Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ' 1989. Viðtalið --------------------^ Leiðast fjöl- miðlar afskapiega Nafn: Inga Bjarnason Aldur: 38 ára Starf: Leikstjóri „Þessa dagana er Macbeth svo frekur til plássins aö £átt annað kemst aö. Hann er voldugur og honum hafa fylgt álög frá dögum Shakespeares. Til dæmis má aldrei nefha nafn hans í leik- húsinu,'- segir Inga Bjamason leikstjóri. Sýning á Macbeth er aðeins eitt atriði af mörgum á li- stadögum sem kenndir eru við Hundadaga. Margir íslenskir og erlendir listamenn koma fram á þessari listahátíð sem stendur í mánuð. Stærstu aðilamir eru Alþýðu- leikhúsið, Listasafn Siguijóns Ólafssonar og Tónlistarfélag Kristskirkju. „Á þessum árstfma er yfirleitt lítið um að vera í lista- og menn- ingarlífmu í þessari annars ágætu borg. Að okkar mati er sumarið ekkert verri tími til að njóta listar en veturinn. Þetta er nýtt fyrir listamenn að standa sjálfir að svona hátíð og um leið finnum við hvers megnug við er- um.“ Að komast upp úr kjallara Macbeth er viöamesta verkef- nið sem Alþýðuleikhúsiö hefur ráðist í til þessa. Fram að þessu hefur leikhúsiö sýnt smærri og einfaldari verk í alls konar húsa- kynnum en nú dugir ekkert minna en íslenska óperan. „Það var eiginlega tími tíl kom- inn fyrir Alþýöuleikhúsið aö komast upp úr kjöllurum og á svið sem er ofar sjávarmáli." Inga lék og leikstýrði i sjö ár í Bretlandi. Hún segir það jafhauð- velt eöa jafiierfitt að starfa aö leikhúsmálum hér á landi „Hér lifi ég best og starfa og vil sem minnst fara út fyrir land- steinana og ekki þarf aö kvarta undan áhugaieysi íslenskra áhorfenda. Tíminn úti var auövit- að lærdómsrikur og þar var ég alin upp með Shakespeare í þrjú ár. Eiginlega ætti hver leikari aö leika Shakespeare sundur og saman til að þroska sig, svipað og tóniistarmaðurinn lærir af Beethoven og Bach.“ Langar að setja upp óperu Inga segist eiginlega hafa eitt áhugamál, leikhúsið og þaö sem þvi tengist. „Hugmyndir og hvlld sæki ég hins vegar i tónlist. Ef ég er alveg komin í þrot sný ég mér aö Moz- art Stundum spila ég sömu plöt- una í hellan mánuð og ekki laust við að maðurinn minn sé farinn að stynja undan Mozart. Ég er llka mikill óperuunnandi og þar er Verdi í mestu uppáhaldi. Ein- hvem tíraa, þegar ég verð stór, ætla ég að setja upp óperu. Eiginlega finnst raér allt mjög skemmtilegt nema Qölmiðlar, þó leiöist mér sjónvarp sérstaklega mikiö. Kannski er þaö vegna þess að óg botna ekki upp né niður í fjölmiðlum og verð því alltaf ut- angátta þegar þeir eru annars vegar." Inga er gtft Leifi Þóraxinssyni tónskáldi og á einn son, Hrapp Stein Magnússon, 18 ára. -JJ Fréttir Hanna Maronsdóttir á Ólafsfirði: „Eg fæ gosbrunn því að Árni er svo jákvæður“ - en hún er að byggja upp garðinn sinn að nýju eftir skriðuföllin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hanna að raka moldinni til í „nýja garðinum" og svo átti að tyrfa um kvöldið. DV-myndirgk og ég myndi aldrei geta haft mig í það að byggja þetta upp aftur en kjarkurinn kom aftur og nú er allt á fullri ferð hér, eins og þú sérð.“ Hanna sagði að margir heíðu lagt þeim hjónum lið við uppbyggingu garðsins, fólk hefði komiö víðs vegar að til að rétta hjálparhönd. „Svo er nú sá ljósi punktur í þessu að ég fæ gosbrunn í nýja garðinn, hann Arni er svo jákvæður, þessi elska,“ sagði Hanna. Þegar skriðufóllin dundu yfir Ól- afsfirðinga á síðasta sumri fóru lóðir margra húsanna við Hlíðarveg á kaf í aur og dmllu. Þar á meðal var lóð- in við hún númer 69 en þar búa hjón- in Hanna Maronsdóttir og Árni Sæ- mundsson. Garðurinn þeirra þótti með fallegustu görðunum á Ólafs- firði en allt eyðilagðist þarna á svip- stundu nema gróðurinn fyrir framan húsið. „Hann var orðinn ansi fallegur, garðurinn, þótt ég segi sjálf frá, enda var búið að rækta hann í um 15 ár,“ sagði Hanna er við komum við hjá henni. Þegar okkur har að var verið að vinna af krafti í garðinum, keyra til mold og slétta úr og allt var gert eftir „uppskrift“ Hönnu. „Ég teiknaði garðinn upp í vetur eins og ég vildi hafa hann, var svona aö dúlla mér viö það. Fyrst eftir að skriðumar komu hér fannst mér eins Hanna og Árni á veröndinni viö hús sitt á Ólafsfirði. Sinfóníuhlj ómsveitin: Endurskipuleggja þarf reksturinn Endurskipuleggja þarf rekstur Sinfóníuhljómsveitar íslands að mati nefndár sem menntamálaráð- herra skipaði fyrr-á þessu ári til að gera úttekt á rekstrarfyrir- komulagi hljómsveitarinnar. Nefndin talaði við flölmarga aðila sem annast rekstur hljómsveitar- innar, hljómsveitarstjóra, hljóð- færaleikara og aöra aöila, sem henni tengjast, og komst að þeirri niðurstöðu að hljómsveitin þyrfti að ná til fleiri áheyrenda, húsnæði og aðstaða hennar þyrfti helst að vera á einum stað og fjölga þyrfti fóstum stööum hljóðfæraleikara upp í 78 til 80 á næstu árum. Einn- ig telur nefndin rétt að leita til fleiri aðila en nú er varöandi þátttöku í rekstri. Nefndina skipuöu: Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra; Elfa-Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri RÚV hljóðvarps og fulltrúi í stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands; Haukur Ingibergsson, deildarstjóri í Fjárlaga- og hagsýslustofnun; Sæbjöm Jónsson, formaður starfs- mannafélags Sinfóníuhljómsveitar íslands, og Runólfur Birgir Leifs- son, deildarstjóri í menntamála- ráöuneytinu. -GHK Saga Gæslunnar kvikmynduð Á næstu dögum lýkur vinnu við heimildarmynd um Landhelgisgæsl- una. Er það Landhelgisgæslan sem borgar fyrir gerð myndarinnar og verður hún formlega afhent um næstu mánaðamót. Myndin er um klukkutíma löng og fjallar um gæslu landsins frá 15. öld til dagsins í dag. Hefur að miklu leyti verið unnið úr gömlu efni sem bæði íslendingar og útlendingar hafa tekið hér á landi. Gerð myndarinnar bygg- ist mikið á gömlum myndum, þar á meðal frá þorskastríðunum ’58 til ’76. Inn í það er svo íléttað svipmyndum af starfi gæslunnar í dag. Er farið nokkuö aftur og fram í tima í at- burðarásinni. Gerð myndarinnar, sem nefnist Landhelgisgæslan, hefur tekið tvö ár og hefur veriö leitað fanga eftir efni úti í heimi. í henni er því margt atrið- ið sem ekki hefur komið fyrir sjónir almennings hér á landi áður. Gefa erlendu myndimar góða hugmynd um sjónarhorn útlendinga. Höfundar Landhelgisgæslunnar eru kvikmyndagerðarmennimir Helgi Felixson og Böðvar Guð- mundsson. Tónlist er samin af Gunn- ari Þórðarsyni en klippingu annaðist Þorsteinn Jónsson. -GHK Sandkom Félagslegi þátturinn á Skólavörðuholti Þaðvar : hálfóhugnan- Jegtaðicsahið „pólitíska sendibréf'.Al- þýðublaöið.á iniðvikudatpnn þegar þarvar yerið aö gera at x okkur DV-mönnum. í dálkinum „önnur sjónarmið" var fjallað um skýrmgarmynd sem fylgdi með fréttaljósi í DV um þær fjár- raagnstilfærslur til atvinnuveganna sem ríkisstjómin hefur staðið fyrir. Með DV-greininni fýlgdi skýringar- mynd sem sýndi unxfang ihlutunar ríkisstjómarinnar í atvinnulífinu og var hún sýnd sem peningastafiar við hlið Hallgrímskirkju. Alþýðublaðið byijar á þ vi að gagnrýna DV fyrir að gleyma félagslega þættinum í þessari íhlutxm rikisstjórnarinnar á atvinnu- lífiö. Til þess að standa ímdir gæða- kröfúm Alþýðublaðsins hefði kannski verið ráð að láta rúmlega 2.100 mamis, sem nú eru atviimu- lausir, standa á holtinu við hliðana á seðlabúntunum og þau hxmdruð manna, sem flúiö hafa land, vera að ganga niður Skólavörðustiginn. Öhugnanlegt fjármálavit I>arsemAJ- þýöublaðiðer aðmikluleyti samiöáþing- flokksfundum Aiþýðufiokks- ir.s er raiku- ingskúnstin, sem fylgdi félagslegu gagnrýninni, óhugnanleg. Þeir Alþýðublaösmenn sáu aö einn milljarður var eitt hxrndr- aðmetrarí stöflunura á Skólavörðu- holti og komust að þeirri niðurstöðu að þá hlyti ein miiljón aö vera einn metri. Þótt aldrei hafi faiið miklum sögvun af fjármálaviti Alþýðuflokks- manna hafa flestir staðið í þeirri trú að þeir vissu að þaö væru eitt þúsund milljónir í einura milljarði og þar af leiðandi er milljónin ekki nema tíu sentímetrar á hæð. Reyndar fannst þeim Álþýðublaðsmönnum niður- staða sín eitth vaö einkennileg og bættu við vangaveltum um pressun seðla. í gegnura þær vangaveltur skin aðlangtmun sfðanþeir á Alþýðu- blaðinu hafa séö raunverulega pen- ingaseðla þótt þeir séu vanir háum upphæðixm af minnisblöðum ráð- herrasinna. Þettagat ég! StefánVal- geirssonhefui' eitthvaðverið aðsýnatenn- urnarundan- fariðogminna áaðtilvistrík- ............ isstjórnarixmar sé meira en lítið undir honum komin. Þegar Stefan fór í sérframboö á sín- um tíma var haft eftir Steingrími Hermannssyni að það væri ömurleg- ur endir á pólitiskum ferli Stefáns Valgeirssonar. Stefán fór ekki verr út ur þessu séríramboði en svo að haim er í þeirri stöðu aðsetja ríkis- stjórninni úrslitakosti meö reglulegu mUlibili. Sumir spyija sig því þeirrar spurningar hvort það boðaöi ekki ömurlegan endi fyrir einhverja ef sú ánaégja yrði tekin af Stefáni að geta íarið heim í hérað til kjósenda sinna og sagt: „Síáiði, þetta gat ég!“ Sváfu af sér sokkana Eftirlangaog strangafúndi tókst flugfr eyj- umloksaðná framkröfum sínumumaðfá sokkabuxurfrá Flugleiðum í hveijum mánuöi. Eftir því sem sand- komsritara hefúr skilist voru flug- þjónar einnig með einh veijar kröfur um sokka - skárra væri það nú - enda lifum við víst á tímum jafnrétt- is. Þeirra óskum mun hins vegar hafa verið tekið fálega. Eftir aö hafa lesið Alþýðublaöið á laugardag læðist að manni sá grunur að flugþjónamir haíl hreinlega sofiö af sér sokkana. Á mynd á forsíðu blaðsins sitja tvær freyjur við samningaborðiö meðan eini fúlltrúi flugþjóna í samninga- nefiidinni hrýtur uppi í gluggakistu. Menn fá víst ekkert nema þeir beri sigeförþví. Umsjón: Haukur L. Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.