Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Síða 3
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ •1089: 3 Fréttir Akranes: Bandarísk fyrirtæki kaupa hlutafé í Arctic Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Tvö bapdarísk fyrirtæki hafa gefiö loforö um kaup á hlutafé í Fiskiöj- unni Arctic hf. á Akranesi. Fyrirtæk- in stunda vinnslu og dreifmgu á sjáv- arafurðum í Bandaríkjunum en eiga auk þess dreifingarfyrirtæki í Holl- andi og Danmörku. Aö sögn Jóns Þorsteinssonar, fiár- málastjóra Arctic, munu fyrirtækin tvö ekki eignast meirihluta hluta- bréfa en hann vildi ekki upplýsa nán- ar hve mikið fé þau leggja í Arctic. Sennilegt er að þau muni eiga tvo fulltrúa af sjö í stjóm fyrirtækisins. Annaö fyrirtækjanna er staðsett í Boston og leggur fyrst og fremst stund á vinnslu og dreifingu hörpu- disks. Hitt hefur aösetur í Houston í Texas og fæst m.a. við innflutning á laxi frá Noregi. Jón vildi ekki upp- lýsa um nöfn fyrirtækjanna. Auk þessara bandarísku fyrirtækja hafa ýmsir aöilar innanlands ákveð- ið aö leggja fram hlutafé í Arctic. Þeirra á meöal er atvinnuþróunar- sjóður Akraness, sem hefur sam- þykkt að breyta 4 milljóna króna láni frá í fyrra í 4,7 milljóna króna hluta- fé. „Hlutafjáraukningin er liður í fjár- hagslegri endurskipulagningu og efl- ingu fyrirtækisins," sagði Jón Þor- steinsson við DV en Arctic hefur átt við nokkra rekstrarörðugleika að etja á undanfömum árum. Til þess að koma fyrirtækinu á réttan kjöl á ný hefur einnig verið samið um leng- ingu lána. Til marks um erfiðleika fyrirtækis- ins má nefna að tvisvar hefur dregist Samkeppni um skipu- lag í Geldinganesi Sú ákvörðun var tekin í Borgar- ráði þann 22. mars sl. aö efna til hugmyndasamkeppni um skipulag á Geldinganesi, en aldrei fyrr hefur verið efnt til samkeppni um svo stórt svæði. Nesið er um 220 hektarar að stærð og er gert ráð fyrir um það bil 6.000 íbúum á þessu svæði. Þegar er búið að úthluta nær öllum lóðum í Grafarvoginum og stefnt er að því í haust að úthluta Borgárholti I, sem er svæðið vestan við Gufunes- kirkjugarö. Síðar er áætlað að byggt verði á Borgarholti II, norður af Gufunesi, og Borgarholti III, svæð- inu milli Korpúlfsstaða og Blika- staða. Ef hugmyndasamkeppnin gengur vel, getur svo farið að hafist verði handa við framkvæmdir í Geld- inganesi áður en byrjað verður á Borgarholti III. Gæti því verið komin byggð í Geldinganesi eftir sjö ár. Allir íslenskir ríkisborgar og út- lendingar með fasta búsetu á íslandi hafa heimild til þátttöku í keppn- inni. Gögn varðandi keppnina eru afhent hjá trúnaðarmanni dóm- nefndar, Ólafi Jenssyni, fram- kvæmdastjóra Byggingaþjónustunn- ar að Hallveigarstíg 1, gegn 5000 króna skilatryggingu. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en tvær og hálf milljón króna, en auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að einni milljón. Dómnefndina skipa: Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, Finnur Birgisson, Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson og Ingimundur Sveinsson. Ráðgjafi hennar er Þorvaldur S. Þorvaldsson. Trúnaðarmaður er Ólafur Jensson og ritari Hjörleifur Kvar- an. Á myndina vantar Guðiaug Gauta Jónsson sem sæti á í dómnefnd. DV-mynd Brynjar Gauti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi og formaður dómnefndar, sagði að dómnefndin vonaði að þátt- taka yrði góð og að fólki fyndist þetta áhugavert viðfangsefni. Hann minnti einnig á að þátttaka væri öllum heimil og menn hefðu algjörlega frjálsar hendur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagn- fræðingúr, sem einnig á sæti í nefnd- inni, sagði að tilgangur samkeppnin- ar væri að fá sem flestar og frjóastar hugmyndir en ekki endilega nýtt skipulag. Ekki væri tryggt að byggt yrði eftir því skipulagi sem fengi 1. verðlaun. Skila skal tillögum til Ólafs Jens- sonar eigi síðar en 13. desember 1989 kl. 18. Niðurstöður munu liggja fyrir ímarsánæstaári. -GHK í nokkra daga að greiða út laun og einnig orðið töluverður dráttur á samkvæmt heimildum DV hefur greiðslu launatengdra gjalda. JÚLÍTILBOÐ GX 303 loftpúðavél Kantskeri GL 120 - GL 220 TILBOÐ 1 GX 303 loftpúðavél GL 120 kantskeri A 6261 25m raftaug kr. 13.821,- kr. 3.964,- kr. 1.123,- 18.908,- TILBOÐSVERÐ KR. 15.882,- TILBOÐ 2 BORGARTÚNI 31, SÍMI 627222 GX 303 loftpúðavél kr. 13.821,- GL 220 kantskeri sjálfvirkur kr. 5.333,- A 6261 25m raftaug kr. 1.123,- 20.276,- TILBOÐSVERÐ KR. 16.829,- Sölustaðir um land allt. SINDRA AaSTALHF > í i - 8 MANNA Eígum tíl afgreíðslu nú þeg- ar Peugeot 505 GR dísíl og GR bensín, 8 manna statíon, árgerð 1989. GR 505 dísil er útbúinn m.a. sjálfskipt- ingu, vökvastýri, aflhemlum o.fl. GR 505 bensin, sjálfskiptur, vökva- ^ stýri, aflhemlar, rafmagn í rúðum o.fl. ^ .1 JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL LÉJ LJ JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 OPIÐ 9-18 VIRKA DAGA OG 13-17 LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.