Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Síða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. Útlönd John Major, nýr utanríkisráðherra Bretlands: Líklegur arftaki Thatchers Samskipti austurs og vesturs er eitt af mikilvægari málefnum sem bíða hinj nýútnefnda breska utan- ríkisráðherra, John Major, að eigin sögn. Útnefning Major í emhætti ut- anríkisráöherra Bretlands á mánu- dag kom flestum á óvart. Telja frétta- skýrendur að með þessu hafi hann komist í röð þeirra sem taldir eru líklegir til að taka við af Margaret Thatcher forsætisráöherra sem leið- togi íhaldsflokksins þegar hún dreg- ur sig í hlé. Uppstokkanir Thatcher á mánudag eru þær víðtækustu sem hún hefur staðið fyrir á tíu ára valdatíma sín- um. Inn í ríkisstjómina komu fjórir nýliðar og níu skiptu um störf. Sú breyting sem hvað mesta furðu vakti var án efa útnefning Majors í stað Sir Geoffrey Howe sem hefur haldið um stjómartaumana í utanríkis- ráðuneytinu í sex ár. Howe, sem hlýtur embætti varafor- sætisráðherra, var að sögn kunnugra ekki of ánægður en tók við embætt- inu eftir að forsætisráðherra hafði fullvissað hann um að hann fengi töluverð völd. Hann verður m.a. leið- togi flokksins í neðri deild þingsins. Útnefningin kom á óvart Major starfaði m.a. sem verkamað- ur og hankamaður áður en hann lét til sín taka í stjórnmálum. Árið 1979 var hann kjörinn á þing og æ síðan hefur stjarna hans risið. Árið 1987 var hann gerður að að- stoðarfjármálaráðherra og fólst starf hans í að halda í við eyðslu ríkisins. Mikill sparnaður var í gangi á þeim tíma og var helsta verkefni hans að skera niður útgjöld sér háttsettari emhættismanna. Áður en tilkynnt var um uppstokk- unina í stjórninni var almennt talið að Thatcher myndi láta reyna á stjómunarhæfileika Majors og láta honum eftir eigið ráðuneyti. En að hann fengi eitt af þremur helstu emhættum stjómarinnar koii} flest- um á óvart. Fátt eitt er vitað um einkalíf Maj- ors þar sem hann hefur ætíð látið lítið á sér bera. Nú þegar hann verð- ur í sviðsljósinu verður án efa breyt- ing á lífi hans. Nú á nýi utaníkisráð- herrann eftir að sýna hvort hann hefur kraftinn og persónuleikann til að taka við af Thatcher þegar hún lætur af störfum. Útnefning John Major í embætti utanrikisráðherra Bretlands kom flestum á óvart. Simamynd Reuter Stórfelldar breytingar Ljóst var að breytinga var þörf í stjórn Thatchers í kjölfar minnkandi vinsælda og ekki síst vegna fylgis- tapsins sem flokkurinn varð fyrir þegar kosið var til þings Evrópu- bandalagsins fyrir skömmu. Meðal breytinga forsætisráðherr- ans var að Christopher Patten, yngsta meðhmi ríkisstjórnar Thatc- her, var fahð embætti umhverfis- málaráðherra en forveri hans, Rid- ley, hafi hlotið töluverða gagnrýni. Tahð er að umhverfismál verði eitt helstu mála næstu kosninga í Bret- landi, árið 1992. Kenneth Baker, fyrrum mennta- málaráöherra, hlaut hið valdamikla embætti formanns flokksins. Segja heimildarmenn að með þessu hafi Baker, ásamt Major, komist í fremstu röð hugsanlegra arftaka Thatchers. Reuter Vilja söluskattinn burt Helstu stjórnarandstöðuflokkamir í Japan munu leggja fram frumvarp á japanska þinginu í næsta mánuði þar sem farið verður fram á að þriggja prósenta söluskattur verði fehdur úr gildi. Tahð er að söluskatturinn hafi átt stóran þátt í tapi stjórnarflokks Japans, Fijálslynda lýðræðisflokks- ins, í kosningum til hluta sæta efri deildar þingsins sem fram fóru síð- asthðinn sunnudag. Söluskatturinn var lagður á í apríl og eru nær ahar nauðsynjavörur skattskyldar. Ráðamenn í Fijáls- lynda flokknum halda fast í þá ákvörðun að söluskatturinn verði ekki fehdur niður. Talsmaður Sósíahstaflókks Jap- ans, sem var yfirburða sigurvegari kosninganna, sagði aö frumvapið yrði lagt fram á sérstökum fundi efri dehdar þingsins í ágúst. Kvaðst hann telja liklegt að neðri dehd felldi frum- varpið og færi það því fyrir sameigin- lega nefnd beggja dehda. Skatturinn verður án efa eitt helsta hitamáhð í komandi kosningum th hinnar vald- amiklu neðri deildar en líklegt er aö þær fari fram í haust. Leit stendur nú yfir að arftaka Sosuke Uno forsætisráðherra en hann tilkynnti afsögn sína í kjölfpr kosninganna. Embættismenn segja að arftaki hans verði kosinn í at- kvæðagreiðslu allra þingmanna flokksins en það hefur ekki gerst síð- an árið 1982. Reuter Leit stendur nú yfir að arftaka Sosuke Uno forsætisráðherra, til vinstri, Japans en hann hefur tilkynnt um afsögn sina. Simamynd Reuter Gerðu gott frí ennþá betra - r taktu SENUNGAR 'X' T'raði, öryggi og góð þjónusta erfor- i I senda þess að geta boðið flutn- A. A. ingaþjónustu sem stendur undir nafni. Daglegt flug milli Vestfjarða og Reykjavík- ur og áætlunarflug innan fjórðungs. Viðkomustaðir eru: Suðureyri, Flateyri, „ Þingeyri, Bíldudalur, Patreksfjörður og f Isafjörður. | Hraðsendingar okkar komast alla leið. jjj Fljótt og örugglega. NÝAFGRCIÐSLA Á REYKJA VÍKUR' FLUGVELU SÍNH 62 42 00 ERMER AFGREIÐSLA iSAFIRÐI SlMI 94-42 00 AFGREIÐSLA REYKJAVlK SlMI 91-62 42 00 £

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.