Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Side 11
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989. 11 Utlönd Refaat dæmdur í fimm ára fangelsi Refaat El-Sayed hyggst áfrýja fangelsisdómnum. Kveðst hann nýlega hafa fengið í hendur skjöl frá fyrirtækinu Fermenta sem sanni sakleysi hans. Ríkasti maöur Svíþjóöar er nú oröinn fátækasti maöur Svíþjóðar. Þannig hefur verið komist aö orði um örlög Refaats El-Sayed, fyrrum framkvæmdastjóra lyfjafyrirtæk- isins Ferménta, sem í gær var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir meðal annars svindl og meinsæri. Fyrrverandi fjármálastjóri Fer- menta, Gaston Portofaix, var einn- ig dæmdur í gær og hlaut hann eins árs fangelsi fyrir fjármálasvindl. El-Sayed haföi setið tvo mánuöi í gæsluvaröhaldi þegar dómurinn var kveðinn upp. Þaö var í janúar 1986, rétt áður en Fermenta geröi milljarðasamn- ing við Volvo, sem blaöran sprakk. El-Sayed haföi þá nokkru áður ver- ið kjörinn maður ársins 1985 af fréttastofu stöðvar 2 hjá sænska sjónvarpinu. Og fjármálamenn heima og er- lendis og blaðamenn, sem skrifuðu um viðskipti, höföu keppst við að hrósa fjármálaundrinu. Allir voru hrifnir af þessum óvenjulega kaupsýslumanni sem bjó í fjölbýlishúsi, var vinstri sinn- aður, gekk aldrei í jakkafötum og lék fótbolta í fimmtu deild. Það var fyrst 1982 sem Egyptinn El-Sayd varð þekktur í Svíþjóð en þá keypti hann Fermenta fyrirtæk- ið fyrir 39 milljónir sænskra króna. Hann hafði komið til Svíþjóðar 1964 til að læra örverufræði. Árið 1984 hafði velta fyrirtækisins tvöfaldast og kominn var tími til að skrá fyrir- tækiö í kauphöllinni. Sala á hluta- bréfunum gekk eins og í sögu eða þar til doktorshatturinn oUi vand- ræðum. Umhverfisverndarsinninn Björn Gillberg gagnrýndi harkalega þá mengun sem stafaöi frá Fermenta verksmiðjunni og uppljóstraöi um leið að El-Sayed væri ekki doktor í örverufræðum eins og hann hefði sjálfur haldið fram. Uppljóstrunin leiddi meðal annars til þess að Pehr G. Gyllenhammar, forstjóri Volvo- verksmiðjanna, hætti við fyrir- hugaðan samning við El-Sayed. Hlutabréf Fermenta snarlækkuðu í verði og Refaat neyddist til þess að segja af sér stöðu framkvæmda- stjóra Fermenta. Tók hann við embætti varaformanns í fyrirtæk- inu. Þrátt fyrir mótbyrinn var honum vel fagnað á aðalfundi fyrirtækis- ins. En veturinn þar á eftir var far- ið að rannsaka viðskipti Fermenta og margir samningar runnu út í sandinn. Upp komst að um margra milljóna svindl var aö ræða og að El-Sayed skuldaði fyrirtækinu rúmlega 130 milljónir sænskra króna. Eigin skuldir El-Sayed reyndust nema einum og hálfum milljarði sænskra króna. Alhr í stjórn fyrirtækisins sögðu af sér og viðskipti með hlutabréf þess voru stöðvuð. Rekstur fyrirtækisins hef- urbatnaðundirnýrristjóm. TT ULTRA GLOSS Styrkir lakkið gegn steinkasti ef fletir sem verja skal sérstaklega, eru bónaðir aukalega i nokkur skipti, með fárra daga millibili. Utsölustaðlr ESSO stöðvarnar. BILASALA SELFOSS símar 98-21416 og 98-21655 M. M. Pajero disil turbo, árg. 1984. Verð 780.000. Dodge 6000 SE með öllu. Forstjóra- bill, árg. 1988, ekinn 11.000. Verð 1.100.000. M. Bens 190E, árg. 1986, ekinn 24.000, 5 gíra. Glæsilegt eintak. Verð 1.480.000. Mazda 626, árg. 1988, ekin 16.000, sjálfskipt með öllu. Verð 1.000.000. M. M. Pajero turbo disil, árg. 1989, ekinn 11.000, krómfelgur, bretta- kantar. Verð 2.000.000, ath. skipti. Strákar! Fyrir versiunarmanna- helgina. Flaggskip flotans: Lincoln, árg. 1977, og Cadillac, árg. 1983. URVAL NÝLEGRA 0G N0TADRA BÍLA Subaru 1800 station, árgerðir 1985, 1986, 1987, 1988 og 1989. 1984, ekinn CH Blazersl' 35.000 milur, 1.040.000. blár/grár. Honda Accord, árg. t 20.000 km,steingrár 1.150.000._________ ekinn 3.000| ■ÁúdTÍÖirára.tMO. Km„steingrár.Verð 1.430.000. MMCLancerGL ekinn 14.000 km: 810.000;_____ ljósgrár Dodge Charger, árg.is^ inn 38.000 km.grár.Verð 490-000- ENGINN FER FíA ©KKUR MEÐ. SKEIFU bílasalah SF SKEIFVHMI M SÍMI689555 Opið laugardaga kl. 10-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.