Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1989, Síða 28
52 MÍÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989. Andlát Hermina Sigurðardóttir frá Neskaup- stað andaöist á Hrafnistu 23. júlí sl. Jarðarfarir. Guðrún Hansdóttirandaðist 14. júlí. Hún fæddist að Þórkötlustöðum í Grinda- vík 20. ágúst 1903. Móðir hennar var Kristín Vilhjálmsdóttir, vinnukona í Grindavík, en um föður sinn fékk hún aldrei neitt að vita. Guðrún missti móður sína aðeins 10 ára gömul. Nítján ára göm- ul réð hún sig í vist á Raufarhöfn. Þar kynntist hún Friðriki Guðmundssyni verkamanni og stofnuðu þau heimih saman. Friðrik fæddist 24. sept. 1887 og lést 13. ágúst 1957. Þau eignuðust 12 börn. Síðustu árin bjó hún í Hafnarfirði í íbúð- um fyrir aldraða að Sólvangi. Fundir ^Bandarískur sérfræðingur ræðir um nýjar leiðir til lausn- ar fjárlagahallanum. Stjómunarfélag íslands í samvinnu við Fjárlaga- og Hagsýslustofnun býður til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 27. júlí nk. með bandarískum stjómsýslu- træðingi, dr. Walter Goldstein, þar sem rætt verður um nýjar leiðir til að leysa fjárlagahaUa Bandarikjanna og litið til svipaðs vanda hér heima fyrir. Dr. Gold- stein er lýst sem framúrskarandi fyrir- lesara. Hann hefur lengst af veriö próf- essor við Rockefeller College of Public Pohcy hjá Fylkisháskólanum í New York j> (Albany) eða aUar götur síðan 1968. Há- degisverðarfundurinn verður haldinn í Kristalsal Hótel Loftleiða fimmtudaginn 27. júh nk. og hefst kl. 12.15 og stendur til 14.00. Aðgangur er ókeypis fyrir utan hádegisverð og opinn öllum áhugamönn- um. Þátttaka tilkynnist timanlega á skrif- stofu Stjómunarfélags íslands í síma 621066. Tillcyimiiigar Heyrnar- og talmeina- stöð íslands. Móttaka verður á vegum Heymar- og talmeinastöðvar íslands í Heilsugæslu- stöð ísafjarðar dagana 11. og 12. ág. og í HeUsugæslustöð Bolungarvíkur 13. ág. nk. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina og úthlutun heymartækja. Sömu daga, að lokinni móttöku Heymar- og talmeinastöðvarinnar, verður almenn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eymalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á viðkomandi heilsu- gæslustöð. Frá Skotveiðifélagi íslands. Vegna þráláts orðróms um skipulagðar gæsaveiðar nú þegar fugUnn er í sárum, með litla unga og utan veiðitíma, vUÍ stjórn Skotvís minna landsmenn á þá staðreynd að slíkt athæfi er stranglega bannað. Jafnframt er skorað á fólk að láta viðkomandi yftrvöld vita ef slíkt at- hæfi sannast. Tónleikar Tónleikar í Hlégarði. Fimmtudaginn 27. júU kl. 21.00 heldur Ólafur Ámi Bjamason tenór söng- skemmtun í Hlégarði, Mosfellsbæ. Við hljóðfærið verður Ólafur Vignir Alberts- son. Þetta em fyrstu sjálfstæðu tónleikar Ólafs Áma. Ólafur nam söng hjá Guð- rúnu Tómasdóttur og Sigurði Demetz Franzsyni en stundar nú framhaldsnám við tónUstarskólann í Bloomington í Indi- ana. Á efnisskránni em íslensk sönglög, m.a. eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, ítalskar antik-aríur, m.a. eftir Wagner, Donizetti og Puccini. Aðgöngu- miðar fást við innganginn. Tónleikamir verða endurteknir í HúsavUturkirkju miðvikudaginn 2. ágúst 1989 kl. 20.30. Tónleikar í Akureyrarkirkju Robyn Koh sembaUeikari heldur tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudagskvöldið 27. júU nk. kl. 20.30. Þar leikur hún verk eftir Byrd, Frescobaldi, Rameau, Scarl- atti og Bach. Þessi verk fluttu Robyn Koh á tónleikum í Skálholti nú nýverið. Að- göngumiðar seldir við innganginn. Gítartónleikar á Kjarvalsstöðum Fimmtudaginn 27. júlí nk. kl. 18.00 munu Símon H. Ivarsson og Hinrik D. Bjarna- son halda gitartónleika að Kjarvalsstóð- um, í austursal. Á efnisskránni er m.a. verk frá endurreisnartímanum, verk eft- ir Robinson og Dowland, einnig verk eft- ir Vivaldi, Torroba og Sor, auk spænskra og suðurameriskra þjóðlaga. Tombola Harðardóttir tombólu til styrktar Rauða Nýlega héldu stöllumar Þórdis Filips- krossi íslands og söfnuðu þær alls 1.315 dóttir, Elva Rakel Sævarsdóttir og Urður kr. Á myndina vantar Urði Harðardóttur. Þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu og ómælda hjálp við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,föður okkar og tengdaföður, Björns M. L. Kristjónssonar Borgarholti 8 Olafsvík. Guð geymi ykkur öll. Jóhanna Elísahet Pálsdóttir, Páll Snæfeld Björnsson, Hrafnhildur Snæfeld Björnsdóttir, Birgir Snæfeld Björnsson, Elínborg Lárusdóttir. Menning Þriðjudags- tónleikar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar þriðjudag 25. júli kl. 20.30 Hlif Sigurjónsdóttir og David Tutt léku verk eftir Debussy, Bartók, Wienawski, de Saraste og Kreisier. Efnisskrár þriðjudagstónleik- anna þar í Sigurjónssafni eru gjaman blanda léttari og þyngri viðfangsefna. Menn fá sinn skammt af alvöru en eru leystir út með léttari tónlist áður en þeir halda aftur út í blessaða blíðuna. Kannski er þetta ein ástæöan fyrir góðri aðsókn en líkast til kemur þar einnig til falleg umgjörðin. Svo ættu menn að íhuga hvort ekki væri ráð að skipa tónleikum oftar í svo auðmunaðar raðir. Það kann að stuðla að aðsókn. Þau Hlíf Sigurjónsdóttir fiðlu- leikari og David Tutt píanóleikari kusu að hefja efnisskrá sína umyrðalaust á fiðlusónötu Debuss- ys. Mig grunar að kammertórdist meistarans sé oftast höfð aftar í blönduðum efnisskrám. Það er þægilegt að heyra hana eftir t.d. Schumann því að hún er samin kringum þau för sem hefðin mark- ar í hlustir okkar. Auk þess er hún ekki mjög til þess fallin að kveða sér hljóðs eða til að spila sig saman í upphafi tónleika. Til þess er hún of hál. Það var eins og nokkurrar óvissu gætti framan af í túlkuninni en þegar leið á kom i ljós að í raun fer Tónlist Atli Ingólfsson það Hlíf vel að leika Debussy. Hún býr yfir þeirri mýkt sem til þarf og skammtar víbratóið af smekkvísi. Erfltt er að finna hvar áherslumar ‘ liggja í þessum skrýtnu formum og vandi túlkandans er hér að skil- greina þau, en ekki of sterkt því að öll eru þau tengd. Mér þótti flytj- endurnir hafa góðan skilning á hljómnum og jafnvæginu sem svo mikilvæg eru í Debussy en saknaði ögn meiri formboga. Kannski má hugsa hana meira sem venjulega sónötu í g-moll þótt í raun sé fátt svo venjulegt við hana, í síðasta kaflanum í Debussy voru þau Hlíf og David þó greini- lega búin að spila sig saman. Þess nutum við í hinni makalausu só- nötu no. 2 eftir Bartók, þar sem flytjendur þurfa að spila sundur og saman á víxl. Samleikurinn var eins og best verður á kosið og hefðu þau kannski átt að gera meira í að mana hvort annað áfram. Flutn- ingurinn var mjög áheyrilegur. Um léttarfhluta efnisskrárinnar er minna að segja. Légend op. 17 eftir Wienawski var dável spiluð þótt kannski vantaði innihaldið í niðurlagið. Verk Saraste og Kreisl- ers eru með kaffi- og Sachertertu- keimi og voru eiginlega of vel spil- uð því að maður fór næstum að hlusta á þau með eyrunum en ekki maganum eins og venjulega. Með- ferð þeirra var góð og voru píanó og fiðla algerlega sammála í hrynj- andinni. Atli Ingólfsson Kvikmyndir___________ í úthverfinu Geggjaöir grannar (The Burbs) Aðalhlutverk: Tom Hanks, Bruce Dern Leikstjóri: Joe Dante Handrit: Dana Olsen Sýnd í Laugarásbiói Ray Peterson (Tom Hanks) heyrir hvin mikinn eina nóttina og röltir út til að kanna málið. Hvinurinn kemur frá nágrönnum hans en það virðist sem eitthvað undarlegt sé að gerast hjá þeim því kjallarinn upplýsist og það kemur sterkur vindur ef gengið er út á lóðina þeirra. Aðrir nágrannar virðast einnig hafa tekið eftir þessu, en þeir eru samansafn undarlegra persóna. Daginn eftir kemur Art (Rick Ducommun) í heimsókn og saman ætla þeir kanna máhð og banka upp á hjá þessum skrýtna nágranna. Húsið er að hruni komið og þar sem þeir banka dettur síð- asta talan á húsnúmerinu niður og númerið breytist úr 669 í 666 (tala djöfulsins). Við næsta bank ráðast býflugur á þá, þannig að ekkert verður úr heimsókninni. Þeir fylgj- ast áfram með húsinu og þegar nágranni þeirra hverfur á dular- fullan hátt, þá telja þeir að þessi undarlegi nágranni hafi verið vald- ur að hvarfmu. Ray og Art fá gaml- an hermann, sem býr einnig í hverfmu, í lið með sér og saman kanna þeir máhð. Konunum þeirra líst ekkert á þetta brölt og draga þá með sér yfir í húsið í heimsókn. Þeim er hleypt inn í húsið og það er virkilega draugalegt, en íbúarnir virðast aðeins vera ögn ruglaðri en gestirnir. Félagarnir eru ekki enn sannfærðir um sakleysi nágrann- anna og nota tækifærið þegar þeir eru að heiman til að brjótast inn í húsið. Afleiðingin verður alvar- legri en þá óraði fyrir. Tom Hanks (Splash, Big) hefur leikið í misjöfnum myndum en þessi er líklega ein sú lakasta. Það er eins og hann sé timbraður alla myndina og fær úr litlu að moða. Það er grátlegt að sjá hversu hratt niður á við ferill Bruce Dern stefnir. Handritið býður leikurun- um ekki upp á neitt, en það er helst Rick Ducommun sem fær skástu línurnar. Joe Dante (Gremlins, Innerspace) nær engum tökum á efninu og myndin verður hvorki fugl né fiskur. Hún er hvorki gam- anmynd, spennumynd né hroll- verkja, þó hún reyni að blanda þessu saman. Útkoman er rughngs- legur hrærigrautur sem einstaka sinnum er hægt að brosa að. Stjörnugjöf: * Hjalti Þór Kristjánsson Tapað fimdið Týndur páfagaukur. Lítill páfagaukur týndist af Bárugranda 5 fyrir einni og hálfri viku síðan. Hann er blár og hvítur. Hans er sárt saknað af eiganda sínum. Þeir sem hafa ein- hverjar upplýsingar hafi samband í síma 13465. BMX hjól tapaðist. BMX hjól hvarf frá Ásbúð 26, Garðabæ, aðfaranótt laugardags. Hjólið er gulllitað, brettalaust með hvítum plastgjörðum og svörtum púðum. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 40469 eða 651788. Köttur týndur. 3ja mánaða læða, svört og hvít bröndótt fór aðJteiman sunnudaginn 23. júlí. Hún er ómerkt. Finnandi vinsamlegast hafi samhand í tíma ogooo u----1 Ferðalög Útivistarferðir. Kl. 8.00 Þórsmörk - Gnoðaland. Munið miðvikudagsferðimar. Kynnið ykkur til- boðsverð á sumardvöl í sumarleyfispara- dis Útivistar í Básum. Kl. 20.00 Selfór á Almenninga. Létt ganga um fallegt kjarri vaxið hraunsvæði. Skoðaðar seljarústir o. fl. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst! Mynd, sem birtist með greininni „Mitt borð“ í DV hinn 11. þ.m., sýnir öryggisbúnað við Norræna húsið sem Erik Sonderholm lét setja þar upp árið 1979. Þetta hefur breyst og sýnir meðf. mynd núverandi ástand. Að mínu mati er þetta hættulegt og verður ósk um breytingar afhent borgarráði Reykjavíkur. 25. júlí 1989, Eirika A. Friðriksdóttir Leiðrétting frá Eiriku A. Friðriksdóttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.