Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (1 )27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Aflakvótinn Nokkuð hefur borið á áhyggjum vegna samdráttar í veiðum landsmanna á síðari hluta ársins. Hagfræðingar spá miklu atvinnuleysi í kjölfar þessa samdráttar og vaxandi efnahagserfiðleikum vegna minnkandi útflutn- ings. Það sem af er árinu hefur afli verið góður og sum veiðiskipanna eru langt komin með kvótann. Sam- kvæmt fréttum DV eru nokkrar verstöðvar komnar vel fram úr meðaliagi og þar hefur verið landað allt upp í tuttugu prósent meiri afla en á sama tíma í fyrra. Þetta þýðir að draga verður úr veiðum þegar líða tekur á árið og þá þrengir að um atvinnu og athafnalíf á meðan. Einkum eru útgerðarstaðir á Suðurlandi, Reykjanesi og Vesturlandi nefndir, svo og Vestmannaeyjar. Vest- firðir, Norðurland og Austfirðir virðast hafa farið hæg- ar í sakirnar en þá er þess líka að geta að kvótar eru meiri á þessum stöðum að því er varðar þorsk og ufsa. Hámarksafli á hverju ári er ákveðinn að fengnu áhti fiskifræðinga um ástand stofnanna. Alloft hefur verið farið fram úr settu hámarki og stjórnvöld hafa sett kík- inn fyrir blinda augað þegar þrýstingur hefur komið frá útgerð og fiskvinnslu um auknar veiðar. Ekki er óhk- legt að slíkur þrýstingur eigi sér stað þegar kemur fram á haust. Við honum ber að vara. Tímabundnir erfiðleik- ar eru léttvægir miðað við þann varanlega skaða sem hlýst af því að gengið sé á fiskstofnana. Nóg er samt um smáfiskadrápið og rányrkjuna á miðunum þótt stjórnvöld gangi ekki vitandi vits til svo mikihar skammsýni að leyfa veiðar fram yfir þau hámörk sem sett hafa verið. Sá skaði verður seint bættur og kemur í höfuðið á okkur síðar og þá með miklu meiri þunga en nú mun verða. Hér verður ekki fjölyrt um ágæti kvótafyrirkomu- lagsins svo mikið sem um það hefur verið deht. Hér verður heldur ekki farið ofan í saumana á því skipulags- leysi sem fiskvinnsluhús í hverri höfn hafa í för með sér né heldur rakið það tjón sem hlýst af ahtof stórum skipastól. Alhr eru þessir þættir samt samtvinnaðir og eiga sinn þátt í endalausum eltingaleik sjávarútvegsins við skottið á sjálfum sér. Það er með hreinum ólíkindum að fiskvinnslan skuli berjast í bökkum á sama tíma og gæftir eru góðar og verð viðunandi fyrir afurðirnar. Hvernig skyldi ástandið verða ef afli er í lágmarki og verðfah á erlendum mörkuðum? En fyrst og síðast verður að varast þá glæfra að éta útsæðið. Við megum undir engum kringumstæðum falla í þá freistni að bæta við aflakvóta þótt meir hafi veiðst á fyrri hluta ársins heldur en ráð var fyrir gert. Útgerð- in getur sjálfri sér um kennt. Aflakvótar hggja fyrir í upphafi ársins og áríðandi er að hver og einn fái og geti stjórnað sínum veiðum sjálfur. Varla vilja skipstjór- arnir fá um það fyrirmæli ofan úr sjávarútvegsráðu- neyti hversu stór köstin megi vera eða hversu miklum afla þeir landa hverju sinni. Þessu verða menn að stýra sjálfir. Þar sem ráðdehd og fyrirhyggja eru í fyrirrúmi þarf ekki að kvíða uppurnum kvóta eða atvinnuleysi. Þannig á kerfið að virka, þannig má forða frá því að of mikhl afh berist á land og of hthl sem hvort tveggja er óhagkvæmt í verkun og nýtingu. Ef atvinnuleysi og efnahagsörðugleikar aukast með árinu vegna samdráttar í veiðum er ekki við aðra að sakast en þá sem veiðarnar stunda. Þeim erfiðleikum verður að mæta með öðru en því að bæta við kvótana. Ríkissíjórnin á ekki að hlusta á neinn harmagrát í þeim efnum. Ehert B. Schram Fríverslun eða þróunaraðstoð við Júgóslavíu? Urelt 9 ára gömul umræða um löngu afgreitt mál í grein í Alþýðublaðinu 11. júlí spyr Sæmundur Guövinsson: „Manstu Genf, dr. Hannes?" Svarið er já. Þess vegna skal ég nú gegna þeirri upplýsingaskyldu við lesendur DV að rekja meginat- riði EFTA/Júgóslavíumálsins, sem Sæmundur gerði með sínum sér-, staka hætti að umræðuefni í blað- inu 18. þ.m., þótt það sé utan míns skilnings, hvers vegna menn eru nú að velta sér upp úr 9 ára gömlu máli, sem fyrir löngu hefur fengið fullnaðarafgreiðslu. Ósk Júgóslava um sérkjarasamning í september 1979 var sett á stofn sameiginleg nefnd EFTA og Júgó- slaviu til þess að fjalla um iðnað- arsamvinnu o.fl. Hún kom saman til fundar í Genf í janúar 1980. Á ráðherrafundi EFTA í Saltsjöbaden í Svíþjóð í júní 1980 samþykkti ráð- herraráð EFTA að halda áfram að þróa samstarf EFTA og Júgóslavíu, „einkum á sviði iðnaðarsamvinnu, útflutningsmála og tjallaferða- mennsku." Hér var gengið út frá eðlilegu samstarfi, sem væri báð- um hagkvæmt. Þessi fundur var fyrsti EFTA-fundurinn, sem ég sótti. Þegar ég var svo fluttur til Genfar gerðist það 10. júli að forstjóri EFTA boöaði fastafulltrúana til skrafs og ráðagerða á óformlegum fundi til frumkönnunar á skýrslu hans um EFTA/Júgóslavíumálið (ChM/900, 7.7.1980). Þar kom fram, að Júgóslavar voru að leita eftir sérstökum viðskiptasamningi við EFTA í líkingu við samning þeirra við EB frá 2. apríl 1980. „Utan form- legu fundanna spurðust Júgóslav- ar fyrir um, hvort þeir gætu ekki einnig fengiö samning við EFTA“, svo sem segir í skýrslu fram- kvæmdastjórans. Hér var sem sé veriö að gera frumkönnun á óskum Júgóslava um nýjan viðskiptasamning, sem væri einhliða ábatasamur fyrir þá. Spumingin var því sú, hvort sveigja ætti frá markaðri stefnu EFTA gagnvart Júgóslavíusam- starfinu og veita þeim einhliöa ábatasaman viðskiptasamning, eða hvort samstarfinu skyldi haldið í sama horfi og áður. Ég varaði við þeirri breyttu stefnu, sem Júgó- slavar sóttust eftir, enda fundurinn óformlegur, ekki bókaður, en hald- inn til þess að fastafulltrúamir skiptust á persónulegum skoðun- um um mál, sem enn var í frumat- hugun, rökræddu það, greindu það óformlega, áður en þaö yrði tekið til afgreiðslu formlega í EFTA- ráöinu. í lok fundarins sendi fastanefnd- in ráðuneytinu símrit, þar sem seg- ir m.a., að ég hafi bent á, að þar sem EFTA væri fríverslunarsamtök, ekki stofnun, sem ynni að þróunar- aðstoð, sýndist mér, að málið félli utan ramma EFTA-samstarfsins. Nauðsynlegt væri aö skoða grund- vallaratriði málsins og álitamál, hvort aðstoð sú, sem Júgóslavía sæktist eftir, ætti að vera á vegum EFTA eða á vegum einstakra ríkja, sem áhuga heföu á tvíhliða samn- ingi viö Júgóslava um máhö. Þá var einnig tekið fram, að ég heíöi sagt, Kjallarinn Dr. Hannes Jónsson sendiherra að ég væri persónulega á móti slík- um EFTA-samningi, en sagðist mundu leita eftir fyrirmælum frá íslandi um afstöðu ríkisstjórnar- innar til málsins. Fastanefndinni bárust engar stefnuákvarðanir eða athugasemd- ir frá ráðuneytinu um sjónarmiö sendiherra. Aðeins kom staðfesting um, að mér bæri að sækja fund samstarfsnefndarinnar í septemb- er 1980. Þó hafði verið tilkynnt með góðum fyrirvara, að halda ætti ítar- legan efnislegan umræðufund í ráðinu um málið 18. september, þar sem fram kæmi afstaða ríkis- stjórna EFTA-ríkjanna til óska Júgóslava. Innlegg ráðuneytisins í þá stefnu- túlkun var símritið um, að sendi- herra ætti aö sækja fundinn í Júgó- slavíu, en í því var vitnaö til bréfs fastanefndarinnar nr. 25,24.7.1980, sem hafði að geyma tillögu um stefnutúlkunina. Þetta var vega- nesti mitt á fundinn 18.9. í sam- ræmi við það var ræðan um Júgó- slavíusamstarfið samin og flutt svo og í samræmi við samþykktir ráð- herrafundarins í Saltsjöbaden. í henni var m.a. spurt, hvort það væri í samræmi viö grundvallarat- riðin, sem EFTA-samstarfið byggð- ist á, að gera einhliða ábatasaman viöskiptasamning við kommún- istaríki. Vakti hún verðskuldaða athygli, fór til höfuðborga EFTA- ríkjanna ásamt frumfundargerð- inni, sem í var frásögn af henni og öðrum ræöum fundarins (atriði 33-39). Fundargerðin fræga í lok fundarins 18.9. dró formaður EFTA-ráðsins saman í nokkrum ályktunarorðum það, sem hann taldi niöurstöðu umræðnanna. Þegar frumfundargerðin kom út, benti ég strax á, að ástæða væri til að leiðrétta ályktunarorð fundar- stjóra. Aðrir höfðu einnig sitt hvað við hana að athuga. Samkomulag varð að lokum um að bókfæra ekk- ert um Júgóslavíumálið á þessu stigi og fella niður kafla 33-39 í lokabókuninni. Þar með féllu niður ræður Aust- urríkis, Finnlánds, íslands, Noregs og Portúgal. Mér er ekki kunnugt um, að þetta hafi þótt tíðindi nema hjá einum blaöamanni hér á landi, enda regla fremur en undantekning, að breyt- ingar séu gerðar á frumfundar- gerðum alþjóðasamtaka, áður en lokafundargerð er gefin út. Þaö, sem Olafur Jóhannesson var að vitna til í setningu, sem Sæ- mundur hafði eftir honum, eru ályktunarorð formanns EFTA- ráðsins, en um þau sagði Ólafur: „Það virtist af þessum fundi, að einhverjir fulltrúar legðu í þetta annan skilning heldur en hann heföi nú viljað sagt hafa.“ Sjálf var ræöan birt í heild í Vísi 3. desember 1980 og getur hver sem er flett henni upp. Um íslandsferð mína er það svo að segja, að ekkert er eðlilegra en að sendiherrar komi af og til heim til skrafs og ráðageröa um málefni, sem eru í mótun á alþjóðavett- vangi. Lokaniðurstaða Um endalok óska Júgóslava um nýjan viðskiptasamning við EFTA, sem væri einhliða ábatasamur fyr- ir Júgóslava, er m.a. fjallað í árs- skýrslu fastanefndarinnar í Genf fyrir áriö 1980. Þar kemur m.a. fram, að ráðherrafundurinn í Genf 10.-12. nóvember hafi rætt Júgó- slavíumálið allmikið. Hóf Honegg- er, viðskiptaráðherra Sviss, um- ræðuna. Lýsti hann yfir því, að hann teldi með öllu óþarft að gera nýjan samning við Júgóslava. Rétt væri að halda samstarfinu í því horfi, sem það hefði verið. Tóku síðan allir ráðherrarnir undir það sjónarmið, að engin þörf væri á nýjum samningi við Júgóslavíu og að halda bæri samstarfinu áfram í sama formi og áður. Síðan hefur, eftir því sem ég veit best, viðskipta- samningur einhliöa ábatasamur fyrir Júgóslava ekki verið á dag- skrá hjá EFTA. Þannig standa málin enn þann dag í dag. En meðal annarra orða: Skyldi Sæmundur og bandamenn hans á Alþýðublaðinu hafa áhuga á efn- isatriðum málsins, eða er einhver miöur göfugur tilgangur að baki fjölmiðlafári þeirra með 9 ára gam- alt og löngu afgreitt mál? Ég vil að lokum taka fram, að frá mínu sjónarmiði er þetta útrætt og löngu afgreitt mál. Mun ég því ekki taka þátt í frekari umræðu um það. Hannes Jónsson „Skyldi Sæmundur og bandamenn hans á Alþýðublaðinu hafa áhuga á efnisatriðum málsins, eða er einhver miður göfugur tilgangur að baki Qöl- miðlafári þeirra... ?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.