Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1989, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1989. Spumingin Hverjir eru kostir þess aö búa á Sauðárkróki? Ingimundur Ingvarsson bifvélavirki: Hér er gott fólk. Það hefur marga aðra kosti í för með sér eins og t.d. þann að hér er færra sem glepur en fyrir sunnan. Ólöf Hartmannsdóttir skrifstofu- maður: „Hér er mjög gott að vera með böm, það er ódýrt að kynda húsin, góðar samgöngur og gott skólakerfi upp að háskólastigi. Kristján Alexandersson sjómaður: „Þeir em margir enda gott að vera hér. Góð þjónusta, nóg af verslunum, oft mjög gott veður, snjólétt á vet- uma og mjög gott mamilíf. Hreinn Sigurðsson prentsmiðjueig- andi: Mjög margir. Fjölbreytt atvinna, sér- lega góðar samgöngur og öll almenn þjónusta auðfengin. Síðast en ekki síst höfum við ódýmstu hitaveitu á landinu og hér er mjög ódýrt að búa. Magnús Sigurjónsson skrifstofumað- ur: Við eram í nálægð við náttúruna. Hér er flest þjónusta sem þarf, s.s. góð heilbrigðisþjónusta og fleira mætti nefna eins og góðar samgöng- ur, fjölbreyttar verslanir, gott skóla- kerfi að háskólastigi og fjölbreytt at- vinnulíf. Lesendnr „Bylgja" af sokka- buxum Anna Gunnarsdóttir hringdi: Fyrsti útvarpsstjóri Bylgjunnar og núverandi blaðafulltrúi Flugleiða getur varla hafa verið ýkja stoltur af þessu fyrrverandi óskabarhi sínu, útvarpsstöðinni Bylgjunni, þegar umsjónarmaður þáttarins, Reykja- vík síðdegis, braut allar hefðir góðrar og gildrar frétta- og efnisvinnslu með því að draga svo taum flugfreyja í aðsteðjandi verkfalli að undrun sætti. Það var sem sé í gær (mánud. 17. þ.m.) sem landsmenn hlýddu á þenn- an annars vinsæla þátt, Reykjavík síðdegis, að umsjónarmaður hans setti á svið sérstaka „aðstoð" við flugfreyjur Flugleiða hf. til þess, að því er virtist, að knýja fram fríar sokkabuxur áður en verkfall skylli á. Gekk stjómandi þáttarins svo langt fram í stuðningi sínum við flug- freyjurnar að fólk, sem hringdi í þátt- inn og var ekki sammála verkfallsað- gerðunum, fékk býsna sneypulegar athugasemdir og var m.a. hvað eftir annað reynt að „heilaþvo" viðmæl- endur sem töldu annmarka á verk- fallsboðun flugfreyjanna. Til þáttarins hringdi líka fólk sem virtist styðja flugfreyjurnar af heil- um hug, þ.á m. verkakona ein sem vann í fiski og óskaði þess af „heilum huga“ að flugfreyjur sigruðu í sokka- buxnastríðinu við Flugleiðir. - Aum- ingja konan, hún veit vist ekki hvað flugfreyjur hafa í laun! En svona er lífið oft. Þeir minnimáttar era alltaf tilbúnir til aö ýta á vagninn hjá for- gangshópunum. Það kom svo fram þjá hinum ötula blaðafulltrúa Flugleiða í fréttum síð- ar um kvöldiö, þegar bpið var að semja, að Flugleiðir hefðu í raun Arnþrúður Karlsdóttir, umsjónarmaður þáttarins á Bylgjunni, Reykjavík síð- degis. - „Setti á svið sérstaka „aðstoð“ við flugfreyjur Flugleiða hf.,“ seg- ir hér m.a. gengið fram á ystu nöf til að ná sam- komulagi áður en félagið yröi fyrir enn einu stórtjóninu vegna röskunar á áætlun. - Og brátt fer bylgja af sokkabuxum að streyma að aðal- stöðvum Flugleiða, „þökk“ sé út- varpsstööinni Bylgjunni og nýmæli í þáttagerð, sem áreiðanlega á eftir að ryðja sér til rúms í smáborgara- .þjóðfélagi eins og okkar. Óhæfir embættismenn Glói skrifar: Það kom fram í sjónvarpsviðtali sl. laugardag við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra að ýmsir embættismenn hjá utan- ríkisráðuneytinu hefðu haft milli 220 og 360 þúsund krónur í mánaö- arlaun á sl. ári! Hvað er hér á ferðinni? Era emb- ættismenn hjá íslenska ríkinu svo yfirgengilega frekir og ósvífnir að hafa af þjóðinni ómældar fjárfúlgur og komast upp með það ár eftir ár? - Og svo skilur enginn í því hvers vegna fjárlög standast ekki! Er hér ekki eitt af stóra vanda- málunum í efnahagslífinu til að takast á við? Allt venjulegt launa- fólk rekur í rogastans við að heyra þetta. Það er áreiðanlega eitthvað mikið að þegar svona yfirlýsingar eru gefnar af ráðherra eins stærsta og umfangsmestr ráðuneytis landsins. Ég vildi því gjarnan koma á fram- færi þeirri ósk að einhver tæki upp hanskann fyrir okkur hina venjií- legu borgara landsins, sem greiða í raun laun þessara embættis- manna, og stöðva þessa ósvífni. Einnig væri gott að ábyrgur ráð- herra eöa ráðherrar svöruðu því á hvaða grundvelli íjárlög þjóðarinn- ar eru sett fram að því er snertir launamál opinberra embættis- manna. Það má gjaman hrósa Jóni Bald- vini Hannibalssyni fyrir að stinga á graftarkýli af þessu tagi í þjóð- félagi okkar og skora ég á fleiri ráöherra að þora að gera það sama. Fyrirspurn til Tryggingastofnunar ríkisins Magnús Hafsteinsson skrifar: Ég óska eftir því að fá efdríarandi upplýst Er starfsfólki stofnana heimilt að yfirtaka peninga sem vistmenn fá greidda inn á banka- reikning frá Tryggingastofnun rík- isins? Og ef slikt er heimilt, viö hvaða regiur er þá stuðst sé vist- maöur flárráða? Fyrirspum þessi er gerð af gefiiu tilefni þar sem starfsmaður gaf þá skýringu aö vistmaður hefði ekkert með peninga að gera. Lesendasíöa DV hafði samband við Tryggingastofiiun ríkisins. Hilmar Björgvinsson, deildarstjóri lífeyris- deildar, sagði að í slíkum tilvikum væri það venjan að umboð viðkom- andi vistmanns lægi fyrir. Önnur tilvik gætu svo veriö fyrir hendi, t.d. þau að viökomandi vistmaður væri það veikur að hann hefði sér- stakan flárhaidsmann og væri hann þá ábyrgur gagnvart flárreið- um vistmannsins. | Aþingi inn á Hótel Borg. Og ekki gleyma gömlu dönsku kórónunni! Líkamsrækt og næring varð að Heilsurækt og næringu Svar frá David B. Haralds ritstjóra: Vegna fyrirspumar í lesendadálki DV fyrir nokkra frá áskrifanda að tímaritinu Líkamsrækt og næringu vil ég taka fram eftirfarandi. 6 tölublöð hafa komið út af tímarit- inu Líkamsrækt og næring síðan það hóf göngu sína árið 1987. - í byrjun þessa árs tók tímaritið Heilsurækt og næring við af Líkamsrækt og næringu og efnir Heilsurækt og nær- ing þau áskriftarloforð sem Líkams- rækt og næring hefur gert. Áskrifendur fá send þau tbl. sem þeir hafa greitt fyrir. Hins vegar kemur það fyrir að áskrifendur láta okkur ekki vita um nýtt heimilisfang eða að eintak berst þeim ekki af öðr- um orsökum. í slíkum tilfellum er nóg að hafa samband við okkur og er þetta þá leiörétt. Vegna breytinga getur hins vegar hafa verið erfitt að ná sambandi við okkur símleiðis og biðjumst viö vel- viröingar á óþægindum sem þetta getur hafa valdið áskrifendum okk- ar. Rétt er að taka fram hér að við höfum nú fengið nýtt símanúmer vegna flutninga í Skipholt 50b og höfum við nú síma 61 99 00 (í stað 1 99 00 áður). - Að lokum er það mér mikil ánægja að tilkynna áskrifend- um okkar aö næsta tbl. af HN er væntanlegt inn um lúguna innan fárra daga. Þingið á S skrifar: Ég hef tekið eftir því að margir hafa komið þeirri skoöun sinni á framfæri, ekki síst í lesendadálkum DV, að Alþingi eigi ekki að kaupa Hótel Borg og sameina starfsaðstöðu sína þar núverandi alþingishúsi fremur en aö vera eins og beriaskítur út um allan bæ eins og nú er. Ég er algerlega á öndverðri skoðun. Ég verð að segja það að ég teldi æski- legan kost að þingið fengi Hótel Borg heldur en að yfir það væri byggt eitt- hvert annað bákn. Auðvitað yrðu lagðar einhverjar tugmilljónir króna í að laga Borgina að innan en ef hag- sýnir menn fengju að ráða þyrfti það ekki að vera mjög mikið umfram Borgina eðlilegt viöhald, að ég nú ekki tali um ef hagsýnir menn fengju líka að sjá um framkvæmd viðhaldsins. ímyndið ykkur hvað það myndi aftur á móti kosta þjóðina ef farið yrði að byggja nýtt alþingishús með því arki- tektalega pírumpári og braðli sem óhjákvæmilega fylgdi! Nei, snúum frekar bökum saman í skynseminni og flytjum starfsemi alþingis í Hótel Borg aö því leyti sem hún rúmast ekki í gamla góða þing- húsinu við Austurvöll. Og fyrir alla muni höldum í gömlu dönsku kórón- una. Það er okkur til ævarandi sæmdar að hafa átt kóng með svo góðu fólki sem Dönum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.