Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1989, Qupperneq 5
FÓSTÚDAGÚR 25.ÁGÚSfl989.
,5.
Fréttir
Veöurspá fram í miöjan september:
Meiri úrkoma
og kuldi en
í meðalári
Þaö eru líkur á kaldara veöri á ís-
landi en geri6t í meöalári á tímabil-
inu frá miöjum ágúst til miðs sept-
ember. Þannigeru um 55 prósent lík-
ur á kaldara veðri suðaustanlands
og eftir því sem nær dregur norð-
vesturhominu aukast líkurnar á
kaldara veöri í 60 prósent. Þessar
tölur miðast viö aö viö 50 prósent lík-
ur séu jafnir möguleikar á að veðrið
verði kaldara eða heitara en í meðal-
ári.
Hvað úrkomu varðar eru um 55
prósent líkur á meiri úrkomu en í
meðalári. Gildir það fyrir allt landið.
Getur reyndar brugðiö til beggja
vona hvað úrkomuna varðar.
Þessar upplýsingar eru fengnar hjá
bandarísku veðurstofunni, NOAA,
og gilda fyrir tímabiliö 15. ágúst til
15. september.
DV hefur birt mánaðarspár Banda-
PCB-eitrið
til Wales
„Þegar þessum aðgerðum er lokiö
á PCB hvergi að finnast á yfirráða-
svæði Landsvirkjunar," sagði Örn
Arason, starfsmaður Landsvirkjun-
ar, í samtali við DV.
Nú vinna starfsmenn frá breska
fyrirtækinu Rechem að því að tæma
spenna við Kröflu og Sigöldu sem
innihalda eiturefnið PCB. Tunnur
með efninu ásamt spennunum sjálf-
um verða síðan flutt í sérhönnuðum
gámum til Wales. Þar tekur við þeim
fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í
eyðingu eiturefna.
Kostnaður Landsvirkjunar við að
skipta um spennana og senda efnið
utan til eyðingar nemur alls um 10
milljónum króna. Með þessu er fyrir-
tækið að uppfylla kröfur um meng-
unarvamir en PCB er mjög hættu-
legt efni sem veldur mikilli mengun.
Efnið hleðst upp í fæðukeðjunni og
safnast fyrir í likama manna og dýra
ogveldurkrabbameini. -Pá
Virðisaukaskatturinn:
Fjölmargt
óafgreitt
Áður en virðisaukaskatturinn tek-
ur gildi um áramót þarf ríkisstjómin
að koma sér saman um ein 20 atriði
sem eftir eru af þeim 27 sem Alþingi
afgreiddi ekki þegar það samþykkti
fmmvarpið. Meðal þessara atriða er
hvort veita eigi undanþágu frá skatt-
inum til fjölmiðla, ýmissar menning-
ar- og íþróttastarfsemi, tannlækn-
inga, vátrygginga, ferðaþjónustu
ásamt fjölda margra tæknilegra at-
riða.
Þannig er til dæmis eftir að ákveða
með hvaða hætti staðið verði að töku
og endurgreiðslu á virðisaukaskatti
af vinnu bænda í sláturhúsum. Einn-
ig vinnu á byggingarstað, hráefnis-
kaupum til fiskvinnslu, orkusölu og
fleiru. Flest þessara mála eru tækni-
legs eðlis.
Það má hins vegar búast við að
innan stjómarflokkanna séu mis-
munandi skoðanir á töku virðis-
aukaskatts af fjölmiðlum. Miðað við
samtöl DV viö stjórnarliða má búast
við að auglýsingatekjur dagblaðanna
verði undanþegnar skattinum en
hins vegar leggist hann á tímarit.
-gse
ríkjamannanna reglulega frá því í
vetur. í stónun dráttum hafa þær
gengið eftir. Hins vegar er rétt að
hafa í huga að þegar spáð er langt
fram í tímann verður áreiðanleiki
spánna minni en þegar spáð er til
eins dags eða nokkurra daga. Reynd-
ar geta dagspár einnig verið ótraust-
ar. Þannig hefur flugmaður, sem oft
á leið um Vestfirði, sagt að ekki séu
nema um 30 prósent líkur á að sólar-
hringsspár fyrir það svæði standist.
-hlh
Langtímaspá yfir veður á N.- Atlantshafi í ágúst/sept.
Byggt á gögnum NOAA(National Oceanic and Atmospheric Adminstration)
POTTAPLÖNTU
[20-50°/
■ * ■ . . OA
aísláttur
Okkar árlega pottaplöntuútsala er hafin. Nú seljum við allar
pottaplöntur með 20-50% afslætti. Aldrei fyrr höfum við
boðið eins mikið af góðum plöntum á eins góðu verði.
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri.
Dæmi um verð:
Verð áður Verð nú
Jukkur, 35 cm 682 341
Jukkur, 45 cm 990 495
Jukkur, 60 cm 1.738 869
Jukkur, 75 cm 2.090 1.045
Burknar 451 225
Burknar 649 324
Drekatré 440 220
Drekatré 770 499
Begóníur 440 264
Ástareldur 330 165
Nílarsef 418 271
Gullpálmi 858 598
LIKA I KRINGLUNNI
blómouol
Gróðurhúsinu v/Sigtún - sími 68 90 70