvír strengdur yfir loftið og á hann hengd mörg ljós með klemm- um,“ sagði Helgi. „Varast verður að Hangandi Ijós þurfa ekki lengur að vera í formi Ijósakróna. Þessir litlu kastarar eru hengdir neðan á sér- stakan rafmagnsvír sem strengdur er í loftið. Á innfelldu myndinni sést hversu litil þessi Ijós eru. Takið eftir klemmunum á þeim. Mjög auðvelt er að færa þessi Ijós til á vírnum. Ljóskastarar eru vinsælir i stofu. Á þessari mynd er innfelldur kastari ásamt spennubreyti. Kastarinn sjálfur sést ekki þar sem hann er innfelldur. Einn- ig er hægt að fá kastara sem hanga neðan úr loftum og er þeim einfald- lega smellt I þar til gerð stæðl. þessu kerfi er hafður einn spennu- breytir, ýmist festur í loft eða á gólf. Auðvelt er að færa ljósin til á vímum því 12 volt hafa það umfram 220 volt að engin hætta er á að fólk fái í sig straum af vírnum." Lampar hafa tekið stökkbreyting- um síðustu ár bæði í hönnun og lýs- ingu. Vegg- og borðlampar era nú mun minni og nettari en áður fyrr en veita þó sömu lýsingu. Að sögn Helga era alhr borðlampar á mark- aðnum í dag með halógenlýsingu og yfirleitt með innbyggðurn spennu- breyti. Þessir lampar era vinsælir bæði í stofu og sem leslampar. Öryggið í fyrirrúmi Þessi nýja 12 volta lýsing er mjög fjölbreytt og hagkvæm að mörgu leyti. Þó verður að hafa ýmislegt í huga þegar henni er komið fyrir í íbúðarhúsnæði. Gera verður ráð fyr- ir spennubreytum í hönnun innrétt- inga og íbúðar og einnig að lofti nægj- anlega um ljósin. Þá verður að nota hitaþolnar snúrur og nægjanlega sverar. Þess ber að geta að í spennu- breytum þessara ljósa eru öryggi sem valda straumrofi komi eitthvað fyrir. Halógenlýsing er enn sem komið er mun dýrari en glóðarperulýsing. Munurinn getur numið aht að helm- ingi á ljóskerfum. Því er betra að flana ekíti að neinu og leita ráða áður en ráðist er í kaup á slíkum ljósum. -StB Láesnennt liós: Nokkurví Lágspenntir lampar, sem ætlaðir era th festingar beint í loft eða á arúðarorð Sérstaða vegg, ínnfelldir lampar og þeir sem hafa ínnbyggðan spennubreytí, era prófunarskyldir hjá Rafmagnseft- irhti ríkisins. Ástæöan er hita- myndun í lömpunum sjálfttm og lögnum að þeim. Rafmagnseftirhtiö lágspenntra lampa Rafmagnseftirhtið sendi frá sér greinargerð um lágspennta lampa nýveriö. Þar er bent á sérstöðu lampanna hvaö varðar lagningu vih koma á framfæri nokkrum var- úöarorðum sem hafa ber í huga áður en ráöist er í kaup og uppsetn- ingu slíkra lampa. lagna að þeim. I greinargerðinni segir að jafhvel rafvirkjar hafi flaskað á því hvem- ig leggja eigi lagnir að lágspenntum lfimpnm Margir telja aft hsefilegt Mismunandi hitastíg Hitastig lágspenntra lampa getur farið upp í 400 stig á Celsíus en það er fjórum sinnum hærra en gerist sé að nota grannar lagnir, jafnvel algengar snúrulagnir eða eitthvað enn grennra. Þetta er reginmis- skilningur og kemur upp vun van- kunnáttu á grundvallaratriði raf- magnsfræðinnar, Ohmslögmáhnii meö venjulega glóðarperalampa. Hitinn getur oröiö jafhmikih þó peran sé ekki nema 10 vött. Samkvæmt því þarf ghdleiki lagn- arinnar að vera í öfugu hlutfalli við spennuna; því lægri sem spennan mismunandi eftir þvi hvaða hlut- verki þeim er ætlað aö gegna. Sum- er pvi gnaari togn part tit. flötinn sem þær eiga að lýsa. Þar af leiðandi veröur fjarlægö lamp- ans aö vera nægheg frá brennan- legu efni svo ekki kvikni í. Aörir lampar era þannig gerðir aö hitageislarnir fara í öfuga hátt Látið íagmann timverkið Rafmagnseftirlitið varar fólk við að fást við uppsetningu lág- spenntra lampa upp á eigin spýtur viö Ijósiö, þ.e. upp eða aftur úr lampaskerminum. Viö uppsetn- irnni hpirra harf hvi aft umta hf»K<* og ráðleggur öhum að fá góðan fag- mann til að hanna og framkvæma að hæfhegt rými sé á bak viö þá til aö kæhng geti átt sér staö. VvIKIOi Svlll Og (UuiáO tJÍ VIOKOtUUI rafmagni. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.