Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. Utlönd Samstaða, hin óháðu verkalýðssamtök í Póllandi: Hyggjast setja á stofn skuggaráðuneyti Svo viröist sem ráðamenn Sam- stöðu, hinna óháðu verkalýössam- taka í Póllandi, hafi tekið þá ákvörð- un að þeir geti ekki myndað ríkis- stjórn. Hyggjast þeir nú setja á lag- gimar skuggaráðuneyti. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hitti Jaruzelski, forseta Póllands, að máli í gær og fór fram á að samtökin fengju að mynda stjórn í kjölfar stór- sigurs þeirra í kosningunum sem fram fóru nýlega. En að loknum fundinum kvaðst hann ekki viss um að forsetinn væri reiðubúinn til að láta stjórnarmyndun í hendur Sam- stöðu en vildi þess í stað koma á þjóð- arstjóm kommúnista og Samstöðu undir forsæti kommúnista. í viðtali við fréttamenn að loknum fundinum sagði Walesa að samtökin hygðust setja á stofn skuggaráðu- neyti komi til stjórnarmyndunar kommúnista til að undirbúa framtíð- ina. Þykja ummæh hans gefa til kynna að Jaruzelski hyggist tilnefna mann úr röðum kommúnista til að taka við embætti forsætisráðherra ef hann ákveður að láta Mieczyslaw Rakowski, núverandi forsætisráö- herra, víkja. Telja fréttaskýrendur að Wladyslaw Baka, sérfræðingur flokksins í efnahagsmálum, og Irene- uzs Sekula aðstoðarforsætisráðherra séu líklegastir til að taka við embætt- inu. Walesa kvaðst mundu ræða við samstarfsmenn. sína í dag. Hann sagðist þó ekki banna Samstöðu- mönnum að taka þátt í stjórn með kommúnistum. Fyrsta verk næstu ríkisstjórnar er að reyna að koma efnahagnum á rétt- an kjöl en við mikinn efnahagsvanda er nú að etja í Póllandi. Stjórnmála- ráð kommúnistaflokksins sagði í gær að það vildi fá samþykkt fumvarp sem gerir ráð fyrir verðhækkunum á matvörum en það myndi bíöa þar til frekari umfjöllun hefur farið fram um það. Reuter Flugvél grand- að í Angóla Opinber fréttastofa Angóla skýrði frá því í gær að skæruliðar UNITA-hreyfingarinnar hefðu skotið niður flugvél og drepið 42 menn, en skæruliöar báru á móti því og sökuðu stjórnvöld um að reyna að skaða friöarviöræður. Fréttastofan hafði það eftir heim- ildum úr hemum að flugskeyti hefði hæft Antonov-26 flugvélina á sunnudag þegar hún var í innan- landsflugj yfir austurhluta Angóla sem skæruliðar hafa að hluta á valdi sínu. Norberto Castro, tals- maður UNITA i Lissabon, vísaði staðhæfingum stjómvalda á bug og sagði að skæruliðar hefðu ekki átt neinn þátt í athæfinu. Castro sak- aði félaga í stjómarflokknum um að spilla fyrir tilraunum til að enda fjórtán ára borgarastyrjöld í landinu. Portúgalska fréttastofan Lusa skýrði einnig frá því að árásin á flugvélina stefhi friðarumleitunun- um í hættu, og hafði það eftir heim- ildum innan hersins í Angóla. Flugvélin, sem var á leiö frá Lu- ena til Cazombo, reyndi að nauð- lenda um 40 kílómetra frá Cazombo en þá kviknaði í henni Angólska fréttastofan sagði að tveir farþegar og fjórir úr áhöfhinni heíðu lifað slysið af. Farþegar voru flestir óbreyttir borgarar og opinberir embættismenn. Viðræöur um hvemig best sé að hafa efiirlit með vopnahléinu, sem nú er í landinu, eiga að hefjast í Zaire næstkomandi mánudag. Reuter Leðursófasett hornsófar og borð í miklu úrvali. > NUTIÐ HUSGOGN Faxafeni 14, s. 680755. ÞURRKUBLÖÐIN VERÐA AÐ VERA ÓSKEMMD og þau þarf aö hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu í umferðinni. ||UMFEROAR Kashoggi Bandarískur dómari samþykkti í gær að láta milljónamæringinn Adn- an Kashoggi lausan gegn tíu milljón dala tryggingu en saksóknari lýsti því strax yfir aö hann ætlaði að áfrýja úrskurðinum þar sem vopna- salinn væri best geymdur bak við lás og slá. Saksóknarinn óttast að Kas- hoggi muni flýja land. Kashoggi, sem var framseldur frá Sviss fyrir viku, er sakaður um að hafa á ólöglegan hátt aðstoðað Ferd- ínand Marcos, fyrrum forseta Filippseyja, viö að fela eignarhald hans á fjómm skýjakljúfum á Man- hattan. Stjómvöld á Filippseyjum segja að Marcos hafi keypt bygging- amar með fé sem hann stal úr ríkis- sjóði. Dómarinn sagöi að Kashoggi, sem fæddur er í Saudi-Arabíu, mætti ekki yfirgefa New York svæðið og að hann yrði að bera rafeindaarmband svo hægt yrði að fylgjast með hveiju fót- máh hans. Þá verður Kashoggi að sýna sig yfirvöldum tvisvar í viku og hringja á hverjum degi. Dómarinn sagöi líka að Kashoggi yrði að leggja fram helming tryggingarinnar í Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði í gær að samtökin hygðust koma á laggirnar skuggaráðuneyti. Símamynd Reuter Fékk Bloch viðvörun? Talsmenn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sögðu í gær að þeir hefðu ekki rætt um njósnamál það sem kom upp í sendiráði landsins í Austurríki við fulltrúa Sovétstjóm- ar. Neitun þeirra þykir benda til að hugsanlega hefðu aðrir embættis- memi varað Sovétmenn við því að reyna að hjálpa Felix Bloch, hinum meinta njósnara, að flýja frá Banda- ríkjunum. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC skýrði frá því í fréttum að sovéskur njósnari hefði varað Bloch við að verið væri að rannsaka feril hans. Sagði í fréttunum að njósnarinn hefði haft samband við Bloch í vor og sagt honum að komist hefði upp um hann. Sagt var að símtöl Blochs hefðu verið hleruð. Bloch, sem var næstæðsti maður- inn í sendiráði Bandaríkjanna í Vín, er hæstsetti bandaríski embætt- ismaðurinn sem grunaður er um njósnir í þágu Sovétríkjanna. Engar ákærur hafa enn verið lagðar fram á hendur honum. Newt Gingrich, þingmaður repú- blikana, sagði mál þetta sýna veik- leika innan FBI, alríkislögreglu Bandaríkjan^ia. Hann sagði að þrýsta þyrfti á þingið að verja meiri fjár- munum til að koma í veg fyrir slík njósnamál. Hann kvaðst þess einnig fullviss að njósnir Sovétríkjanna á Vesturlöndum hefðu aukist síðan Gorbatsjov komst til valda þar í landi. Alríkislögreglan rannsakar nú Bloch að sögn starsfsmanna utanrík- isráðuneytisins. En þar sem ekki hafa verið lagöar fram ákærur á hendur honum þykir það benda til að ekki séu til nægar sannanir gegn honum til aö höfða mál á hendur honum. Reuter laus gegn tryggingu reiðufé en fasteignaveð fyrir hinum helmingnum. Auðæfi Kashoggi eru sögö nema um 40 milljónum dala en voru eitt sinn talin nema íjórum milljörðum dala. Lögfræðingur Kashoggis sagði eftir úrskurð dómarans að skjólstæðing- ur sinn myndi ekki flýja til Saudi- Arabíu þar sem þar gæti hann ekki tekið þátt í því samkvæmislífi sem hann væri vanur. Kashoggi var gert aö greiða 10 milljón dala tryggingarfé af dómara í New York í gær. Hér sést hann með konu sinni og dóttur. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.